Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 36
Gaman-dramamynd-in Once upon a time in Hollywood var frumsýnd á mánu-daginn og var rauði dregillinn stjörnum prýddur, enda engir aukvisar sem standa að gerð myndarinnar. Hér er um að ræða níundu mynd Quent- ins Tarantino, en hann hefur sagst ætla standa við þau áform að hans tíunda mynd verði hans síðasta. Nýjasta myndin hefur fengið ein- róma lof gagnrýnenda og er þegar þetta er skrifað með 9,5 í einkunn á  vefnum IMDb.com.  Myndin er síðasta myndin sem Beverly Hills 90210 leikarinn Luke Perry lék í, en hann lést úr hjartaáfalli fyrr á árinu. Í minningu hans klifraði sonur hans, Jack Perry, upp á aug- lýsingaskilti með mynd af föður hans. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 16. ágúst. steingerdur@frettabladid.is Quentin Tar- antino, leikstjóri og höfundur myndar- innar, ásamt aðalleikur- unum, þeim Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio. Leikkonan Vanessa Hu dgens ásamt kæra sta sínum Austin Butl er, en nýbú ið er að tilkyn na að hann taki að sér hlutverk El vis Presley í væ ntanlegri kvikmynd. Leikonan knáa Julia Butters fer með hlutverk í myndinni, en hún hefur undanfarið slegið í gegn í þáttunum American House- wife. Systurnar Scout, Tallullah og Rumer Willis voru glæsilegar á frumsýningunni. Í fyrsta sinn mætti söngkonan Britney Spears með kærasta sinn, Sam Asghari, á opinberan viðburð. Once upon a time in Hollywood frumsýnd Kvikmyndin Once upon a time in Hollywood var frumsýnd á mánudaginn. Hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Myndin var sú síðasta sem leikarinn Luke Perry lék í. Sonur Luke Perry, Jack Perry, mætti á frumsýn- inguna. Í tengslum við útgáfu kvikmyndarinnar kleif hann auglýsinga- skilti sem á var mynd af föður hans. Íslands- vinurinn Eli Roth mætti á frumsýning-una en hann hefur átt farsælt samstarf við Tarantino í gegnum tíðina. Hæfileikar, útlit og heppni geta haft mikið um að segja um hvernig fólki tekst að fóta sig á frægðar- brautinni í Hollywood en dæmin sanna að fátt er þó jafn mikilvægt og nöfnin sem fólk ber. Foreldrar hafa líklega sjaldnast frægðar- drauma barna sinna í huga þegar þeim eru valin nöfn, þannig að löngum hefur tíðkast að fólk breyti eða skipti alfarið um nafn til þess að koma sér áfram í Hollywood. Mikilvægt er að nýja nafnið sé grípandi og festist strax í minni áhorfenda. Hér eru nokkrar stjörnur sem breyttu um nafn með góðum árangri. n Blake Lively Leikkonan sem er þekktust fyrir þættina Gossip girl heitir vissulega Blake en hún var skírð Blake Ellender Brown en ekki Lively sem er vissilega miklu líflegra. n Lily James Breska leikkonan sem fór með hlutverk Öskubusku var skírð Lily Chloe Ninette Thom- son. Lily James er óneitanlega töluvert þjálla nafn. n Helen Mirren Drottningin sjálf, Helen Mirren, er af rússneskum ættum og heitir Ilyena Lydia Mironoff. Helen Mirren er því ágætis ensk útgáfa af nafni hennar. n Chevy Chase Skírnarnafn grínist- ans er Cornelius Crane Chase en ekki Chevy. Cornelius Crane hefði samt getað virkað fullkomlega sem listamanns- nafn. n Mila Kunis That 70's Show leikkonan Mila Kunis er í raun úkraínsk og heitir Milena Markovna Kunis. n Audrey Hepburn Heimildum ber ekki saman um hvert raunveru- legt skírnarnafn stórleikkonunar Audrey Hepburn er en talið er að skírnarnafn hennar hafi annað hvort verið Audrey Kathleen Ruston eða Edda Van Heemstra. n Cary Grant Breski sjamörinn Cary grant var skírður Archibald Alexander Leach. Fleiri stjörnur með önnur nöfn: n Kirk Douglas - Issur Danielovitch Demsky n Natalie Wood - Natalia Nikola- evna Zakharenko n John Wayne - Marion Robert Morrison n Judy Garland - Frances Ethel Gumm n Elizabeth Banks - Elizabeth Irene Mitchell n Jodie Foster - Alicia Christian Foster Nú skulum við segja hvað við heitum! Kvikmyndahornið Edda Karítas Baldursdóttir eddakaritas@frettabladid.is 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -8 E 6 4 2 3 7 7 -8 D 2 8 2 3 7 7 -8 B E C 2 3 7 7 -8 A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.