Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson,
benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764
| Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen,
solrunfreyja@frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Ég veit ekki alveg hvað kveikti áhugann á þessu hjá mér. Ég hef alltaf verið frekar hrædd
við sjóinn. Mér hefur fundist
ógnandi að vita ekki hvað er fyrir
neðan mig og hversu djúpur sjór-
inn er. Mig minnir að ég hafi prófað
sjósund fyrst í Flatey á Breiða-
firði þegar ég var að vinna þar. Ég
þurfti bara að prófa einu sinni.
Þegar maður er búin að ná tökum á
huganum, sem segir manni að það
sé of kalt og maður verði að fara
upp úr, og maður hefur náð tökum
á önduninni þá gerist eitthvað.
Maður upplifir svo mikla vellíð-
unartilfinningu að maður verður
að gera þetta aftur,“ segir Hera.
Hera segist reyna að fara í sjó-
sund nokkrum sinnum í mánuði.
Hún fer yfirleitt í Nauthólsvíkina
og hefur verið meðlimur í ýmsum
hópum sem hafa mætt þangað
saman. „Ég fer yfirleitt með ein-
hverjum öðrum. Bæði upp á
félagsskapinn og upp á öryggið
líka. Þetta er nefnilega hættulegt
sport. Maður þarf að passa sig að
vera búin að borða og drekka vel
yfir daginn ef maður ætlar í sjóinn
seinni partinn. Maður á helst ekki
að fara einn eða fara mjög langt.“
Hera segist yfirleitt ekki synda
mjög langt. Hún er svona fjórar
til fimm mínútur ofan í sjónum
í mesta lagi á sumrin, haustin og
vorin. En hún stundar þó sjósund á
veturna líka.
„Það er alltaf meiri sigur að fara
út í á veturna. Maður er ekki lengi
út í sjónum í hvert skipti á þeim
árstíma. En ef fólk stundar sjósund
reglulega setur það ekkert fyrir sig
að sjórinn sé kannski -1 gráða. það
verður jafnvel bara ennþá meiri
áskorun og ennþá meiri uppskera.
Það er í raun aldrei of kalt. Það sem
fælir mig helst frá er þegar það er of
mikill vindur. Þá er svo mikil vind-
kæling þegar maður er á leiðinni
ofan í sjóinn. En það er eiginlega
það sama með vindkælinguna og
með hitastigið á sjónum. Ef maður
er í æfingu og gerir þetta reglulega
þá er bara meiri áskorun að drífa
sig jafnvel þótt það sé hríðarbylur,
maður fer bara samt,“ segir Hera.
Allra meina bót
Hera segir að heilsufarslegur
ávinningur af sjósundinu sé mikill.
„Þetta er mjög gott ef maður er með
vöðvabólgu eða einhver stoðkerfis-
vandamál. Svo er manni sagt að
þetta hafi líka góð áhrif á tauga-
kerfið og sogæðakerfið. Ég hef
tröllatrú á þessu. Ég held að þetta
sé allra meina bót. Ég get vitnað
um það því ég hef fundið það sjálf á
eigin líkama.“
Það er mikilvægt að stunda
sjósund reglulega til að viðhalda
færninni að sögn Heru. „Eftir
því sem lengra líður á milli, því
erfiðara verður þetta. Maður sækir
þá minna í þetta og verður meiri
kuldaskræfa við tilhugsunina.“
Hera segir að nóg sé að stunda
sjósund í venjulegum sundfötum,
en hún notar líka oftast eyrna-
band, nema helst yfir hásumarið.
„Það er eiginlega nauðsynlegt til
að halda höfðinu heitu. Mér finnst
líka gott að vera í sjósundskóm og
með hanska. Taugaendarnir eru
náttúrulega í fingurgómunum
og tánum þannig að þegar þessir
staðir vera kaldir senda þeir boð til
heilans um að maður verði að drífa
sig upp úr. Maður nær að plata
aðeins heilann með því að verja
þessi svæði. Maður nær yfirhönd-
inni með huganum.“
Auk þess að stunda sjósund í
Nauthólsvík hefur Hera líka prófað
sjóböð í Danmörku og Svíþjóð. „Ég
hef farið á sérstaka sjóbaðstaði þar
í sérstökum baðhúsum. Þar er fólk
oft að baða sig nakið. Mér finnst
það æðislegt, sjórinn er aðeins
hlýrri þar. Það eru gufuböð þar
og fólk er að fara í sjóinn og kæla
sig og fer svo í gufu á eftir. Það er
líka hægt í Nauthólsvíkinni. Það
er náttúrulega heiti potturinn og
gufubað líka,“ segir Hera og bætir
við að hún mæli 100% með sjó-
sundi fyrir alla.
