Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Page 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017
einhver haldi að þetta sé athyglis-
sýki“.
Shakespeare toppurinn
Sæbjörg og Ragga létu til sín taka í
Leikfélagi Vestmannaeyja. Ragga
segir „toppinn“ hafa verið þegar
þær vinkonurnar léku í Ofviðrinu
eftir Shakespeare. ,,Ég lék Miröndu
en Sæbjörg Ariel álf. Þetta var mjög
þungt verk. Við vorum ungar og
hlógum mikið af öllum skrýtnu
orðunum en við gerðum þetta eins
vel og við gátum. Ég þurfti að
hlaupa í gegnum allan salinn
hrópandi faðir minn, já maður var
þorinn á þessum tíma,“ segir Ragga
sem engu hefur gleymt. Áreynslu-
laust rennur texti Shakespeare frá
henni ,,Faðir minn hafi kyngikraftur
kallað á brimsins gný þá hastið á
hann ...“.
Myndlistarsýningar Röggu eru tíu
talsins. ,,Ég hef verið með tvær
sýningar í Eyjum. Sú fyrri var á
þrítugsafmælinu mínu en sú síðari
ásamt Bjartmari vini mínum
Guðlaugs á goslokahátíð 2014. Ég
er ekki að mála bara til að mála,
það kemur eitthvað yfir mig sem
kallast listagyðja eða -andi. Ég er
bara komin með pensilinn í hönd og
ég myndi lýsa þessu eins og
nokkurs konar maníu án sjúkdóms-
ins. Ég áorka rosalega miklu og er
fókúseruð. Eftir á er svo bara
eðlileg þreyta eftir mikla törn en að
hafa komið tilfinningunum frá mér
á strigann er stórkostleg.“
Ragga heldur áfram að útskýra
listsköpun sína. ,,Ég upplifi svo
mikið af litum í höfðinu á mér og
ég upplifi tilfinningar í litum. Ég
hef alltaf verið frekar lokuð á það
sem tengist mér persónulega en
opin á annan hátt. Ég hef tamið
hugann þannig að ég vinn úr öllu
jafn óðum og tengi allar upplifanir
við tónlist. Ég áttaði mig ekki á því
hvernig ég hefði getað auðveldað
mér hlutina fyrr ég fór að mála
himininn fyrir pabba. Ég fann
léttinn og í staðinn fyrir að pína mig
í að tala þá tjáði ég mig með litum.“
Listin er andleg
,,Ég fæddist greinlega með þessa
liti. Ég veit nákvæmlega hvaða
litum ég þarf að blanda saman til að
fá akkurat litinn minn. Suma litina
sé ég ekki einu sinni í náttúrunni en
kann að búa þá til. Æ, það er erfitt
að útskýra þetta. Ég hafði aldrei
málað fyrr en ég keypti þennan
stóra striga. Ég er engin teiknari, ég
er málari. Ég hef engan áhuga á að
gera þetta að starfi enda get ég bara
málað þegar kallið kemur. Ég gæti
ekki málað ef þetta færi að snúast
um kvöð og peninga, þá er
tilfinningin farin og hún er ástæðan.
Þetta snýst ekki um neitt annað en
að losa tilfinningar.“
Hefur Ragga lært eitthvað í
myndlist? ,,Ég tók eina önn, ég
mátti ekki mála landslag. Mér var
sagt að gera eitthvað nýtt sem ég og
reyndi. Ég málaði epli og það tóku
allir andköf þegar þeir sáu það,
enginn hafði séð jafn ljótt epli á
ævinni,“ segir Ragga alvarleg. ,,Að
mínu mati hefur listin ekkert með
menntun að gera, hún kemur innan
frá, hún er andleg. En þú getur alltaf
sótt þér þekkingu og tækni með því
að fara í skóla. Hvort ég eigi eftir
að læra meira hef ég ekki hugmynd
um. Ég er búin að þróa minn stíl og
er sátt við hann. Það eina sem ég
þarf að koma frá mér eru litirnir.“
Féll niður af Hánni
Ragga hefur alla tíð verið hraust og
með sterkan líkama. Hún þufti þó
óvænt að fara í stóra aðgerð á baki í
fyrra til þess að koma í veg fyrir
lömun. Mænan var klemmd á
þremur stöðum og það var enginn
mænuvökvi þar sem klemmurnar
voru. Ragga tekur skýrt fram að
hún sé ekki meiri nagli en hver
annar og finnst veikindin sem hún
lenti í ekki vera meira en hjá
hverjum öðrum.“
,, Ég datt sem barn niður af Hánni.
