Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.06.1998, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 JáiSsúnuh. Ungmennafélag Reykdæla 90 ára í upphafi þessarar aldar og frelsis- barátta Islendinga að hefjast voru mörg ungmennafélög stofnuð. Það má segja að með ungmennafélögun- um hafi vaknað mikil þjóðemishreyf- ing og þau tóku virkan þátt í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Við teljum gjaman að vagga ungmennafélags- hreyfmgarinnar sé á Akureyri. Árið 1906 var fyrsta ungmennafélag á ís- landi stofnað en ungmennafélögin vom stofnuð að norskri fyrirmynd. Það var sumardaginn fyrsta árið 1908 sem fyrsta ungmennafélag í Borgarfjarðarhéraði var stofnað. Þann dag kom rúmlega tuttugu manna hópur saman í Deildartungu og stofnaði Ungmennafélag Reyk- dæla, það ár bar sumardaginn fyrsta upp á 23. apríl. 1 hugum margra fé- laga innan Ungmennafélags Reyk- dæla er sumardagurinn fyrsti talinn afmælisdagur félagsins. A þessu ári em liðin 90 ár frá stofnun þess. Stofnfélagamir höfðu háleit markmið og störfuðu eftir þeim og við sem höfum lifað og starfað í Reykholts- dalnum höfum fengið að njóta af- rakstursins og byggt ofan á þann gmnn sem lagður var á öndverðri öldinni. Sumardagurinn fyrsti ætti því að vera nokkurskonar þjóðhátíð- ardagur Reykdælinga, því með stofn- un Ungmennafélags Reykdæla var stigið mikið gæfuspor í félags-, menningar- og fþróttahfi sveitarinn- ar. Félagið hefur gengið í gegnum sætt og súrt á þessum 90 áram, það hafa komið öldudalir og öldutoppar en ávallt hefur félagið og félagsheim- ilið Logaland verið akkerið í menn- ingarlífi sveitarinnar og ég er þess fullviss að svo verður hér eftir sem hingað til. Það er óhætt að fullyrða að lífið hefði verið fátæklegra í sveitinni ef ungmennafélagsins hefði ekki not- ið við, það er því félögum sem og öðmm sem búa í Reykholtsdalnum nauðsyn að hlúa vel að félaginu. Starf félagsins hefur breyst mikið á þessum 90 ámm sem liðin eru frá stofnun þess, eins og við er að búast, þó að markmið þess að auðga og bæta mannlíf í sveitinni sé ávallt meiginmarkmið félagsins. Á fyrstu ámnum var mikil rækt lögð við um- ræðufundi og var það snar þáttm í starfsemi félagsins, því miður er þessi þáttur starfseminnar liðinn und- ir lok en á þó fullan rétt á sér í dag. Nú er haldinn aðalfundur samkvæmt lögum félagsins þar em mál afgreidd og stjóm og nefndir skila sínum árs- skýrslum. Það má telja til undantekn- inga ef boðað er til félagsfundar nema ef mjög brýnt málefni þarfnast úrlausnar. Skógrækt hófst snemma og hefur verið snar þáttur í starfsemi ungmennafélaganna og er Ung- mennafélag Reykdæla þar enginn eftirbátur. I dag er glæsilegur skóg- arreitur við Logaland sem ber vott um þann áhuga sem félagar hafa sýnt ræktun landsins. Ekki er hægt að fjalla um starf félagsins án þess að minnast á Logaland félagsheimili Ungmennafélags Reykdæla, en fljót- lega eftir stofnun félagsins var hafinn undirbúningur að byggingu félags- heimilis og var fyrst fundað í húsinu árið 1909 eða um 15 mánuðum eftir stofnun félagsins. Logaland hefur tekið miklum breytingum allt fram á þennan dag og ávallt þjónað félaginu og öðmm íbúum vel til hvers konar félagsstarfs. I Logalandi hafa verið færð upp fjölmörg leikrit en ekki er til fjöldi á þeim það ég best veit, því miður. Mörg þessara verka hafa krafist fjölda fólks bæði á sviði sem og við hin ýmsu störf að tjaldabaki og félag- ar hafa ávallt verið reiðubúnir til að leggja á sig ómælda vinnu við upp- setningu á leikritum. Þessi þáttur starfseminnar hefur verið hvað fyrir- ferðamestur og glæsilegastur á und- angengnum áratugum og ávallt hefur verið vel að verki staðið. Félagið má vera stolt