Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.1998, Qupperneq 13

Skessuhorn - 05.11.1998, Qupperneq 13
..ntiiiM. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 13 Frá Feröamálasam- tökum Snæfellsness Á síðastliðnu starfsári Ferðamála- samtakanna var unnið að ýmsum verkefnum og má þar t.d. nefna að formaður og varaformaður voru í stýrinefnd (vinnuhópi) á vegum SSV sem vann að stefnumótun í ferðaþjón- ustu á Vesturlandi fyrir árin 1998 - 2005. Lauk því verki í vor og var það kynnt miðvikudaginn 6. maí 1998. Mjög erfitt var með alla fram- kvæmd brýnna verkefna þar sem samtökin höfðu ekki aðgang að starfs- manni. Því var brugðið á það ráð að koma á fót starfshópi þeim er nefnd- ur hefur verið SAMSNÆ - hópurinn en aðilar að honum eru fulltrúar frá öllum „grasrótarfélögum“ sýslunnar (þ.e. Efling Stykkishólms, FAG Grundarfirði, Framfarafélag Snæ- fellsbæjar) ásamt fulltrúa Ferðamála- samtakanna. Hópurinn vann að ýms- um málum er varða samvinnu feiða- þjónusmaðila á Snæfellsnesi. M.a. var unnið að undirbúningi kynningar- átaks vegna alls Snæfellsness og gerð þriggja ára áætlun þar um. Starfshóp- urinn hefur þegar unnið mikið undir- búningsstarf þó að ennþá sé mikið verk framundan. Þykir okkur hins vegar miklum áfanga hafa verið náð með stofnun þessa starfshóps og finnst að jarðvegurinn sé nú orðinn vel undirbúinn fryrir áframhaldið. Til fróðleiks greinum við nú frá því helsta sem unnið hefur verið að af hálfu hópsins og þeim árangri sem starfið hefur þegar skilað. *Snæfellsnesbæklingurinn var endurútgefinn (fjármagnaður að mestu með sölu auglýsinga) *Unnið var að undirbúningi sam- eiginlegs kynningarátaks fyrir Snæ- fellsnesið og var í því sambandi gað kynningaráætlun sem unnin var af sérfræðingum. Fór átakið í gang en ekki af þeim krafti sem vonast hafði verið til en stefht er að því að á næsta ári verði áætluninni framfylgt af full- um þunga. *Gerður var listi yfir alla þjónustu- aðila á Snæfellsnesi (u.þ.b. 125 aðilar, stórir og smáir) *Þjónustuaðilum var skrifað og þeim kynnt verkefnið. *Þjónustuaðilar voru beðnir um styrk til verkefnisins og voru undir- tektir góðar. *Leitað var til Atvinnuráðgjafar Vesturlands um að vinna með okkur að verkefninu. *Sótt var um styrk til Samgöngu- ráðuneytisins með aðstoð AV (fengum kr. 400.000). *Sótt var um styrk dl Iðnaðar - og viðskiptaráðuneytisins (fengum kr. 500.000). *Sótt var um styrk til Héraðsnefnd- ar. *Sótt var um styrk til sveitarstjóma á Snæfellsnesi. *Smðlað var að gerð upplýsinga- möppu fyrir Snæfellsnes og í fram- haldi af því var gerð mappa fyrir allt Vesturland til kynningar á VEST- NORDEN - ferðakaupstefnunni í samvinnu við starfsmann AV, Sigríði Hrönn Theodórsdóttur nýráðinn at- vinnuráðgjafa með ferðamál sem sér- svið og með aðsetur í Grundarfirði. Mæltist mappan mjög vel fyrir hjá gestum kaupstefnunnar. *Hvatt var til umfjöllunar um Snæ- fellsnesið í fjölmiðlum. Mikið starf er framundan við S AM- SNÆ - verkefnið og áframhaldandi kynningu á Snæfellsnesi sem feiða- mannaparadís, en árangur mun byggjast á því hversu breið samstaða verður um það. Hvetjum við sem flesta til að mæta á væntanlegan aðalfúnd og koma þar hugmyndum sínum á ffamfæri. Grundarfirði 15. október 1998 F.h. Ferðamálasamtaka Snœfellsness Dóra Haraldsdóttir formaður 'kaldasel ehf Umfelgun og dekkja- þjónusta Dekk: Ný, Sava 175/70 R 13 kr. 3.915,- sóluð, Megas 175/70 R 13 kr. 3.596,- Jeppadekk “30 - “35 Folda - Camac OKALDASEI, EHF M Smiðjuvöllum 10 || I Sími 431 5454 W a# BLÆS EÐA SlEKUR MEÐ IgpTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsla er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur 1 Trésmiðja Pálma 