Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Síða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015
Aldrei hafa fleiri farið með
Herjólfi í einum mánuði en í
nýliðnum júnímánuði. Voru
farþegar 48.781 í ár sem er
fjölgun um 2000. Ekkert lát er á
straumi fólks til Eyja það sem af
er þessum mánuði og nú er
staðan sú að erfitt er að fá pláss
í Herjólfi. Mikið hefur verið rætt
um þessa stöðu á samskipta-
miðlum og fjölmiðlum. „Það
gengur ekki að álagið á Herjólf
sé orðið slíkt að heimamenn
geti ekki notað skipið þegar á
þarf að halda, þetta er vegurinn
heim til okkar og frá okkur,“
segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri
við Morgunblaðið og bendir á að
einfaldast sé að sigla skipinu
fleiri ferðir á milli lands og Eyja.
Við þessu hefur verið brugðist að
hluta og fer Herjólfur sex ferðir tvo
daga í viku. Gunnlaugur Grettisson,
rekstarstjóri Herjólfs, kannast við
umræðuna og er ánægður með góða
nýtingu á skipinu en kemur til
greina að fjölga ferðum enn frekar?
„Já, það kemur til greina en
umfram sex ferðir á dag er erfitt við
að eiga því þá daga, þegar mest er
að gera, eru ákveðnar ferðir vinsælli
en aðrar eins og gengur. Flutnings-
geta Herjólfs á venjulegum fimm
ferða degi er mikil en þá getum við
flutt til Eyja um 2000 farþega sem
er rétt tæplega helmings viðbót við
íbúafjölda Vestmanneyjar og 250 til
300 bíla til Eyja og samt eru
biðlistar.
Vegagerðin og Eimskip sameinuð-
ust um það í sumar að bæta við
sjöttu ferðinni alla föstudaga og
sunnudaga og að auki hafa verið
sigldar fleiri aukaferðir aðra daga í
sumar en áður hefur verið gert svo
sem í tengslum við Goslok og
Orkumótið,“ sagði Gunnlaugur en
hvað má Herjólfur taka marga
farþega?
„Samkvæmt farþegaleyfi má
Herjólfur taka 391 farþega í
reglulegri áætlun.“
391 farþegi í reglulegri
áætlun
Þegar Gunnlaugur er spurður að því
hvort hægt sé að fjölga farþegum
með því að hafa fleiri í áhöfn segir
hann það ekki sjálfkrafa ávísun á
heimild til að flytja fleiri farþega.
„Ekki er hægt að fá heimild til að
sigla með fleiri farþega en 391 í
reglulegri áætlun en s.s. í tengslum
við Þjóðhátíð hefur verið gefin út
undanþága til að flytja 530 farþega í
ferð. Þá er gerð krafa um 17 manna
áhöfn í stað tólf sem við auðvitað
uppfyllum. Í sumaráætlun erum við
þó alltaf með fleiri en tólf í áhöfn
alla daga til að þjónusta betur
farþega skipsins.“
Prýðileg samvinna
Er góð samvinna milli ykkar og
bæjarstjórnar og fólks í ferðaþjón-
ustu? „Já, prýðileg samvinna án
þess að verið sé að setjast formlega
yfir málið reglulega. Allir þessir
aðilar, Eimskip, bæjarstjórnin,
aðilar í ferðaþjónustu og svo
Vegagerðin eru með sama markmið
þ.e. að samgöngur milli lands og
Eyja verði sem öruggastar í öllum
skilningi þess orðs,“ sagði Gunn-
laugur.
„Auðvitað sér hver hópur
verkefnið út frá sínum bæjardyrum
og mögulega aðeins misjafnar leiðir
sem hver vill fara en í grunninn eru
allir sammála. Landeyjahöfn þarf
að virka eins og að var stefnt. Það
er sannarlega verkefni bæjarstjórnar
að þrýsta á bættar samgöngur og
það hefur verið haldið uppi þéttri
pressu á öllum aðilum, það get ég
staðfest.
