Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.1998, Qupperneq 11

Skessuhorn - 26.11.1998, Qupperneq 11
SSESSUHöERi FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 11 Hæfileikakeppni grunn- skólanna á Akranesi 1998 Fimmtudaginn 5. nóvember fór fram í fyrsta skipti hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi sem er samvinnuverkefni Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Undanfarin 12 ár hefur farið fram söngvarakeppni sem gengið hefur undir nafninu „Hátóns- barkinn“ þar sem margir hæfileika- ríkir krakkar hafa stigið sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Að þessu sinni var ákveðið að taka inn fleiri þætti en sönginn eingöngu og skipu- lögð var allsherjar hæfileikakeppni þar sem keppt var í tveimur flokkum þ.e. valinn var sem fyrr hátónsbarki kvöldsins en einnig var skemmtiat- riði kvöldsins verðlaunað. I flokki skemmtiatriða komu fram danshópar, rapparar, hljómsveitir og grínarar. Alls voru um 30 nemendur í 8.-10 bekk í 17 atriðum sem komu fram þetta kvöld. Mikill tími fór í undir- búning þar sem þjálfaðir voru upp tæknimenn úr hópi nemenda sem stjómuðu hljóði og ljósum auk þess sem keppendur fengu aðstöðu í skól- anum til að undirbúa atriði sín. Sum- ir hönnuðu sín eigin rappmix með tölvuklippingum, danshópar fengu aðstoð danskennara og söngvarar æfðu með hjálp tónmenntarkennara síns. Atvinnutónlistarmenn vom síð- an fengnir til að leika undir í söngv- arakeppninni. Dómnefnd var skipuð fagfólki og var mikill vandi á höndum að finna sigurvegara kvöldsins. Hátónsbarki grunnskólanna að þessu sinni var Elsa Jóhannsdóttir sem er nemendi í 10. bekk og söng hún með miklum tilþrifum lagið Nothing compares to you sem Sinnead O'Connor hefur áður sungið. Er ljóst að þama er mik- ið söngkonuefni á ferðinni. Hlaut hún í verðlaun tíma í hljóðupptökustúdíói þar sem sigurlag hennar verður tekið upp og sett á geisladisk. Hlutur stúlkna úr 10. bekk var drjúgur þetta kvöld því skemmtiatriði kvöldsins var valið úr hópi rappara og vom þar á ferðinni tvær stúlkur, þær Maren Karlsdóttir og Belinda Engilberts- dóttir. Skemmtunin þótti takast með afbrigðum vel og um 200 unglingar mættu auk fjölda annarra gesta sem fylgdust með keppninni. Er ljóst að á Akranesi er að finna marga hæfileik- aríka krakka á listasviðinu og hæfi- leikakeppni sem þessi er líklega komin til að vera. Frænkurnar Erla Císladóttir og Edda Ósk Einarsdóttir þenja raddböndin. Fommatur til framtíbar Við Háskóla íslands er nú í gangi samnorrænt verkefni á vegum Nor- ræna Atlantssamstarfsins (NORA), „Nordisk tradisjonsfisk" sem hér á íslandi hefur hlotið nafnið „Fommat- ur til framtíðar." Auk íslendinga standa Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar að verkefninu. Markmið verkefnisins er að taka saman upplýsingar um fomar hefðir við verkun, matreiðslu og neyslu sjávarfangs og kanna hvort einhver slík matvæli eiga erindi við nútíma- markaði. Ef vel tekst til gæti verkefn- ið nýst atvinnufyrirtækjum í nýsköp- un, ekki síst á landsbyggðinni, auk þess sem að það hefur menningar- sögulegt gildi. Nú þegar hafa þrír starfsmenn verkefnisins, sem em nemendur við Háskóla Islands, hafið leit í gögnum Þjóðminjasafnsins og útgefnum rit- um um sjávarútveg og öðmm heim- ildum sem mögulega gætu veitt ein- hverjar upplýsingar. Við vitum þó að á meðal fólks vítt og breitt um landið er að finna mikla staðbundna þekk- ingu á auðlindum, svæðisbundnum hefðum og verkmenningu. Eftirfarandi erindi barst Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands með ósk um að starfsfólk hennar kæmi skilaboðum um verkefnið á framfæri við það fólk á Vesturlandi sem hefur þekkingu á hefðum og verkmenningu tengdum sjávamytjum. Allar ábendingar em vel þegnar þar sem undirbúningshóp- urinn vill helst viða að sér sem marg- víslegustum upplýsingum. Þeim hluta verkefnisins sem nú er hafinn á að vera lokið fyrir vorið, en að því loknu verður þess freistað að koma af stað framhaldsverkefni um vömþróun og markaðssetningu. Póstfang verkefnisins er: Karl Benediktsson Jarð- og landfrœðiskor Háskóla Is- lands Aðalbyggingu við Suðurgötu 101 Reykjavík, sími 525 4286 (v) og 551 8450 (h) Netfang: kben@hi.is Hafa má samband við verkefnis- stjóra hvenær sem er eða Magnús hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands í síma 437 1318. (fréttatilkynning) Handverksfélagið Ullarsel á Hvanneyri. Opið eins og venjulega mánudaga og fimmtudaga. Kl. 11.00 til 17.00 Laugardaginn 19. des verður opið 13.00 til 18.00 Við verðum í verslunarmiðstöðinni Kjama í Mosfellsbæ laugardagana 5. og 12. desember. Handverk í litlar og stórar gjafir Gœða handspunnið band í sokka og peysur Spennandi jurtalitað band Hina þekktu fiðusokka Vandaðar handprjónaðar peysur Tölur úr horni, skeljum og steinum i Verið innilega velkomin I og þiggið kaffi og piparkökur. iöjsélif Sínú .- 43? OOOO babherbergisinnréttingar Mældu... reiknabu... ...og láttu vaba Fyrir jólin! Verbdæmi: Þessi innréttinq kr. 64.529* *án blöndunartækja og vasks Furu fulningahurbir Vöndub smíbi Gott verb Góbur kostur Fyrir jóiin! 60, 70, 80 sm. meb karmi og þröskuldi kr.17.190 70 og 80 sm. meb karmi, þröskuldi og gleri kr.36.751 GINGAVORUR BORGARNESI Sími 437 1200 - Fax 437 1032 Gœði og gottverð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.