Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.1998, Side 18

Skessuhorn - 26.11.1998, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Tölurnar Snæfell Leikmaður Mín Frák. Stoðs. Stig Stjömur 4 Baldur Þorleifsson 16 2 0 2 * 5 Ólafur Guðmundsson 20 2 0 4 * 6 Hallfreður R. Björgv. 9 4 0 1 * 7 Athanasios Spyropoul 24 4 0 17 ** 8 Jón Þ. Eyþórsson 21 1 0 15 *** 9 Bárður Eyþórsson 26 2 3 8 ** 10 Gunnar M. Gestsson 11 0 1 2 * 11 Rob Wilson 30 15 1 29 *** 12 Birgir Mikaelsson 14 1 1 4 * 14 Mark Ramos 29 6 6 8 *** ÍA Leikmaður Mín Frák. Stoðs. Stig Stjömur 4 Brynjar Sigurðsson 15 1 0 5 ** 5 Jón Ó. Jónsson 12 4 0 3 * 6 Pálmi Þórisson 13 3 0 2 * 7 Guðjón Jónasson 24 3 1 4 * 8 Victor Pereira 31 0 1 0 9 Aleksandre Ermolinski 27 6 1 12 *** 10 Ólafur J. Ólafsson 8 2 1 5 * 11 Trausti F. Jónsson 27 1 0 4 ** 12 Jón Þ. Þórðarson 16 1 0 5 ** 14 Dagur Þórisson 27 4 2 18 *** Enn tapa Skallar KFÍ - Skallagrímur: 96 - 82 Skallagrímsmenn náðu ekki að vinna sinn fyrsta sigur í Úrvalsdeild- inni um helgina er þeir sóttu ísfirð- inga heim. Heimamenn sigruðu með 96 stigum gegn 82 en staðan í leik- hléi var 56 - 32. Isfirðingar höfðu undirtökin allan leikinn og Skalla- grímsmenn spiluðu ekki vel að und- anteknum þeim Eric Franson sem átti mjög góðan leik og Kristni Friðriks- syni sem virðist loksins vera búinn að finna „þriggja stiga forritið" að nýju. Tölurnar Leikmaður Mín Frák. Stoðs. Stig Stjörnur 4 Finnur Jónsson 9 1 0 0 * 5 Henning F. Henningsson 26 5 1 5 ** 7 Pálmi Þ. Sævarsson 14 3 0 0 * 8 Kristinn G. Friðriksson 33 5 2 27 *** 9 Hlynur Bæringsson 25 6 2 2 * 12 Haraldur M. Stefánsson 4 0 0 0 13 Tómas Holton 32 0 2 7 ** 14 Eric Franson 40 17 3 39 **** 15 Sigmar P. Egilsson 17 4 3 2 ** Létt hjá Snæfellingum Valur - Snæfell: 77-81 Snæfellingar eru í góðu formi þessa dagana og þeir áttu ekki í nein- um vandræðum með Valsliðið á Hlíðarenda þegar liðin mættust sunnudaginn 8. nóvember. Spyropoulus átti frábæran leik að vanda og aðrir voru einnig að leika mjög vel. Tölurnar Leikmaður Mín Stig Stoðs. Frák. Stjörnur 4 Baldur Þorleifsson 3 0 0 0 7 Athanasios Spyropoulus 25 34 0 5 **** 8 Jón Þ. Eyþórsson 36 7 2 4 ** 9 Bárður Eyþórsson 33 14 1 0 *** 11 Rob Wilson 37 20 5 11 * 12 Birgir Mikaelsson 29 6 6 4 ** 14 Mark Ramos 37 0 4 3 *** Aðgangur ókeypis. CSjá nánar fréttatilkynningu.) Snæfell óstöbvandi Snæfell vann stóran sigur á væng- brotnu liði í A í Hólminum síðastlið- inn fimmtudag með 90 stigum gegn 58. Tveir sterkustu leikmenn Skaga- manna voru fjarri góðu gamni, þeir David Bevis sem tók út leikbann og Bjami Magnússon sem er meiddur. Snæfellingar sem hafa verið á góðri siglingu afgreiddu gestina á- reynslulítið. Snæfellingar tóku leik- inn í sínar hendur strax frá fyrstu mínútu og juku forskotið jafnt og þétt. Staðan í leikhléi var 45 - 28 og sigurinn var aldrei í hættu. Rob Wil- son var í góðu stuði, skoraði 29 stig og hirti 15 ffáköst. í Skagaliðinu var Dagur Þórisson sá sem helst náði sér á strik. Snæfell er nú komið í