Fréttablaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Guðmundur Stein­ grímsson skrifar um vonina. 9 SPORT Leikmenn hafa gengið kaupum og sölum þetta sumarið eins og venjan er. Ljóst er að sum munu heppnast en önnur ekki. 12 TÍMAMÓT Deila draumum, óskum og löngunum í lifandi listaverki. 14 MENNING Fígúrur Steinunnar á þaki Arnarhvols prýða miðbæ­ inn og vekja verðskuldaða athygli. 18 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  FASTEIGNIR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 www.kronan.is 399 kr.pk. Jiffy pop Hri sta hristahrista Fleiri myndir frá Kátt á Klambra er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Strákarnir í BMX Brós komu fram á barna- og fjölskylduhátíðinni Kátt á Klambra í gær við mikinn fögnuð áhorfenda. Hátíðin fór fram í fjórða skipti á Klambratúni og lagði fjöldi fólks leið sína á túnið þrátt fyrir vætu í höfuðborginni. Boðið var upp á af þreyingu fyrir börn á öllum aldri þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Inni á miðju kjörtíma­ bili er almennt við því að búast að ríkisstjórnarflokkar gefi eitthvað eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Frétta­ blaðið. Sjálfstæðisf lokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn en 20,5 pró­ sent þeirra sem taka afstöðu styðja flokkinn. Fylgi flokksins minnkar frá könnun sem var gerð í síðasta mánuði þegar það var 22,6 prósent. „Hafandi sagt það þá er það alveg augljóst að við erum ekki ánægð með að sjá tölur sem eru undir síðustu kosninganiðurstöðum. Við teljum að við séum að vinna góða vinnu sem muni skila sér þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Í könnuninni var einnig spurt hvað fólk hefði kosið í alþingis­ kosningunum 2017. Af þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn þá styðja 69,5 prósent flokkinn nú. Hins vegar styður 21,1 prósent af þeim nú Mið­ flokkinn. „Ég hef séð kannanir fyrir ekki svo löngu þar sem margir sem áður kusu Miðflokkinn ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og öfugt. Þetta eru bara dæmigerðar sveiflur inni á miðju kjörtímabili.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að orkupakkamálið sé að hafa áhrif. „En kannski ekki bara út af því máli sjálfu heldur meira út af því að við viljum vera prinsippf lokkur. Það sem ég vona er að menn séu að meta það við okkur að við séum flokkur sem stendur við sín prinsipp. Það birtist í orkupakkamálinu en mun gera það líka í fleiri málum.“ – sar / sjá síðu 4 Sjálfstæðismenn tapa til Miðflokks Rúmlega fimmtungur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 2017 mundu nú kjósa Miðflokkinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ánægður með að mælast undir kjörfylgi en þetta séu dæmigerðar sveiflur á miðju kjörtímabili. FÓTBOLTI  Sameiginlegt lið KF og Njarðvíkur tók þátt í Rey Cup, sem er merkilegt fyrir þær sakir að KF er úr Fjallabyggð og eru 442 kíló­ metrar á milli staðanna samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta í júní og ákváðu – nánast í miðjum leik – að sameina krafta sína á Rey Cup sem lauk í gær. Liðið vann tvo leiki, gerði tvö jafn­ tefli og tapaði þremur. Með hjálp samfélagsmiðla kynnt­ ust stelpurnar í aðdraganda móts­ ins en gátu eðlilega ekki æft saman. Nánar er fjallað um þessa ein­ stöku sameiningu í íþróttafréttum dagsins. – bb / sjá síðu 10 Sameinaðar og glaðar þó langt sé á milli 2 9 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 8 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 C -D E A C 2 3 7 C -D D 7 0 2 3 7 C -D C 3 4 2 3 7 C -D A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 8 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.