Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.1998, Qupperneq 2

Skessuhorn - 01.10.1998, Qupperneq 2
FIMMTUDÁGUR 1. ÓKTÓBER Í998 skessöhöékt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi er á Suðurgötu 62, sími 431 4222 fax 431 2261 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og biaðamaður: Arinbjörn Kúld, sími 899 6165 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Arinbjörn Kúld, Akranesi, sími 431 4222 Prófarkaiestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 9:00 -16:30 Skrifstofan aðSuðurgötu 62áAkranesi eropin mán.&þri: kl. 09-18, mið: 9-12, fi.&fö: 13-15. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðínu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum . Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Einræktuð brú Fyrr í sumar var byijað á viðgerð á öldruðu samgöngumann- virld í landnámi Skallagríms að Borg. Eftir því sem ég skildi best stóð til að lappa aðeins upp á gömlu brúna yfir sundið þar sem Skallagrímur heitinn banaði ambáttinni Brák á sínum tíma. Ég er nú þannig gerður að ég kemst við af innri fögnuði í hvert sinn sem eitthvað er iireyft við samgöngubótum hér á Vesturlandi en það er reyndar ekki oft sem ég þarf að þurrka gleðitár af hvörmum mér af þeim sökum. Fyrir nokkmm ámm var deilt um hvemig tengingin við Brákarey skildi vera úr garði gjörð. Þrír kostir vom í boði: Ný brú, viðgerð á þeirri gömlu eða uppfylling í sundið. Það er skemmst frá því að segja að allir kostimir vom valdir. Aður en hafist var handa við viðgerð á gömlu brúnni var fyllt upp í Brákarsundið. Þessi vegfylling hefur þann góða kost að þaðan er hið ágætasta útsýni yfír athafnasvæði brúarviðgerðarmanna og einmitt þaðan hugðist ég fylgjast með því þegar fyllt væri upp í spmngur og undirstöður styrktar. Ég tek það reyndar fram að ég er ekki ýkja fróður um brúarviðgerðir, né lagfær- ingar yfirleitt. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að fylgjast með þegar brúin var rifín niður stein fyrir stein í nafni upp- byggingar og nú er svo komið að elcki em eftir nema fáeinar völur af þeim sem Finnbogi Rútur brúarsmiður og hans menn komu þama fyrir árið 1929. Ég bið lesendur að dæma mig ekki hart fyrir fáviskuna í þetta sinnið. Misskilningur minn var einfaldlega í því fólginn að ég sem venjulegur sveitamaður hafði ekld minnsta gmn um það að brúarviðgerðir fælust í þvi að rífa brúna og byggja aðra alveg eins í staðin eða með öðmm orðum að einrækta mann- virkið. Ég er svosem ekkert að agnúast út í það þótt gamla Brákar- sundsbrúin eignist afkvæmi. Ég hafði ekkert á móti þeirri gömlu og ég hef enga ástæðu til að ætla að dóttirin verði neitt síðri. Ég á hinsvegar erfitt að sjá í réttu ljósi tilganginn með því að rífa gömlu brúna og byggja nýja eftir sömu teikning- unni og kalla það varðveislu fomminja. Það má kannsld halda því fram að verið sé að byggja nýjar fomminjar þar sem farið er eftir teilmingu á skinnhandriti en gamla brúin er farin og sú sem kemur í staðinn Wýtur að vera ný. Ég hef alltaf verið frekar hlyimtur því að áfram yrði brú yfír sundið en ekki yrði hrúgað meira af grjóti yfir hana Brák, blessaða, þar sem hún liggur þama á botninum. Afturámóti hélt ég