þriðja sæti Úrvalsdeildarinnar með tíu stig en Skagamenn eru í því sjöunda með átta stig. IA hornib Karatefélag Akraness Hvab er Karate? Upphaf Karate má rekja til jap- anskra munka, sem æfðu með leynd innan klausturmúra sinna á 7. - 8. öld. Á 16. öld var almenningur á Okinawa (japönsk eyja, sem áður var bitbein Japana og Kínverja) far- inn að æfa Karate í leyni sem svar við banni stríðsherra sinna við vopnaeign. Bardagalistin varð svo smátt og smátt almennari þegar líða tók á síðustu öld. I Karate eru notaðar hendur og fætur við vamir og árásir, auk ýmiss konar tækni og einbeitingar hugar og orku gegn andstæðingnum. Karate byggist á einingu hugar og líkama, sem endurspeglast í Karate-do (Karate-veginum). Sá sem æfir og skilur þessa leið mun ekki auðveld- lega verða dreginn í bardaga heldur reyna eftir megni að yfirbuga and- stæðing sinn án átaka. Karate (tóm hönd) byrjar og endar með kurteisi. Siðareglur Karate í Karate má finna mörg einkenni austurlenskrar menningar. Agi, virð- ing og kurteisi eru siðareglur sem þar gilda og margir Vesturlandabúar sakna í fari menningarbræðra sinna. Þessar reglur eru grundvöllur allra samskipta í Karate og hollar öllum, ekki síst bömum og unglingum. Þær em einfaldar og birtast í ýmsu formi eins og hneigingum fyrir þjálfara eða andstæðingi, skjót viðbrögð við fyrirmælum þjálfara og algjörri ein- beitingu. Geispi, sem fæðist í ógáti getur t.d. kostað 10 armbeygjur. Viðurlög við því að nota Karate í öðmm tilgangi en þeim að verjast em yfirleitt óskráð en mjög skýr. Á- minning, tímabundin frávísun eða algjört bann við því að æfa Karate eru refsingar sem notaðar em, allt eftir því hve alvarlegt brotið er. Karate á Akranesi Haustið 1990 var Karatefélagið Þórshamar á Akranesi stofnað. Það var Karatefélagið Þórshamar í Reykjavík, sem stóð að því ásamt hópi áhugasamra Akumesinga. Þórs- hamar sá um þjálfun og skipulag æf- inganna, sem vom vel sóttar og margir vom greinilega búnir að bíða lengi eftir þessum möguleika. Nokkmm ámm síðar vildu Akur- nesingar standa á eigin fótum og stofnuðu sjálfstætt félag með eigin lögum og gengu í ÍA. Samvinnan við Þórshamar var áfram góð og hef- ur verið það síðan. Gekk félagið meira að segja undir nafninu Þórs- hamar á Akranesi lengi vel eftir að það hafði tekið sér nafnið Karatefé- lag Akraness (KAK). Félagatalan hefur sveiflast frá ári til árs og hafa lægðir og hæðir verið ríkjandi í KAK eins og í öðmm íþróttafélög- um. Á þessu hausti em félagar 30 talsins, þar af 28 iðkendur. Félag- amir hafa alla tíð verið á öllum aldri og af báðum kynjum, þó karlamir hafi ávallt haft vinninginn. Æfingarnar Æft er þrisvar í viku og í klukku- tíma í senn, nema hjá þeim sem lengst em komnir. Þeir æfa í einn og hálfan tíma hveiju sinni. Einu sinni í viku em yngri iðkendur með þeim eldri og fá þá sömu þjálfun og þeir. Á séræfingum yngri hópsins er þörf- um þeirra sinnt m.a. með því að auka vægi leiks í þjálfuninni. Auk hinna föstu æfinga em haldn- ar æfingabúðir