Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.1998, Page 10

Skessuhorn - 05.11.1998, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 SI2ESSUHOSM -Aðalfundur- Framsóknarfélags Mýrarsýslu verður haldinn mánudaginn 9. nóvember n.k. kl. 21.00 í Framsóknarhúsinu Brákarbraut 1, Borgamesi 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Magnús Stefánsson alþingismaður 3. Kosning fulltrúa á 25. flokksþing framsóknarflokksins 20. til 22. nóvember n.k. 4. Bæjarstjómarmál í Borgarbyggð 5. Kjördæmisþing 14. nóvember n.k. 6. Önnurmál ^ Stjomm Konur ath! SiáCfstyrfyngarHÓMtsWð fyrir %OM*r vcrðut AaCdið | fð. OQ /4r. HÓvcHiGcr h.%. í safhaðarfieitHÍCi SorgarMs- | | fyrflÍH á vcqmh Borgarfjarðarprófastsdœmis. * o UppCýsinqar og sfyáhihQ Ajá Marít* Jóhh í Síma ‘tðl IðSð eða ‘tð? /78ð. K_________________PRÓFASTURy Aðalfundur félags ungra Framsóknar- manna á Snæfellsnesi verður haldinn mánudagsköldið 9. nóvember kl. 21.00 í húsi Framsóknarfélags Snæfellsbæjar. Kirkjutúni 2. Ólafsvík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Upplýsingar í síma 438-6979 og 435-6726 Léttar veitingar í boði. Um nashyminga og vegamál Skepna lifir á gresjum Afríku sem nashymingur nefnist, mikil og öflug. Sá er háttur nashymingsins er hann bregður geði, að taka á rás. Lítur hann þá hvorki til hægri né vinstri heldur hleypur á hvað sem fyrir verður uns örendið þrýtur eða björg stöðva hann. Önnur dýr merkurinnar, sem þekkja háttu nashymingsins vita sinn kost bestan að víkja úr vegi og þola með umburðarlyndi þau spjöll sem iðulega verða af hlaupunum. Nú hafa þau tíðindi orðið hér á Vest- urlandi að þingmenn kjördæmisins, að því er virðist allir sem einn, hafa tekið upp þessa sérkennilegu háttu nashymingsins. Tilefnið er hin kunnu og umdeildu vegamál í Borgarfuði um vegkaflann milli Flóku og Klepp- sjámsreykja. Nú þegar Jón Kjartans- son bóndi á Stóra-Kroppi, höfuðpaur deilunnar, hefur ákveðið að draga sig í hlé og ónáða ekki Borgfirðinga fram- ar, hafa þingmenn kjördæmisins hert enn sprettinn á þeirri leið, sem Jón bóndi stýrði þeim inn á í upphafi málsins. Að hætti nashymingsins líta þeir hvorki til hægri né vinstri heldur halda áfram kröfum Jóns með enn róttækari hætti en hann sjálfur gerði. Nú vilja þeir hætta við nýja vegagað á svæðinu og láta malbika gamla veg- inn. Það er auðvitað afltaf spaugilegt þegar virðulegir menn og konur hlaupa á sig, ekki síst þegar það er gert í halarófu. Hlutskipti þingmanna okkar er hins vegar miklu frekar sorglegt. Ekki er alveg auðvelt að sjá eftir hverju Jón bóndi á Stóra-Kroppi var að sækjast í málinu. Trúlegast hefur hann fyrst og fremst viljað tryggja sér eins góðar skaðabætur og unnt var fyrir land það er til stóð að taka undir hinn nýja veg. Aræðanlega hefur honum komið á óvart hve auð- sveipir þingmenn og ráðherrar vom í höndum hans, og málið ef til vill komist úr böndunum af þeim sökum. Hvað sem þeim vangaveltum líður sitja Borgfirðingar uppi með plataða þingmenn, sem ekki virðist unnt að koma viti fyrir. Rétt er að rifja upp nokkur höfuð- atriði: Það er yfirgnæfandi meirihluti fyr- ir neðri leiðinni í Borgarfirði. Sá fram- boðslisti í nýju sveitarfélagi sunnan Hvítár, sem barðist fyrir þeirri leið, fékk u.