Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Side 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017 Ragnheiður Rut Georgsdóttir er litríkur karakter sem vart þarf að kynna Eyjamönnum. Ragga Gogga eins og hún er kölluð er dóttir Hörpu Rútsdóttur og Georgs heitins Kristjánssonar í Klöpp. Ragga er myndlistarmað- ur, vinnur í skorpum og notar listina til þess að tjá tilfinningar sínar. Frá unga aldri hefur Ragga spáð í tilgang lífsins og hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni. Ég var aldrei dæmd ,,Ertu svöng, viltu eitthvað?“ spyr Ragga blaðamann þegar við hittumst í Bakarameistaranum í Suðurveri. Eftir veittar velgjörðir liggur leiðin upp á loft þar sem Ragga vinnur á skrifstofunni og er með vinnustofu ásamt Sissa bakarameistara. Þar málar hún myndir af himninum, sjónum og í seinni tíð af Eyjum, þegar andinn kemur yfir hana. Hver er Ragga Gogga? ,,Bara ósköp venjulegt tryppi,“ svarar Ragga og heldur áfram: ,,það þyrfti eiginlega að leyfa öðrum að svara þessari spurningu.“ Eftir smá umhugsun heldur hún þó áfram: ,,Ég er bara venjuleg. Ég lifi núna, áhyggjulaus, engan veginn gefin fyrir nöldur og tek aðeins þátt í gleðinni. Það er bara þannig. Ég er búin að stúdera sjálfa mig, þekki mína kosti og galla. Ég hrósa mér og tek mig í gegn ef þess er þörf og það hefur krafist mikils aga í gegnum árin.“ Ragga er ekki í vafa um að uppeldið hafi mótað hana. ,,Ég fékk mjög gott uppeldi og á foreldra sem fóru hárrétt að. Ég byrjaði að læra um réttlætiskenndina mjög ung og það var alltaf komið fram við mig eins og manneskju. Ég heyrði foreldra mína aldrei rífast. Ég kem ekki upp úr æskunni með eitthvað brostið inni í mér. Ég var aldrei dæmd, þegar eitthvað kom uppá eða ég gerði eitthvað af mér. Hlutirnir voru ræddir en svo var mér hrósað þegar ég átti það skilið.“ Alltaf verið gömul sál ,,Ég var mikil pabbastelpa og er lík honum í geðinu. Pabbi hafði mesta jafnaðargeð sem ég veit um. Hann kenndi mér margt og ég er enn að læra af honum og það gerði mamma einnig og gerir enn. Það var mjög erfitt þegar pabbi dó. Við fengum fimm til sex mánaða undirbúning en það felst þakklæti í því að fá að kveðja. Svo glímdi maður við sorgina í kjölfarið í eigin hugar- heimi í rauninni,“ segir Ragga alvarleg í bragði. ,,Í byrjun var þetta allt mjög óraunverulegt, af því að ég trúði alveg fram á síðasta dag að hann myndi sigra. Hann var bara þannig maður.“ ,,Ég tók þetta í móðu í byrjun, tjáði mig ekkert en vann mig smátt og smátt út úr þessu. Ég fór og keypti mér risastriga og upp frá því er ég búin að mála ógrynni. Ég málaði fallegan himinn, í fallegum litum eins og pabbi var og þannig byrjaði ég að mála. Það er honum að þakka en eðlilega hefur hann ekki séð eitt einasta málverk eftir mig. Ég vildi bara horfa á myndina, horfa á verkið og þarna var pabbi,“ segir Ragga með söknuði. ,,Ég hef alltaf verið gömul sál og var byrjuð að stúdera tilgang lífsins án þess að fara nokkurn tímann í depurð. Ég var farin að spá mjög ung í tilganginum sem hlýtur að vera einhver. Þegar pabbi dó fór ég að meta litlu hlutina í lífinu miklu meira, ég þarf ekki mikið. Eftir að pabbi dó þá lifi ég í núinu. Það er ekkert sem stuðar mig úr fortíðinni og ég kvíði engu varðandi fram- tíðina.“ Fáum handrit í hendur ,,Ég er ekkert að spá í það hvort ég eignist mann eða börn, hund eða bústað, ég bara lifi í dag,“ segir Ragga nokkuð ákveðið. ,,Jú, jú, ég hugsa fram í næstu viku, en framtíðin kemur bara í ljós. Þannig er ég algjörlega áhyggjulaus í núinu og mér finnst það æðislegt. Við vitum aldrei hvað bankar upp á og ef eitthvað gerist þá tekst ég á við það eins skynsamlega og ég get.