Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Side 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fyrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
AA fundir
eru haldnir sem hér segir
að Heimagötu 24:
Mánudagur: kl.20.30
Miðvikudagur: kl.20.30
Fimmtudagur: kl.20.30
Föstudagur: kl.23.30
Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur
Sunnudagur: kl.11.00
Athugið, allir fundir reyklausir
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag,
hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 481 1140
Landakirkja
Fimmtudagur 16. júlí:
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla
virka daga. Vaktsími 488 1508. Sr.
Kristján Björnsson, s. 856 1592.
Föstudagur 17. júlí:
Kl. 16. Útför. Jens Kristinsson.
Sunnudagur 19. júlí,
Skálholtshátíð:
Kl. 11. Guðsþjónusta. „Bless-á-
meðan-messa“, síðasta guðsþjón-
usta sr. Kristjáns fyrir eins árs
afleysingu hans í Eyrarbakkapresta-
kalli. Kór Landakirkju. Organisti
Guðmundur Hafliði Guðjónsson.
Mánudagur 20. júlí:
Þorláksmessa á sumar.
Kirkjur bæjarins:
Eyjamaður vikunnar
Golf og blak trónir
á toppnum
Katrín Harðardóttir tók á dögunum
þátt í Meistaramóti Golfklúbbs
Vestmannaeyja þar sem hún bar
sigur úr býtum í kvennaflokki en
þetta er í þriðja sinn sem hún
hampar Vestmannaeyjameistaratitl-
inum. Katrín er Eyjamaður vikunnar
af því tilefni.
Nafn: Katrín Harðardóttir.
Fæðingardagur: Fimmtudagurinn
4. desember 1969.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Eiginmaðurinn heitir
Aðalsteinn Ingvarsson og saman
eigum við Evu 15 ára, Telmu 13 ára
og Elís Þór 8 ára.
Draumabíllinn: Range Rover.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
Versti matur: Hrogn og lifur.
Uppáhalds vefsíða: Um þessar
mundir golf.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Bob Marley klikkar aldrei.
Aðaláhugamál: Golf og blak trónir
á toppnum
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Guðríði Símonardóttur hefði ég
gjarnan vilja ná tali af
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Vestmannaeyjar í sól og
logni, finnst reyndar langt síðan það
var, getur það verið...
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Börnin mín eru mínir
uppáhalds íþróttamenn og ÍBV
alltaf alls staðar
Ertu hjátrúarfull: Nei, alls ekki,
spilaði lengi vel í búning nr. 13 ég
storka frekar slíkri trú en hitt.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Ég spila blak á veturna, mæti í
Hressó allavega 3 x í viku og spila
svo golf yfir sumartímann. Að auki
fer ég í sund mjög reglulega.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Hefnd.
Hvenær byrjaðir þú að æfa golf:
Um 9 ára aldurinn, en ég var aldrei
neitt „all in“ fyrr en um fertugt.
Hefur þú tekið þátt í mörgum
mótum: Þeim fjölgar með hverju
árinu.
Áttir þú von á að sigra: Hugsaði
ekki út í það, langaði bara að reyna
að spila mitt besta golf og það tókst.
Ertu best af systkininum í golfi:
Nei, Eyþór hefur þann heiður, er
með lægri forgjöf en ég.
En þar sem forgjöfin hans hefur
verið á uppleið en mín á niðurleið
er aldrei að vita hvað gerist í
framtíðinni. Alda og Hrönn eru
samt duglegastar af okkur að æfa
sig og því hafa þær sýnt miklar
framfarir.
Ætlar þú á þjóðhátíð: Nei, ekki í
ár, ætla að prófa að vera á unglinga-
landsmóti á Akureyri.
Eitthvað að lokum: Lífið er
yndislegt
Katrín Harðardóttir
er Eyjamaður vikunnar
Eyjafréttir vilja eindregið hvetja
brúðhjón til að senda inn mynd
til birtingar sem og foreldra
nýrra Eyjamanna.
Myndir og upplýsingar sendist á
frettir@eyjafrettir.is
Börn og brúðhjón
„Konur“
í Einarsstofu
fimmtudaginn 16. júlí kl. 17:00 opnar sýningin
,,Konur“ í Einarsstofu, Vestmannaeyjum.
tilefni sýningarinnar er 100 ára kosningaafmæli
kvenna í ár.
Þetta er samsýning kvenna í Myndlistarfélagi
Vestmannaeyja. sýningin verður opin alla daga
frá 10:00 til 17:00 og stendur til miðvikudagsins
29. júlí 2015.
Allir hjArtAnlegA velkomnir.
Listvinir Safnahúss.
Ég vil þakka henni Maríu Rós fyrir
áskorunina og ætla ég að bjóða upp
á fylltar kjúklingabringur sem mér
þykja rosalega góðar og auðveldar
að gera sem er stór plús ef maður
nennir ekki að hanga yfir elda-
mennskunni allan daginn.
1 bakki Kjúklingabringur
salt og pipar
Beikon
1 krukka Fetaostur
6 hvítlauksrif
Skera vasa á bringurnar
Fylling:
Steikja í olíu 5-6 hvítlauksrif passa
að hafa hitann ekki of mikinn þá
brennur hvítlaukurinn.
Setja poka af spínati á pönnuna.
Skella síðan krukku af fetaosti,
sigta olíuna frá, og setja fetaostinn á
pönnuna en passa að hafa hana ekki
of heita þá bráðnar fetaosturinn, við
viljum það ekki.
Setja fyllinguna í kjúklinginn og
vefja bringunum í beikoni. Setja
í eldfastmót og inn í ofn á 180 gr
í 40 mín.
Sætkartöflumús
Ég bíð alltaf upp á sætkartöflumús
með þessu sem er ekkert mál að
gera.
Skera sætukartöflurnar niður í litla
bita og sjóða í nokkrar mín. Ég
stappa þær með gaffli því mér finnst
gott að hafa músina grófa. Krydda
þetta með salt og pipar og dass af
olíu og þá eru þær tilbúnar.
Svo er bara flott að skella í ferskt
salat og fá sér vel kælt hvítvín með.
Eftirréttur
Á eftir er gott að skella sér á Joy og
fá sér ís að eigin vali. Uppáhaldið
mitt er bragðarefur. Set í hann
sykurlausan ís, fersk ber og múslí.
Mæli með þessu.
Vonandi njótið þessarar máltíðar
sem ég bíð ykkur uppá og ætla ég
að skora á Hildi Vattnes Kristjáns-
dóttir að verða matgæðing í næstu
viku
Fylltar kjúklingabringur
og ís á Joy
Donna Ýr Kristinsdóttir
er matgæðingur vikunnar