Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2016, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2016, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. júní 2016 / / Bílar 5 Gunnar Þór Grétarsson: Toyotur, Daihatsu, Mözdur og tvo Chevrolet Hvernig er draumabíllinn þinn og af hverju ? -Ég myndi kaupa mér Volvo xc 90 jeppann, rosalega flottir bílar og þegar maður hefur sest upp í svona bíl þá veit maður hvað þeir eru flottir og þéttir og mikið í þeim, enda gæðamerki. Hvernig var fyrsti bílinn þinn og reyndist hann þér vel? -Hann var mjög góður. Toyota Corolla 1967 árgerð. Palli bróðir keypti hann fyrir mig. Hvað hefur þú átt marga bíla um ævina? -Þeir eru margir. Ég hef átt margar Toyotur, Daihatsu, fimm Mözdur, tvo Chevrolet impala, það sem maður var flottur á þeim bílum. Í fljótu bragði þá eru þetta á milli 20 og 30 bílar. Hvernig bíl keyrir þú á? -Ég keyri um á Nissan Pathfinder. Hvaða kostum leitar þú að í bílum þegar þú ert að kaupa þér bíl? -Gæðin númer eitt, tvö og þrjú og að bílinn líti vel út og sé vel með farinn. Nauðsynlegt að bíllinn sé í toppstandi. Íris Huld Gunnarsdóttir: Litla dúllan er Yaris Hvernig er draumabíllinn þinn og af hverju? -Ég myndi klárlega kaupa mér Mercedes Benz G.65 AMG það er sko alvöru. Hvernig var fyrsti bílinn þinn og reyndist hann þér vel? - Hann var eins og litla barnið mitt. Átti VW Golf GTI 05' árgerð. Mjög skemmtilegur bíll, „lookið“ klikkaði ekki og æðislegt að keyra hann. Hvað hefur þú átt marga bíla um ævina? - Ég hef nú ekki átt marga bíla enda enn svo ung. En þeir eru 5 með þeim sem ég keyri á í dag. Golf GTI , Ford F-150, Volvo S60, BMW X5 og Toyota Yaris Hvernig bíl keyrir þú á? - Ég keyri um á lítilli dúllu eins og er,Toyotu Yaris. Fínn innanbæjar og eyðir engu. Hvaða kostum leitar þú að í bílum þegar þú ert að kaupa þér bíl? - Það er náttúrlega útlitið, gæðin, vélastærð og hvernig ástandi hann er í. Finnst líka skipta máli hvernig hann er að innan og utan. Sigrún Agatha kallar ekki allt ömmu sína. Hún hefur verið á sjó í nokkur ár, er með meira- próf, lyf tarapróf og lærði bifvélavirkjun og hún star far við þá iðn í dag hjá Nethamar. Hún er þriggja barna móðir og maðurinn hennar er sjómaður. Áhugann á bílum fékk hún hjá afa sínum sem er bifvélavirki og segir að foreldrar hennar hafi alltaf sagt að hún gæti gert það sem hún vildi þegar hún væri orðin stór og hún hafi fylgt því. Hún blæs á þá mýtu að bílvélavirkjar og fleiri stör f séu bara fyrir karla, segir konur vel geta unnið þessa vinnu. Áhugann á bílum fékk Sigrún snemma en afi hennar sem hún var mikið hjá var bifvélavirki og gerði hún ekkert skemmtilegra á sínum yngri árum en að hanga á verkstæðinu hjá honum. „Hjá honum voru líka geymslur með fullt að gömlu dóti sem mátti róta í. Þannig að þar var hellingur af spennandi hlutum til að skoða og rannsaka,“ segir Sigrún Agatha. Fyrir um tíu árum síðan byrjaði Sigrún að læra bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla, þá 18 ára gömul og fékk strax starf hjá Ingvar Helgasyni meðfram námi. „Ég var mjög heppin með yfirmann sem lét mig alltaf vinna við það sem ég var að læra hverju sinni sem var mjög hjálplegt.“ En Sigrún kláraði reyndar ekki námið sitt. „Þegar tveir mánuðir voru eftir af náminu fluttu foreldrar mínir á Selfoss og ekki leið á löngu áður en ég fékk leið á að keyra á milli. Ég kom þrisvar sinnum að mjög alvar- legum slysum á leið minni á milli Reykjavíkur og Selfoss á mjög stuttum tíma og þetta fékk mig til að vilja hætta að keyra á milli á hverjum virkum degi.