“ Spurð hvort hún sé trúuð svarar Ragga: ,,Ég er pínu forlagatrúar, það sem á að gerast, gerist. Ég trúi á fyrri líf, ég hef lesið mikið og stúderað andleg málefni. Uppá- haldsbókin mín er Mörg líf, hef lesið hana margoft. Ég trúi því að það sé eitthvað meira þarna en bara það að fæðast og deyja. Ég held að það sé tilgangur með öllum áföllum og við séum alltaf að þroska sálina. Ég held satt að segja líka að við séum alltaf að þvælast með sama fólkinu, gera upp skuldir við aðra eða fá borgað til baka, kannski hljómar þetta ruglað,“ segir Ragga hugsi. ,,Það er kannski fyrirfram ákveðið hvað við ætlum að reyna að takast á við áður en við fæðumst til að auka þroskastig sálarinnar. En við fáum frjálsar hendur innan marka. Við höfum nefnilega alltaf val. Auðvitað veit þetta enginn en þetta eru djúpar pælingar og ég útiloka ekkert.“ Litir sem innihalda tilfinningar Æska Röggu í Eyjum var góð og þaðan á hún á yndislegar minningar. ,,Ég er stoltur Eyjamaður og reyni að fara eins mikið til Eyja og ég get. Þar á ég fjölskyldu og fullt af vinum.Vinir mínir og fjölskylda eru það dýrmætasta sem ég á, engin vísindi á bakvið það,“ segir Ragga með væntumþykju í röddinni. ,,Ég gæti vel hugsað mér að flytja aftur til Eyja en hér er ég núna og hef ekki hugmynd hvort ég fari til baka.“ ,,Það er auðvelt að sjá í verkunum mínum að þau eru tengd Eyjum, ég er alltaf að hugsa heim. Ég mála fullt af eyjum en ekki eins og eyjarnar eru í raun en hugsunin er eyjarnar okkar. Ég bý til og blanda mína eigin liti sem innihalda tilfinningar. Í nýjasta málverkinu mínu er rauður litur sem búinn er til úr fjórum litum,“ segir Ragga. ,,Fólk sér kannski blátt málverk en sér ekki að það eru jafnvel átta litir í þessum bláa lit. Gömlurnar Ragga og Sæbjörg Logadóttir eru æskuvinkonur og hafa brallað margt saman. Þær eru báðar með frjótt ímyndunarafl að sögn Röggu. Þær eru nánast jafn gamlar, fæddar með tveggja daga millibili og búnar að vera vinkonur frá fimm ára aldri. Þær vöktu athygli þegar þær tóku upp á því að klæða sig eins og gamlar konur og setja myndir af gömlunum eins og þær kölluðu sig á fésbókina. Í framhaldinu gáfu þær út dagatal með myndum af gömlunum og gátu með hjálp og styrk ýmissa fyrirtækja afhent Krabbavörn í Eyjum tæplega 600.000 kr. Þær gáfu svo félagi Krabbameinssjúkra barna og Krabbameinsfélagi Íslands restina af dagatölunum til að selja. ,,Sæbjörg er jákvæðnin uppmáluð og hvorug okkar tekur þátt í dramtík eða neikvæðni.Við höfum mjög svipað lífsviðhorf, höfum gengið í gegnum svipað sorgarferli og brallað ótrúlega skemmtilega hluti saman. Gömlurnar fæddust þegar Sæbjörg gisti hjá mér eina helgi.Við fórum ekki á djammið eins og við hefðum mögulega gert. Sæbjörg var eitthvað lasin og lágum við uppi í rúmi eins og við værum áttræðar. Við hentum því mynd af okkur inn á facebook með risastórar bækur í náttfötum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, það var gert mikið grín að okkur, enda sjaldan rólegheit þegar við hittumst.“ Í frásögn Röggu fer ekki á milli mála hversu gaman vinkonurnar höfðu af uppátækinu. ,,Við fórum að spá í hversu heppnar við værum að fá að eldast. Við ákváðum því að svara fyrir okkur með því að klæða okkur upp sem gamlar konur í ýmsum aðstæðum og setja myndirnar á facebook. Þetta var allt gert með gleði og sól í hjarta. Það kemur ekki við okkur þó gömlurnar, hugarfóstur Röggu og Sæbjargar Logadóttur. Ragga sólarmegin í lífinu við eitt málverka sinna á vinnustofunni. (Ljósmynd Guðrún Erlingsdóttir) Í fallegum litum eins og pabbi var Guðrún ErLinGSdÓTTir frettir@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.