Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Síða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015 Þessa dagana er að koma út geisladiskur og DVD diskur (Mynddiskur) með upptökum af tónleikunum, Ég veit þú kemur - Lífið er yndislegt sem haldnir voru í Hörpu 24. janúar í vetur. Eru Þetta fjórðu tónleik- arnir sem Bjarni Ólafur Guð- mundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir og er þemað, eins og áður, Eyjalögin sem eru Eyjamönnum svo dýrmæt. Bjarni Ólafur er mjög ánægður með hvernig til tókst með upptökurnar. „Á geisladiskinum eru ekki allir tónleikarnir, einfaldlega vegna þess að þeir komust ekki allir fyrir á einum diski. En á mynddiskinum eru allir tónleikarnir ásamt aukaefni, m.a. viðtöl sem Sighvatur Jónsson tók við fólk í hléinu, bæði Eyjafólk og aðra sem mættir voru til að hlusta á Eyjalögin sem eru, þegar upp er staðið, engin einkaeign Eyjamanna,“ sagði Bjarni Ólafur í spjalli við Eyjafréttir. Meðal aukaefnis er flutningur á lagi Þorvaldar Bjarna við ljóð Kolbrúnar Hörpu Kolbeinsdóttur frá 2013, Yfir eld og glóð. „Ljóðið var valið í ljóðasamkeppni og Þorvaldur Bjarni tók að sér að semja lagið og útkoman frábær eins og þeir vita sem voru á tónleikunum þetta ár þegar við minntumst þess að 40 ár voru frá upphafi gossins á Heimaey. Þetta er í fyrsta skipti sem lagið kemur fyrir almenningssjónir og gaman að eiga þátt í að koma þessu lagi og ljóði á framfæri og að það verði eign okkar Eyjamanna allra, sama hvar við búum.“ Óendanlega vænt um tónlistina Eins og áður er komið fram eru þetta fjórðu tónleikarnir sem þau Bjarni Ólafur og Guðrún Mary standa fyrir í Hörpu og alltaf verið uppselt. „Ég segi að fólki þyki svo óendanlega vænt um þessa tónlist, Eyjatónlistina sem við erum að gefa nýtt líf á þessum tónleikum,“ segir Bjarni Ólafur þegar hann er spurður hvort endalaust sé hægt að gera út á sömu tónlistina. „Ég get nefnt dæmi eins og Kvöldsiglingu Gísla Helgasonar sem Gréta Salóme flutti svo eftirminnilega 2013. Núna kemur Páll Óskar og syngur Kvöldsiglingu með sínum hætti, bæði frábærir listamenn og útkoman glæsileg hjá báðum þó ólík séu. Mér finnst að lagið eigi bara alveg skilið að báðar þessar útgáfur séu til, enda ótrúlega fallegt lag.“ Djúpur brunnur Bjarni Ólafur segir að brunnurinn sé ansi djúpur þegar kemur að Eyjatónlistinni og því sé lítið mál að skipta út lögum og taka inn ný. „Það höfum við gert á hverju ári ásamt því að fá nýja flytjendur. Núna fengum við Bjartmar og Logana sem svo sannarlega slógu í gegn, ekki síst hjá Bítlakynslóðinni sem ólst upp við þessi lög. Í heild finnst mér tónleikarnir hafa verið mjög góður þverskurður af tónlistarsögu Vestmannaeyja í gegnum árin. Listamenn frá Eyjum hafa líka fengið sín tækifæri og frábært að sjá og heyra Sunnu, Alexander Jarl og Silju Elsabetu blómstra á sviðinu í Eldborg á tónleikunum í vetur.“ Diskarnir verða til sölu í versl- unum í Vestmannaeyjum og í Reykjavík og líka á hollin.is. „Það er gert fyrir Jónas Gísla í Mexíkó og aðra Eyjamenn sem búa út um allan heim og um allt land og svo er hægt að fá eldri diskana líka á sérstöku tilboðsverði á hollin.is,“ sagði Bjarni Ólafur að endingu. Eiður ánægður „Upptakan á þessum geisladiski og DVD mynddiski er frá fjórðu Eyjatónleikunum sem heiðurshjónin Bjarni Ólafur og Guðrún Mary hafa staðið fyrir í Eldborg í Hörpu, þar sem núverandi og brottfluttir Eyjamenn fylltu salinn. Líkast til var síðarnefndi hópurinn fjölmenn- ari þetta kvöld en maður hættir heldur aldrei að vera Eyjamaður. „Brottfluttur“ er bara landafræði. Eyjarnar og tónlistin hafa alltaf sama aðdráttar- aflið fyrir okkur hina brottfluttu,“ segir Eiður Arnarsson, Eyjamaður, bassaleikari og forstöðumaður tónlistarsviðs Senu en hann hefur komið að öllum tónleik- unum sem skipuleggjandi og tónlistarmaður, í greinarkorni sem fylgir diskunum. Fyrstu tónleikarnir Hann rifjar upp að fyrstu tónleik- arnir í þessari tónleikaröð fóru fram 16. nóvember 2011 í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli helsta tónskálds Vestmannaeyja, Oddgeirs Kristjáns- sonar. „Lög Oddgeirs hafa ekki einungis lifað með Vestmannaey- ingum heldur allri þjóðinni enda var Oddgeir lagasmiður af Guðs náð og tónsmíðar hans margar í heims- klassa. Í mínum huga eru lög eins og Heima og Ég veit þú kemur með allra bestu söng- og dægurlögum Íslands. En Eyjarnar hafa alið af sér marga aðra góða lagasmiði og ekki síður textaskáld. Einstaklega myndrænir textar hafa gjarnan verið grunnurinn að Eyjalögunum, ekki síst í verkum Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og annarra - og sérstaklega