Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.1998, Side 2

Skessuhorn - 05.11.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 jntssinuK. glSSUHÖEK VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi er á Suðurgötu 62, sími 431 4222 fax 431 2261 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arínbjörn Kúld, sími 899 6165 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Arinbjörn Kúld, Akranesi, sími 431 4222 Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrífstofa blaðsins er opin alia virka daga frá kl. 9:00 -16:30 Skrifstofan að Suðurgötu 62 á Akranesi er opin mán.&þri: kl. 09-18, mið: 9-12, fi.& fö: 13-15. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánudögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum . Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 6.000 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Cuðrún Reykhóla. Björk Arinbjörn Kúld Glebi- leg jól Gleðileg jól lesandi góður og ég biðst císli Einarsson, velvirðingar á því hve jólakveðjur mínar ritstjóri. eru seint á ferðinni. Reyndar er það svo að allur minn jólaund- irbúningur er á síðustu stundu í þetta skiptið. Ég er ekki byrj- aður að baka til jólanna, ekki búinn pressa jólabuxumar og jólarjúpan er ennþá flögrandi einhversstaðar uppi í hlíð. Þetta er náttúrulega til skammar ég get einfaldlega viðurkennt það. Það em ekki nema tæpir tveir mánuðir til jóla og margar vikur síðan auglýsingatímar útvarps og sjónvarps byijuðu í fullri hógværð að minna mig á að hátíð ljóss og friðar væri nánast gengin í garð. Það er þó ekki fyrr en núna loksins að ég er að átta mig á því að ég er um það bil að missa af jólunum þegar ég átta mig á að þeir jólasveinar sem þegar em komnir til byggða skipta orðið tugum. Ég verð að öllum hkindum jólakett- inum að bráð og ekki meira um það að segja. Ég mæti mínum örlögum með jólabros á vör. Hinsvegar má spyrja sig að því hvort það sé í anda jólanna að teygja aðventuna fram á sumar. Ekki er svo ýkja langt síðan að desember var talinn nægja sem jólamánuður og þótti nokk- uð rausnarlegt. Þá þóttu jólin kærkomin tilbreyting í hvers- dagslegu amstri en í seinni tíð geta þau ekki talist mikil til- breyting þar sem þau standa fast að því hálft árið. Ég get svo sem alveg unnt þeim sem hafa gaman af jólun- um að njóta þeirra aðeins lengur með því að teygja á þeim. Ég get líka vel skihð að kaupmenn sem margir hverjir byggja af- komu sína á jólunum að stórum hluta, vilji ná eins miklu út úr þeim og hægt er. Það breytir því þó ekki að hægt er að útjaska sjálfri jólahátíðinni þannig að hún verði hversdagsleg og jafn- vel leiðinleg. Að sjálfsögðu er það skynsamleg hagfræði hjá hinni hagsýnu húsmóður að dreifa jólainnkaupunum á lengri tíma og ekki vil ég spilla því. Það er þó hægt að hefja leikinn í kyrrþey. Ég treysti mér til dæmis alveg til þess að hekla jóladúkana án þess að yfirgnæfa lóukvakið með mínu Heimsumbóli. Jólalögin sem glymja í útvarpi hálft árið eru farin að valda hroðalegustu geðsveiflum þegar líður nærri jólum. Það endar jafnvel með því að tilhlökkunin eftir jólunum er farin að snúast um það að losna við þetta gaul úr eyrunum. Jólaskrautið er fyr- ir löngu orðið rykfalhð, jólakökumar famar að láta verulega á sjá og jólasveinamir einn og áttíu og átta orðnir fótfúnir af sí- felldu rölti á milli stórmarkaða. Það má vissulega deila um hvort jólagjafir og annar viðbún- aður sem tilheyrir jólunum er ekki genginn út í öfgar. Ekki ætla ég þó að skipta mér af því hvað hver og einn setur í jóla- pakkana. Ég bið þess eins að fá frið fýrir jólasveinum, jólalög- um, jólaköttum, grýlum og leppalúðum fram eftir hausti. Ég hugsa til þess með hryllingi þegar jólasveinar verðaorðn- ir hluti af hátíðahöldunum á 17. júní en þess verður væntan- lega ekki langt að bíða ef svo fer sem horfir. Ekki gripiö til niburskurbarabgerba Segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness Gísli Einarsson, jólasveinn. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar kom fram að allt stefnir í að rekstur bæjarsjóðs fari um fimmtíu milljónir fram úr áætlun á þessu ári. Þar munar mestu um launahækkanir umfram það sem á- ætlað var og að rekstur GÁMU hefur farið fram úr áætlunum. ,Miðað við rekstramiðurstöðu síð- ustu ára þá hef ég við framlagningu ársreikninga og fjárhagsáætlunar get- ið þess að skuldaaukning gangi ekki nema til skamms tíma og að menn verði að sætta sig við að reka sveitarfé- lagið og fara í framkvæmdir innan þess fjárhagsramma sem tekjumar setja okkur,“ sagði Grsli Gíslason bæjarstjóri í samtali við Skessuhom. „í sjálfu sér er ekkert sem bendir til annars en að sveitar- félagið ráði ágæt- lega við skuldbind- ingar sínar og láns- traust sveitarfélags- ins er mjög gott enda em lán okkar nú til langs tíma og á mjög góðum kjör- um. Þá er að geta þess að þegar skuld- bindingar kaupstað- arins em upp taldar þá em þar á meðal framkvæmdasamn- ingar sem gerðir hafa verið á síðustu árum og lrfeyris- skuldbindingar, en misjafnt er hvað sveitarfélög færa liði af þessu tagi.