Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2015, Qupperneq 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júlí 2015
Íþróttir
u m S j Ó n :
Guðmundur TÓmaS
SiGFúSSon
gudmundur@eyjafrettir.is
Framundan
Miðvikudagur 15. júlí
Kl. 17:00 ÍBV - Haukar
4. flokkur karla AB-lið
Fimmtudagur 16. júlí
Kl. 16:30 ÍBV - ÍA
3. flokkur karla AB-lið
Kl. 18:00 RKV - ÍBV
3. flokkur kvenna - bikar
Kl. 17:00 ÍBV - Haukar
4. flokkur kvenna A-lið
Kl. 17:00 Grótta - ÍBV
5. flokkur karla ABCD-lið
Kl. 15:30 Selfoss - ÍBV
5. flokkur kvenna AB-lið
Kl. 16:00 Haukar - ÍBV
5. flokkur kvenna D-lið
Sunnudagur 19. júlí
Kl. 17:00 ÍBV - Fjölnir
Pepsi-deild karla
Mánudagur 20. júlí
Kl. 18:00 ÍBV - Selfoss
Pepsi-deild kvenna
Kl. 16:30 ÍBV - Fram
3. flokkur karla ABC-lið
Þriðjudagur 21. júlí
Kl. 18:00 ÍBV - Valur
2. flokkur karla
Kl. 18:00 ÍBV - Stjarnan
3. flokkur kvenna
Breiðablik sótti öll stigin til Eyja í
miklum rokleik þar sem lokatölur
voru 4:0. Eyjastelpur virtust
aldrei byrja leikinn og lentu
undir rétt fyrir hálfleik.
Í síðari hálfleik skoraði Fanndís
Friðriksdóttir, uppalin Eyjastelpa,
þrívegis og gjörsamlega kaffærði
sitt gamla félag. ÍBV fékk góð færi
í fyrri hálfleik eins og alltaf en illa
gekk að nýta tækifærin.
Þeim var svo refsað þegar Andrea
Rán Hauksdóttir fékk boltann
innfyrir frá varnarmanni ÍBV og
skoraði. Þá voru þær grænklæddu
komnar í góða stöðu og þurftu
leikmenn ÍBV að færa sig framar á
völlinn. Það nýtti Fanndís Friðriks-
dóttir sér en hún skoraði þrennu í
síðari hálfleik þrátt fyrir að misnota
vítaspyrnu. Þar varði Bryndís Lára
Hrafnkelsdóttir frábærlega en hún
gat ekki komið í veg fyrir það að
Fanndís skoraði þrennu.
Sneru dæminu við
ÍBV vann góðan sigur á Norðan-
konum þegar liðin áttust við á
Hásteinsvelli á sunnudaginn.
Frábær leikur Cloe Lacasse var eina
ástæðan fyrir sigrinum en hún
fiskaði víti, lagði upp mark og
skoraði eitt.
Hún hóf leikinn snemma en virtist
þó vera að glíma við meiðsli, allt
frá upphitun. Lét það þó ekki
stoppa sig og spólaði sig í gegnum
vörn Þórs/KA og fiskaði mjög
umdeilda vítaspyrnu þegar einungis
tuttugu mínútur voru liðnar af
leiknum.
Shaneka Gordon steig á punktinn
og sendi markvörðinn í vitlaust
horn. Leikmenn ÍBV gengu á lagið
en Cloe Lacasse átti frábæran
einleik í öðru marki ÍBV. Þar lék
hún á hvern varnarmanninn á fætur
öðrum áður en hún þrumaði
boltanum í netið með verri fætinum.
Stuttu seinna lék Cloe aftur á
nokkra leikmenn gestana áður en
hún renndi boltanum á Díönu Dögg
Magnúsdóttur sem kom boltanum
yfir línuna. Leiknum gjörsamlega
lokið eftir innan við fjörutíu
mínútna leik.
Í síðari hálfleik spiluðu ÍBV-stelp-
urnar illa og nýttu ekki þau færi
sem þær fengu. Þór/KA uppskar
mark þegar markadrottningin
Sandra María Jessen kláraði færi
eftir stungusendingu. Stuttu seinna
fiskaði Shaneka Gordon vítaspyrnu
sem Cloe Lacasse misnotaði.
ÍBV vann þó öruggan sigur eins
og áður segir og lyfti sér alla leið
upp í fjórða sætið þar sem næstu lið
eru ekki langt á undan.
Fótbolti | Pepsídeild kvenna :: ÍBV 0:4 Breiðablik :: ÍBV 3:1 þór/KA:
Fullstórt tap gegn toppliðinu –
Cloe frábær gegn Norðankonum
Í síðustu viku var dregið í undanúr-
slitum í Borgunarbikar karla en
ÍBV fékk ekki beint óskadráttinn.
Ef maður hefði fengið að velja eitt
lið til að sleppa við í drættinum
væri það líklegast KR.
KA og Valur eigast við í hinni
viðureigninni á Akureyri. ÍBV fær
að heimsækja KR-inga í Frosta-
skjólið þar sem heimamenn slógu út
FH í síðustu umferð. Það verður
fróðlegt að sjá hvernig leikurinn
spilast og einnig hvenær hann mun
verða, það kemur í ljós á næstu
dögum. Það gæti farið svo að
leikurinn verði á laugardeginum um
verslunarmannahelgina, þ.e.a.s. á
þjóðhátíðinni.