Ferðaþjónustan, þ.m.t. við hjá
Eimskip/Herjólfi, vill fá sem allra
flesta ferðamenn til Eyja en það
hefur eins og sést hefur í fjöl-
miðlum sl. vikur örugglega
óþægindi í för með sér fyrir
einhverja þar sem skipið er oft fullt
bæði fyrir bíla og einnig stundum
farþega. Einkum í morgunferðir til
Eyja og eftirmiðdagsferðir frá
Eyjum. Ég tel þó að það sé
mikilvægt fyrir samfélagið í Eyjum
að ferðaþjónustan vaxi og dafni
áfram eins og hún hefur verið að
gera. Það bætir bara okkar góða
samfélag enn frekar.“
Skilja bílinn eftir
Gunnlaugur bendir á þann mögu-
leika að skilja bílinn eftir í
Landeyjahöfn. „Við þurfum að
hvetja fólk til að skilja bílinn eftir í
Landeyjahöfn og ganga, hjóla eða
nýta sér góða akstursþjónustu
Víking Tours og Eyja Tours hér í
Eyjum. Og einnig hvetja fólk til
þess að koma til Eyja seinni part
dags, fara út að borða, skoða söfnin,
fara í golf, í bátsferð eða hvað eina
sem hér er hægt að gera því af nógu
er að taka. Gista svo og fara aftur
frá Eyjum um miðjan daginn
daginn eftir. Þar eru sóknarfæri í
þessu fyrir okkur öll,“ sagði
Gunnlaugur að endingu.
Herjólfur :: Metflutningar í júní :: Erfitt að fá pláss :: Eyjamenn segjast ekki komast á milli:
Getur flutt um 2000 farþega
og 250 til 300 bíla til Eyja og
samt eru biðlistar
:: Þetta miðast við fimm ferðir á dag :: Sex ferðir tvo daga í viku :: Fleiri aukaferðir en áður
:: Fjölgun í áhöfn ekki ávísun á leyfi fyrir fleiri farþegum :: Undanþága um þjóðhátíð
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Vestmannaeyjahlaupið verður
haldið laugardaginn fimmta
september nk. og er ekki seinna
vænna að hefja undirbúning.
Sigmar Þröstur Óskarsson,
fyrrum markmaður ÍBV,
landsliðsins í handbolta og
ofurskokkari bendir fólki á
æfingaplan sem Rannveig
Oddsdóttir hefur sett saman.
Annars vegar fyrir þá sem eru
að byrja og hins vegar fyrir
lengra komna og miðast það við
tíu kílómetra hlaup.
Gert er ráð fyrir þremur æfingum í
viku, á þriðjudögum klukkan 12.00
til 12.45, fimmtudögum kl. 17:30
og á laugardögum kl. 10.00 en hver
og einn getur að sjálfsögðu raðað
þeim á vikuna eftir eigin hentug-
leika. Þrjú skipti í viku er hæfilegt
fyrir flesta sem eru að byrja en
sumir þola þó að bæta við fjórða
skiptinu.
Til að auka fjölbreytni og minnka
hættu á meiðslum er frekar mælt
með að ganga, synda, hjóla eða
stunda aðra hreyfingu ef fólk vill
æfa oftar en þrisvar í viku.
Fyrir byrjendur er mælt með
þriggja til fimm kílómetra göngu
eða skokki þrisvar í viku. Gott er að
hlusta á líkamann. Það er eðlilegt
að vera þreyttur eftir æfingar og
strengir eftir fyrstu æfingarnar eru
eðlileg viðbrögð líkamans við nýrri
og aukinni hreyfingu.
Það er öllu stífara prógrammið
fyrir lengra komna og er ætlað þeim
sem hafa verið að hlaupa, ráða vel
við að hlaupa sjö til átta km og
hafa hlaupið 10 km. áður.
Gert er ráð fyrir fjórum æfingum
í viku, frá fimm upp í sjö km og þar
af einni svolítið erfiðri æfingu þar
sem tekið er vel á. Hér er reiknað
með að mánudagar, þriðjudagar,
fimmtudagar og laugardagar séu
hlaupadagar. Gott er að taka aðra
hreyfingu með tvisvar í viku en
hvíla a.m.k. í einn dag.
„Svo er bara að mæta á æfingar og
vera klár í Vestmannaeyjahlaupið
eftir sex vikur,“ segir Sigmar
Þröstur.
Sigmar Þröstur í Vestmannaeyja-
hlaupinu í fyrra sem var það
fjórða í röðinni. Alls tóku 120
hlauparar þátt í því.
Vestmannaeyjahlaupið :: Nauðsynlegt að byrja að æfa sig:
Heppilegt æfingaplan fyrir þá sem
stefna á 10 kílómetrana