Fréttablaðið - 24.07.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 24.07.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 0 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Elliði Vignisson skrifar um EES-samninginn og ESB. 8 SPORT HK-ingur inn að hjarta- rótum segir Valgeir Valgeirsson. 10 MENNING Systkinin Mikael Máni og Lilja María halda í tón- leikaferð um landið og flytja verk sem þau sömdu í sam- einingu. 16 LÍFIÐ Keppni full- orðnu bréfdúfn- anna á Íslandsmóti bréfdúfna fékk skjótan endi eftir ófyrirsjáan- legar hrakn- ingar. 22 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  AUGUN OKKAR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Sendum samdægurs Regnbogavörur! ... því veiði dagsins grillar sig ekki sjálf Afgreiðslutímar á www.kronan.is GRILLJÓN ástæður til að grilla STJÓRNSÝSLA Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun rétt- aráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjár- mögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjald- eyriseftirlits bankans. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði rík- ari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfs- maður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bank- ans um að samningurinn verði ekki af hentur fyrr en dómur um skyldu  til að af henda samning- inn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefj- ist f lýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undan þágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfs- sambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaða- mannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndar- innar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýs- ingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfir- vofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upp- lýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. – aá, ab Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabank- ans að svo stöddu. Rétt- aráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frest- að. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarefndin hefur tvívegis áður fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. Í hvorugu tilvikinu var um upplýsingarétt fjölmiðils að ræða. Beiðnum um frestun hefur sextán sinnum verið synjað. Boris Johnson tekur í dag við embætti forsætisráðherra Bretlands. Hann vann stórsigur á keppinaut sínum í leiðtoga- kjöri Íhaldsf lokksins. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart enda Johnson mælst mun vinsælli í könnunum. Með kjöri Johnsons aukast líkur á samningslausri útgöngu því hann ætlar alls ekki að fresta Brexit aftur. Sjá síðu 6 NORDICPHOTOS/AFP Fleiri myndir af Boris Johnson er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS FÓTBOLTI Valgeir Valgeirsson, leik- maður HK, hefur farið mikinn í liði nýliðanna á þessu sumri. Hann stefnir hátt en er þó með báða fæt- urna á jörðinni. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára er Valgeir búinn að taka mataræð- ið algerlega í gegn. „Ég borðaði ekk- ert hollt í fjórða og þriðja flokki en mamma tók í mig og fór að láta mig borða hollara fæði. Ég hef fylgt því og mér finnst það hafa skilað miklu. Ég er í miklu betra formi eftir að ég fór að hlusta á mömmu,“ segir hann hress. – bbh / sjá síðu 10 Tekur mark á mömmu sinni 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -6 6 E 4 2 3 7 7 -6 5 A 8 2 3 7 7 -6 4 6 C 2 3 7 7 -6 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.