Fréttablaðið - 24.07.2019, Page 38

Fréttablaðið - 24.07.2019, Page 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Bréfdúfnafélag Íslands var stofnað 2009 á grunni Dúfnaræktar-s a mba nd s Ísla nd s . Ragnar Sigurjónsson segir tilgang félagsins fyrst og fremst að ef la bréfdúfna- rækt á landinu og standa fyrir kapp- flugi þessara merkilegu fugla sem er eðlislægt að rata alltaf heim. „Því miður er ekki hægt að segja að þetta sé stór hópur sem stundar bréfdúfnasportið, eins og við köll- um það,“ segir Ragnar sem vonast til þess að úr þessu rætist þar sem áhuginn á bréfdúfunum sé þrátt fyrir allt talsverður. Þannig eru 1.887 manns skráðir í Facebook-hópinn Dúfnaspjallið þótt mun færri en þeir rækti dúfur og tefli þeim fram í kappflugi. Hann segir sportið engu að síður henta fólki á öllum aldri og hver og einn geti ráðið því hversu miklum tíma og peningum hann eyði í dúfurnar. Upp, upp, mín fiðraða sál Ragnar segir bréfdúfnasportið sér- staklega geðbætandi og hafa góð áhrif á sálarlífið. „Fyrst og fremst vegna þess að þegar þú ferð út í kofa þá er þar engin önnur truflun. Þú ert náttúrlega ekki með síma eða neitt og ert bara þarna að hreinsa til og spá og spekúlera í fuglunum. Og svo er endalaust hægt að dást að þeim þegar þeir f ljúga um loftin blá.“ Ragnar bendir einnig á að sjálf- sagt og eðlilegt sé að tala við fuglana og hann efast ekki um að þær sam- ræður geri bæði manni og fuglum gott. „Maður gerir þetta sérstaklega á varptímanum og þegar maður byrjar að handfjatla ungana. Ég held að þetta hafi róandi áhrif á fuglana en allt ræðst þetta af því hversu miklum tíma þú eyðir með þeim í kofanum og þeir læra að treysta þér betur eftir því sem þú ert meira hjá þeim.“ Fréttaritarar háloftanna Bréfdúfan á sér langa sögu og ætla má að eðlisgáfur hennar og hæfi- leikar ráði miklu um að þær vekja forvitni og áhuga fólks. Ragnar segir að þeir sem til þekkja viti að dúfur eru gáfuð dýr auk þess sem þær geti lært mikið, bæði af eigin reynslu og eigendum sínum. „Bréfdúfur eru í raun einn elsti fiðraði vinur mannsins og hafa fylgt honum öldum saman,“ segir Ragnar og minnir einn- ig á mikilvægi bréfdúfnanna í fjarskiptum fyrri alda. Fyrir utan vitaskuld að þær voru fyrstu fréttaritarar Júlíusar Reuters á 19. öld. Hrakningar á Íslandsmeistara- móti B r é f d ú f u r n a r keppa sumar- langt í kapp- f lugi í tveimur f lokkum, full- o r ð i n n a o g u ng a . Keppn i þeirra eldri fékk þó óvæntan endi fyrir nokkrum vikum þegar vont veður feykti sumum þeirra langt af braut og þótt f lestar hafi þær að lokum ratað heim er svo af þeim dregið að meira verður ekki lagt á fuglana í sumar. Ungarnir eru hins vegar enn í toppformi og halda keppni áfram á laugardaginn. Féll fyrir brúðkaupsdúfum „Ég byrjaði ungur í þessu en hætti í nokkur ár þegar ég fór að eldast,“ segir Ragnar sem rataði þó aftur til baka og áhuginn vaknaði á ný eftir að hann flutti austur fyrir fjall fyrir tólf árum. „Þetta byrjaði þannig að ég hafði séð í bíómynd og á netinu hvítum dúfum sleppt í brúðkaupum. Ég held þetta sé ein- hver amer ísk ur siðu r og m ig langaði rosalega að vita hvort ég gæti komið mér upp hv ít u m dúfum og gert þet t a hér na heima. Og hef ver ið í þessu síðan og þetta er svona hliðarbú- g r e i n ,“ s e g i r R ag nar sem unir sér vel í félagsskap hinna fiðruðu boð- bera friðar og frétta. toti@frettabladid.is Bréfdúfur eru góðir og gáfaðir félagar Keppni fullorðnu fuglanna á Íslandsmóti bréfdúfna fékk skjótan endi eftir ófyrirsjáanlega hrakninga. Ragnar Sigurjónsson segir sorglega fáa stunda geðbætandi dúfnasportið sem henti öllum. BRÉFDÚFUR ERU Í RAUN EINN ELSTI FIÐRAÐI VINUR MANNSINS OG HAFA FYLGT HONUM ÖLDUM SAMAN. Merkilegir fuglar n Fullvaxin dúfa hefur um 10.000 fjaðrir. n Vitað er um dúfur sem lifað hafa í 30 ár. n Dúfur geta slegið vængjum sín- um allt að tíu sinnum á sekúndu. n Dúfur geta náð hjartslætti upp á 600 slög á mínútu og haldið honum í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. n Dúfur hafa þann einstaka eigin- leika fyrir fugl af sinni stærð að geta flogið beint upp. n Bréfdúfur fljúga að jafnaði á 80 til 100 kílómetra hraða. n Mesti hraði á bréfdúfu sem vitað er um og mælst hefur er 148 kílómetrar á klukkustund, það gerir 2.481 metra á mínútu. n Vitað er um bréfdúfur sem flogið hafa rúma 1.120 kíló- metra á einum degi. n Milljónir fólks út um allan heim stunda kappflug með bréfdúfur. n Pólland er eitt af fáum löndum þar sem fólki fjölgar í sportinu. Ragnar Sigurjónsson segir endalaust hægt að dást að bréfdúfum á flugi og vonast til þess að fjölga muni í bréf- dúfusportinu. Pólverjar hafi helst verið að bætast í hópinn og þeir komi með mikla þekkingu frá heimalandinu. Ragnar segir þá sem til þekkja vita að dúfurnar eru eðlisgreind dýr. 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð > Loksins, loksins er Myllu smáar-kökur komnar með karamellu og lakkrís. Núna er tilefni til að gera sér ferð út í búð og grípa með sér nýju karamellu og lakkrís kökurnar strax í dag. Smakkaðu nýju silkimjúku karamellu-lakkrís kökuna strax í dag Þær eru fjórar saman í pakka „Vinnum að’í“ - að gera enn betur Nýtt ! Fleiri Myllu sm áar-kökur í boði fyrir útileguna mmm þú ba ra verður ... > Fjórar saman í pakka. Nýju karamellu og lakkrís kökurnar í viðbót við möndlu-, súkkulaði- og karamellukökurnar. Bragðaðu þær strax í dag. Fjórar saman í pakka Myllan hefur bakað fyrir Íslendinga í 60 ár. > myllan.is cw190085_Myllan_SmáKökur_KaramLakkrís_dagbl2dx38_20190624_END.indd 1 15.7.2019 14:33:09 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -7 A A 4 2 3 7 7 -7 9 6 8 2 3 7 7 -7 8 2 C 2 3 7 7 -7 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.