Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Qupperneq 1
Eyjafréttir
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Vestmannaeyjum 29. mars 2017 :: 44. árg. :: 13. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá mörgum handboltaáhuga-
manninum, sem og öðrum íbúum
Vestmannaeyja, að mikil spenna ríkir
bæði í Olís-deild karla og kvenna.
Hjá kvennaliðinu er staðan sú að
liðið situr í fimmta sæti deildarinnar
þegar tvær umferðir eru eftir, tveimur
stigum á eftir Gróttu í fjórða sætinu.
Þarf ÍBV því að sigra Hauka næsta
laugardag og svo einmitt Gróttu í
lokaumferðinni, helgina eftir, til að
ná fjórða sætinu og komast þar af
leiðandi í úrslitakeppnina, ef gert er
ráð fyrir að Grótta sigri Fylki í næstu
umferð. Svo má ekki gleyma Val í
sjötta sætinu sem eru einu stigi frá
ÍBV og eru til alls líklegar.
Karlaliðið er í mun betri málum á
toppnum þegar tvær umferðir eru
eftir en þeir kjöldrógu Íslandsmeist-
ara Hauka á fimmtudaginn í uppgjöri
toppliðanna tveggja, lokastaða 40:23.
Staðan er þannig að ÍBV er á
toppnum með jafnmörg stig og
Haukar og FH en með tilliti til
innbyrðis viðureigna þessa liða eru
Eyjamenn með yfirhöndina.
Síðasti heimaleikur liðsins í
deildinni er í kvöld kl. 18:00 en þá
kemur Akureyri í heimsókn. Í
lokaumferðinni mæta þeir síðan
Valsmönnum sem hafa reynst þeim
erfiðir í vetur en sá leikur fer fram
næstkomandi þriðjudag.
Mikið undir í handboltanum á lokasprettinum:
Karlarnir eiga séns á deild-
armeistaratitli og konurnar
farmiða í úrslitakeppnina
:: Síðasti heimaleikurinn hjá strákunum í kvöld
Einar KriStinn HElgaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
Teddi hefur verið á miklu flugi.
Frá því fyrir miðja síðustu öld hafa Fiskiðjan og Ísfélagið sett svip sinn á miðbæ Vestmannaeyja og verið eitt af kennileitum þegar siglt er inn Vest-
mannaeyjahöfn. Þetta er nú að breytast því verið er að rífa eystra Fiskiðjuhúsið og Ísfélagið nema bogann sem snýr að Strandvegi og hluta hússins í
norður. Leif Magnús Grétarsson Thisland tók þessa skemmtilegu mynd á mánudaginn sem sýnir vel skarðið sem þarna er að verða til. Á meðan standa
yfir endurbætur á vestara Fiskiðjuhúsinu sem er að verða hið glæsilegasta. Vestan við Fiskiðjuna er Vigtarhúsið sem nú fær nýtt hlutverk. Er verið að
byggja ofan á það íbúðir og enn vestar er ætlunin að rísi hótel.
Náttúrulega
bara eyjapeyi
Viltu styrkja
stöðu þíNa? >> 13
söguleg
brúðkaupsferð >> 10 >> 8