Fréttablaðið - 17.07.2019, Page 11

Fréttablaðið - 17.07.2019, Page 11
Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Nýleg vaxtaákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar-manna (LV) og viðbrögð við ákvörðuninni hafa leitt til áhuga- verðrar umræðu og vakið spurning- ar sem virðast íhugunarefni þeim sem láta sig málið varða. Sú fyrsta gæti verið hvort LV og stjórnendur hans varði um þjóðar- hag. Á liðnum vetri virtist stefna í óefni varðandi sátt um lífskjör og raunar veruleg óvissa um hvort afstýra mætti erfiðleikum sem bitn- að hefðu á fyrirtækjum og fólki, þar með talið LV og sjóðfélögum hans. Svo virðist sem tekist hafi að afstýra stóráföllum, m.a. með fyrirheitum um lækkandi vexti. Hver er ábyrgð stjórnar LV gagnvart þeim fyrir- heitum? Full þörf virðist einnig á að íhuga stöðu stjórnar LÍV sem og stöðu fjölmargra annarra stjórna sem valdar eru af félögum, samtökum eða stjórnvöldum. Starfa slíkar stjórnir (jafnvel ríkisstjórnir) ekki ætíð á ábyrgð þeirra sem valið hafa? Hlýtur ekki sú ábyrgð að vera gagn- kvæm? Hefur ekki sá sem valið hefur og ábyrgð ber heimild, jafnvel skyldu, til að grípa inn í fari umbjóð- endur hans gegn markmiðum þess sem valið hefur? Hljóta ekki valdir stjórnarmenn að bera stærri álita- mál undir þá sem valið hafa? Er í raun skynsamlegt að ætla að stjórnir geti verið, eða eigi að vera óháðar þeim sem stjórnirnar velja? Í ljósi þess að við erum fámenn þjóð gæti lokaspurningin verið hvort við eigum okkur framtíð sem þjóð ef færri og færri horfa til heildarhagsmuna og sameiginlegra þarfa og möguleika þjóðarbúsins? Höfundur hefur á undanförnum 30 árum verið valinn í fjölmargar stjórnir og nefndir. Hverja varðar um þjóðarhag? Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta við- fangsefni samtímans – loftslags- breytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotk- un hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmið- unum sem sett eru fram í atvinnu- stefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmála- fulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í sam- starfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa ein- sett sér að COP26 skili hámarks- árangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heim- inum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í lofts- lagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleit- ari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsaloftteg- unda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norður- skautsráðinu og Norrænu ráð- herranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregð- ast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hag- kerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálf bærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsaloftteg- undir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spenn- andi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stór- felldu breytingum sem eru nauð- synlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu. Stærsta áskorun okkar tíma 15febr úar 1975 birtist í Íslendingaþáttum Tímans minningargrein eftir Guð- mund P. Valgeirsson í Bæ í Árnes- hreppi um Pétur Guðmundsson, bónda í Ófeigsfirði, sem lést 21. september árið áður, 84 ára að aldri. Honum er lýst sem sómamanni og þekktum sveitarhöfðingja sem hafi áunnið sér „vináttu, virðingu og traust allra sveitunga sinna“. Hann „var enginn metnaðarmaður, heldur í raun og veru yfirlætislaus manndómsmaður“, hæglætismaður hversdags, „fámæltur og gagnorður“ en gat hvesst sig „ef til skarpra skoðanaskipta kom og þá þungur í skauti, þó tillitssamur“. Glaðvær „og hverjum manni hugljúfur“ og tal hans einkenndist „af góðum og fjölþættum gáfum, þekkingu og hófsemi“. Heiðarlegur var hann og örlátur, las norrænar öndvegisbók- menntir á yngri árum en „vínhneigð hans jókst“ með aldrinum. Pétur lét af búskap og flutti suður 1965. Ættingjar hans og af kom- endur treystu sér ekki til að halda áfram. Ófeigsfjörður hafði vegna hlunninda verið ein mesta kosta- jörð landsins en lagðist í eyði. Það var Guðmundi í Bæ ekki tregalaust: Ófeigsfjörður hefur verið í eyði síðan. Á vorin koma eigendurnir heim til að sinna varplandi, selveiði og reka eftir því sem tími vinnst til. Aðra tíma ársins grúfir þögnin yfir mannlausri byggð. – Fossarnir í heimalandi jarðarinnar syngja þó sína margrödduðu og seiðmögnuðu hljómkviðu eins og ekkert hafi í skorizt. Í sambandi við þá eru nú að vakna vonir um, að þeir verði ljós- og af lgjafar vestfirzkrar byggðar. Færi svo að af því yrði, rættist fram- tíðardraumur og hugsjón Péturs, er hann bar í brjósti, sjálfur lagði hann mikið fé og fyrirhöfn í að virkja nærtækustu ána til heimilis- þarfa. Sú virkjun reyndist ekki vel og lagðist niður eftir nokkur ár. — Með virkjun fallvatna jarðarinnar mundi Ófeigsfjörður byggjast á ný og þá gegna enn mikilvægara hlutskipti fyrir sveit sína og aðrar byggðir en áður. Þetta