Bæjarblaðið - 30.08.1984, Síða 3

Bæjarblaðið - 30.08.1984, Síða 3
3 BœJorblodid Perustefni á smábáta: Sparar olíu og eykur gang „Við vonumst til að með þessu sparist talsverð olía og ganghrað- inn aukist auk þess sem báturinn á að verða með mýkri hreyfingar á móti vindi," sagði Eymar Einars- son eigandi trillubátsins Ebba, en undanfarið hefur verið unnið að því að komafyrirsvokölluðu peru- stefni á bátnum. Ebbi er er níu tonna fram- byggður plastbátur og er peru- stefnið einnig búið til úr plasti. Hingað til hafa slíkar perur ein- göngu þekkst á stórum skipum svo sem flutningaskipum og tog- urum og Eymar kvaðst ekki vita um að áður hefði verið gerð svona tilraun á smábáti. Eymar sagði verkið framkvæmt í samráði við Benedikt Guðmundsson skipa- verkfræðing, en Jóhann Ársæls- son, skipasmiður framkvæmir verkið. Er við spurðum þáJóhann og Eymar um hvort þeir teldu lík- legt að fleiri bátar fylgdu á eftir, sögðu þeir að reynslan af þessari tilraun myndi leiða það í Ijós. Afram Skagamenn Á fram Skagamenn, aukið spörkin. Áfram Skagamenn, skorið mörkin, uns aðalmarkið er innsiglað, þið eflaust farið létt með það. Það heyrast hróp og köll, og stúlkan ómar öll. Það hleypur kapp í kinn, þvi heim skal bikarinn. Og allir hrópa senn Hæ áfram Skagamenn, þið hljótið bikarinn í þriðja sinn. Theodór Einarsson Strætó byrjar aftur ferðir á mánudag Strætisvagnaferðir hefjast á ný hér á Akranesi, eftir sumar- dvala, á mánudag 3. septem- ber. Eins og í fyrra er það Sveinn V. Garðarsson sem sér um ferðirnar og sér hann einnig um skólaakstur í bænum. Að sögn Sveins er enn ekki endanlega búið að ganga frá tímatöflu vagnsins en hún þarf að vera í tengslum við stunda- skrár skólanna. Hann taldi þó líklegt að tímataflann yrði svip- uð því sem var í fyrravetur. Ekki er vafi á að Akurnesingar fagna komu strætisvagnsins á göturnar aftur, en vinsældir vagnsins voru orðnar miklar í fyrra og fjöldi fólks notaði hann til að komast til og frá vinnu. Möstrin á kútterinn „Við stefnum á að reisa möstrin í september eða október," sagði Gunnlaugur Haraldsson, safn- vörður er Bæjarblaðið leit við í kútter Sigurfara í vikunni. Kútterinn fer því senn að taka á sig framtíðarmynd sína, en eins og menn muna kom hann til landsins frá Færeyjum 1974 að tilstuðlan Kiwanisklúbbsins Þyrils og séra Jóns M. Guðjónssonar. Kútter Sigurfari er byggður í Eng- landi árið 1885 og verður því 100 ára á næsta ári og er stefnt að því að endurbótum á honum verði lokið á hundrað ára afmælinu. Stund milli stríða. Guttormur Jónsson smiður t.v. og Gunnlaugur Haraldsson, safnvörður um borð í Sigurfaranum. Hvernig sundlaug viljum við? „ Þetta er besta sundlaugin“ í sumar fór bæjarstjórn og íþróttaráð í skoðunarferð til Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarn- arness og Keflavíkurflugvallar. Skoðuð voru sundlaugarmann- virki á þessum stöðum. „Þetta er besta sundlaug landsins,“ sögðu sundlaugargestir í Breiðholtinu þar sem þessi mynd er tekin af þeim Valdimar Indriðasyni fyrr- verandi forseta bæjarstjórnar og Guðjóni Guðmundssyni núver- andi forseta bæjarstjórnar. Senni- lega eru þeir að skeggræða um þess fullyrðingu laugargestanna. Skýring sundlaugargestanna á þessum orðum var sú að bakkar sundlaugarinnar væru svo hag- anlega gerðir að endurkast öldu væri hverfandi lítið og þess vegna þægilegt að synda í lauginni. Það virðist vera víðar en í Akranes- höfn sem endurkast öldu veldur erfiðleikum. Akurnesingar! Verslum á heimaslóðum HÓTEL AKRANES auglýsir Föstudagur 31. ágúst Hljómsveitin Ljósbrá Laugardagur 1. september Diskótek Fjöriö er alltaf á Hótelinu Vorum að taka fram mikið úrval af __ SKÓLAVÖRUM fyrir Fjölbrautaskóla og Grunnskólanemendur Skólatöskur á hagstæðu verði frá kr. 185.- Pennaveski á hagstæðu verði frá kr. 46.- Pennar og pennasett í úrvali Teikniáhöld frá Fabel, Castel og Rotring Stílabækur — möppur og ritföng í úrvali Orðabækur — kennslubækur — handbækur Skólaritvélar: Brother og Olympia. Verð frá kr. 5.900.- Sharp-reiknitölvur. Verð frá kr. 380.- Allar helstu heimilistölvurnar (Verð frá kr. 5.500.-) 8TTMPLACEHD FIXACSPRENTSMIDJVNNAR STIMPLAR KODAK OG FUJI-filmur Framköllun — Fljót afgreiðsla Myndaalbúm og smellurammar af ýmsum gerðum. Þú velur sjálfur letur BÓKASKEMMAN Stekkjarholti 8-10— Sími: 2840

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.