Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2016, Blaðsíða 1
Námsvísir vorönn 2016 viska, f ræðslu - og s ímenntunarmiðstöð vestmannaeyja | s . 481-1950 | www.v iskave. is | v iska@eyjar. i s Námsleiðir Glímir þú eða barnið þitt við lestrarvanda eða lesblindu? viska kynnir hagnýtt námskeið fyrir lesblinda og aðra sem vilja læra að nýta helstu tækninýjungar við lestur, skrift og fleira. Á námskeiðinu kynnast þátttak- endur þeim rafrænu verkfærum sem í boði eru og öðlast öryggi og færni í notkun þeirra undir leiðsögn fagmanna varðandi lesblindu. Námskeiðið er sérlega hagnýtt og nýtist jafnt í starfi sem heima. Markmið nám- skeiðsins er að bæta námstækni, skrift, auka lestrar- hraða og lestrargetu þátttakenda. Fyrir hverja? Námskeiðið er fyrir alla sem hafa einhvern tölvugrunn en það er þó ekki skilyrði og geta þátttakendur jafnvel verið áhorfendur og þannig kynnst þeim verkfærum sem í boði eru. Þátttakendur mæta með eigin tölvu. Hvenær? Námskeiðið verður haldið í apríl og maí. Náms- og starfsráðgjöf áhugasömum býðst aðstoð við val á námi þeim að kostnaðarlausu hjá náms- og starfsráðgjafa. Verð kr. 12.000 Námið er styrkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Færni í ferðaþjónustu I Færni í ferðaþjónustu I er 60 kennslu- stundir og er henni skipt í þrjá 20 kennslustunda hluta. á vorönn er ætlunin að kenna 20 stundir og seinni hlutann í haust. srái menn sig til námsleiðarinnar er gert ráð fyrir þátttakendum í allan hlutann. Námið er ætlað starfsmönnum í ferða- þjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni. Fyrsti hluti námsins getur hentað fyrir nýliða eða sumarstarfsfólk. Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Í því felst að efla jákvæð viðhorf til starfsins, til eigin færni og til starfsgreinarinnar. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa betri for- sendur til að taka að sér flóknari verkefni, vera sjálfstæðir í starfi og færari um að bera ábyrgð á eigin símenntun. Má meta til allt að 5 eininga. Ætlað þeim sem starfa í ferðaþjónustu, eru 20 ára og eldri og hafa ekki lokið fram- haldsskóla. Leiðbeinendur: Ýmsir Verð: 12.000 kr. Námið er styrkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Raunfærnimat fyrir leiðbeinendur í leik- og grunnskóla og í þjónustugreinum Á vorönn mun Viska bjóða upp á raun- færnimat í þjónustugreinum. Þetta raunfærnimat er ætlað leiðbein- endum í leik- og grunnskólum og í heilbrigðisgeiranum, sem hafa náð 25 ára aldri og hafa 5 ára starfsreynslu. Frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Hvað er raunfærnimat? raunfærnimat gengur út á kortleggja færni sína og auka möguleika til að bæta við sig í námi eða annari uppbyggingu. margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu byggt upp umtalsverða færni, en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Raunfærnimarsferlið er eftirfarandi: 1. Þátttaka skilgreind og skimunarviðtal hjá náms- og starfsráðgjafa 2. Færnimappa- Öll reynsla skráð og fylgigögnum safnað í persónulega möppu 3. Sjálfsmat í þeim áföngum sem eru til mats- framkvæmt með gátlistum 4. matsviðtal- ákveðið hvaða áfangar fást metnir 5. samantekt með náms- og starfs- ráðgjafa. Í framhaldi af matinu er stefnt að því að bjóða upp á brúar og/eða brautarnám á haustönn. Nánari upplýsingar er að fá í Visku og kynningarfundur verður auglýstur síðar. Smiðja í gerð og eftir- vinnslu myndbanda Markhópur og markmið Markhópur smiðju eru þau sem 20 ára eða eldri, hafa ekki lokið framhaldsskóla og eru á vinnumarkaði • Í lotu I læri námsmenn með vinnu í mótuðu ferli með leiðbeiningum og verk- stjórn sem miðast við byrjendur í starfi. • Í lotu II læri námsmenn með því að vinna, samkvæmt verklýsingum nokkuð