er falleg framtíðarsýn. Guð- mundur í Bæ var af þeirri kynslóð bænda sem vann að stórstígum framförum í búskap með bygg- ingum, ræktun búfjár og fram- ræslu mýra. Nú eru þær framfarir litnar öðrum augum. Byrjað er að endurheimta votlendi með því að moka ofan í skurði og landbúnaður á undir högg að sækja. Ófeigsfjörður er lengra úr alfaraleið en svo að draumsýn Guðmundar gæti ræst. Vonlegt var að menn sæju fossana í Ófeigsfjarðarlandi í hillingum til að standa undir blómlegum búskap. En einmitt um þær mundir sem greinin var skrifuð var raforku- framleiðsla að breytast. Virkjað var til að framleiða ódýrt rafmagn til álframleiðslu og svo hefur verið síðan en stórnotendur breytilegir. Fyrst álver og kísilver en nú síðast gagnaver fyrir bitcoin sem gagnast glæpastarfsemi á borð við mansal og er greiðslumiðill sem nethakk- arar vilja fá greitt í þegar þeir hóta fólki að afhjúpa syndir þess. Guðmundur í Bæ áttaði sig ekki á ásókn auðmagnsins í orkuna en það gerði Stephan G. Stephansson löngu fyrr. Í kvæðinu Fossaföll sem ort var árið 1910 sá hann ekki mein- bugi á því að fossum yrði settur umbúnaður af listfengi „því listin kann að draga upp dvergasmíði/ sem dyratré að minni frjálsu tign“ segir fossinn í kvæðinu. Hann gæti leitt „heilsu í hvamma dalsins/og hitagróður um þess kalda brjóst“. Þetta er sama draumsýn um blóm- lega byggð og hjá Guðmundi í Bæ og við hana prjónar Stephan löngun fossins til að létta undir með strit- andi verkafólki, „að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist/og hvíla allar oftaks lúnar hendur/á örmum mér, er fá ei særst né þreyst“. Stephan vissi þó að gróðabrall auðmagns- ins sneri að öðru. Í heimsókn til Íslands árið 1917 litaðist hann um glöggum augum, vonaðist eftir sam- stöðu verkalýðs og bænda en sá víða bújarðabrallara og fossaf lagara í gróðaleit. Honum fannst „eitthvað æfintýra-kynjað við þessa íslenzku fossa-spádóma, einhver stór-þjóða- stóriðnaðar-gróðadraumur ein- staklings-brallsins lita þá, fremur en „landsins gagn og nauðsynjar“, og ég hefi ekki neina vissu um, að það sé annað en loftkastala- litur.“ (Bréf og ritgerðir II: 156, 172) Kannski var það eftir heimsóknina til Íslands að hann jók þessu erindi í kvæðið: En magnið mitt, en iðjuleysið ekki, til illra heilla gæti sljóva leitt. Ég kann að smíða harða þrælahlekki á heilan lýð, ef mér er til þess beitt Ég orðið gæti löstur mesti í landi og lækkun þjóðar – öðrum þannig fer – sé gamla Þóris gulli trylltur andi, sem gekk í fossinn, vakinn upp í mér. Gamli Þórir er Gull-Þórir úr sam- nefndri sögu sem einnig er kölluð Þorskfirðinga saga, ágjarn höfð- ingi og ófyrirleitinn sem náði gull- kistum tveim frá tröllum í Noregi. Á efri árum varð hann „mjög illur við- fangs“ og sagt að hann hefði orðið að dreka og lagst á gullkistur sínar. Ágirndarandi Gull-Þóris er líf- seigur með mörgum, löstur í landi og þjóðarlækkun. Aðrir trúa í ein- lægni á hugsjón Guðmundar í Bæ, að virkjun fallvatna geti endurreist blómlega byggð í Árneshreppi. Hún stenst því miður ekki. Árnes- hreppur mun ekki halda velli á grunni fyrri lífshátta enda hafa fjárbændur hætt búskap hver á eftir öðrum síðustu árin. Eina leiðin, og ekki öruggt að hún hrökkvi til, er að byggja á gæðum sveitarinnar og aðdráttaraf li, stofna þjóðgarð og ef la mennta- og menningar- tengda náttúruferðamennsku og jafnvel smáiðnað eða handverk sem mundi bætast við þann fjár- búskap og útgerð sem eftir stendur. Árneshreppur er hlið að einstæðum minjum um sambúð manns og nátt- úru: „Í raun má tala um samfellt og einstakt menningarminjasvæði um alla norðan- og austanverða Vest- firði, Jökulfirði, Hornstrandir og norðurhluta Stranda. Þau svæði eru öll komin í eyði nema Árneshrepp- ur og af þeim sökum er margföld ástæða til að halda honum í byggð sem anddyri að þessu óbyggða svæði. Árneshreppur er þann- ig lykilsvæði til að halda lifandi tengingu við þau svæði sem nú eru komin í eyði.“ (Friðlýsing Dranga- jökulsvíðerna, gerð fyrir náttúru- verndarsamtökin Ófeigu bls. 37.) Virkjun Hvalár yrði til þess að fjöldi fólks missti áhugann á svæðinu og þar með er fótum kippt undan búsetu og fjarstýrð virkjun stendur ein eftir. Þá munu fáir leita uppi fæðingarstað Jóns lærða í Ófeigsfirði eða síðasta dvalarstað hans í Árneshreppi í Stóru-Ávík, áður en sýslumaður og valdsmaður Vestfjarða, Ari Magnússon í Ögri, hrakti hann í burtu. Pétur í Ófeigsfirði, tvennir tímar og lifandi vatn Ari Teitsson Hver er ábyrgð stjórnar LV gagnvart þeim fyrirheitum? Viðar Hreinsson bókmennta- fræðingur Lengri útgáfu af greininni má sjá á frettabladid.is. Guðmundur í Bæ var af þeirri kynslóð bænda sem vann að stórstígum fram- förum í búskap með bygg- ingum, ræktun búfjár og framræslu mýra. Michael Nevin sendiherra Bret- lands á Íslandi S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 F -E 8 A C 2 3 6 F -E 7 7 0 2 3 6 F -E 6 3 4 2 3 6 F -E 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.