Fótbolti |
Dregið í Borg-
unarbikarnum
:: ÍBV mætir
Kr á útivelli:
Gæti orðið
þjóðhátíð-
arferð í
Frosta-
skjólið
Strákarnir í 3. flokki karla eru annað
árið í röð komnir í undanúrslit
bikarkeppninnar. Á síðustu leiktíð
féll liðið úr leik gegn ógnarsterku
liði KR í undanúrslitunum en í ár
ætla þeir lengra. Nú þegar hafa
strákarnir sigrað Valsmenn,
Skagamenn og svo Grindvíkinga á
mánudaginn.
Í fyrstu umferð sigraði liðið
Valsmenn 3:1 en þar lenti liðið
undir eftir 23. mínútna leik.
Guðlaugur Gísli Guðmundsson og
Eyþór Daði Kjartansson sáu til þess
að liðið var einu marki yfir í
hálfleik. Kristófer Númason bætti
síðan við þriðja markinu og þar
með síðasta naglanum í kistu
Valsara í síðari hálfleik. Liðið
spilaði síðan við ÍA á Hvolsvelli.
Skemmst er frá því að segja að ÍA
var engin fyrirstaða fyrir liðið. Þrír
sem bera nafnið Daníel voru í
byrjunarliðinu í leiknum. Daníel
Már Sigmarsson skoraði fyrstu tvö
mörkin á 17. og 19. mínútu en nafni
hans Daníel Örn Griffin bætti við
tveimur mörkum á 21. og 47.
mínútu. Skagamenn klóruðu í
bakkann áður en Daníel Andri
Pálsson skoraði lokamarkið á 77.
mínútu.
Sætið í átta liða úrslitum var þar
með tryggt. Þá þurfti liðið að fara
alla leið til Grindavíkur, þar spilaði
liðið vel og sigraði 3:1. Enn héldu
menn með nafnið Daníel áfram að
skora en Daníel Griffin kom ÍBV
yfir í fyrri hálfleik. Daníel Már
Sigmarsson skoraði tvö mörk í
síðari hálfleik og sætið í undanúr-
slitum því tryggt.
Fótbolti |
3. flokkur karla
:: Grindavík 1:3 ÍBV:
Annað árið
í röð í und-
anúrslit
Skagamenn sigruðu ÍBV með
þremur mörkum gegn engu uppi
á Skaga á sunnudaginn. Eyja-
menn komust yfir með marki
Víðis Þorvarðarsonar en Skaga-
menn gengu á lagið eftir glæsilegt
jöfnunarmark.
Jóhannes Þór Harðarson sneri til
baka eftir langa fjarveru og stýrði
liðinu í leiknum, Ingi Sigurðsson
fékk því smáhvíld frá því hlutverki.
Þjálfaraskiptin virtust ekki hafa
nein áhrif á liðið en Víðir Þorvarð-
arson kom ÍBV yfir snemma leiks
með skalla af stuttu færi eftir
misheppnaða hreinsun Skaga-
manns.
ÍBV hafði ekki fengið á sig mark í
síðustu tveimur leikjum, gegn
Fylkismönnum og Blikum en Arnar
Már Guðjónsson skoraði gull af
marki fyrir Skagamenn. Hann
smellhitti boltann af 25 metra færi
og í netið fór hann. Liðin voru því
jöfn þegar þau héldu til búningsher-
bergja.
Eitthvað hefur hálfleiksræðan
klikkað hjá ÍBV því að heimamenn
voru komnir yfir eftir rúma mínútu í
seinni hálfleik. Þeir bættu við öðru
marki korteri fyrir leikslok og þar
við sat. Eyjamenn voru sjálfum sér
verstir í þessum leik og söknuðu
Jonathans Glenn sárlega.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson getur
spilað næsta leik fyrir félagið en
ennþá er óvíst með það hvenær
Glenn kemur til baka en lið hans er
að gera góða hluti í Gullbikarnum.
Næsti leikur ÍBV er gegn Fjölni á
heimavelli nk. sunnudag. Þar þýðir
ekkert annað en þrjú stig ætli liðið
ekki að vera í fallbaráttunni í
sumar.
Fótbolti | Pepsídeild Karla :: ÍA 3:1 ÍBV:
Dýrmæt stig í súginn
í botnbaráttunni
FH 11 7 3 1 25 - 12 24
KR 11 7 2 2 19 - 10 23
Breiðablik 11 6 4 1 18 - 8 22
Valur 11 6 3 2 22 - 14 21
Fjölnir 11 5 2 4 15 - 14 17
Stjarnan 11 4 3 4 13 - 14 15
Fylkir 11 3 5 3 13 - 14 14
ÍA 11 3 3 5 13 - 17 12
Leiknir R. 11 2 4 5 12 - 16 10
Víkingur R. 11 2 3 6 13 - 20 9
ÍBV 11 2 2 7 11 - 22 8
Keflavík 11 1 2 8 11 - 24 5
Pepsi-deild karla
Breiðablik 9 8 1 0 29 - 2 25
Stjarnan 9 7 0 2 24 - 6 21
Selfoss 9 5 2 2 17 - 9 17
ÍBV 10 5 1 4 22 - 14 16
Valur 8 5 0 3 17 - 16 15
Fylkir 9 4 1 4 16 - 17 13
Þór/KA 9 3 3 3 17 - 17 12
KR 9 1 3 5 8 - 21 6
Þróttur R. 9 0 2 7 1 - 25 2
Afturelding 9 0 1 8 4 - 28 1
Pepsi-deild kvenna
Frábær leikur Cloe Lacasse var eina ástæðan fyrir sigrinum gegn Þór/KA en hún fiskaði víti,
lagði upp mark og skoraði eitt.
Víðir Þorvarðarson skoraði sitt
þriðja mark í Pepsídeildinni í
sumar gegn Skagamönnum á
sunnudaginn.