af þessum þætti starfsemi sinnar. Leikstarfið er mjög gefandi fyrir þá sem að því koma og vil ég þakka fýrir að hafa fengið að taka þátt í leikstarfinu sem hefur reynst mér gott veganesti á lífsleiðinni. Ungmennafélag Reykdæla hefur átt fjölmargt glæsilegt íþróttafólk sem haldið hefur merki félagsins á lofti og einnig merki UMSB í keppni utan héraðs svo sem á Landsmótum UMFÍ. Á ámm áður vom Reykdælir sigursælir á héraðsmótum UMSB, þó í dag sé þar við ramman reip að draga. Eins og í flestum sveitum landsins hefur fólki farið fækkandi hér. Það er von mín að það sjái fyrir endann á þeirri þróun og takast megi að snúa þróuninni við, sveitunum í hag. Margt af besta íþróttafólki landsins hefur hlotið sitt íþróttaupp- eldi í ungmennafélögum út um land og er Ungmennafélag Reykdæla þar enginn eftirbátur ég nefni því til sönnunar Einar Vilhjálmsson spjót- kastara sem lengi keppti fyrir Ung- mennafélag Reykdæla. Á þjóðhátíðardegi íslendinga 17. júní ætlar félagið að minnast þessara tfmamóta með samkomu og hátíðar- dagskrá í og við Logaland. Það fer vel á því að minnast afmælisins á þjóðhátíðardaginn, því eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar tóku ungmennafélögin virkan þátt í frels- isbaráttunni. Eg heyrði viðtal í vetur við góðan ungmennafélaga og vin minn að norðan. Hann var spurður hver væri harðasti keppinautur ung- mennafélaganna, hann svaraði að bragði: Það em fjölmiðlamir. Spyrj- andinn varð undrandi og bað um skýringar. Svarið var að í dag flytja fjölmiðlar alla íþrótta- og menningar- viðburði heim í stofu til okkar svo að fólk finnur ekki þörf hjá sér til að mæta á viðburði sem slíka og bíður eftir þeim heima í stofu. Við skulum hafa það í huga að við eigum keppi- nauta og skulum sýna þeim að við eigum í fullu tré við þá og efla okkar starf. Það er von mín að Ungmenna- félag Reykdæla eflist og dafni á ó- komnum ámm og félagar sýni því þá rækt sem það á skilið. Við skulum á þessum tímamótum minnast þess hve margt félagið hefur gefið okkur og gert fyrir okkur, því án svo góðs ung- mennafélags má engin sveit vera. Því miður getum við hjónin ekki tekið þátt að þessu sinni í afmælis- fagnaði félagsins, en fyrir hönd okk- ar og Ungmennafélags Islands óska ég félaginu allra heilla í tilefni 90 ára afmælisins og blessunar, gæfu og gengis á ókomnum ámm. Þórir Jónsson formaður Ungmennafélags íslands Steypa - Gai'ðasandur - Fín möl - Gróf möl - Grús - Vörubílar - Traktorsgraía - Pínulítil grafa - Jarðborar - Brotíleygar - Steinsagir - Jarðvegsskipti - Innkeyrslur - Garðveggir og margt fleira Höfðaseli 4 - Akranesi - Sími 431 1144 ÞORGEIR & HELGI Öll tilmenn pípulagningcivinna UWé PÍPULAGNIR Heimir Björgvinsson Símar 431 1615,896 0188 Magni Ragnarsson Símar 431 1453, 896 0184 Fax: 431 4666 Öll almenn málningarvinna Háþrýstiþvottur-Sprunguviðgerðir- Sílanböðun-Sandspörtlun. Málningarverktakar. Híbýlamálun Garðars Jónssonar sími 431 2646 og 896 2356 Til leigu ný vinnulyfta meö 13m vinnuhæð. Einnig til leigu háþrýstidæla með 320 bara þrýsting. Lyftu- og dæluleiga Rúnars Gunnarssonar Einigrund 4 - 300 Akranes - Sími: 431 2839 og 897 5184 STEINS0GUN SIMAR: KJARNAB0RUN 434 7883 STÍFLUL0SUN 854 5883 RÖRAMYNDUN GÚSTAF REYNIÐ VIÐSKIPTIN JÖKULL • BátometVingo' I .ftuglystnBotnerVinsot 1 . tAerVingot ó Iteto'n'1 . SVittageiö • GóttmetVingat SKILTAfMIÐJA L DISU I ^PV Þórdís Sveinsdóttir ; Esjubraut 43, Akranesi S 431 3877 431 3777 & 899 1557 TAMNINGASTÖÐIN ÁRÞAL * Tamningar • Þjálfun • Umboðssala BJÖRN H. EINARSSON, NEÐRI - HREPP • SÍMAR 899 6131 & 437 0054 B.O.B. SF. - VINNUVELA f ♦ Traktorsgrafa ♦ Loftpressa ♦ Lítil beltagrafa ,; Björn Björnsson Ólafur Björnsson Heimasíml 431 2043 Heimasími 431 2985 GSM 896 0172 GSM 894 5671 SMÁ-AUGLÝSINGAR LEIGUMARKAÐUR TÖLVUR OG HLJÓMTÆKI Bændur, hestamenn tún til leigu í Reykholtsdal. Uppl. S: 487 5164 Hákon. Óska eftir að taka litla íbúð á leigu í Borgarnesi uppl. S:899 7594 (Ásta Sigga). Til leigu á Akranesi 4. herb. blokkar íbúð. Uppl. S: 431 1989 eða 431 2429. Óska eftir að taka 2-3 herb. íbúð til leigu á Akranesi. Uppl. S: 431 1082. Óska eftir að taka á leigu 2ja - 3ja herbergja íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 431 1072 eftir kl. V- Óskast leigt, u.