“ Niðurgreiba lán Að sögn Gísla verður ekki gripið til sérstakra niðurskurðaraðgerða nú, en sú stefnubreyting verður varðandi fjárhagsáærtlun næsta árs að stefnt verður að niðurgreiðslu lána að ein- hverju leyti. „Meginmálið er að snúa af braut skuldasöfnunar og fram- kvæma fyrir það fjármagn sem er til. Því miður fer það fjármagn minnk- andi hjá flestum sveitarfélögum vegna aukins reksturs, en vonandi batnandi þjónustu," sagði Gísli að lokum. G.E Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness. Skoöa bflakaup Verið er að skoða möguleika á end- urnýjun slökkvibílaflota Akraness að sögn Grsla Gíslasonar bæjarstjóra. „Það er ljóst að Akraneskaupstaður þarf að huga alvarlega að endumýjun á slökkvibflaflota sínum meðal ann- ars vegna Hvalfjarðarganganna og aukinna umsvifa á Grundartanga. Ég á þó ekki von á að til bflakaupa komi á næsta ári en hafa verður þó í huga að ef Eignarhaldsfélag Bmnabótafé- lagsins fer í stór innkaup á bflum og nær verði þeirra niður þá kann það að verða álitlegt,“ sagði Gísli. G.E. Uppsagnir leikskólafólks Um síðustu mánaðamót sögðu tíu faglærðir starfsmenn leikskólanna á Akranesi upp störfum. Samkvæmt heimildum blaðsins er ástæða upp- sagnanna óánægja með kaup og kjör. „Uppsagnirnar komu mönnum talsvert á óvart,“ sagði Gísh Gíslason bæjarstjóri Akraness í samtali við: Skessuhorn. „Bæjarstjórn hefur á liðnum missemm gert ýmislegt til að bæta kjör og aðstöðu stafsfólks leik- skólanna og vill halda áfram á þeirri braut að bæta starf þeirra. Starfsfólk leikskólanna hefur unnið mjög gott starf á liðnum ámm í mjög góðri sátt við foreldra og bæjaryfirvöld og margar nýjungar hafa húð dagsins ljós,“ sagði Gísli. Hann sagði að við- ræður stæðu yfir við umrædda aðila og kvaðst vonast til að það leystist sem fyrst. Skessuhom hafði samband við Anneyju Ágústsdóttur einn hinna tíu starfsmanna en hún kvaðst ekki vildu tjá sig um málið á þessu stigi. G.E. Akraselshúsib flutt Gæsluvallarhúsið á leikskólan- um Akraseli á Akranesi hefur feng- ið nýtt hlutverk og verður í framtíð- inni staðsett á svæðinu við Kalm- ansvelli á fyrirhuguðu tjaldsvæði. Eins og kunnugt er var starfsemi leikskólans Akrasels hætt á haust- dögum þegar hinn nýi leikskóli Teigasel var opnaður og því ekki lengur not fyrir húsið á þeim stað. Vel sóttur fræbslufundur hjá Þroskahjálp Laugardaginn 10. október sl. hélt Þroskahjálp á Vesturlandi op- inn fræðslufund í Hymunni, Borg- amesi. Fræðsluerindi héldu þau Magnús Þorgrímsson fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi, Svala Hreinsdóttir félagsráðgjafi Svæðisskrifstofu og Anna Einars- dóttir forstöðumaður skammtfma- vistunar á Vesturlandi. Var fundur- inn vel sóttur og höfðu menn á orði að þetta væri með betri fundarsókn hjá félaginu og merki þess að al- mennur áhugi væri að vakna á mál- efnum fatlaðra. En helstu áhyggjur manna um þessar mundir væm af yæntanleg- um flutningi á málefnum fadaðra ffá ríki til sveitarfélaga. Góðir gest- ir komu úr Reykjavík og fræddu fúndarmenn um áherslur á málefn- um fatlaðra í Reykjavík. Höfðu gestimir á orði eftir erindi starf- manna Svæðisskrifstou að þjónusta við fatlaða væri það góð hér á Vest- urlandi að þeim langaði helst að flytja í landshlutann! Það vakti at- hygli fundargesta að einu sveitar- stjómarmenn sem á fundinum vom komu frá Borgarbyggð og menn veltu því fyrir sér eftir fúndinn hvort aðrir sveitarstjórnarmenn hefðu ekki áhuga á málefninu! Loks kvöddu fulltrúar Borgar- byggðar sem á fundinum vom sér hljóðs og þökkuðu fyrir fróðleg og upplýsandi erindi og tóku undir á- hyggjur manna hvað varðar vænt- anlegan flutning á málefnum fatl- aðra og töldu tímabært að fara ræða málin af einhverri alvöra því tím- inn styttist óðum. A. Kúld Niburgreiba fargjöld Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum að mæla með því við bæjarstjóm að greidd yrði niður fargjöld nemenda sem stunda framhaldsnám á höfúðborgarsvæð- inu um 15%. Skilyrði fyrir afslætt- inum er meðal annars það að um sé að ræða nám sem ekki er unnt að stunda á Akranesi og að miðað er við almenningssamgöngur milli Akraness og Reykjavíkur. Mælt er með því að reglumar taki gildi um áramót. Tilgangurinn með niður- greiðslunum er að auðvelda náms- fólki að búa áfram á Akranesi þótt það þurfi að sækja nám til Reykja- víkur. G.E. UDN 80 ára Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga varð 80 ára þann 24. maí síðastliðinn. Þessara tímamóta verður minnst í Dalabúð í Búðardal laugardaginn 7. nóvemer næstkomandi. Þann sama dag verð ur ráðstefna í Dalabúð á vegum UDN sem ber yfirskriftina „íþrótt- ir og æskulýðsstarf gegn vímu“.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.