Fréttablaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 12
Opna breska meistaramótið er mót sem alla kylfinga langar að prófa einhvern tímann á ferlinum. Ég hef fulla trú á að mér takist að láta draum minn rætast. G O LF Lok aú r tök u mót ið f y r ir opna breska meistaramótið í golfi kvenna verður haldið í Ashridge 29. júlí og opna breska fer svo fram helgina 1.–4. ágúst. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur tryggt sér farseðil á úrtökumótið. Guðrún Brá hefur ekki áður komist svona langt í ferlinu en hún spilaði á opna breska í f lokki áhugamanna fyrir nokkrum árum. Hún er mjög ánægð með að vera komin á þann stað að opna breska meist aramót ið sé rau nhæf u r möguleiki og hlakkar mikið til verkefna komandi vikna. Fyrst ætlar hún hins vegar að hvíla lúin bein hér heima, ferðast um landið sitt og leika svo á móti á heimavelli sínum. Stutt stopp hér heima fyrir átökin „Það er mjög góð tilfinning að vera komin einu skrefi nær því að kom- ast á opna breska meistaramótið sem er mót sem alla kylfinga langar að prófa einhvern tímann á ferl- inum,“ segir Guðrún Brá í samtali við Fréttablaðið um þennan áfanga í átt að markmiði sínu. „Ég hafði aldrei spilað Sandy Lodge-völlinn áður og þeir kylf- ingar sem ég ræddi við könnuðust ekki við þennan völl. Ég renndi því alveg blint í sjóinn en náði góðum hringjum sem skiluðu mér áfram sem er frábært,“ segir hún enn fremur. „Lokaúrtökumótið er svo spilað þannig að það spila rúmlega 100 sterkir kylf ingar einn 18 holu hring og ég held að það séu fjögur til fimm sæti á lokamótinu í boði. Ég hef ekki áður spilað í svona fyrirkomulagi svo ég muni en það verður bara gaman og spennandi. „Það er líka mjög skemmtilegt að kljást við aðra kylfinga eftir að spila við nánast sömu andstæðinga viku eftir viku í LET-Access-móta- röðinni. Þetta er fjölbreyttur hópur af kylfingum sem koma úr ýmsum áttum og það verður spennandi áskorun að freista þess að lenda nógu ofarlega til þess að komast alla leið.“ Mun ráðast á dagsforminu „Þetta verður því vissulega erfitt og krefjandi verkefni en ég hef fulla trú á að mér takist að láta draum- inn verða að veruleika. Klisjan um dagsform á líklega aldrei betur við en í þessu tilfelli og vonandi bara tekst mér að hitta á góðan hring,“ segir Guðrún full sjálfstrausts. „Núna er ég stödd hér heima í ferð með bandarískri vinkonu minni sem er einnig kylfingur og var með mér í háskólanum úti. Þessi vika fer bæði í slökun, að túristast aðeins og svo ætla ég taka þátt í KPMG-bikarnum um næstu helgi,“ segir hún um framhaldið. „Það er alveg nauðsynlegt að koma aðeins heim eftir keyrslu síðustu vikna, sofa aðeins í rúm- inu heima og sýna vinkonu minni landið. Svo skemmir það alls ekki að KPMG-bikarinn verður spilaður á Keili sem er minn heimavöllur. Þetta gæti eiginlega ekki verið betra,“ segir hún enn fremur um næstu daga og vikur. hjorvaro@frettabladid.is Vonandi næ ég að upplifa drauminn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, tók þátt í forkeppni fyrir opna breska meistaramótið í golfi kvenna í vik- unni. Þar dugði skor hennar til þess að komast áfram á lokaúrtökumótið fyrir mótið sem haldið verður fyrstu helgina í ágúst.  FÓTBOLTI Valur freistar þess í dag að snúa við taflinu í viðureign sinni við slóvenska liðið Maribor í seinni leik liðanna í forkeppni Meistara- deildar Evrópu í knattspynu karla sem fram fer ytra klukkan 18.15 að íslenskum tíma í dag. Valsmenn lutu í lægra haldi 3-0 í fyrri leik liðanna og því er ljóst að verkefnið verður ærið hjá Hlíðar- endaliðinu á móti sterku slóvensku liði. Fari svo að Valur falli úr leik í kvöld fer liðið í aðra umferð í for- keppni Evrópudeildarinnar þar sem andstæðingurinn verður annað hvort búlgarska liðið Ludogorets eða ungverska liðið Ferencvaros. Þrjú önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í kvöld en staða þeirra liða er misjöfn fyrir leiki kvöldsins. Rúnar Már Sigurjónsson og sam- herjar hans hjá kasakska liðinu Astana eru 1-0 yfir í einvígi sínu við Dan Petrescu og lærisveina hans hjá rúmenska liðinu Cluj. Rúnar Már gekk nýlega til liðs við Astana og vonast til þess að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar- innar í fyrsta skipti á ferlinum. Kolbeinn Sigþórsson, sem opnaði markareikning sinn fyrir sænska liðið AIK um síðustu helgi eftir um það bil þriggja ára markaþurrð með félagsliðum sínum, fær armenska liðið Ararat-Armenia í heimsókn. Armenarnir fóru með 2-1 sigur af hólmi í fyrri leiknum. Þá leika Willum Þór Willumsson og liðsfélagar hans hjá hvít-rúss- neska liðinu BATE-Borisov við pólska liðið Piast Gliwice í Póllandi en fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. – hó Valsmenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld Patrick Pedersen tók vonandi markaskóna með. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Valur þarf að vinna upp þriggja marka forskot þegar liðið sækir Maribor heim til Slóveníu í kvöld. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem leikur sem atvinnukylfingur fyrir Golfklúbbinn Keili á möguleika á að leika á opna breska meistaramótinu í golfi kvenna í fyrsta skipti. MYND/DAVID POWELL 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 F -E D 9 C 2 3 6 F -E C 6 0 2 3 6 F -E B 2 4 2 3 6 F -E 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.