Fréttablaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 21
Við vorum fyrst hér á landi til að beita PRESBYMAX meðferð, sem er sér- hönnuð til að losa fólk við bæði fjarlægðar- og lesgleraugun. Jóhannes Kári Kristinsson Jóhannes Kári skoðar sjúkling í raufarlampa. MYND/LÁRUS SIGURÐARSONA Augljós býður upp á tvenns konar augnaðgerðir. MYND/LÁRUS SIGURÐARSON spyrð spurningarinnar: Getur fólk orðið blint út af snertilinsum, þá er svo sannarlega hægt að svara því játandi. Það eru meira að segja því miður allnokkur tilvik, hérna á litla Íslandi, þar sem fólk hefur fengið alvarlegan augnskaða eða misst sjónina algerlega út af snerti linsum og jafnvel misst auga. Síðan þekki ég persónulega vel til nokkurra sjúklinga sem hafa hlotið alvarlegan augnskaða vegna þess að gleraugu hafa brotnað og skorið augun og fólk jafnvel hlotið blindu af.“ Fjöldinn allur af fólki kemur í forskoðun til Jóhannesar vegna óþæginda við notkun gleraugna í leik og starfi. „Stundum hefur fólk verið hætt komið vegna notkunar á gleraugum sem fylltust af móðu. Ég man sérstaklega eftir vélsleða­ manni sem fór fram af hengju, vegna móðu innan á gleraugunum sem hann var með, og slasaðist illa. Það er nauðsynlegt að horfa á þessa hluti í samhengi þegar maður horfir á öryggi laserað­ gerða.“ Vinsælar aðgerðir Ekkert lát virðist vera á vinsældum laseraðgerðanna. Mikill fjöldi fólks fer í aðgerð á hverju ári en Jóhannes Kári segir merkilegt að á kreppuárinu 2008 fækkaði ekki í hópi þeirra sem fór í laseraugn­ aðgerðir. „Á meðan fólk dró úr neyslu og fjárfestingum þá hélst svipaður fjöldi fólks sem fór í laseraðgerðir.“ Hjá Augljósi eru framkvæmdar í kringum 1.000 aðgerðir ár hvert. Jóhannes segir laseraðgerðir eins varanlegar og aðrir hlutar augans leyfa. „Við gerum aðgerð á fremri linsu augans sem við köllum hornhimnu. Ef aftari linsa augans, sem við köllum augastein, fer að breytast, þá breytir það sjónlagi augans og þar með dvína áhrif aðgerðarinnar. En aðgerðin sem slík heldur. Breytingar á sjónlagi geta gerst hvenær sem er á ævinni þó þær gerist yfirleitt ekki fyrr en fólk er komið vel yfir sextugt,“ útskýrir Jóhannes Kári. Sjálfur fór Jóhannes í augnað­ gerð árið 2003, en hann var með ­7,50 í nærsýni. „Núna 16 árum síðar er ég ennþá algjörlega núll­ stilltur og nota ekki gleraugu nema bara rétt aðeins lesgleraugu. Enda kominn kirfilega á þann aldur.“ Hjá Augljósi eru einkum fram­ kvæmdar tvenns konar augnað­ gerðir. Það er transPRK aðgerðin sem líkist mjög aðgerðinni eins og hún var stuttu eftir að hún var fundin upp árið 1991. „Þá fer lasergeislinn beint á hornhimnuna og breytir lögun hennar. Þekjan er sem sé tekin af með lasergeisla og hornhimnan mótuð beint,“ útskýrir Jóhannes. Hin aðgerðin sem er mun vinsælli er kölluð LASIK aðgerð. Þá er f lipi á hjör búinn til á hornhimnuna og settur til hliðar. Svo er löguninni breytt undir f lipanum og hann lagður aftur yfir. „Stærsti munurinn á þessum aðgerðum er sá að það tekur lengri tíma að jafna sig eftir transPRK aðgerðina. Það tekur nokkrar vikur en það tekur bara nokkra daga að jafna sig eftir