Fréttablaðið - 17.07.2019, Síða 25
Alltaf til taks
Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki
Algjörlega
hnökralaust
Vodafone hentar mínum rekstri
best. Þau hafa þjónustað okkur
með allt sem þarf, algjörlega
hnökralaust.
Greinendur eru sam-mála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að
bregðast við þeirri þróun gæti verið
skynsamlegt að huga að uppbygg-
ingu fyrir næstu uppsveif lu með
því að fjárfesta í innviðum, svo
sem samgöngumannvirkjum eða
flutningskerfum raforku. Innviða-
uppbygging hjálpar okkur að mæta
þeim áskorunum sem felast í sam-
félagsbreytingum og umhverfis- og
efnahagsþróun komandi missera.
Landsframleiðsla mun að öllum
líkindum dragast saman á þessu ári,
bæði vegna fækkunar ferðamanna
og loðnubrests. Ólíkt fyrri niður-
sveif lum er ekki gert ráð fyrir að
nú fylgi gengisfall krónunnar með
tilheyrandi verðbólgu og vaxta-
hækkunum. Þvert á móti ættum
við að geta tekist á við viðsnúning-
inn með vaxtalækkunum þar sem
stoðir hagkerfisins eru sterkari en
áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar
og jákvæð erlend staða þjóðar-
búsins hefur aukið viðnámsþrótt
hagkerfisins töluvert. Jafnframt
var jákvæð hagþróun síðustu ára
ekki keyrð áfram af skuldasöfnun
heimila eða hins opinbera eins og
þekkist frá fyrri tíð.
Þó að þjóðfélagið sé á margan
hátt vel búið undir niðursveiflu þá
eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að
huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu
getur til dæmis orðið meiri en búist
er við og í ljósi þess hve atvinnu-
greinin er stór hluti hagkerfisins
getur það haft alvarlegar afleiðing-
ar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá
okkar stærstu viðskiptaþjóðum,
sem hæglega getur haft áhrif á
okkur. Því gæti niðursveiflan orðið
dýpri en spár gera ráð fyrir.
Ríkisstjórn Íslands hefur meðal
annars brugðist við þessum fyrir-
boðum um lakari efnahagshorfur
með því að kalla á endurskoðun
fjármálastefnunnar. Með minni
umsvifum í þjóðfélaginu munu
skatttekjur minnka samhliða
auknum kostnaði vegna atvinnu-
leysis. Því getur verið óumflýjanlegt
að draga úr ríkisútgjöldum og fresta
fyrirhuguðum skattalækkunum.
Sparnaður landsmanna hefur
aukist töluvert á síðustu árum,
ekki síst vegna breytinga á greiðsl-
um almennings í lífeyriskerfið. Sú
staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á
fjárfestingum síðustu ára hefur gert
það að verkum að fjárfestingaþörf
sameiginlegra sjóða okkar hefur
aukist jafnt og þétt.
Sögulega hefur stór hluti fjár-
festinga lífeyrissjóðanna farið í
ríkisskuldabréf sem hafa gefið
góða verðtryggða ávöxtun. Það
hefur skapað grundvöll fyrir því
að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun
umfram lögbundin 3,5% viðmið.
Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum
og takmarkað framboð, meðal ann-
ars vegna þess að ríkið hefur greitt
niður skuldir á undanförnum árum,
ásamt vaxtalækkunum hefur valdið
því að ávöxtunarkrafa þessara fjár-
festingarkosta hefur lækkað mikið.
Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir
þurfi að leita á önnur mið en í ríkis-
skuldabréf til að fá ásættanlega
ávöxtun þegar fram líða stundir.
Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit
fyrir að hægst geti á hagkerfinu
getur verið farsælt að treysta inn-
viðina, undirbúa næstu hagsveiflu
og undirbyggja hagsæld komandi
kynslóða. Innviðir eru ein af for-
sendum þess að atvinnulífið, hvort
sem það er ferðaþjónusta eða fisk-
vinnsla, sé samkeppnishæft.
Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöld-
um liggur beint við að leita annarra
leiða til að fjármagna uppbyggingu
innviða. Í því samhengi er samstarf
einkageirans og opinberra aðila
fyrirkomulag sem getur hentað vel,
ekki ósvipað því sem var mótað
til að grafa og síðar afhenda Hval-
fjarðargöngin.
Fjármagna mætti stór verkefni
með aðkomu einkaaðila. Slíkar
framkvæmdir henta vel þeim fjár-
festum sem fjárfesta til langs tíma
og gera kröfu um að ávöxtun fylgi
verðlagi.
Aðkoma fjárfesta gerir okkur
þannig kleift að fara í framkvæmdir
sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í
ár eða áratugi eftir að komast á dag-
skrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna
má uppbyggingu hleðslustöðva,
sem er forsenda orkuskipta í sam-
göngum, og stór samgönguverk-
efni eins og Sundabraut. Þannig
mætti fara í auknar fjárfestingar til
að takast á við komandi tækni- og
umhverfisþróun og byggja jafn-
framt undir hagvöxt framtíðarinn-
ar.