“ Byrjaði að vinna hjá Nethamar ófrísk af sínu fyrsta barni Þegar Sigrún flutti til Vestmanna- eyja fór hún í fyrstu á síldarvertíð í nokkra mánuði og þaðan á sjóinn og var til sjós í rúm þrjú ár eða þar til hún varð ófrísk af sínu fyrsta barni. „Þegar ég varð ólétt mátti ég ekki vera á sjó lengur og var að veltast með hvað ég ætti að fara gera, komin þrjá mánuði á leið. En viti menn Gaui (Guðjón Rögnvalds- son) ræður mig í vinnu með bumbuna út í loftið á bílaverk- stæðið. Ég er svo þakklát fyrir það og náði ég nokkrum mánuðum með þeim áður en barnið kom.“ Sigrún byrjaði svo aftur hjá þeim síðasta sumar og hélt svo áfram að vinna en með skóla, hún kláraði stúdentsprófið sitt um jólin síðustu. Hún ætlar sér að fara í háskólanám í haust og stefnir á að læra sálfræði. „Ég ætla sem sagt að fara úr því að gera við eitt út í að gera við annað, sem sagt úr bílum í fólk.“ Rafgeymarnir lifa stutt í Vest- mannaeyjum Sigrúnu líkar vel við fjölbreyti- leikann sem starfið býður uppá. „Það er aldrei sami dagurinn, þeir eru aldrei eins.“ Aðspurð segir Sigrún að hellingur hafi breyst á þessum árum sem hún hafi verið í þessu hvað varðar tækni. „Tölvu- kóðarnir segja þér jafnvel hvað er að bílnum og það er margt sem er hægt að laga í gegnum tölvurnar en við þurfum samt sem áður yfirleitt að fara með okkar verkfæri og laga það sem að er sjálf. Hérna byrjum við alltaf að athuga með rafgeyminn því í Vestmannaeyjum keyra allir svo stuttar vegalengdir og hafa bílinn í gangi í stuttan tíma í senn þannig í mörgum tilvikum er það geymirinn sem er ónýtur.“ Ánægð með strákana Bílaverkstæði eru yfirleitt bara karlavinnustaðir og aðspurð segir Sigrún það frábært að vinna bara með hinu kyninu. Sérstaklega hérna, allir svo vel uppaldnir hérna, en að öllu gríni slepptu þá er bara aldrei neitt bras né vesen á þeim. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig, menn mæta í vinnu, fara í kaffi og eru svo ekkert að pæla í hver eigi hvaða stól, þetta er frábær vinnustaður,“ segir Sigrún glottandi. Sigrún er einnig afar ánægð með yfirmenn sína og er skilningur hjá þeim, því það getur ýmislegt komið upp á stóru heimili en Sigrún á tvær dætur og einn stjúpson og maðurinn hennar er á sjó. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna og maður lætur þetta bara ganga upp.“ Alltaf gert það sem hana hefur langað til Sigrún pælir lítið í því hvað öðrum finnst. „Ég hef alltaf gert það sem mig langar til að gera og aldrei pælt í hvað öðrum finnst um það. Þakka ég það uppeldinu sem ég fékk. Það er ekki mitt mál ef öðrum finnst ákvarðanir mínar skrýtnar.“ Þessi vinna er ekki einungis fyrir karlmenn og geta konur vel sinnt henni að mati Sigrúnar, en talið berst samt sem áður líka að því að hún gæti ekki hugsað sér að vera á sjó eftir að stúlkurnar hennar fæddust. „Mér finnst samt sorglegt að heyra þegar stelpur sem eru að læra bifvélavirkjun eða vélstjórn eða hvað annað og fá ekki tækifæri hjá fyrirtækjum meðan þær eru í námi eða eftir nám. Því ef við fáum ekki tækifæri þá gefumst við upp og sama á við þegar málinu er snúið við.“ Sigrúnu finnst að fyrirtæki eigi að vera með opin augun fyrir báðum kynjum í þessu starfi því það séu örugglega fult af stelpum sem langi út í þessa iðn en mögulega taka ekki sénsinn. Sigrún Agatha fer ekki hefðbundnar leiðir :: Lærði bifvélavirkjun: Pæli lítið í því hvað öðrum finnst :: Hef alltaf gert það sem mig langar til :: Strákarnir á verkstæðinu vel upp aldir Sara Sjöfn Gret tiSdót tir sarasjofn@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.