Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 12

Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 12
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Haraldur Sturlaugsson athafnamaður er fædd­ur 24. júlí 1949 og er því sjötugur í dag.„Séra Friðrik skírði mig Harald, foreldrar mínir fengu engu um það ráðið. Fjöl­ skyldan kallaði mig „Hadda“ þegar ég var yngri. „Vinirnir í fótboltanum kölluðu mig Halla – en „Evrópurudd­ ann“ eftir að ég varð fyrsti íslenski leik­ maðurinn sem UEFA dæmdi í leikbann í Evrópukeppni 1975,“ segir Haraldur hlæjandi. Sveitungar segja Harald fremur hlé­ drægan og látlausan mann en býsna fastan fyrir. Hann er sagður feiminn að eðlisfari og hógvær því oft hefur hann sig ekki mikið í frammi heldur lætur öðrum eftir sviðsljósið. Snemma forstjóri Haraldur fór til Englands í skóla eftir gagnfræðapróf og lauk prófi árið 1968 í ensku og verslunarfræðum frá Dane End College í Englandi. Árið 1970 lauk hann prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Að námi loknu hóf hann störf í fjölskyldufyrirtækinu HB & Co á Akra­ nesi. Þegar faðir hans féll frá 1976 tók Haraldur alfarið við stjórnartaumunum aðeins 26 ára gamall. Framkvæmda­ stjórastarfinu gegndi hann í 35 ár. Auk þess að stýra fyrirtækinu sinnti hann margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði íslensks athafnalífs, einkum sjávar­ útvegs. Ræturnar: Skaginn og útgerð „Rætur mínar eru á Skaganum og í útgerð,“ segir Haraldur. Hann er í sjötta ættlið útgerðarmanna allt aftur til Sturlaugs, útvegsbónda og sjósóknara í Rauðseyjum á Breiðafirði. „Afi sagði útgerðarblóðið frá Rauðseyjum.“ „Foreldrar mínir voru hjónin Stur­ laugur H. Böðvarsson útgerðarmaður og Rannveig Böðvarsson húsmóðir. Afi minn Haraldur Böðvarssonar, hóf útgerð frá Akranesi árið 1906. Fyrirtæk­ inu var stýrt af þremur ættliðum í 98 ár.“ Haraldur er næstelstur sex alsystkina, en auk þess átti Haraldur eldri hálf­ systur sem nú er látin. Haraldur giftist Ingibjörgu Pálma­ dóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 1972. Hún er fædd og uppalin á Hvolsvelli en réðst til starfa á Akranesi sem hjúkrunarfræðingur og þá lágu leiðir þeirra saman. „Að kynnast henni hefur reynst mín gæfa,“ segir hann. Þau eiga fjóra syni, þá Sturlaug, fram­ kvæmdastjóra Norebo Europe, Bret­ landi, fæddan 1973; Pálma, viðskipta­ stjóra hjá Íslandsbanka, fæddan 1974; Ísólf athafnamann, fæddan 1979; og Harald, sölumann hjá Icelandair Cargo, fæddan 1989. Margvísleg áhugamál Haraldur hætti sem framkvæmdastjóri árið 2005. Í dag sinnir Haraldur áhuga­ málum og fjölskyldunni. Aðspurður um áhugamál segir Har­ aldur það aðallega vera knattspyrna. „Ég óx úr grasi á Akranesi á sjötta og sjöunda áratugnum á gullöld Skaga­ manna í fótbolta. Það voru góðir tímar. Ég spilað með Akranesliðinu frá 1966­ 1975 og nokkra landsleiki. Síðar var ég formaður Knattspyrnuráðs ÍA í nokkur ár,“ segir hann. „Samfélagsmál hér á Skaganum hafa alltaf verið mér hjartfólgin. Ég hef m.a. unnið mikið með ljósmyndir og þá sögu er þær segja. Haldið ljósmyndasýningar og haldið úti vefsetri um ljósmyndirnar sem tengjast atvinnu­ og íþróttasögu Akurnesinga. „Fjölskyldan á mestan hug minn nú. Við Ingibjörg eigum stolt 16 barnabörn. Þau eru guðsgjöf og okkur mikil upp­ spretta gleði,“ segir hann. Hvað ætlar athafnamaðurinn að gera á sjötugsafmælinu? „Við ætlum að vera með fjölskyldunni í rólegheitunum, gera eitthvað skemmti­ legt með krökkunum,“ segir afmælis­ barnið Haraldur Sturlaugsson. david@frettabladid.is Haraldur Sturlaugsson athafnamaður sjötugur Afmælisbarnið og eigin- kona hans ætla að eyða deginum í rólegheitum í faðmi fjölskyldunnar og gera eitthvað skemmti- legt með krökkunum. Haraldur og Ingibjörg með barnaskaranum á góðri stund. Við Ingibjörg eigum stolt 16 barnabörn. Þau eru guðsgjöf og okkur mikil uppspretta gleði. 