Þetta eru verkefni sem ekki
einungis myndu koma hagkerfinu
vel heldur myndu auka lífsgæði
í landinu almennt. Þannig leggj-
um við grunn að næsta góðæri.
Leggjum grunn að næsta góðæri
Aðkoma fjárfesta
gerir okkur þannig
kleift að fara í framkvæmdir
sem að öðrum kosti þyrftu
að bíða í ár eða áratugi eftir
að komast á dagskrá ríkis
eða sveitarfélaga.
Brynjólfur
Stefánsson
sjóðstjóri hjá
Íslandssjóðum
Tæknin sem gerir tölv-um kleift að læra án þess að hönd forritar-ans komi nærri er köll-uð vélrænt nám eða vélnám (e. machine
learning). Hugmyndin hefur verið
með okkur í meira en hálfa öld en er
nú fyrst að koma fram sem hagnýt
tækni. Afurð vélræns náms má kalla
vélræna þekkingu sem fræðimenn,
frumkvöðlar og fyrirtæki keppast
nú við að skilja, beisla og hagnýta.
Orðið gervigreind virðist nú vera að
festa sig í sessi sem almennt heiti á
þessari tækni.
Pælum aðeins í hugtakinu vél-
ræn þekking.
Okkur mönnum er tamt að reyna
að átta okkur á hlutunum með því
að skoða heiminn, viða að okkur
upplýsingum og leggja mat á þær.
Svo komumst við að niðurstöðu,
tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að
tölvur komu fram gátum við matað
þær með uppsafnaðri þekkingu
okkar í formi reglna. Forritarar
sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C
þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf
erfitt með að kenna tölvum því
við vorum ekki búin að átta okkur
nógu vel á reglunum og gátum því
ekki matað tölvurnar með þeim.
Tölvurnar voru til dæmis góðar í að
reikna því þar eru reglurnar skýrar
en þær höfðu ekki roð við okkur
mönnum þegar kom að snúnari
verkefnum eins og að „skilja“ talað
mál eða „þekkja“ andlit á mynd.
Þar voru reglurnar ekki nægilega
vel þekktar.
Nú geta tölvur sem sagt lært
slíkar reglur á grundvelli þeirra
gagna sem þær eru mataðar með.
Kosturinn við þá aðferð er að tölva
getur lært mun f leiri og fjölbreytt-
ari reglur en forritari getur komist
yfir eða hugkvæmst að forrita. Það
þýðir að vélnám er margfalt öf lugri
aðferð til að kenna tölvum en eldri
aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða
tölvunnar og er ekki takmörkuð
við reglur sem við menn höfum
fundið upp.
Þess vegna og einnig vegna
stóraukinnar gagnasöfnunar og
almennrar tækniþróunar geta
tölvur sem hagnýta vélnám gert
miklu meira en áður, jafnvel svo
mikið að okkur er farið að þykja
nóg um. Vélræn þekking hleðst upp
í gagnaverum heimsins og tölvur
eru farnar að taka yfir verkefni
sem við menn gátum einir leyst
og kröfðust jafnvel sérfræðiþekk-
ingar. Því má segja að vélnám hafi
nú gert hlutverk mannsins í fram-
leiðslukeðju þekkingar aðeins
veigaminna.
Og rétt eins og vöðvaaf lið kepp-
ir ekki við vélaraf l þá er erfitt fyrir
mannshugann að keppa við þessa
námsaðferð við kjöraðstæður
hennar – skýr markmið og nóg af
gögnum. Það mætti fara að tala um
hefðbundna þekkingarsköpun og
vélræna þekkingarsköpun. Mjög
ólíkar aðferðir en afurðin getur
verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun
sem virðist krefjast einhvers konar
þekkingar, jafnvel vitsmuna.
Fyrirtæki í fremstu röð munu
smám saman verða drifin áfram
af ótal ákvörðunum sem byggja á
vélrænni þekkingu. Þessi nýja kyn-
slóð fyrirtækja hefur þegar rutt
sér til rúms í hverjum bransanum
á fætur öðrum og valtað yfir fyrir-
tæki sem eru með annan eða jafn-
vel báða fætur á 20. öldinni. Þau
beita nýrri tækni, hagnýta meðal
annars vélræna þekkingu, og við-
skiptamódel þeirra og skipulag
virðist henta samtímanum afar vel.
Þau eru fulltrúar þess sem koma
skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.
Vélræn þekkingarsköpun
Brynjólfur
Borgar
Jónsson
stofnandi Data
Lab Ísland
Fyrirtæki í fremstu röð munu smám
saman verða drifin áfram af
ótal ákvörðunum sem
byggja á vélrænni þekkingu.
9M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 MARKAÐURINN
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
0
-1
5
1
C
2
3
7
0
-1
3
E
0
2
3
7
0
-1
2
A
4
2
3
7
0
-1
1
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K