Bæjarblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 6
Bœjorblodid Furðulegur samanburður Gefið í skyn að áfengissala á Akranesi hafi fimmfaldast Bæjarblaðinu barst nýverið fréttatilkynning frá Áfengisvarna- ráði, þar sem tíunduð er áfengis- sala í hinum ýmsu áfengisút- sölum landsins, á tímabilinu 1. janúar sl. til 31. mars sl. Til samanburðar er svo salan yfir sömu mánuði í fyrra. Fyrir neðan fyrrgreindar upp- lýsingar stendur svo orðrétt í til- kynningunni: Aukning í krónum talin — miðað við sama tíma 1983 er u.þ.b. 45,48%. Verð á sumum tegundum hefur verið hækkað á tímabilinu, verð ann- arra hefur verið lækkað eða látið haldast lítt breytt.“ — svo mörg voru þau orð. Þarna er nákvæm- lega tíundað hver aukning sölu í krónum talið var en Afengis- varnaráð hefur greinilega ekki lagt vinnu í að reikna hvort raun- veruleg söluaukning varð eða ekki. Þessar fréttatilkynningar Áfengisvarnaráðs vekja jafnan mikla undrun okkar á Bæjarblað- inu, þar sem þær eru án efa þær óvönduðustu f réttati I ky n n i ngar sem nokkur opinber aðili sendir frá sér. Fréttatilkynningin gefur enga mynd af sölu áfengis þar sem allir vita að sífellt er verið að hringla með verð þessara drykkja. | Þrjú blöð í maí i Vegna þess hve páskahá- tíðin skerti vinnudaga apríl- mánaðar höfðum við ekki af að koma út nema einu tölublaði Bæjarblaðsins í apríl. Þetta munum við hins vegar reyna að bæta upp með því að gefa út þrjú tölublöð í maí. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 17. maí og þriðja blaðið mið- vikudaginn 30. maí. Þá má geta þess að uppi eru hugmyndir um að breyta Bæjarblaðinu í vikublað og væri áhugavert fyrir ritstjórnina að heyra Álit Akurnesinga á þeirri hugmynd. Ef af verður munum við þá jafnframt bjóða upp á áskrift, þannig að blaðið yrði borið út til áskrifenda hvern fimmtudag. ___________________________ Heildarsala: Reykjavík kr. 190.451.282 Akranesi kr. 6.553.770 Akureyri kr. 22.418.810 ísafiröi kr. 7.879.722 Sauðárkróki kr. 4.539.690 Siglufiröi kr. 2.237.166 Seyöisfirði kr. 6.144.836 Selfossi kr. 1.269.010 Keflavík kr. 14.331.280 Vestmannaeyjum kr. 7.400.608 Kr. 263.226.174 Sömu mánuði 1983 var salan sem hér segir: Reykjavík kr. 136.818.610 Akranesi kr. 1.461.896 Akureyri kr. 16.999.781 ísafirði kr. 5.463.785 Siglufirði kr. 2.312.541 Seyðisfirði kr. 3.846.167 Keflavík kr. 9.191.914 Vestmannaeyjum kr. 4.841.968 Kr. 180.936.662 Annað er að ekki er tekið fram á skránni yfir sölustaði að nokkrar af þeim áfengisútsölum sem á listanum eru hafa nýlega opnað, svo sem á Selfossi og á Sauðár- króki. Til dæmis gleypti fréttastofa útvarps þessa fréttatilkynningu hráa og útvarpaði í fréttum að mest söluaukning á áfengi hefði orðið á Akranesi en þar hefði sala aukist um 5 milljónir, hvorki meira né minna. Staðreyndin er hins vegar sú að áfengisútsalan á Akranesi var ekki opnuð fyrr en 15. mars í fyrra, síðan komu páskar og vegna þeirra voru opn- unardagar á því tímabili sem Áfengisvarnaráð tekur fyrir að- eins 10. Þessa er ekki getið í til- kynningunni og 10 opnunardagar í fyrra lagðir að jöfnu og um 60 opnunardagar á þessu tímabili þetta ár. En Bæjarblaðið skorar á Áfengisvarnaráð enn einu sinni að bæta vinnubrögð og senda frá sér fréttatilkynningar sem hægt er að taka mark á. Ráðið getur ekki vænst þess að nokkur maður taki ábendingar þess alvarlega meðan vinnubrögð þess eru eins óvönduð og raun ber vitni. Til sölu Einbýlishús, hæð og ris ásamt útihúsum að Fögrubrekku Innri-Akraneshreppi, selst saman eða sitt í hvoru lagi. Leiguland fylgir. Tilboð óskast Upplýsingar á Fasteigna- og skipasölu Vesturlands. Sími 2770. ENSK OG AMERÍSK BLÖÐ Tölvublöð: Bílablöð Ýmis blöð Popular Computing Car & Driver Kitchen & Bath ideas Computers & Electornics MotorTrend Window Wall Creative Dopmuting Hot Rod Metropolitan Home Byte Car Craft House Plan favorites Personal Computing today Road & Track Home Plans Cinclair Programs Hot Rodding House & Garden Apple Computing Four Wheeler Architectural Digest Personal Computer Off Road Schöner Wohnen Computing today Performance Car Golf Digest Computer & Video games Bicycling Personal Computer games Fly Fishing Computer, byer’s guide & handbook. Popular Science Rock Magazine Mad Korta- og ferðabækur Euro Guide 84/85 Bókaversl Andrésar Níelssonar Europe bilaatlas Skólabraut — Kirkjubraut Tilkynning um lóðahreinsun á Akranesi vorið 1984 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóð- areigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum og sjá um að sorp sé geymt í þar tii gerðum ílátum. Umráðamenn lóða, þá ekki síst iðnaðarlóða, eru hér með minntiráað flytjanú þegarbrottaf lóðumsínum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði, þar með talin bílhræ og hafa lokið því eigi síðar en 31. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavantverðurhúnframkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda án frekari við- vörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorpkössum eða grindum eða brottflutningi á rusli á sinn kostnað, til- kynni það í síma 1945 eða 1211. Eigendur og umráðamenn óskráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæð- um, lóðum og opnum svæðum í bænum, erum minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmark- aðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga Akranes- kaupstaðar við Berjadalsá á þeim tíma sem hér segir: Þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14,00 til 19,00 að báðum dögum meðtöldum. Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera í umbúðum eða bundið. Hafa ber samráð við starfsmann um losun. Sérstök athygli skal vakin á því að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í bæjarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir í því efni. Heilbrigðisfulltrúi Bæjartæknifræðingur Opið alla daga allan daginn Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar gerðir bíla á skrá. Lítið við — Alltaf heitt á könnunni. BÍLASALA HÍNRÍKS SÍMI93-1Í43

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.