Var að klifra með Sæbjörgu sem
horfði á eftir mér hrapa niður. Við
vorum sex ára og vorum alltaf að
klifra upp í einhvern helli. Við
máttum að sjálfsögðu ekki vera
þarna en börn í Eyjum voru svo
frjáls. Við fórum ofar og ofar þar til
við tókum eftir því að húsin fyrir
neðan okkur voru öll pínulítil og
við áttum í vandræðum með að
komast niður. Ég man ekki eftir
fallinu en ég datt sem betur fer í
einhverja sandgryfju sem snýr að
Spröngunni.“
Ragga var flutt með hraði á
sjúkrahús mikið skorin í andliti,
með heilahristing og mikil uppköst.
,,Ég var mynduð fyrir ofan brjóst og
eðlilega einblíndu læknarnir á
höfðuðáverka. Ég kvartaði aldrei
um bakverk. Þegar ég kom heim af
spítalanum gáfu mamma og pabbi
mér hjól með rósakörfu. Ég átti í
erfiðleikum með jafnvægið til að
byrja með og datt alltaf af hjólinu á
hliðina. Það gerðist líka þegar ég
sat. Ég var ekki lengi á spítalanum
en var viðloðandi hann vegna
uppkasta tengdum heilahristingn-
um. Ég hef aldrei verið bakveik,
spilaði fótbolta og tók þátt í öllu
sem ég vildi.“
Hefði getað endað í hjólastól
,,Það fá flestir verk í mjóbakið eða
þreytu. Ég fór að fá bakverki en
ekki mjög alvarlega að mér fannst.
Ég fór til kíropraktos í átta mánuði
sem leiðrétti hryggskekkju sem ég
hafði áunnið mér með annarri
líkamsbeitingu eftir fallið. Í ljós
kom svo eldgamalt bakbrot, mjög
sennilega eftir fallið. Ég var hjá
nuddara og öðrum heilusnudd-
meistara sem bæði notaði á mig
nálar og teipaði mig alla. Ég hélt
bara að líkaminn væri að aðlaga sig
og sá ástandið ekki í réttu ljósi,“
segir Ragga og virðist hissa á eigin
viðbrögðum.
,,Ég gerði ekkert meira fyrr en
Begga yfirmaðurinn minn skipaði
mér að hringja í lækni. Ég grét af
sársauka sem var engan veginn
eðlilegt og gat stundum ekki
gengið. Ég hringdi í heimilislækni
minn sem sendi mig í röntgen og
þaðan beint í segulómum. Hlutirnir
gerðust hratt í kjölfarið og ég var
komin í bráðaaðgerð stuttu seinna.
Mænuvökvinn var þornaður upp á
ákveðnum stöðum og ef ekkert
hefði verið að gert hefði ég getað
endað í hjólastól. Það var mikill
sársauki sem fylgdi þegar mænu-
vökvinn komst þar sem áður voru
hindranir.“
,,Mamma var kletturinn minn í
þessu verkefni. Ég veit hún tók
þetta nærri sér þó að ég hafi búið
yfir stóískri ró yfir þessu öllu
saman. Hún mætti í bæinn og sá um
Rögguna sína. Ég þurfti stundum að
minna hana á að ég væri orðin 39
ára. Ég náði mér á stuttum tíma eftir
aðgerðina. Ég var með tvö mein í
bakinu, annað er búið að laga en
mjóbakið er illa farið. Það verður
að koma í ljós hvernig og hvenær
verður unnið með það. Ég finn ekki
mikið til en ég viðurkenni það núna
að verkirnir fyrir aðgerð voru mjög
miklir.“
Aldrei hunsa verki
Ragga hefur þurft að aðlaga sig að
breyttum aðstæðum. ,,Ég get gert
allt sem ég þarf að gera í dag. Ég
gat staðið í 12 til 14 tíma samfellt
og málað. Þegar ég málaði í fyrsta
sinn eftir aðgerðina kom í ljós að ég
varð að breyta um aðferð. Ég þarf
að hvíla mig vel og mörgum sinnum
á milli. Nú tek ég mér pásur og held
svo áfram, það stoppar samt ekki
flæðið.“
Nú verður Ragga alvarleg og segir
með þunga: ,,Ég er búin að læra að
hlusta á líkamann og ég mun aldrei
hunsa verki aftur. Ég lærði mína
lexíu og hafði gott af því. Það á að
taka á hlutunum og það er ólíkt mér
að treysta ekki eigin tilfinningu. Ég
hlusta á og tek rökum en varðandi
bakið hlustaði ég ekki. Ég er alveg
búin að skamma mig fyrir þetta en
líka fyrirgefa.“
Gæran er vinalaus
Gæran er karakter sem Ragga
skapaði til gamans á snapchat
,,Gæran er snarbiluð. Hún er ekki
alveg farin, hún kemur stundum
þegar það eru landsleikir. Gæran er
sjúk í fótboltamenn,“ segir Ragga
með sérstökum gærusvip. ,,Mér
finnst gaman að ímynda mér týpur.
Gæran er vinalaus en telur sér og
öðrum trú um að hún sé alltaf með
fræga fólkinu og allir sé að eltast
við hana. Algjör firra auðvitað.”
