Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 6

Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 6
TÆ K N I K ínversk i tæk nirisinn Huawei hefur sagt upp tveimur af hverjum þremur starfsmönnum Futurewei, rannsóknardeildar fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Reuters greindi frá þessu í gær. Uppsagnirnar eru afleiðing þess að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta setti Huawei á hinn svokallaða svarta lista og þar með viðskiptabann á fyrirtækið. Bannið kemur sér afar illa fyrir Huawei, sem reiðir sig að miklu leyti á bandaríska tækni á borð við Android-stýrikerfið frá Google og örf löguhönnun frá breska fyrir- tækinu ARM, sem að hluta byggir á bandarískri tækni. Alls var 600 starfsmönnum af 850 sagt upp. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á starfsemina. Viðskiptabannið hefur gert rann- sóknarstarfið í Bandaríkjunum afar erfitt þar sem móðurfyrirtækið Huawei má í raun ekki nýta nema lítinn hluta rannsóknarvinnunnar. Að því er Engadget greinir frá eru starfsmenn Huawei í Bandaríkjun- um í heild þó enn um 1.200 talsins. Flestir þeirra vinna við neytenda- þjónustu, almannatengsl og birgða- stjórnun. Þessi tala hefur sömuleiðis lækkað ört og ekki er útlit fyrir að staða fyrirtækisins vestan hafs lagist nema Kína og Bandaríkin komist að samkomulagi um nýjan fríversl- unarsamning sem í senn afléttir við- skiptabanninu. – þea Fjöldauppsagnir hjá Huawei í Bandaríkjunum Bandarísku starfsfólki fækkar hjá Huawei. NORDICPHOTOS/GETTY BRETLAND Boris Johnson, fyrr- verandi utanríkisráðherra Breta, gengur á fund Bretlandsdrottn- ingar í dag þar sem hann fær að öllu óbreyttu heimild til að mynda ríkis- stjórn og þannig verða forsætisráð- herra landsins. Tekur hann við af Theresu May. Þetta kom í ljós í gær þegar til- kynnt var um að meðlimir Íhalds- f lokksins völdu hann fram yfir Jeremy Hunt, núverandi utanríkis- ráðherra. Niðurstöðurnar komu fæstum, jafnvel engum, á óvart enda hafði Johnson mælst mun vin- sælli í öllum skoðanakönnunum. Hann fékk rétt tæplega tvöfaldan atkvæðafjölda Hunts. „Við munum klára Brexit þann 31. október og nýta okkur þau tæki- færi sem þá bjóðast,“ sagði Johnson í sigurræðu sinni og bætti við: „Við munum fá sjálfstraustið á ný. Líkt og sofandi risi munum við vakna upp og hrista af okkur bönd efa og nei- kvæðni.“ Hunt sagðist aftur á móti afar vonsvikinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. Sagði að Johnson myndi standa sig vel og að hann hefði óbilandi trú á Bretlandi. „Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir okkur af því ég greiddi atkvæði gegn útgöngu. Ég held að mörgum flokksmönnum hafi þótt mikilvægt að styðja einhvern sem greiddi atkvæði með Brexit. Þetta var, svona eftir á að hyggja, óyfir- stíganleg hindrun,“ sagði utanríkis- ráðherrann. Það er einmitt Brexit sem þetta snýst allt saman um. Hvað sem líður kyrrsetningu breskra skipa á Persa- flóa eða vá sem stafar af mögulegri þátttöku hins kínverska Huawei í fjarskiptauppbyggingu tröllríður útgöngumálið allri stjórnmálaum- ræðu á Bretlandi. Johnson hefur heitið því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. Johnson vann leiðtogakjörið með miklum yfirburðum. Fékk nærri tvöfalt fleiri atkvæði en Hunt. NORDICPHOTOS/AFP Lítill vinskapur Þessir suðurkóresku mótmælendur virtust ekki sérlega hrifnir af Shinzo Abe, japanska forsætisráðherranum, í gær þegar þeir klipptu í sundur mynd af honum fyrir utan japanska sendiráðið í Seúl. Kastast hefur í kekki á milli ríkjanna og deila þau nú bæði um nýjar og hertar reglugerðir Japana um útf lutning til Suður-Kóreu sem og bætur til Kóreumanna sem unnu nauðungarvinnu er Japanar héldu Kóreuskaga. NORDICPHOTOS/AFP Hann vill ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings en ef marka má orð Johnsons væri samningslaus útganga, sem varað hefur verið við að yrði afar dýrkeypt, engin fyrir- staða. Óttinn við samningslausa út- göngu sem og umdeild persóna Johnsons, sem í gegnum tíðina hefur til að mynda líkt konum í búrkum við póstkassa, ESB við Hitler og Napóleon, sagt asískt fólk yfirburðagreint og svart fólk heimskt og sagt ósatt um fjárhags- legan ávinning Brexit, leiddi strax í gær til afsagnar nokkurra ráðherra. Anne Milton menntamálaráð- herra sagðist til að mynda segja af sér vegna þess að það væri þörf á skynsemi í útgöngumálinu og David Gauke, dómsmálaráðherra og mikill andstæðingur samnings- lausrar útgöngu, gerði slíkt hið sama. Áður höfðu fjármálaráð- herra, aðstoðarutanríkisráðherra og menningarmálaráðherra sagt af sér þar sem þau gátu ekki hugsað sér að starfa undir Johnson. Kjöri hins umdeilda Johnsons var misjafnlega tekið úti í heimi og utan Íhaldsf lokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sagði af og frá að Johnson nyti stuðnings þjóðarinnar. Frans Timmer man, varaforseti fram- kvæmdastjórnar ESB, varaði svo við því að May-samningnum yrði kastað fyrir borð. Öllu glaðari var Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagði Johnson bæði harðan af sér og greindan. „Þau kalla hann Bret- lands-Trump. Fólk segir að það sé gott, þau kunna vel við mig þarna. Boris er góður, hann mun standa sig vel,“ sagði forsetinn. Newt Gingrich, fyrrverandi for- seti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og mikill stuðningsmaður Trumps, tók í sama streng og sagði spenn- andi tíma fram undan. „Skriffinn- arnir hjá Evrópusambandinu munu sjá að hann er mun klárari og seigari en fyrirrennarinn. Ímyndið ykkur Margaret Thatcher með hamslaust hár.“ thorgnyr@frettabladid.is  Þau kalla hann Bretlands-Trump. Fólk segir að það sé gott, þau kunna vel við mig þarna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna L ANDBÚNAÐUR Félag atvinnu- rekenda (FA) sakar afurðastöðvar um að hafa búið til skort á lamba- hryggjum og hryggsneiðum sem hafi leitt til verðhækkunar. Ráð- gjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur lagt til að gefinn verði út tímabundinn inn- flutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við þessum skorti. „Það hefur legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort á lambahryggjum, en afurðastöðvar hafa sagst eiga nóg og ráðuneytið látið þar við sitja. Nú, þegar stutt er í að skortur bitni á neytendum, kemur loks þessi ófullnægjandi tillaga frá nefndinni,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmda- stjóra FA, í tilkynningu. Ólafur segir að niðurstaðan verði líklega sú að loks þegar tekist hafi að f lytja kjöt til landsins verði sláturtíð í þann veginn að hefjast. Málið sé dæmi um öfugsnúið kerfi þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi. „Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða,“ segir Ólafur. – sar FA segir afurðastöðvar búa til skort FA segir hagsmuni neytenda ekki í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -9 3 5 4 2 3 7 7 -9 2 1 8 2 3 7 7 -9 0 D C 2 3 7 7 -8 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.