Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 18

Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 18
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Margrét María Sigurðar-dóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar- innar, segir að miðstöðin sé með upp undir 1.700 notendur og hátt í Mikilvægt að ná til allra Margrét segir að sá hópur sem notar þjónustuna sé fjölbreyttur FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þjónustu- og þekkingarmið- stöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnar- skerðingu hefur að markmiði að veita fólki þjónustu til að auðvelda því fulla þátttöku í sam- félaginu. 70% þeirra séu eldri borgarar. „Til að eiga rétt á þjónustu hjá okkur þarf einstaklingur að vera sjónskertur eða blindur. Það er miðað við að sjónin sé minni en 30% á betra auga. Við veitum mjög umfangsmikla þjónustu sem er notendum að kostnaðarlausu,“ segir Margrét. Miðstöðin aðstoðar fólk meðal annars við athafnir daglegs lífs og umferli. Ráðgjafar heimsækja skóla og fræða skólasamfélagið til að það sé betur í stakk búið til að aðstoða sjónskert og blind börn í námi. Miðstöðin er með framleiðsludeild, sem framleiðir meðal annars efni á punktaletri, hún býður upp á félagsráðgjöf, sál- fræðiráðgjöf, náms- og starfsráð- gjöf og ýmislegt f leira. „Hér hjá okkur eru helstu sér- fræðingar á Íslandi í málefnum blindra og sjónskertra. Við erum með sjónfræðinga og augnlækni sem starfrænt meta sjón og halda utan um blinduskráningu í land- inu. Mikið er afhent af sérhæfðum gleraugum og stækkunarkerfum sem nýtast okkar notendum. Hingað kemur augnsmiður sem smíðar gerviaugu eða skel á auga fyrir það fólk sem þarf á því að halda. Tölvu- og tækniaðstoð er alltaf að aukast hjá okkur, hjálpar- tæknin er alltaf að verða tækni- væddari. Við úthlutum einnig leiðsöguhundum í ákveðnum tilvikum. Þetta er mjög umfangs- mikil og fjölbreytt þjónusta sem við veitum.“ Yfirleitt kemur fólk á miðstöð- ina eftir að hafa fengið tilvísun frá augnlækni. Margrét segir þó að það komi fyrir að fólk viti ekki af þjónustunni sem því stendur til boða og mikilvægt sé að ná til allra sem þurfa aðstoð mið- stöðvarinnar. Hér fer fram mikið þverfaglegt samstarf og gott sam- starf við aðrar þjónustustofnanir og hagsmunafélög. Aukin tæknivæðing Miðstöðin býður upp á fjöl- breytt hjálpartæki sem fólk getur prófað og metið hvað hentar þeim. Fyrir utan leiðsöguhund og hvíta stafinn sem er kannski það fyrsta sem fólki dettur í hug eru í boði fjölbreytt stækkunartæki, talgervlar í tölvur, kennslugögn, punktaleturs skjáir og punkta- letursprentarar og svo mætti lengi telja. „Það er til dæmis til tæki sem getur sagt liti á ensku. Margir vilja vita hvernig fötin þeirra eru á litinn upp á að þau passi saman og þetta tæki skynjar liti. Síminn er að taka yfir mörg hjálpartækin. Margir nota síma eða spjaldtölvur sem stækkunartæki, til dæmis í námi. Þá getur fólk tekið myndir sem það stækkar upp og getur þannig lesið. Þorrinn af okkar notendum eru eldri borgarar, en þeir eru líka sífellt að verða tækni- væddari,“ segir Margrét. Margrét segir að miðstöðin reyni að mæta hverjum ein- staklingi þar sem hann er staddur og byggja á þeim styrkleikum sem hann býr yfir. Margir eru með framsækna augnsjúkdóma þannig að sjónin fer versnandi og þörfin fyrir aðstoð og hjálpartæki breytist samhliða því. „Hópurinn sem til okkar leitar er fjölbreyttur. Fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað. Eins hefur börnum fjölgað sem eru blind og sjónskert en líka fjölfötluð. Þá er fólk á vinnualdri í hópnum sem þarf aðstoð við aðlögun á vinnu- markaði. Við þurfum að mæta ólíkum þörfum þessara hópa,“ segir Margrét. Meðal þjónustu sem mið- stöðin býður upp á er að veita aðstoð á heimilum fólks. „Við aðstoðum fólk við að finna alls kyns praktískar leiðir til að reka heimili og vera sjálf bjarga. Þetta geta verið leiðir eins og að setja hnapp á eldavélina til að auðvelda fólki að kveikja og slökkva á henni og ýmislegt í þeim dúr,“ útskýrir Margrét. „Það eru miklar fram- farir og tækninýjungar í hjálpar- tækjunum og við bindum miklar vonir við þær.“ Miðstöðin er í sama húsi og Blindrafélagið og segir Margrét að öllum sem þangað leita sé tekið vel. „Það er mjög mikilvægt að allir sem þurfa á þjónustu okkar að halda viti að hún sé í boði. Við erum hér til að vinna fyrir fólkið,“ segir Margrét að lokum. Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Gleraugu með FL-41 gleri geta hjálpað þeim sem þjást af mígreni Mígreniglerið er litað og síar burt u.þ.b. 80% af bláu og grænu ljósi frá skjám og flúorsentljósum. Glerin hafa reynst mörgum vel sem fá birtutengdan höfuðverk eins og mígreni. Prófaðu að fá mígrenigler í umgjarðirnar þínar, með eða án styrkleika. Við tökum vel á móti þér í Augastað. MÍGRENIGLER 4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RAUGUN OKKAR 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -9 8 4 4 2 3 7 7 -9 7 0 8 2 3 7 7 -9 5 C C 2 3 7 7 -9 4 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.