að brúarhönnun hefði þróast eitthvað á þeim ámm sem liðin em frá því Finnbogi Rútur Þorvaldsson byggði brúna yfir Brákarsund. Ég hélt að það væri hreinlega úr tísku að byggja brýr sem lægju aðeins í aðra áttina. Flestar, ef ekki allar brýr sem byggðar hafa verið á undanfömum árum em tvíbreiðar enda hafa orðið allmörg alvarleg slys og jafnvel banaslys á einbreiðum brúm. Ekki veit ég hvursu mikið sparast með því að nota gömlu teikningamar hans Finnboga en ég dreg það í efa að það hefði verið mikill kostnaðarauki að rissa upp nýja. Ég óska þess af heilum hug að hin einræktaða brú eigi eftir að þjóna héraðinu vel og dyggilega allt þar til hún verður rif- in og byggð önnur eins! Gísli Einarsson brúfrœðingur Gísli Einarsson, ritstjóri. Ljósleiðari í Gmndarfjörð og Hólminn Flokkur frá Vinnuvélum Pálma á Saubárkróki var a& Ijúka lagningu Ijósleib- arans frá Stykkishólmi til Grundarfjar&ar í sí&ustu viku. Hér er verið a& grafa strenginn í vegfyllinguna yfir Hraunsfjörb. í sumar hefur verið unnið að lagn- ingu ljósleiðaralínu frá Stykkishólmi til Grundarfjarðar og einnig frá Gröf í Öxl en að Gröf liggur ljósleiðarinn frá Reykjavík. Fyrir tveimur árum var ljósleiðarinn lagður frá Öxl til Ólafsvíkur en eftir er að leggja frá Gröf til Stykkishólms en þangað til verður notast við örbylgjusamband við Búðardal. Það eru vinnuvélar Pálma á Sauðárkróki sem séð hafa um framkvæmdimar í sumar og að sögn Friðriks Pálmasonar verkstjóra hafa framkvæmdirnar gengið vel. Verkið hefur tekið um tvo og hálfan mánuð en strengurinn er ýmist plægður eða grafinn ofan í jörðina. Aðeins er eftir að plægja strenginn í botn Kolgrafarfjarðar en ljósleiðara- deild landsímans mun sjá um þá framkvæmd. Að sögn Leifs Ingólfssonar hjá Landsímanum í Stykkishólmi gerir ljósleiðarinn Gmndfirðingum kleift að sjá sjónvarpsstöðvamar Sýn og Stöð tvö nú þegar tengingum yrði lokið en aðalbreytingin verður þegar búið er að leggja svokallaðan Covax streng eða breiðband í hvert hús í Stykkishólmi og Grundarfirði. Það gefur fólki kost á fleiri sjónvarpsrás- um og möguleikanum á gagnvirku Leifur Ingólfsson hjá Landsímanum vi& steinsögun í Stykkishólmi í sí&- ustu viku. sjónvarpi. Leifur sagði að Covax strengurinn yrði lagður í hús í Stykk- ishólmi samhliða heimtaugum hita- veitunnar á næsta ári og væntanlega yrði sama fyrirkomulag í Gmndar- firði þegar hitaveita yrði lögð þar. Leifur sagðist vænta þess að lagn- ingu ljósleiðara á Snæfellsnes myndi ljúka á næsta ári með kaflanum frá Gröf að Stykkishólmi yfir Vatna- heiði. Byggt vi& Fjölbraut í haust er unnið að byggingu við- byggingar við Fjölbrautarskóla Vest- urlands á Akranesi. Nýja byggingin sem er 350 m2 að flatarmáli mun hýsa fjórar skólastofur og tvær geymslur. Undir byggingunni er skriðkjallari fyrir lagnir í stofumar en þær eru ætlaðar fyrir tölvu- kennslu. Það er trésmiðjan Kjölur á Akranesi sem byggir en veggeining- amar koma frá Loftorku í Borgar- nesi. Ætlunin er að húsið verði fok- helt í lok október. Smi&irnir Magnús Magnússon og Davíb Kristjánsson vi& vinnu sína í vi&- byggingu Fjölbrautarskólans sl. fimmtudag. Snæfellsbær meö pöbbakvöld Bæjarstjóm Snæfellsbæjar hefur verið að leita leiða til að auka