„Það geta allir yfirstigið kulda-
skræfuna í sér. Þetta er svo góð
hugleiðsla. Þegar manni er svona
kalt og er bara að reyna að ná
tökum á andardrættinum þá getur
maður í raun ekki hugsað um neitt
annað. Þannig að þetta er fullkom-
in núvitund. Þú ert bara að anda
og ná tökum á andardrættinum í
fimm mínútur. Það er fullkomin
hugleiðsla.“
Hera að fara í sjóinn við Langasand á Akranesi .
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Þegar maður hefur
náð tökum á
önduninni upplifir
maður svo mikla vellíð-
unartilfinningu að
maður verður að gera
þetta aftur.
Hera
Sigurðardóttir
Á Austurlandi eru fá jarð-hitasvæði og því eru heitar náttúrulaugar spenn-
andi nýjung fyrir íbúa og gesti.
Þess má geta að jarðhitavatnið
sem kemur úr borholum Urr-
iðavatns er auk þess svo hreint
að það hefur verið vottað hæft
til drykkjar en ekkert jarðhita-
vatn hér á landi hefur fengið þá
vottun sem eykur enn á sérstöðu
Vök Baths.
Virðing fyrir umhverfinu
Fljótandi laugar eru nýnæmi
hér á landi en í þeim ná gestir að
upplifa einstaka tengingu við
náttúruna með útsýni í allar áttir.
Auk fljótandi lauganna býður Vök
Baths upp á tvær heitar laugar við
strönd vatnsins, laugarbar, köld
úðagöng og gufubað.
Á Tebarnum er boðið upp á
úrval af lífrænum jurtadrykkjum
sem gestir brugga sér sjálfir. Þar
eru á boðstólum íslenskar hand-
tíndar jurtir sem blandað er í 75
gráðu heitt og kristaltært vatn
beint úr borholum Urriðavatns.
Veitingastaður Vök Baths hefur
sjálf bærni að leiðarljósi í allri
matseld og kaupum aðfanga. Lögð
er rík áhersla á íslenskt hráefni úr
heimabyggð og breytist því mat-
seðillinn reglulega yfir árið eftir
því hvaða hráefni er í boði hverju
sinni.
Jarðhitinn í Urriðavatni upp-
götvaðist á sínum tíma þegar
ákveðnar vakir, svokallaðar
Tuskuvakir, héldu sér á vatninu
sama hvernig frysti. Vakirnar eru
því aðal kennimerki Vök Baths
en það eru tvær laugar sem fljóta
á vatninu. Gestir geta því reynt
á eigin skinni að sitja í heitum
vökum Urriðavatns og mynda
þannig einstök tengsl við nátt-
úruna í kring.
Einstök upplifun
Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmda-
stjóri Vök Baths, segir þetta tæki-
færi til að efla áhugann á Austur-
landi. „Með sögu þessa sérstaka
heita vatns að leiðarljósi og áhuga
ferðamanna á heitum náttúrulaug-
um var Vök Baths virkilega spenn-
andi tækifæri til að láta verða að
veruleika á Héraði. Á sama tíma
fær Austurland meiri athygli sem
er sannarlega verðskuldað því hér
má finna einar fegurstu náttúru-
perlur landsins að mínu mati, ein-
staka menningu og andrúmsloft
sem enginn ferðamaður, innlendur
eða erlendur, ætti að láta fram hjá
sér fara,“ segir Heiður.
„Við viljum sannarlega að ferða-
maðurinn nái að upplifa það besta
sem svæðið hefur upp á að bjóða
og með því að koma í Vök Baths
getur ferðamaðurinn upplifað sig
sem hluta af Urriðavatninu með
því að baða sig í f ljótandi laugum
umkringdur dýralífi og einstakri
náttúru, sumar sem vetur. Við
höfum svo tekið brot af því besta af
afurðum af svæðinu inn til okkar,
hvort sem er í efnisvali í bygg-
ingunni sjálfri eða afurðum sem
hægt er að neyta í formi veitinga.
Það ættu því allir að geta fengið að
bragða á einhvern hátt á töfrum
Austurlands með viðkomu sinni í
Vök Baths.“
Fljótandi laugar á Austurlandi
Eins og sést þá er svæðið einstaklega fallegt. MYND/VÖK BATHS
Vök Baths eru
heitar náttúru-
laugar við Urriða-
vatn, í einungis
5 kílómetra fjar-
lægð frá Egils-
stöðum. Stefnt
er að opnun Vök
Baths núna í júlí.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
F
-F
C
6
C
2
3
6
F
-F
B
3
0
2
3
6
F
-F
9
F
4
2
3
6
F
-F
8
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K