Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2019, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.07.2019, Qupperneq 16
Ar io n ba nk i Er st e G ro up B an k Ra if fe is en B an k Ba rc la ys H SB C H ol di ng D an sk e Ba nk Jy sk e Ba nk N or de a D eu ts ch e Ba nk Co m m er zb an k Sv en sk a H an de ls ba nk en SE B Sw ed ba nk U BS Cr ed it Su is se Ba nk o f A m er ic a JP M or ga n 25% 20% 15% 10% 5% 0% ✿ Staðlað eiginfjárhlutfall Allir bankar með sömu meðal áhættuvog og Arion banki (64,4%) Ar io n ba nk i Er st e G ro up B an k Ra if fe is en B an k Ba rc la ys H SB C H ol di ng D an sk e Ba nk Jy sk e Ba nk N or de a D eu ts ch e Ba nk Co m m er zb an k Sv en sk a H an de ls ba nk en SE B Sw ed ba nk U BS Cr ed it Su is se Ba nk o f A m er ic a JP M or ga n 25% 20% 15% 10% 5% 0% ✿ Eiginfjárhlutfall (CAD hlutfall) Eiginfjárhlutfall norrænna banka væri liðlega þriðj-ungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka ef þær eigin-fjárkröfur sem gerðar eru til fyrrnefndu bankanna væru reiknaðar samkvæmt sömu aðferð og íslensku bankarnir notast við. Þetta má lesa út úr úttekt sem Arion banki hefur gert og kynnt var lífeyrissjóðum og fagfjárfestum í aðdraganda útboðs sem bankinn hélt í síðasta mánuði á tveimur nýjum víkjandi skuldabréfaflokkum í krónum. Í úttektinni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er meðal ann- ars bent á að eiginfjárhlutfall Arion banka, sem var 22,3 prósent í lok mars síðastliðins, sé hærra en flestra evrópskra og norrænna banka, hvort sem hlutfall erlendu bankanna sé reiknað samkvæmt staðalaðferðinni, eins og tíðkast hér á landi, eða innra- matsaðferðinni en f lestir bankar í álfunni notast við síðarnefndu aðferðina. Ef gert væri ráð fyrir því að hlut- fall áhættuvoga af heildareignum norrænna banka væri það sama og í tilfelli Arion banka, um 65 prósent, myndi eiginfjárhlutfall umræddra banka lækka verulega og yrði í sumum tilfellum aðeins ríf lega þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka. Þannig yrði eiginf járhlutfall Svenska Handelsbanken til að mynda aðeins 7,7 prósent, eftir því sem fram kemur í úttektinni, en til samanburð- ar er eiginfjárhlutfall sænska bank- ans 21 prósent eins og það er reiknað út í innramatsaðferðinni. Eiginfjár- hlutfall Danske Bank myndi auk þess lækka úr 21,3 prósentum í aðeins 6,9 prósent og í tilviki Nordea Bank færi hlutfallið úr 19,9 prósentum niður í 8,7 prósent, svo fáein dæmi séu tekin. Staðalaðferðin – en samkvæmt henni er áhættugrunnur banka feng- inn með því að vega eignir bankanna með áhættuvogum í samræmi við sérstakan Basel-staðal – gerir það því að verkum að íslensku bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en evrópskir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Með upp- töku innramatsaðferðarinnar gæti eiginfjárþörf íslensku bankanna því dregist verulega saman. Eins og fjallað hefur verið um á síðum Markaðarins hafa stóru við- skiptabankarnir þrír – Arion banki, Væri um þriðjungur af hlutfalli Arion Eiginfjárhlutfall norrænna banka væri aðeins um þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka ef erlendu bankarnir notuðust við sömu aðferð og íslenski bankinn. Þurfa að binda mun minna eigið fé en innlendir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Strangar eiginfjárkröfur hafa sætt gagnrýni, sér í lagi nú þegar samdráttur er hafinn í efnahagslífinu, enda dragi kröfurnar úr getu bankanna til að auka útlán þegar atvinnulífið þarf á auknu lánsfé að halda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 22 milljörðum nam eigið fé Stoða eftir nýlega hlutfjár- hækkun félagsins. Íslandsbanki og Landsbankinn – haft það