sjálfstætt, með leiðbeiningum og eftirliti sem miðast við nýliða á vinnustað. • Í lotu I verði áhersla á undirstöðu- þekk- ingu, leikni og hæfni fyrir byrjanda í starfi. Lota I leggi grunn að verkum sem eru unnin í lotu ii. • Í lotu II verði áhersla á að bæta við og festa í minni þekkingu sem fékkst í lotu i og auka leikni til að vera fær um að vinna sem nýliði, samkvæmt verklýs- ingum undir eftirliti. Leiðbeinandi: Sighvatur Jónsson marg- miðlunarmaður Hvar: í húsnæði visku að strandvegi 50 Hvenær: Fyrri hluti á vorönn 2016 og seinni hluti á haustönn 2016 Fjöldi: ekki færri en 10 þátttakendur. Lengd: 80 klukkustundir, skiptist á tvær annir Verð: 28.000 kr. starFsteNgt Nám Vinnubúðir um vendinám Þátttakendur fá sendar slóðir að kynn- ingum til að horfa/hlusta á með góðum fyrirvara. á námskeiðinu sjálfu verður byrjað á að vinna úr „heimavinnunni“ með umræðuhópum sem gera grein fyrir niður- stöðum sínum. síðari hluti námskeiðsins byggir á „praktiskum“ aðferðum fyrir kennara, s.s. ábendingar um hvað þurfi að gera í fyrstu skrefum endináms, undir- búningur kennara, nemenda og foreldra, samstarf kennara o.s.frv. Leiðbeinandi: sérfræðingar frá Keili Hvar: visku, strandvegi 50 Hvenær: Föstudaginn 15. apríl Fjöldi: Ekki færri en 10 þátttakendur. Lengd: 4 -5 klst. vinnustofa í framhaldi af fjarnámi Verð: 17.500 kr. Samskiptafærni fyrir fólk í ferðamennsku Námskeið með fjölmiðlakonunni sirrý þar sem fjallað er um örugga tjáningu, góð samskipti og að veita góða þjónustu fyrir fólk sem starfar í eða hyggur á störf í ferðaþjónustunni. Fyrirlestur og vinnustofa. Hagnýt ráð fyrir þá sem vilja skapa sér gott orðspor og laða til sín fleiri ánægða viðskiptavini. Umfjöllunin er: Framkoma og örugg tjáning fyrir fólk í ferðaþjónustu. 2-3 klst. námskeið þar sem tekin er fyrir gestamóttaka, góð þjónusta, örugg tjáning, hvað mynd gefum við af okkur og samskiptafærni. Hentar fólki sem er í ferðaþjónustu eða stefnir á það og vill geta komið fram af öryggi, tekið vel á móti fólki, veitt upplýsingar, sagt vel frá, haldið tölu, talað í hljóðnema, náð vel til fólks. Leiðbeinandi: Sirrý Arnardóttir félags- og fjölmiðlafræðingur Hvar: í húsnæði visku að strandvegi 50 Hvenær: mánudaginn 7. apríl Fjöldi: Ekki færri en 10 þátttakendur Lengd: 3-4 klst. Verð: 9.500 kr. Ferðaþjónustutengd enska Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa á hinum ýmsu stöðum og þurfa að eiga samskipti við fólk á ensku. Lögð er mest áhersla á uppbyggingu orðaforða, talæfingar, framburð og lítils háttar skrift og lestur. Unnið er í hópum, pörum eða hver fyrir sig. Verð: Kr. 24.000 Fjöldi: Lágmark 8 manns Kennari: sarah Jane Hamilton Tími: Hefst 1. mars Kennsla fer fram tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30-19:30 og endar 12. apríl tómstuNdir og listir Íslensku- og prjónanámskeið Viska ætlar að bjóða upp á 30 stunda íslenskunámskeið þar sem kennslan fer fram með því móti að prjónað er eftir íslenskum leiðbeiningum fyrst og fremst íslenskar prjónauppskriftir. Þátttakendur verða að hafa lokið námskeiðum 1 og 2 eða vera nokkuð vel talandi og lesandi á íslensku og hafa brennandi áhuga á hand- verki. Skráning í síma 481-1111 og 481-1950 eða á viska@eyjar.is Learning Icelandic and knitting – a 30 hour course Viska is offering a 30 hour course in Icelandic for foreigners which will be done through knitting, using instructions in Icelandic as well as Icelandic knitting cards. This course is only for those who have finished Icelandic for foreigners 1 and 2, or can speak and read Icelandic relatively well; plus love knitting! For registration and further inform- ation: T: 481-1111 and 481-1950 or viska@eyjar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.