Ragga heldur áfram: ,,Sýndar-
mennsku lít ég á sem minnimáttar-
kennd. Ég er búin að stúdera
mannlegt eðli frá því ég man eftir
mér. Gæran upphefur sjálfa sig
vegna minnimáttarkenndar og
reynir þannig að fylla upp í
tómarúmið. Það er ekki sátt fólk
sem rótar í annarra manna görðum í
leit að arfa. Af hverju leitar það
ekki að arfa í sínum garði?“
Ragga telur að lífsýn hennar
mótist af viðhorfum foreldra
hennar. ,,Ég heyrði pabba aldrei
hallmæla nokkrum manni. Það var
ekki neikvætt tal á mínu æsku-
heimili né garg, öskur eða blótsyrði.
Það veitti mér lífsgleði. Uppeldi
hefur gríðarlega mikið að segja, að
alast upp á jákvæðu heimili er
blessun og gott veganesti. Við
mótuðumst af góðu og jákvæðu
umhverfi. Okkur var kennt að rétt
skal vera rétt og við áttum að standa
á okkar en alltaf að vera sanngjörn.
Það þarf tilfinningar í uppeldi, ekki
leiðbeiningar úr bókum.“
Ef ég kynnist manni
með fimm börn
,,Lífsmottóið mitt er að lifa í núinu,
njóta og leyfa hlutunum að gerast.
Allir hafa væntingar en við megum
ekki ganga of langt. Við eigum fyrst
og fremst að vera heiðarleg
gagnvart sjálfum okkur og öðrum.
Þú þarft að elska sjálfan þig svo þú
sért fær um að elska aðra. Að næra
sjálfið og hrósa því er besta gjöfin
sem maður gefur sjálfum sér.“
,,Ég er einhleyp og hef enga þörf
fyrir að leita mér að maka en ef ég
hitti einhvern þá bara gerist það.
Það sama á við um barneignir sem
ég er margspurð um. Ég elska börn
og á systkinabörn sem ég dýrka,
elska og dekra í döðlur. Ég hef
aldrei spáð í það að nú þurfi ég að
fara að eignast barn eða hvað þau
ættu að vera mörg. Ekki það að mig
langi ekki í barn. Ef ég eignast barn
þá gerist það. Ef ekki þá mun ég
aldrei gráta það. Ef ég kynnist
manni sem á fimm börn þá er það
ekki neinn „pakki“ heldur bónus.“
Ragga heldur áfram af eldmóði:
,,Það eru margir staðsettir í boxum
og römmum sem halda að lífið
snúist um að ná sér í maka,
barneignir, menntun og húsnæði.
Það er ekki fyrir mig og þess vegna
er ég ekki að sýta eitthvað sem á
kannski ekki að vera. Ég er
hamingjusöm og hef engar reglur
nema að taka ekki þátt í nei-
kvæðni.“
,,Lífið er núna, njótið“
Áfram heldur Ragga að ausa úr
viskubrunni sínum. ,,Það glíma allir
við eitthvað. Það má aldrei gera
lítið úr erfiðleikum annarra. Við
eigum að sýna samkennd af
einlægni. Við erum missterk og
eigum að taka tillit til þeirra sem
standa höllum fæti.Við fæðumst öll
með einhverjar náðargjafir og öll
erum við með bresti. Spurningin er
bara hvort og hvernig við nýtum
það sem við höfum.“
,,Við höfum alltaf val og jákvæðni
skipar stóran sess. Það hafa allir
gott af því að fara í sjálfsskoðun
reglulega og sofna ekki á verðinum
gagnvart sjálfinu. Ég geri það og fer
mildari höndum um sjálfa mig en
áður fyrir vikið.“
Að lokum biður Ragga að heilsa
öllum Eyjamönnum og óskar þeim
góðs gengis í lífsins amstri. Hún
hlakkar til að kíkja heim og er með
ein skilaboð að lokum: ,,Lífið er
núna, njótið.“
Ragga og fjölskyldan. Helga Björk (systir) og Eyþór (mágur) með synina Kristján Ægi, Þórð Ými og
Benedikt Þór. Harpa Rútsdóttir (móðir), Kiddi (bróðir) með Öldu (mágkonu) og sonur þeirra Bjarni Rúnar.
Á myndina vantar georg Þór, eldri son Kidda og Lilju (systur), Halla (mág) og dóttur þeirra Amy.
,,gæran“ á jólunum heima hjá mömmu.
Lífsmottóið mitt er
að lifa í núinu, njóta
og leyfa hlutunum
að gerast. Allir hafa
væntingar en við
megum ekki ganga
of langt. Við eigum
fyrst og fremst að
vera heiðarleg
gagnvart sjálfum
okkur og öðrum. Þú
þarft að elska sjálfan
þig svo þú sért fær
um að elska aðra.
Að næra sjálfið og
hrósa því er besta
gjöfin sem maður
gefur sjálfum sér.
”