1148 Loðvík 7. Frakkakonungur tók höndum saman við Konráð 3. Þýskalandskonung og Baldvin 3., konung Jerú- salem, í umsátri um Damaskus í annarri krossferðinni. Umsátrið mistókst hrapallega og Loðvík hélt heim þrátt fyrir andstöðu eiginkonunnar Elinóru. Þau skildu síðar. 1567 María Skotadrottning var neydd til að afsala sér völdum í hendur sonar síns, Jakobs 6. 1783 Fæddur Símon Bólívar, frelsishetja Suður-Ameríku (d. 1830). 1847 Mormónar undir forystu Brighams Young nema land í Utah. 1896 Nunnur koma til Íslands í fyrsta sinn eftir siðaskipti. Þær eru fjórar og setjast að til að annast hjúkrun og vitja sjúkra. Þetta er upphaf starfs St. Jósefssystra í Reykjavík og Hafnarfirði. 1902 Fæddur Sigurður S. Thoroddsen, íslenskur verk- fræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður (d. 1983). 1924 Alþjóða skáksambandið stofnað í París. 1933 Ferðafélag Íslands fer í sína fyrstu Þórsmerkurferð. 1956 Vinstri stjórnin, ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks undir stjórn Hermanns Jónas- sonar, tekur við völdum og situr í tvö ár. 1961 Júrí Gagarín, fyrsti geimfarinn, kemur við á Kefla- víkurflugvelli á leið sinni til Kúbu, skömmu eftir að hann fór í fyrstu geimferðina. 1962 Fædd Sigríður Beinteinsdóttir, íslensk söngkona. 1969 Fædd Jennifer López, bandarísk leikkona og söng- kona. 1979 Fæddur Birkir Jón Jónsson, íslenskur stjórnmála- maður. Merkisatburðir Ástkær eiginmaður minn og faðir, Helgi Þór Guðmundsson rafeindavirki, Stakkhömrum 9, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 17. júlí. Útför verður auglýst síðar. Salóme Guðný Guðmundsdóttir Auður Helgadóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Veiga Benediktsdóttir Kvíarholti í Holtum, lést miðvikudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu njóta þess. Ingibjörg Sigurðardóttir Ágúst Geirsson Þórður Karlsson Brynhildur Magnúsdóttir Margrét Karlsdóttir Gunnar Gunnarsson Fjóla Karlsdóttir Sigurður Steingrímsson Þorsteinn Karlsson Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir Berglind Karlsdóttir Arnar Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Álfheiður Unnarsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ mánudaginn 22. júlí. Ingólfur Jóhannsson Unnur V. Ingólfsdóttir Guðjón Magnússon Jóhann Ingólfsson Jónína Daníelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Geirsson andaðist 6. júlí sl. Bálför fór fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki í þjónustuíbúðum við Dalbraut, hjúkrunardeild aldraðra á Akranesi og hjúkrunarheimilinu Seltjörn ágæta umönnun. Helga Björk Ólafsdóttir Styrmir Geir Ólafsson Anna Margrét Þorbjarnardóttir Geir Ólafsson Kristín Edda Óskarsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Benediktsdóttir frá Hólmavík, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík laugardaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 15. Ólafur Reykdal Guðrún Björk Reykdal Sigurður Sigurðsson Sigrún Edda Reykdal Þórarinn, Auðunn, Alexander og Sara Xiao. 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -7 5 B 4 2 3 7 7 -7 4 7 8 2 3 7 7 -7 3 3 C 2 3 7 7 -7 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.