til skoðunar að taka upp slíka aðferð en það er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og gæti það tekið bankana í það minnsta þrjú ár að öðl- ast slíkt samþykki. Staðalaðferð víða gagnrýnd Eiginfjárhlutfall banka er reiknað sem hlutfall eigin fjár af eignum á áhættugrunni. Að jafnaði eru tvær aðferðir notaðar til þess að leggja mat á áhættugrunn eigna: staðalaðferð og innramatsaðferð. Síðari aðferðin byggist á því að bankarnir meta sjálfir áhættu af útlánum og öðrum eignum með lík- önum sem þeir hafa smíðað og hlotið hafa blessun stjórnvalda. Bankarnir notast þá við mismunandi áhættu- vogir, allt eftir því hve áhættusamar eignir er um að ræða, og geta þann- ig lækkað eiginfjárbindingu sína á áhættulitlum eignum en hækkað Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfest- ingarfélaginu Stoðum fyrir jafn- virði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján pró- senta hlut Arion banka í fjárfesting- arfélaginu föstudaginn 28. júní síð- astliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bank- ans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingi- mundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fin- invest ehf. – í Stoðum fyrir saman- lagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lág- marki 370 milljónir Bandaríkja- dala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skulda- bréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhalds- félagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafna- kona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrr- verandi stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuð- ust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignar- haldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal ann- ars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Ör vars Kjær nested , f jár- festis og stjórnarformanns TM. – hordur@frettabladid.is Helgi kaupir í Stoðum fyrir um tvö hundruð milljónir króna  Helgi var á meðal þeirra sem keyptu hlut Arion í Stoðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA á móti eiginfjárbindingu á áhættu- meiri eignum. Svigrúm bankanna til þess að meta áhættu af útlánum – og þar með eiginfjárþörf sína – er þann- ig ríkt. Eftir því sem hlutfall áhættuvog- anna – og þar með áhættugrunnsins – af heildareignum banka er lægra dregur úr eiginfjárþörf bankans. Umrætt hlutfall er hátt á meðal íslensku bankanna, eða að meðal- tali um 70 prósent, á meðan það er á bilinu 25 til 40 prósent að meðaltali á meðal stærstu bankanna á Norður- löndunum. Sem dæmi lækkaði hlut- fallið verulega hjá stærstu bönkum Svíþjóðar eftir að þeir tóku upp innramatsaðferðina árið 2007. Fór það úr 50 prósentum í 25 prósent árið 2017. Lægri áhættuvogir leiddu til hækkandi eiginfjárhlutfalls á meðal sænsku bankanna en það fór úr sex prósentum árið 2006 í 17 prósent sjö árum síðar. Á sama tíma hélst vog- unarhlutfallið hins vegar nokkuð stöðugt í fjórum prósentum. Þrátt fyrir að nokkur gagnrýni hafi beinst að því hvernig sumir evrópskir bankar nota innramatsaðferðina markvisst til þess að lækka áhættu- vogir sínar, þá er engu að síður talið að sú aðferð gefi réttari mynd af eigin- fjárstöðu banka en staðal aðferðin. Ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hvatti til dæmis íslensk stjórnvöld fyrir fáeinum árum til þess að leyfa bönkunum að nota innramatsað- ferðina til þess að meta eiginfjár- þörf sína. Áhættuvogir bankanna, s a m k væmt st að a l aðfer ði n n i , væru í mörgum tilvikum of háar. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 0 -1 5 1 C 2 3 7 0 -1 3 E 0 2 3 7 0 -1 2 A 4 2 3 7 0 -1 1 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.