í lögunum sem við kennum við Þjóðhátíð í Eyjum. Tónleikar númer tvö Aðrir Eyjatónleikarnir í Hörpu fóru fram þann 26. janúar 2013 til minningar um að 40 ár voru liðin frá því að eldgosið í Heimaey hófst. Af því tilefni var frumflutt á tónleikunum afar eftirminnilegt lag, Yfir eld og glóð, samið af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni við ljóð Hörpu Kolbeinsdóttur. Að öðru leyti voru þjóðhátíðarlögin í brennidepli á þessum tónleikum. Það er engum blöðum um það að fletta að ekkert annað bæjarfélag á Íslandi eignast nýtt ein- kennislag, eins konar þjóðsöng á ári hverju og oftast lag sem nær almannahylli á landsvísu. Þjóðhá- tíðarlagið er einn sá þáttur við Þjóðhátíð í Eyjum sem mér þykir hvað vænst um. Framúrskarandi hefð sem skilað hefur mörgum perlum sem lifa munu okkur öll. Tónleikar númer þrjú Á þriðju tónleikunum, þann 8. febrúar 2014 var yfirskriftin „Ég þrái heimaslóð“ enda tilefnið 100 ára fæðingarafmæli Ása í Bæ og 140 ára afmæli Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Enn og aftur troðfylltu Eldborg Eyjamenn hvaðanæva af landinu og skemmtu sér konunglega við að hlýða á Eyjalög Ása og annarra. Flytjendur voru margir af bestu hljóðfæraleik- urum og söngvurum lands og Eyja en Bjarni Ólafur og Guðrún Mary hafa alltaf lagt áherslu á að á Eyjatónleikum þeirra komi bæði fram besta tónlistarfólk landsins og þverskurður af tónlistarfólki Eyjanna, ungu og efnilegu í bland við þá reyndari. Ekki stóð til að halda fleiri Eyjatónleika í Hörpu að sinni en „Það er engin leið að hætta“ eins og segir í dægurlagi fyrrum skólahljómsveitar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem tengist þjóðhátíð með eftir- minnilegum hætti,“ segir Eiður. Héldu okkur engin bönd Um fjórðu og síðustu tónleikana segir Eiður: „Á þessum fjórðu tónleikum héldu okkur engin bönd. Ekkert þema í efnisvali annað en Eyjalög af öllum aldri og af öllum gerðum. Nú beindum við í fyrsta sinn sterku kastljósi að lögum og textum Eyjamannsins Bjartmars Guðlaugssonar. Þar er nú aldeilis fjársjóður á ferð. Við hrærðum þeim saman við lög Oddgeirs og Ása, lög unglingahljómsveitarinnar Loga, þjóðhátíðarlög frá ýmsum tímum og ekki síst þau nýjustu. Meistarinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hafði tónlistarlega stjórn á þessu öllu og fórst það auðvitað afar vel úr hendi eins og áður. Syngdu með og njóttu vel, kæri hlustandi, áheyrandi, tónleikagestur og Eyjamaður,“ segir Eiður Arnarsson, Sigurmundssonar, Runólfssonar. Glæsileg útkoma Söngvarar eru Björgvin Halldórs- son, Páll Óskar, Sigga Beinteins, Bjartmar Guðlaugsson, Eyþór Ingi, Hreimur Örn, Kristján Gísla, Silja Elsabet, Sunna Guðlaugs, Alex- ander Jarl, Alma Rut og Óskar Einarsson ásamt meðlimum úr Gospelkór Reykjavíkur. Hljómsveitina skipa Eiður Arnarsson á bassa, Birgir Nielsen á trommur, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Vignir Þór Stefánsson, Sigurður Flosason á saxófón, flautur og slagverk, Kjartan Hákonarson á trompet, flugelhorn og slagverk og Þorvaldur Bjarni hljómsveitarstjóri, sjálfur á gítar. Of langt yrði að telja upp lagalistann en þar er að finna mörg gullkornin. Undirritaður var svo heppinn að vera viðstaddur tónleikana í Hörpu sem var einstök upplifun. Hún var öðru vísi en ekki síðri að sjá þá á Skjá 1 fyrr í sumar. Tónlistin kemst vel til skila og gott ef Páll Magnússon, Palli á Stöðinni, sem kynnti tónleikana af stakri snilld, nýtur sín ekki betur á skjánum. Öll myndataka, tæknivinna og samsetning, sem var í höndum Sighvats Jónssonar, er til fyrir- myndar. Þannig að í heild er pakkinn eigulegur gripur sem gaman verður að ylja sér við á góðri stund og dimmum vetrarkvöldum. Gott framtak sem er öllum sem að komu til sóma. Tónleikarnir Lífið er yndislegt – Ég veit þú kemur koma út á diskum: Mjög góður þverskurður af tónlistarsögu Vestmannaeyja í gegnum árin :: Listamenn frá Eyjum hafa líka fengið sín tækifæri :: Yfir eld og glóð meðal aukaefnis: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Fjöldi flytjenda kom fram á tónleikunum, Eyjafólk í bland við landsþekkta söngvara. Tónleikarnir fást nú á CD og DVD. „Á þessum fjórðu tónleikum héldu okkur engin bönd. Ekkert þema í efnisvali annað en Eyjalög af öllum aldri og af öllum gerð- um. Nú beindum við í fyrsta sinn sterku kastljósi að lögum og textum Eyjamannsins Bjartmars Guðlaugssonar. Þar er nú aldeilis fjársjóður á ferð. Við hrærðum þeim saman við lög Oddgeirs og Ása, lög unglingahljóm- sveitarinnar Loga, þjóðhátíðarlög frá ýms- um tímum og ekki síst þau nýjustu...“ ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.