Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.1998, Qupperneq 9

Skessuhorn - 26.11.1998, Qupperneq 9
SiiásimóBRI FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 9 Hverju hafa göngin breytt? Rætt vib kaupmenn á Akranesi Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því Hvalfjarðargöng voru opn- uð fyrir almennri umferð. A meðan framkvæmdir við Hvalfjarðargöng stóðu yfir var mikið spáð og spek- úlerað um áhrif mannvirkisins á viðskiptalífið á Vesturlandi. Það var fyrirfram ljóst að viðskiptaum- hverfið myndi breytast þar sem enn styttra yrði fyrir neytendur á Vesturlandi að sækja hverskonar þjónustu til Reykjavíkur. Rétt er að taka fram að vegalengdin stytt- ist að sjálfsögðu jafnmikið í hina áttina. Opnun Hvalfjarðarganganna kom mönnum að sjálfsögðu ekki á óvart og því hafa seljendur vöru og þjón- ustu væntanlega verið búnir að undirbúa sig fyrir aukna sam- keppni að sunnan . Má í því sam- bandi nefna að á Akranesi og í Borgarbyggð var unnin sérstök stefnumótun fyrir sveitarfélögin með hliðsjón af tilkomu ganganna. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu telja margir þjónustuaðil- ar á Vesturlandi að ferðamanna- straumurinn hafi aukist eftir opn- un ganganna í sumar. Til að kanna áhrif ganganna á verslun hérna megin fjarðar ræddi blaðamaður Skessuhorns við þrjá kaupmenn á Akranesi. Frá Bæjarskrifstofum Akraness Endurgreíbsla sérleyfísfargjalda Bæjarstjóm Akraness hefur sam- þykkt að frá næstu áramótum verði greidd niður fargjöld nemenda sem eiga lögheimili á Akranesi og stunda framhaldsnám á stór- Reykjavíkur- svæðinu. Þessar reglur eiga við um þá nem- endur sem stunda framhaldsnám í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi eða Garðabæ og eru í námi sem ekki er til staðar á Akranesi, og nema endurgreiðslur bæjarins 15% af far- gjaldi með áætlunarbílum á milli Akraness og Reykjavíkur sam- kvæmt nánari reglum þar um. Gert er ráð fyrir að sérleyfishafi selji námsmönnum afsláttarkort gegn framvísun skólaskírteinis og getur viðkomandi námsmaður síðan framvísað kvittun á skrifstofu Akra- neskaupstaðar að Stillholti 16-18 og fengið endurgreitt sem nemur 15% af greiddu fargjaldi. í reglum þessum er gert ráð fyrir að sérleyfishafi veiti námsmönnum einnig 15% afslátt af ferðum þannig að heildarafsláttur verður 30%. Það er von bæjarins að þessi fyrir- greiðsla geti stuðlað að því að náms- menn sem annars flyttu úr bæjarfé- laginu geti búið þar áfram mannlíf- inu og byggðarlaginu til framdráttar. Bcejarritari. Ekki merkjanleg breyting „Ég get ekki séð merkjanlega breytingu í veltu hjá okkur,“ sagði Nína Stefánsdóttir eigandi tísku- verslunarinnar Nínu er blaðamaður hitti hana og eiginmann hennar Dan- íel Daníelsson sem er einn af eig- endum Ótrúlegu búðanna. „Það hef- ur alltaf verið stutt til Reykjavflmr og verslun á Akranesi hefur í gegn- um tíðina verið í harðri samkeppni við höfuðborgarsvæðið. Eina breyt- ingin sem ég varð vör við var fyrstu dagana meðan það var frítt í göngin þá kom tölvert af fólki hingað að sunnan og það kom mörgum á óvart hversu mikil fjölbreytni er í verslun á Skaganum," sagði Nína. Þau Nína og Daníel sögðu að fólk af Skaganum færi vissulega til Reykjavíkur að versla. „Bónus verslanirnar draga fólk ótrúlega mikið suður og því er ekki að neita að þær hafa átt drjúgan þátt í að lækka matvöruverð á sama hátt og Ótrúlegu búðimar hafa gert í ýmsum öðrum vöruflokkum. Við vitum það hinsvegar að verslanir á Akranesi eru fyllilega samkeppnisfærar í verði miðað við verslanir á höfuð- borgarsvæðinu og í mörgum tilfell- um eru þær að selja vörur á mun lægra verði,“ sagði Daníel. Þau sögðust samt sem áður búast við breytingum á næstu árum og að verslunum myndi fækka á Skagan- um. „Þróunin verður sjálfsagt hér eins og víðar að verslunum fækkar og þær stækka. Að sjálfsögðu væri það skemmtilegast ef verslanir gætu ver- ið með fáa vöruflokka og boðið upp á sérhæfðari þjónustu en það gengur einfaldlega ekki á svona litlum markaði," sögðu þau Nína og Daní- el að lokum. Nína og Daníel í versluninni Nínu. Skagamenn og nágrannar halda tryggb vib verslun í heimabyggb þrátt fyrir göngin góbu Einar Ólafsson kaupmabur í Einars- búb. Örlygur Stefánsson í Bjargi. Ekkert „I stuttu máli sagt finnst mér ná- kvæmlega ekkert hafa breyst," sagði Einar Ólafsson matvörukaupmaður sem rekur Verslun Einars Ólafssonar, eða Einarsbúð eins og hún er nefnd í daglegu tali. Hann sagði að miðað við veltutölur og fjölda afgreiðslna „Það sem ég sé á mínum veltutöl- um er að við erum að selja meira þessa síðustu mánuði en á sama tíma í fyrra,“ sagði Örlygur Stefánsson í Bjargi. Örlygur rekur tvær verslanir á Akranesi undir því nafni, húsgagna- verslun og fataverslun. Hann sagðist ekki geta sagt um hvort göngin ættu einhvem þátt í veltuaukningunni hjá sér. „Mér virðist sem við séum frek- ar að fá aukin viðskipti héðan í kring fremur en að sunnann. Við höfúm orðið vör við að fólk utan Akraness kemur hér við og fær þá vöru sem breyst væri mynstrið mjög svipað og und- anfarin ár. „Ég get því ekki sagt að við merkjum nein áhrif frá göngun- um og ég vil gjaman þakka Akumes- ingum fyrir þá tryggð sem þeir hafa sýnt verslun í heimabyggð,“ sagði Einar. það er að leita að og þarf ekki að fara lengra. Mörgum, og þá ekki síst full- orðnu fólki, þykir þægilegra að versla á Skaganum heldur en í Reykjavik. Hér er smtt á milli búða og örtröðin og umferðin mun minni en fyrir sunnan. Ég get því ekki ann- að en verið bjartsýnn fyrir hönd Ák- umesinga. Skagamenn hafa búið við góðar samgöngur í fjölda ára og þar með utanaðkomandi samkeppni. Ég held að verslanir á Skaganum hafi því verið vel í stakk búnar til að takast á við breyttar aðstæður," sagði Örlygur. Bjartsýnn fyrir hönd Akumesinga HOLMARAR og NÆRSVEITARMENN! Opnum tískuvöru- og skóverslun í Stykkiskaupum föstudaginn 28. nóv. Full búð af glæsilegum vörun. dGóð opnunartilboð IETRI BÚÐIN Æ=r, TRI SKÓR - Á BETRA VERÐI 1°!‘T.T.1 Kirkjubraut 2 ♦ Akranesi S 431 3308

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.