frá föstud. - sunnud. með erlendum meistumm þrisvar til fjómm sinnum á ári. Karatefélag Akraness og Karatefélagið Þórsham- ar hafa yfirleitt staðið saman að þeim og em þær ómetanlegur þáttur í því að æfa Karate. I lok hvers tímabils fer fram svokölluð gráðun, sem er eins konar próf upp í næsta belti. Kröfur um mætingar og mat þjálfara á stöðu iðkendanna ræður því hverjir þreyta gráðunina. Hér em það ekki beltin, sem skipta máli, heldur þroski hvers og eins og stjóm hans á líkama og sál. Þjáifunin Félagið hefur ætíð lagt áherslu á góða þjálfun. Fyrstu árin komu er- lendir þjálfarar á vegum Þórshamars í Reykjavík hingað upp á Skaga og þjálfuðu þrisvar í viku. Síðan hefur félagið sjálft alið upp eigin þjálfara, sem þjálfað hafa á móti aðfengnum þjálfumm. Er mikill fengur að því og félagið er afar stolt af sínu fólki. Á þessu hausti þjálfa Jón Ingi Þor- valdsson, 2. Dan, (Skagamaður og félagi í Karatefélaginu Þórshamri), Sólveig Krista Einarsdóttir, 1. kyu, (Karatefélaginu Þórshamri) og Helgi Hafsteinsson, 2. kyu, (Karatefélagi Akraness). Aðstaðan Karatefélagið hefur verið á nokkmm hrakhólum með æfinga- húsnæði. Reynt hefur verið að koma til móts við félagið en með misjöfn- um árangri. Salurinn í kjallara I- þróttahússins við Vesturgötu var m.a. ætlaður til iðkunar Karate, þar eru speglar og aðstaðan að mörgu leyti ákjósanleg. Gallar á gólfefni hafa því miður hrakið félagið þaðan og em æfingar nú að mestu leyti í 1/4 hluta stóra salarins að Vestur- götu. Félagslífið Félagslíf hefur skipað ákveðinn sess í Karatefélaginu og fengið á sig hefðbundinn blæ með árunum. Árs- hátíðir, jólasamkomur, félagsfundir og myndbandakvöld em helstu við- burðir félagsstarfsins auk foreldra- funda og foreldrasýninga. Það sann- ast einna helst, hvers virði slíkar samvemstundir em, þegar mynda- albúmið er tekið fram og fólk kætist yfir minningunum, jafnvel þó geng- ið hafi á ýmsu. Hvers vegna ætti fólk að æfa Karate? Karate er fyrir alla, konur og karla á öllum aldri, óháð líkamlegu formi. Með iðkun Karate er leitast við að ná jafnvægi á líkama og sál, sem bygg- ir upp heilsteyptari einstakling. Ár- angur kemur fljótt í ljós og jafnvel eftir nokkra mánaða reglubundnar æfingar er einstaklingurinn orðinn stæltari og sterkari. Böm og unglingar hafa sérstak- lega gott af því að stunda Karate. Regluleg iðkun Karate eykur þeim sjálfstraust og býr þau þannig vel undir lífið. Frá stjóm Karatefé- lags Akraness Stjóm KAK vill koma á framfæri þakklæti til Esso Olíufélagsins h/f sem nýlega færði félaginu gangakort auk bensínstyrks að upphæð 10.000. Félagið þakkar einnig öllum þeim sem stutt hafa starf þess á einn eða annan hátt. Stjórn KAK: Gyða Bentsdóttir, formaður Málfríður Þorkelsdóttir, gjaldkeri Guðmundur Kristjánsson, ritari Helgi Hafsteinsson, meðstjómandi Baldur Olafsson, meðstjómandi Ritnefnd KAK: Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir Sólveig ÁsgeirsdóttirO

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.