Fréttablaðið - 17.07.2019, Side 26
Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið.
Hvað varðar Seðlabankann þá hefur
peningastefnunefndin lækkað vexti
um 0,75 prósentur í tveimur skrefum
síðan seint í maí. Þessi stefnubreyt
ing, en bankinn hækkaði vexti í nóv
ember á síðasta ári, er að mestu drifin
af versnandi efnahagsaðstæðum
eftir fall WOW air í lok mars ásamt
mildari kjarasamningum en vænst
var í byrjun apríl. Meginvextir Seðla
bankans standa rétt við sögulegt lág
mark í 3,75 prósentum eftir þessar
lækkanir.
Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang
fjármálamarkaða þá má velta tvennu
fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig
ætti nýr seðlabankastjóri sem verður
skipaður í þessum mánuði að haga
peningastefnunni á komandi miss
erum og hvernig gætu fjármálamark
aðir brugðist við þeirri framvindu?
Þegar kemur að hagsveiflunni er
ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur
frammi fyrir mikilli óvissu vegna
efnahagslegra erfiðleika innanlands
og erlendis. Hvað varðar íslenska hag
kerfið þá er kólnun þess víðtækari en
vandamál ferðaþjónustunnar ein og
sér þar sem innlend eftirspurn hefur
verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leið
andi hagvísar halda áfram að versna
og fyrirtæki sýna litla sem enga
löngun í aukinn mannauð eða aðrar
fjárfestingar. Á sama tíma bendir
margt til þess að alþjóðahagkerfið sé
í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og
hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað
undanfarið innan Bandaríkjanna og
Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslensk
an krónan helst stöðug þá bendir því
margt til þess að undirliggjandi verð
bólguþrýstingur sé takmarkaður.
Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti
að haga peningastefnunni á næst
unni virðist því fyrst og fremst snúa
að því hversu djúpur vaxta lækk
unar ferillinn á að vera og hversu
hratt skal komast á endastöð.
Það er vel hugsanlegt að megin
vextir endi í 2,5 prósentum og að
lækkunarferlið klárist á næstu níu til
tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef
verðbólguspá Seðlabankans gengur
eftir með að ná 2,5% markmiðinu
um mitt næsta ár þá þurfa vextir að
lækka um 0,85 prósentur eingöngu til
að tryggja að taumhald peningastefn
unnar haldist óbreytt yfir tímabilið.
Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðn
ings en það í ljósi óvissunnar um
skammtíma efnahagshorfur. Einnig
gæti reynst auðveldara að vinda ofan
af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxta
lækkunum ef þær reynast of skarpar
þegar fram í sækir heldur en að missa
frá sér niðursveifluna vegna ofurvar
kárni. Reynslan erlendis frá síðast
liðinn áratug hefur sýnt að oft hefur
reynst erfitt að halda verðbólgu við
markmið án þess að reiða sig á mikla
gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því
hérlendis og því fellur það á vaxta
stigið að vinna gegn þeim slaka sem
nú hefur myndast.
Með þetta í huga, þá væri það
taktískt hjá nýjum seðlabanka
stjóra að lækka vexti um 0,5 pró
sentur á sínum fyrsta fundi í ágúst
til að gefa skýr skilaboð um að efna
hagslegri óvissu skuli eytt sem allra
fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir
með þremur 0,25 prósenta lækk
unum næstu tvo ársfjórðunga og
þannig færa efnahagsbatann innan
seilingar og fríska væntingar einka
geirans sem enn eru talsvert lágar. Ef
þessi sviðsmynd verður að veruleika
þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði
að lækka enn frekar, álag ofan á ríki
að færast niður fyrir banka og fyrir
tæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu
hlutabréfasafni skráðra félaga með
mikla innlenda starfsemi að halda
áfram sínum takti.
Þess vegna ætti ekki að líta fram
hjá væntri peningastefnu nýs seðla
bankastjóra og líkunum á frekari
vaxtalækkunum þegar kemur að því
að spá í framvindu fjármálamarkaða
þó að skammtíma erfiðleikar plagi
nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök
á að stytta leiðina að efnahagsbat
anum og færa okkur hratt að þeim
hluta hagsveif lunnar sem hefur
almennt reynst sterkur fyrir fjár
málamarkaði.
Því miður bendir
margt til þess að
túlkun stjórnvalda sé í of
mörgum tilfellum úrelt og
gamaldags í síbreytilegum
heimi.
Kristinn
Ingi Jónsson
SKOÐUN
Bretinn Alan Turing, sem leysti dulmál nasista í síðari heimsstyrjöldinni, mun prýða nýjan fimmtíu punda seðil sem gefinn verður út árið 2021. Mark
Carney, bankastjóri Englandsbanka, greindi frá tíðindunum við athöfn í Vísinda- og iðnaðarsafninu í Manchest er í byrjun vikunnar en safnið geymir
fyrstu tölvuna sem Turing smíðaði. „Hann var ekki aðeins faðir tölv un ar fræðinn ar held ur einnig stríðshetja,“ sagði Carney. NORDICPHOTOS/GETTY
Skotsilfur Alan Turing heiðraður á nýjum fimmtíu punda seðli
Kröftugar vaxtalækkanir hjá
nýjum seðlabankastjóra?
Ekki er ofsögum sagt að íslensk
fyrirtæki standi frammi fyrir
breyttri heimsmynd. Alþjóða
væðing og tækniframfarir hafa
þurrkað út landamæri að nánast
öllu leyti nema að nafninu til með
þeim afleiðingum að heimurinn fer
stöðugt minnkandi og samkeppnin
ört harðnandi.