þ.b. 140 fm. einbýiishús, eða fimm her- bergja íbúð óskast til leigu á Akranesi frá 1. júlí, eða fyrr. Uppl. í síma 451 3368. Til leigu í Borgarnesi, for- stofuherbergi fyrir reyklausan einstakling. Uppl. í síma 437 1522._______________________ TIL SÖLU Til sölu góður 9. vetra reið- hestur verð 180-200.000. Til greina koma skipti á bíl. Uppl. S 431 1075 milli kl. 8-17. og 431 3530 milli 18 og 22. Til sölu girðingastaurar úr rekavið. Uppl. gefa Hallsteinn og Jenný í S: 435 6740. Vil komast í samband við manneskju sem getur sniðið á mig upphlut. Uppl. í síma 431 2146. FYRIR BÖRN Til sölu 24“ telpnafjallahjól á 8.000. Uppl. í síma 431 3050 (Vera). Öska eftir að kaupa útirólur og lítið tví- eða þríhjól. Uppl. í síma431 1668. HÚSBÚNAÐUR Til sölu vatnsrúm 180 cm á breidd úr gegnheilli furu uppl. S 437 1903 Til sölu tvíbreiður svefnsófi uppl. S: 437 2342 Til sölu tvær springdýnur, breidd beggja saman 150, lengd 200. Tvær undirdýnur, 75x200. Einnig til sölu tvíbreið- ur svefnsófi og fjórir brúnir eld- hússtólar. Uppl. í síma 431 1865 eftirkl. 17. Til sölu gestarúm sem hægt er að leggja saman. Uppl. í síma 435 1424. HEIMILISTÆKI Til sölu 310 Itr. frystikista og ísskápur stærð 113x55 uppl S: 437 2342 Til sölu nyyfirfarinn geislaspil- ari. Uppl. í síma 437 1171. BÍLAR; HJÓL OG VAGNAR Til sölu Monsa Classic SE árg 88. Uppl. S: 437 0016. Bíll til sölu. Mercedes Bens 230 E '84. Ekinn aðeins 168.000 km. Sjálfskiptur, Topp- lúga, álfelgur. Góður og vel með farin bíll. Uppl. S: 431 1858. Tjaldvagn óskast. Óska eftir vel með förnum tjaldvagni. Ekki með áföstu fortjaldi. Verð hug- mynd kr. 50- 100.000,- Uppl. S: 581 2187 eða 899 2755. Til sölu Masda 626 GLX 2000 árg. '86. Ekinn 230.000 km. Annar fylgir með í varahluti. Verð 180.000. Uppl. S: 433 8908. Til sölu hestakerra tekur 2 hesta. Dráttartengd múgavél, lyftutengd múgavél, dráttarvél Case 485 X árg '88. Uppl. S: 467 1136, 467 1041 og 467 1027 á kvöldin. Til sölu hvítur MMC Galant GLSi árg. 1993, ek. 138 þús. ssk., rafm. í öllu, samlæsingar, spoler. Verð 1.100.000. Uppl. í síma 431 4850 (Sæmundur). DÝRAHALD Til sölu 3 snemmbærar kvígur og 1 kálflaus. Uppl. gefa Hall- steinn og Jenný í S: 435 6740 ATVINNA ÓSKAST Halló, halló, mig vantar vinnu í sumar. Ég er fjórtán ára stelpa sem nauðsynlega vantar vinnu í sumar, helst á Akranesi eða í Innri-Akranesihrepp. Ég get passað börn á aldrinum 0 til eins og hálfs árs, er með RKÍ námskeið. Svo get ég gert ým- islegt fleira. Ég mundi helst vilja vinna eftir hádegi. Uppl. í síma 431 3434 (Gunnur). Þrettán ára stelpa óskar eftir að fá að passa börn, er vön og með RKÍ námskeið. Uppl. í síma 431 4550. ATVINNA í BOÐI Óska eftir 14 til 15 ára stelpu í sveit í sumar. Barna pössun, úti og inni störf. Uppl. S: 431 2561 Norsk fjölskylda með 3 börn, er búa í nágrenni við Osló óska eftir að ráJa aupair frá 1. ágúst n.k. Uppl. gefur Anna í S. 438 6506. ^ ^MÉÉMÍI ■ 'jp"i— • **'ÉBB'"' Félagsheimilið Brautartunaa Lausar helgar í ágúst! Tilvalið fyrir ættarmót og fleira Sundlaug og íþróttavöllur á staðnum. Upplýsingar í s: 435 1446

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.