þ.b. tvo þriðju hluta atkvæða í síðustu sveitarstjómarkosningum. Gegn þessum meirihluta ganga þing- mennimir fyrir hagsmuni manns sem er fluttur og hættur og þeir auk þess skildu að líkindum aldrei rétt. Neðri leiðin þjónar hagsmunum allra Borgfirðinga, nema ef til vill í- búum Flókadals. Unnt er að fullyrða að al- mennur vilji er í héraðinu til þess að koma til móts v i ð h a g s - m u n i F 1 ó k - dælinga pjnnur Torfi Stefánsson. og gera þær ráðstafanir sem þarf til þess að þeirra samgöngur batni líka. Fái þingmennirnir vilja sínum framgengt mun það verða öllum íbú- um héraðsins til tjóns um langa fram- tíð. Mest skólabömum sem þurfa að fara hinn hættulega veg tvisvar á dag alla sína skólatíð. Furður og stórmerki hafa lítt verö sparaðar í þessu máli og sér ekki fyr- ir endann á. Hvað skyldi hafa valdið því að meirihluti sveitarstjómar í hinu nýja sveitarfélagi, sem vann glæsilegasta kosningasigur á öllu landinu í síðustu kosningum út á neðri leiðina, hefur nú vikið úr vegi að hætti dýra merkurinnar og samþykkt að láta gamla veginn duga. Sveitar- stjómarmennimir segja þingmennina hafa hótað sér öllu illu um framhald vegaframkvæmda í Borgarfirði. Hvaða hótanir vom það? Liggja þær fyrir formfega? Ef þingmenn kjör- dæmisins vilja hóta kjósendum í Borgarfirði einhverju er lágmark að það hggi fyrir skýrt og skilmerkilega og opinberlega svo að menn geti veg- ið þær og metið. Það er ekki víst að kjósendur hér séu eins ginkeyptir fyr- ir því að láta hóta sér og sveitarstjóm- armenn. Ný hefur Stefán Eggertsson, bóndi í Steðja, tekið upp þykkjuna fyrir Borgfirðinga og áskilur sér sama rétt til andmæla og Jón Kjartansson. Það kann vel að vera að Stefán bóndi stæði betur að vígi ef bærinn hans héti Stóri-Steðji. Hitt er óhætt að fullvissa yfirvöfd um, að vel verður fylgst með því hvaða viðtökur mál hans fær. Sveitarstjóm hins nýja sveitarfélags gefst nú kjörið tækifæri til að taka máhð upp að nýju. Fyrsta skref henn- ar ætti að vera að fá formlega staðfest- ar hótanir þingmanna til kjósenda í Borgarfirði. Rétt er að hver þingmað- ur fái tækifæri til þess að tjá sig sér- staklega um það hverju hann vilji hóta. Kannski einhverjum þeirra vefjist tunga um tönn, því auðvitað em þingmennimir okkar ekki nas- hymingar, þótt þeir hagi sér sem slíkir. Það vitum við öll. Hver veit nema sveitarstjómarmönnum takist að koma vitinu fyrir þá með því að sýna svolitla einurð. Ef það tekst ekki þá fá kjósendur sitt tækifæri í vor. Finnur Torfi Stefánsson HatjgarÓ&hornib Alltaf eins Maður nokkur sem búsettur er í Svíþjóð heimsótti Dalina fyrir skömmu og hafði þá ekki komið þangað 37 ár. Hann var að sjálf- sögðu ánægður með heimsóknina en mest fannst honum til um að fara um Bröttubrekku. Ástæðan? Jú honum fannst hann hafa yngst upp um 37 ár því vegurinn hafði ekkert breyst síðan hann ók þar um síðast!! Auka bananani Fyrir allnokkrum árum komu tvær ungar stúlkur í gamla Esso skálann í Borgamesi í þeim til- gangi að kaupa sér banana. Þær ætluðu aðeins að kaupa tvo en þeir vom aðeins fáanlegir í knippum með þremur stykkjum eða fleiri. Það vildi til að löngum hafa verö úræðagóðir afgreiðslumenn á bensfnstöðvunum í Borgamesi og sá sem varð fyrir svömm leit á stúlkumar og sagði eftir augnabliks um- hugsun: „Þetta er ekkert mál, þið getið bara borðað einn!!“ Frítúr Sjómaður nokkur í Ólafsvík bað um frftúr vegna bamsfæðingar. Stjórinn vissi að maðurinn var kvæntur þannig að snarlega var annar maður ráðhui í plássið og leyfiðveitt. Þegar skipið kom næst að landi spurði skipstjórinn hvemig hefði gengið. ,J>að veit ég ekki enn," svaraði sjómaðurinn. „En var það ekki ástæðan fyrir fríinu góði minn?“ „Jú mikið rétt, en ég bíst ekki við sjálfri fæðingunni fyrr en eftir tæpa níu mánuði.!“ Veistu muninn Sjö ára snáði í Dölunum vatt sér nýlega að virðulegri eldri konu þegar þau vom stödd í Dalakjör og spurði hana hátíðlega: „Veist þú hver er munurinn á rassi á hesti og póstkassa?“ Konan hugs- aði sig lengi um og svaraði sfðan að hún vissi þetta því miður ekki. ,Jla, eki ætla ég að biðja þig að fara með bréf í póst fyrir mig,“ sagði þá strákurinn. Skessuhorn! blað! Æ 3 valúirúiskarí HMúúlrr. 999,-* Bóka/lskeminan Stillholti 18 - Sími 431 2840

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.