Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.03.2017, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. mars 2017 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar garðarsson. prentvinna: landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Krónunni og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Nýlega færði Kvenfélagið Líkn Sjúkradeild HSU-Vestmannaeyjum veglega gjöf til endurnýjunar á eftirlitstækjum á sjúkradeild. Með þessum eftirlitsbúnaði er hægt að fylgjast með hjartslætti, blóðþrýst- ingi og súrefnismettun hjá sjúk- lingum, bæði rúmliggjandi en einnig fólki sem er á fótaferð. Mælingar birtast á skjá sem staðsettur er inni á vaktherbergi hjúkrunarfólks á sjúkradeild. Búnaðurinn sendir einnig viðvörun í vaktsíma hjúkrunarfræðings komi eitthvað óeðlilegt fram. Með þessum búnaði er hægt að fylgjast með fleiri sjúklingum, á stærra svæði og hjúkrunarfræðingur fær samstundis viðvörun komi eitthvað athugunarvert fram í mælingum. Verðmæti þessarar gjafar er 8.084.067 krónur. Það er mikilvægt fyrir íbúa í Vestmannaeyjum að viðeigandi tæki og búnaður sé til staðar þannig að hægt sé að veita sem besta og öruggasta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Árlega stendur félagið fyrir svonefndri Aprílsöfnun þar sem leitað er til fyrirtækja til fjáröflunar og er þá verið að safna fyrir ákveðnu tæki eða búnaði. Að auki hefur ágóði úr 1. des kaffisölu félagsins, sölu jólakorta og minningarkorta farið til viðbótar til tækjakaupa. Hefur Kvenfélagið notið mikillar velvildar og stuðn- ings fyrirtækja, og einstaklinga í Vestmannaeyjum sem hefur gert því kleift að sinna hlutverki sínu. Aprílsöfnun 2016 var tileinkuð kaupum á eftirlitstækjum á sjúkradeild HSU- Vestmannaeyjum og er áætlað að sá búnaður verði tilbúinn til notkunar á næstu vikum. Árið 2017 verður Aprílsöfnun Kvenfélagsins Líknar tileinkuð nýjum tækjum fyrir rannsóknar- stofu HSU-Vestmannaeyjum. Um er að ræða rannsóknartæki sem mæla hjartaensím og önnur efni sem myndast ef einstaklingur fær hjartaáfall eða blóðtappa. Eru þetta nauðsynlegar mælingar þegar um bráðaveikindi eru að ræða og mikilvæg til greiningar og til að ákveða meðferð sjúklinga. Að auki mælir tækið til dæmis skjaldkirtils- hormón, B-12, Ferritin og blöðruhálskirtilshormón. Það tæki sem til var er ónýtt. Komi til bráðaveikindi þar sem grunur er um hjartasjúkdóm eða blóðtappa er í dag notast við tæki þar sem hægt er að mæla grunngildi en er mjög dýrt í rekstri og óhentugt. Aðrar mælingar þarf að senda til Reykja- víkur. Verðmæti þessa tækis er um 4.000.000 krónur. Að venju mun kvenfélagið Líkn senda út bréf til fyrirtækja hér í bæ varðandi Aprílsöfnunina. Stuðningur bæjarbúa og félagsam- taka við Heilbrigðisstofnunina er ómetanlegur og óskar stofnunin eftir að koma fram þakklæti vegna þess. Kvenfélagið Líkn var stofnað 14. febrúar 1909 og hefur markmið félagsins frá upphafi verið að styðja við sjúkrahús og heilsugæslu í Vestmannaeyjum og aðrar stofnanir með gjöfum og tækjakaupum og einnig félagasamtök, einstaklinga og fjölskyldur sem á þurfa að halda. Samkvæmt reglugerð Samgöngu- stofu er aðeins lítið svæði á Heimaey þar sem leyfilegt er að fljúga drónum. Í reglugerðinni segir að óheimilt sé að fljúga drónum innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkum flugvallar án leyfis frá rekstraraðila flugvallarins. Ekki þarf sérstakt leyfi ef aðeins er flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans en óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu. Gildandi takmörk um fjarlægð frá áætlunarflugvöllum eru tveir kílómetrar og samkvæmt því er heimilt að fljúga dróna án sérstaks leyfis í Stórhöfða, vestur á fjalli og í Miðkletti og Ystakletti og austast á Nýjahrauni. Samgöngustofa hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegri umræðu um gerð reglna um dróna og fylgist vel með þeirri stefnumótun sem fer fram víðsvegar í heiminum. Drög að reglugerð um dróna, sem Sam- göngustofa undirbjó, hefur verið birt hjá innanríkisráðuneytinu, sem óskað hefur eftir umsögnum um hana. Reglur um notkun dróna takmarkar flug þeirra á Heimaey: Má ekki fljúga nær en tvo km frá flugvelli án leyfis Innan svæðisins merkt með rauðu hér á myndinni er óheimilt að fljúga drónum nema með leyfi frá rekstraraðila flugvallarins. Kvenfélagið Líkn gefur til Heilbrigðisstofnunar: Aprílsöfnun tileinkuð nýjum tækjum fyrir rannsóknarstofu Frá afhendingunni í síðustu viku. „Vertíðin var ein sú besta í áraraðir miðað við knappan tíma til að veiða kvótann,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Skipin okkar fóru af stað strax að loknu verkfalli þann 19. febrúar og var ljóst í byrjun að það þyrfti margt að ganga upp til þess að kvótinn myndi veiðast. Veiðin byrjaði strax vel með góðri veiði útaf Hornafirði og voru skipin að fá stærri köst en nokkru sinni fyrr. Margir skipstjórar þakka því að ekkert hafði verið trollað í loðnunni meðan hún gekk sína hefðbundnu leið. Svona gekk vertíðin í raun allt til enda, eða þegar síðasta skipið landaði afla sem veiddur var út af Látrarbjargi þann 22. mars.“ Samtals fiskuðu skip Ísfélagsins 38.736 tonn af loðnu og var Heimaey VE aflahæst íslenskra skipa á loðnuvertíðinni með 14.547 tonn. Álsey fiskaði 12.264 tonn og Sigurður 11.925 tonn. „Einnig voru unnin tæp 8000 tonn af öðrum skipum, þannig að í heildina vorum við að vinna um 47.000 tonn af loðnu á þessari vertíð. Við frystum á Asíumarkað rúm 3.000 tonn af loðnu og svo voru framleidd ca.3.700 tonn af hrognum, sem er mesta magn sem framleitt hefur verið hjá félaginu. Þessi vertíð gefur okkur góðar væntingar um að loðnustofninn sé sterkur og hrakspárnar frá haustleiðöngrum Hafró áttu ekki við rök að styðjast. Þetta segir okkur einfaldlega að það þarf að kosta meiru til í hafrann- sóknir ef við ætlum að ná meiri þekkingu á göngumynstri og stærð loðnustofnsins. Kannski er það óútreiknanlegt?“ segir Eyþór að lokum. Eyþór Harðarson gerir upp loðnuvertíð Ísfélagsins: Vertíðin ein sú besta í áraraðir :: Heimaey aflahæst á Íslandi með 14.547 tonn :: Hrakspár Hafró áttu ekki við rök að styðjast :: Þarf að kosta meiru til í hafrannsóknir Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.