1 Sími: 437 0034 eða 853 5948 VÉLABÆR Bæ, Borgarfirði, Sími: 435 1252 Allar almennar bíla og véla viðgerðir. Viðgerðaþjónusta fyrir Subaru, Nissan, Ladda, Fergusson og fl■ ■Iþ ct n 31 % t fe m. w*m monikku ur dan nn 14. Féfa harmoni Vesturlandi VÍRNET H F BLIKKSMIÐJA -utanhúsklæðningar - þakrennur - milliveggjastoðir -loftræstikerfi - reykrör - spennaskýli - hesthússtallar -öll almenn smíði.og sérsmíði - efnissala Einnig gerum við viðskiptavinum tilboð þeim að kostnaðarlausu. s: 437 1000 fax: 437 1819 tölvupóstur: vimet@itn.is SjRAUMIÐJAN #-—•—• • • • • • |§3 Alhliða RAFVERKTAKAR NÝLAGNIR - VIÐHALD - BÁTARAFMAGN BLIKKSMIÐJA Guðmundar J. Hallgrímssonar ehf. Akursbraut 11 Smíðum- 300 Akranesi úr blikki, jámi, stáli, áli, kopar, Játúni. Þakrennur, niðurföll, loft- ræstikerfi stór og smá. Stál á hurðir og þröskulda. Reykrör við kamfnur. Handrið, ryðfrí og úr jámi og margt, margt fleira. Sími: 431 2288 - Fax 431 2897 Tölvupóstur: frg@aknet.is SkólMmiut 26 - 8fml 431161» Nýtt söngleikrít á fjalir Þegar líður að nóvember mánuði annað hvert ár fer leiknefnd Umf. íslendings að dusta rykið af leikmununum. Þetta hefur hún gert allt frá árinu 1976 og árið í ár er enginn undantekning. f gegnum tíðina hefur félagið, ekki frekar en Önnur félög í héraðinu, ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Félagið hefur lagt áherslu á gam- anleiki fyrir alla fjölskylduna. Leikritið í ár heitir Hamingjuránið og er eftir Bengt Ahlfors, sem er þekktur höfundur gam- anleikja og kaparetta í heimalandi sínu. Hamingjutánið byggist á lítilli ástarsögu sem hver og einn gæti fundið sig f. Þetta er söngleikrit scm byggir á 18 skemmti- legum söngvum og læt ég eina vísuna fylgja hér með: Tveir dagar, tvær verur í veraldargný, ftnna vorið svo ólgandi og heitt. Sú Ijósglæta myrkrinu eilífa í fær engu til langframa breytt. En svo fyrr en varir er sælan út gengin, hvað seinna hefði'orðið, um það veit nú enginn. Þótl ekkert hafi'enn veriðreynt er allt saman hér með of seint. f þessari uppfærslu sem Viðar Eggerts- son leikstýrir taka um átta leikarar þátt í sýningunni auk hljómsveitar og fjölda annarra sem koma að gerð leikmyndar, búninga o.m.fl. Að þessu sinni eru það ekki aðeins félagsmenn sem taka þátt í sýningunni heldur einnig nokkuð reyndir leikarar frá Akranesi, SnæfelJsnesi og Eyjafjarðarsveit. Stefnt er að því að firumsýna Ham- ingjuránið þann 13. nóvember næstkom- andi í Brún Bæjarsveit. Ég mæli með því að héraðsbúar gefi sér tíma fyrir eitt Borg- firskt menningarkvöld og skemmti sér á þessum grátbroslega söngieik. Ásdís Helga Bjamadóttir Akmneskaupstaður -Fjárhagsáætlun 1999- Undirbúningur fjárhagsáætlunar Akranes- kaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1999 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök sem vilja koma ábendingum og óskum um fjárveitingar á árinu 1999 á framfæri við bæjarstjóm, em vinsamlega beðin að senda skrifleg erindi þar um fyrir 10. nóvember 1998. ; Félagasamtökum er sérstaklega bent á að 1 beiðnum um fjárveitingu þarf að fylgja ! ársreikningur viðkomandi félags síðastliðins árs. 3 Bæjarstjórinn Á Akranesi Fijrirtæk/ í fullum rckstr/ Gott tæk/fær/. m w HLLAK tóPMRl WLIJÍM 437-1941 BORGARBYGGÐ Auglýsing um deiliskipulag urðunarsvæðis í landi Fíflholta, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við ofan- greinda tillöguað deiliskipulagi. Skipulagsgögn munu liggja frammi á bæjar- skrifstofu Borgarbyggðar frá 06. nóvember 1998 til 4. desember 1998 Athugasemdum skal skila inn fyrir 18. desember og skulu þær vera skriflegar. Bæjarstjóri Borgarbyggðar Oli Jón Gunnarsson

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.