Tækifærin sem þessi þróun hefur
skapað eru óþrjótandi eins og fyrir
tæki á borð við Apple, Amazon og
Google hafa sýnt okkur en að sama
skapi hefur tæknin ógnað þeim
fyrirtækjum sem hafa ekki lagað
sig að breyttum veruleika.
Sagan geymir mýmörg dæmi um
fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppi
nauta sína allt þar til ný tækni
kippti fótunum undan þeim. Nefna
mætti Blockbuster, Kodak og Nokia
í því sambandi.
Sagan kennir okkur að fyrirtæki
þurfa annaðhvort að ná aukinni
hagkvæmni til þess að standast
sífellt harðskeyttari samkeppni eða
verða nýrri tækni að bráð.
Það er hins vegar ekki nóg að
fyrirtæki bregðist við breyttum
tímum. Sömu kröfu þarf jafnframt
að gera til þess lagaramma sem
fyrir tækjunum er settur. Hann
má ekki vera svo stífur að þau geti
sig hvergi hreyft. Það skýtur til að
mynda skökku við að samkeppnis
yfirvöld skuli ekki taka mið af
tækniþróun og netverslun þegar
þau skilgreina markaði í samruna
málum.
Í nýlegu samrunamáli Advania og
Wise töldu samkeppnisyfirvöld til
dæmis hættu á því að samruni hug
búnaðarfyrirtækjanna myndi leiða
til of mikillar samþjöppunar hér á
landi, þannig að samkeppni myndi
raskast, jafnvel þótt fyrirtækin
starfi bæði á alþjóðlegum markaði
í samkeppni við nokkur af stærstu
fyrirtækjum heims.
Frummat Samkeppniseftirlits
ins fól nánar tiltekið í sér að kaupin
hefðu gert það að verkum að staða
sameinaðs fyrirtækis yrði of sterk á
markaði með tiltekna tegund fjár
hagskerfa hér á landi og því þyrfti
að íhlutast í samrunann.
Eðli máls samkvæmt er mark
aður fyrir upplýsingatækni alþjóð
legur, enda virðir upplýsingatæknin
engin landamæri. Neytendur velja
sér þjónustu eftir verði og gæðum
en ekki staðsetningu upplýsinga
tæknifyrirtækja. Önnur niðurstaða
lýsir ákveðinni rörsýn á heiminn.
Því miður bendir margt til þess
að túlkun stjórnvalda sé í of mörg
um tilfellum úrelt og gamaldags
í síbreytilegum heimi. Að þröng
skilgreining á mörkuðum standi
fyrirtækjum fyrir þrifum í við
leitni þeirra til þess að mæta auk
inni samkeppni. Nýr raunveruleiki
hlýtur að kalla á breytta sýn. Það á
jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld.
Úr takti við tímann
Birgir
Haraldsson
sérfræðingur
í markaðsvið-
skiptum hjá
Arctica Finance
Er Roosevelt
Margt er á huldu
um bandarísku
athafnakonuna
Michele Ballarin
og áform hennar
um endurreisn
WOW air eftir að
hún keypti helstu
eignir úr þrotabúi hins fallna félags.
Ballarin þessi heitir raunar Michele
Roosevelt Edwards en hún tók upp
nafnið Ballarin þegar hún giftist
fyrri manni sínum. Hún á að baki
skrautlegan feril, meðal annars
sem fasteignasali, fjárfestir, hesta-
ræktandi og hergagnaframleiðandi
en mesta frægð hefur hún getið sér
fyrir tilraunir sínar til þess að miðla
málum á milli sómalískra mann-
ræningja og úkraínskra stjórnvalda
um síðustu aldamót.
Ari eflir tengslin
við Rússa
Ari Edwald, forstjóri
Mjólkursam-
sölunnar, hefur
verið kjörinn
formaður hins
nýstofnaða
rússnesk-íslenska
viðskiptaráðs en
stofnfundur ráðsins fór nýverið
fram. Markmið ráðsins er að efla
og viðhalda viðskiptatengslum á
milli Íslands og Rússlands en ljóst
er að í þeim efnum er við ramman
reip að draga. Rússar hafa enda
lagt viðskiptabann á íslensk mat-
væli allt frá árinu 2015 og er ekki
útlit fyrir að það breytist í bráð.
Enn ein ákúran
Dómurinn sem féll í
máli Styrmis Þórs
Bragasonar,
fyrrverandi for-
stjóra MP banka,
í Strassborg í gær
er enn einn áfellis-
dómur Mannréttinda-
dómstóls Evrópu yfir íslenskum
dómstólum og þá sérstaklega yfir
málsmeðferð þeirra í hinum svo-
nefndu hrunmálum. Ekki eru tveir
mánuðir liðnir frá því að dómstóll-
inn taldi íslenska ríkið hafa brotið
gegn rétti sakborninga í Al-Thani
málinu til réttlátrar málsmeð-
ferðar fyrir óvilhöllum dómstóli og
þá er skemmst að minnast nýlegra
sigra Ragnars Þórissonar og Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar fyrir sama
dómstóli. Vænta má niðurstaðna í
fleiri áþekkum málum á næstunni.
1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
1
7
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
0
-1
0
2
C
2
3
7
0
-0
E
F
0
2
3
7
0
-0
D
B
4
2
3
7
0
-0
C
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
6
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K