Fréttablaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
útsala
70%
sparaðu allt að
af völdum vörum
SANREMO garðstóll.
12.900 kr. Nú 3.870 kr.
POT blómapottur.
Ø14x24 cm. 2.295 kr. Nú 1.148 kr.
Ø13x16 cm. 1.295 kr. Nú 648 kr.
Ø17,5x16,5 cm. 2.295 kr. Nú 1.148 kr.
Ø14,5x14 cm. 1.495 kr. Nú 748 kr.
70%
50%
70%
50%
ZERNI garðsett. Borð + 2 fellistólar. 34.900 kr. Nú 17.450 kr.
75%
BALL loftljós. Hvítt með 7 kúplum. Ø18 cm.
79.995 kr. Nú 19.995 kr.
MONACO hægindastóll. Grátt áklæði.
89.900 kr. Nú 26.900 kr.
Skemill. 19.900 kr. Nú 5.900 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Leik my ndahönnuður inn Hulda Helgadóttir hefur komið víða við á frekar stuttum ferli og er fyrsta konan sem hlaut Edduverð-
launin í sínu fagi fyrir kvikmyndina
Hjartastað 2016 sem Guðmundur
Arnar Guðmundsson leikstýrði.
Hann er einn framleiðenda nýj-
ustu myndar Hlyns Pálmasonar,
Hvítur, hvítur dagur, sem þegar er
byrjað að ausa lofi erlendis þótt hún
verði ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en
í byrjun september.
Hulda hannaði einnig leikmynd
þeirrar myndar sem segja má að sé
rökrétt framhald af samstarfi hennar
við framleiðendur beggja mynda. „Ég
kom mjög snemma inn í þessi verk-
efni hjá þeim báðum, Guðmundi
og Hlyn, og kynntist þeim mjög vel
persónulega“ segir Hulda í samtali
við Fréttablaðið.
„Þeir eru náttúrlega búnir að vera
að þessu í mörg ár,“ segir Hulda um
hugarfóstur Guðmundar og Hlyns,
Hjartastein og Hvítur, hvítur dagur.
„Ég kem kannski bara inn fjórum
mánuðum fyrir tökur og geri góðan
bakgrunn fyrir sögur þeirra og leik-
ara. Það skiptir náttúrlega mestu
máli að sagan komist til skila og að
leikurinn sé góður,“ segir Hulda.
Sorgin er eins og skuggi
Hulda var í föruneyti Baltasars Kor-
máks þegar hann hélt til Fídjíeyja
til þess að undirbúa tökur á sjávar-
háskadramanu Adrift. „Ég var ekki
leikmyndahönnuður þar heldur í
öðrum störfum í undirbúningnum.
Ég tek mig ekkert rosalega alvarlega,“
segir Hulda sem gengur í f lest verk
sem þarf að klára.
„Þegar undirbúningnum var lokið
fór ég heim. Líka vegna þess að móðir
mín varð veik.“ Móðir Huldu hafði
greinst með heilaæxli og lést ári síðar
um það leyti sem undirbúningurinn
að Hvítum, hvítum degi var að byrja.
„Þetta var stórfurðulegt vegna
þess að þremur árum áður gaf hún
sykursjúkum föður mínum nýra og
var einfaldlega sú hraustasta í fjöl-
skyldunni. En þetta er bara eins og
það er og hún fær heilaæxli og deyr.
Þetta er bara ferli sem maður áttar
sig ekki alveg á. Sorgin hoppar ein-
hvern veginn aftan að manni en er
ekki eitthvað sem heltekur þig. Hún
er meira eins og draugur eða skuggi
en samskipti okkar mömmu voru
ekki f lókin, bara hrein ást,“ segir
Hulda.
Tilfinningarnar í þokunni
Hulda sökkti sér á kaf í hugmynda-
vinnuna í kringum Hvítan, hvítan
dag þannig að sorgar- og sköpunar-
ferli runnu einhvern veginn saman.
Þá segir hún kvikmyndagerðina hafa
gert sér gott, ekki síst mikil útivera og
þvælingur milli staða á Austfjörðum
þar sem hún mætti öllum tilfinn-
ingum sínum. Stundum í þoku og
stundum í heiðskíru.
„Það var bara dásamlegt að
verða glaður, reiður og gráta í þessu
ferli með Hlyn og þessu frábæra
fólki. Hann er með svona of boðs-
lega skemmtilega nánd við fólk og
í kringum hann fá allir einhvern
veginn bara að vera. Það blómstra
allir í kringum hann. Það er algerlega
ótrúlegt að sjá það,“ segir Hulda um
leikstjórann.
„Þannig að þetta var ekkert mál.
Ég fékk bara að líða einhvern veg-
inn í gegnum þetta. Hann er rosa-
lega góður í hópi og fólk smitast af
honum. Það er ekkert sjálfgefið.“
toti@frettabladid.is
Glímdi við móðurmissi
í eigin leikmynd
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í byrjun september.
Leikmyndahönnuðurinn og Edduverðlaunahafinn Hulda Helgadóttir
missti móður sína um það leyti sem tökur hófust og öll vinna hennar
við myndina varð að einhvers konar ferðalagi um eigið sorgarferli.
Leikstjórinn, leikarinn og leikmyndahönnuðurinn. Hlynur Pálmason, Ingvar E. Sigurðsson og Hulda Helgadóttir á
góðri stundu í undirbúningi fyrir tökurnar á Hvítur, hvítur dagur. MYND/HILDUR ÝR ÓMARSDÓTTIR
Taugatrekkjandi og tilfinningarík
Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi, lögreglu-
stjóra í smábæ, sem Ingvar E. Sigurðsson leikur.
Hann hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona
hans lést óvænt af slysförum.
Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja
hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli
hans beinist að manni sem hann grunar að hafi
átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega
breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir
hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega
bitna einnig á þeim sem standa honum næst.
Myndin er sögð hverfast um sorg, hefnd og
skilyrðislausa ást. Hvítum, hvítum degi hefur
verið vel tekið þar sem hún hefur verið sýnd
erlendis og um miðbik kvikmyndahátíðarinnar
í Cannes í vor var hún meðal annars sögð „mest
taugatrekkjandi og tilfinningaríkasta upplifunin“
það sem af var hátíðinni.
Ída Mekkín Hlynsdóttir og Hilmir Snær Guðnason eru auk Ingvars í
veigamestu hlutverkum myndarinnar en Arnmundur Ernst Backman,
Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Sigurður Sigurjóns-
son og fleiri leikarar koma einnig við sögu.
SORGIN HOPPAR
EINHVERN VEGINN
AFTAN AÐ MANNI EN ER EKKI
EITTHVAÐ SEM HELTEKUR ÞIG.
HÚN ER MEIRA
EINS OG
DRAUGUR EÐA
SKUGGI.
Hulda Helgadóttir
2
9
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
C
-F
2
6
C
2
3
7
C
-F
1
3
0
2
3
7
C
-E
F
F
4
2
3
7
C
-E
E
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
8
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K