LASIKað­ gerðina. Þess vegna hefur LASIK­ aðgerðin verið langvinsælust hér á landi og í f lestum öðrum löndum. Ég held það sé bara í Noregi og á Ítalíu sem transPRK aðgerðin er algengari,“ segir Jóhannes. TransPRK er snertilaus með­ ferð og Jóhannes Kári segir að einstaka aðilar velji þá aðgerð því þeim finnist þægilegt að manns­ höndin komi sem minnst nálægt. „Við hjá Augljósi byrjuðum með þessa snertilausu meðferð árið 2012 og við beitum henni í sumum tilvikum. Sérstaklega þegar um er að ræða þunnar hornhimnur. En oftast beitum við LASIK meðferð­ inni, einfaldlega vegna þess að fólk er f ljótara að ná sér. Við erum líka svolítið óþolinmóð, Íslendingar. Við viljum sjá árangur sem fyrst og það er alveg skiljanlegt ef það er hægt á annað borð. Við erum jú alltaf að nota þessi blessuðu augu okkar,“ segir Jóhannes. Losa fólk við hækjurnar Jóhannes Kári segir að aðgerðirnar séu ekki leyfðar fyrir 18 ára aldur. „Á unga aldri er sjónlag að breytast og skiptir miklu að það sé orðið stöðugt áður en aðgerð er fram­ kvæmd. Sem dæmi má nefna að ef nærsýni er enn að aukast, þá þarf að bíða með aðgerð. Ungt fólk er oftast ekki tilbúið í aðgerð fyrr en í fyrsta lagi um tvítugt. Það kemur fyrir að við gerum aðgerðir á ungu fólki milli 18 og 20 ára en það er frekar sjaldgæft og þá einkum hjá fjarsýnum einstaklingum.“ Jóhannes segir algengt að framkvæmdar séu aðgerðir á fólki yfir fertugu þar sem aðal­ vandamálið sé hversu háð það sé lesgleraugum. „Við vorum fyrst hér á landi til að beita svokallaðri PRESBYMAX meðferð, sem er sér­ hönnuð til að losa fólk algjörlega við bæði fjarlægðar­ og lesgler­ augun. Þessi aðgerð hefur komið mjög vel út. Þetta er LASIK aðgerð en lasergeislinn býr til sérstakan lespunkt á hornhimnuna, sem aðstoðar einstaklinginn við að sjá hluti nálægt sér.“ PRESBYMAX aðgerðin er oftast ekki gerð fyrr en eftir 45 ára aldur. Ef fólk fer í aðgerð um þrítugt þá þarf lesgleraugu eftir 45 ára aldurinn, þar sem augasteinninn – sem séð hefur um nálægðarsjón­ ina – hefur harðnað og er hættur að hjálpa til að fókusera nálægt. „Í sumum tilvikum getum við gert viðbótaraðgerð, það er að segja gert PRESBYMAX aðgerðina og losað fólk við lesgleraugun, en það þarf bara að skoða það í hverju til­ viki,“ útskýrir hann. „Ég tel að í það heila hafi sjón­ lagsaðgerðir ekki bara þau áhrif að losa fólk við hækjur, eins og gler­ augu og snertilinsur, heldur hafi þær mjög jákvæð áhrif á ýmislegt annað. Það er stórkostleg tilfinn­ ing að vakna og sjá skýrt. Vera góður eins og maður er og þurfa ekki hjálpartæki til. Geta líka stundað leik og störf við erfiðar aðstæður þar sem ekki þarf sífellt að hafa áhyggjur af hjálpartækj­ unum. Mér þykir afar vænt um að hafa fengið tækifæri til að hjálpa fólki að ná þessum markmiðum. Þessar aðgerðir eru svo sannarlega komnar til að vera,“ segir Jóhannes Kári að lokum. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 AUGUN OKKAR 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 7 -8 4 8 4 2 3 7 7 -8 3 4 8 2 3 7 7 -8 2 0 C 2 3 7 7 -8 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.