Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 19.06.1998, Blaðsíða 7
I r SKESSUHOBK FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 _______________________________7 Frjáls áskrift Til að treysta grundvöll áframhaldandi útgáfu héraðsfréttablaðs á Vesturlandi fer Skessuhorn - Pésinn nú af stað með svokallaða "FRJÁLSA ÁSKRIFT". Hér er um að ræða aðferð til að styrkja rekstrargrundvöll blaðsins. Blaðið verður áfram sent til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi, Kjalarnesi, Kjós og víðar, líkt og verið hefur. Einu sinni í mánuði verður sendur með blaðinu innborgunarseðill sem hljóðar upp á 450 krónur. Við óskum um leið eftir því að þeir íbúar sem vilja stuðla að áframhaldandi útgáfu Skessuhorns - Pésans, greiði þessa upphæð einu sinni í mánuði. Þetta er þó að sjálf- sögðu öllum frjálst að ákveða. Eigendur Skessuhorns-Pésans fóru af stað með útgáfuna fullir bjartsýni um að ef gott fréttablað yrði gefið út á Vesturlandi, þá kæmi það til með að lifa, svo lengi sem það væri GOTT. Gott fréttablað krefst hins vegar nægra tekna til að halda úti nægu starfsliði, greiða því laun, prenta blaðið, dreifa því og greiða önnur tilfallandi gjöld. Eigendur Skessuhorns - Pésans eru enn fullir bjartsýni. Við teljum að blaðið eigi fullan rétt á sér, en leggjum nú í dóm lesenda þá fullyrðingu. Viðbrögð við blaðinu sl. 18. vikur hafa þó verið það jákvæð að tilefni gefur til áframhaldandi vissu um að það muni lifa. Við treystum á stuðning ykkar gegn loforði okkar um að við ætlum áfram, nú sem hingað til, að standa okkur eins vel og við getum við útgáfuna. Þrátt fyrir að útgáfa héraðsfréttablaða á Vesturlandi hafi verið þyrnum stráð undanfarin ár og áratugi, viljum við sem að Skessuhorni - Pésanum stöndum sýna það og sanna að eitt gott fréttablað á að geta lifað með samstilltu átaki ailra hagsmunaaðila. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki að "fara á hausinn" eins og það er kallað á nú- tímamáli. Við viljum hins vegar reyna að fyrirbyggja meðlagsgreiðslur með afkvæminu. Útgáfan fór af stað með hugsjónina eina að vopni en ekki gróðavon. Hins vegar hefur á síðastliðnum 18 vikum tekist að skapa 4 - 5 ný störf á Vesturlandi og um leið lífsviðurværi fyrir jafnmargar fjöl- skyldur. v Nú er framtíð blaðsins í þínum höndum lesandi góður! Með fyrirfram þökk C^GF'yíSÖkS Starfsmenn og jafnframt eigendur Skessuhorns ehf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.