nýt- ingu á félagsheimilunum í sveitarfé- laginu. Að sögn bæjarritara er fyrir- hugað að gera tilraun með svokölluð „pöbbakvöld“ í félagsheimilinu Röst á Hellissandi næstu mánuðina. Pöbbakvöldin verða tvisvar í mánuði og það fyrsta þann 17. október. „Við emrn að reyna að auka nýtinguna á félagsheimilinu Klifi og Röst. Það er nokkuð erfiður rekstur á félagsheim- ilunum. Klif er stórt og dýrt hús en tvímælalaust fullkomnasta félags- heimili á Vesturlandi," sagði Lilja Ólafsdóttir bæjarritari. Hún sagði að meðal annars væri unnið að því að fá leikhópa eða aðra listamenn til að koma vestur með áhugaverð verk. Þess má geta að laugardagskvöldið 10. oktober verður haldin fegurðar- samkeppni karla á Vesturlandi í Klifi en undanfarin ár hafa allar keppnir af því tagi farið fram í Klifi. G.E. Endurbætur á Röst Endurbætur á félagsheimilinu Röst á Hellissandi em í undirbún- ingi. Að sögn Lilju Ólafsdóttur bæjarritara Snæfellsbæjar þarfnast húsið mikils viðhalds og verður það tekið í áföngum. Fyrirhugað er að bjóða út klæðningu á tveimur hliðum hússins í fyrsta áfanga og verður það gert nú í haust. Félags- heimilið Röst er á tveimur hæðum og em aðalskrifstofur Snæfells- bæjar á efri hæðinni en samkomu- salur á þeirri neðri. G.E. Skíma frá gömlu hreppunum Þessa dagana er verið að koma fyrir ljósastaurum við hvem bæ í fyrrnm Álftanes- og Borgarhreppi. Einnig em sett skilti með viðkom- andi bæjamafni við hvem af- leggjara. Þessar framkvæmdir munu hafa verið inni í sameining- arsamningnum á stnum tíma. G.E. Vest-Norden Níu fyrir- tæki af Vesturlandi tóku þátt í hinni árlegu ferðakaup- stefnu Vest- Norden sem fram fór í Reykjavík að þessu sinni. Fyrir- tækin voru Eyjaferðir. Snjófell. Ferðaskrif- stofa Vesturlands, Hótel Borgar- nes, Hótel Reykholt, Ferðaþjónust- an Húsafelli, Mountain Taxi og Langjökull hf. Að sögn Sigríðar Theodórsdóttur atvinnuráðgjafa gekk kynningtn vel og var almenn ánægja hjá þátttakendunum. Sig- ríður útbjó möppu fyrir Vest-Nor- den með upplýsingum um alla ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi sem áhuga höfðu á að vera með. Sigríður sagði að það hefði mælst vel fyrir hjá gestum á kaupstefn- unni og hefðu þeir lýst ánægju sinni með að fá upplýsingar um allt Vesturland á einum stað. Sagði Sigríður að það sýndi og sannaði gildi þess að ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi stæðu saman. G.E. Flugbraut vib Akranes Á fundi bæjarráðs Akraness þann 17. september sl. var sam- þykkt tillaga frá skipulagsnefnd bæjarins þess efnis að hugað verði að staðsetningu flugbrautar við næstu endurskoðun aðalskipulags. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara er komin tillaga frá flugmálastjórn um að staðsetja brautina austan spennistöðvarinnar og sunnan við innkeyrsluna í bæ- inn. G.E. Belti í skóla- akstri Bömin í Varmalandsskóla fara nú spennt á hveijum degi til og frá skóla. Sæmundur sérleyfishafi sem sér um akstur við skólann lauk ný- verið við að setja öryggisbelti í alla 6 skólabílana sem hann notar við aksturinn. Framtak sem þetta er til fyrirmyndar og ætti að vera skylda í öllum langferðabflum að farþegar noti bílbelti.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.