Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.12.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3, DESEMBER 1998 ^nuauilu^ Sumir fara en abrir koma í staö Hver verður framtíb fótboltans í knattspyrnubænum Akranesi? Sjálfsagt þarf ekki að rifja það upp fyrir knattspymuunnendum á Vestur- landi að Skagmenn urðu ekki íslands- meistarar í knattspymu á þessu ári og reyndar heldur ekki á því síðasta. I flestum öðmm félögum væm menn kannski ekki að velta sér upp úr því þó þeir sæju ekki bikar í eitt eða tvö ár en Skagamenn eiga því ekki að venjast að vera annars staðar en á toppnum. Fótboltinn er vörumerki Akraness og víst er það að fá bæjar- félög geta státað af viðlíka árangri í einni íþróttagrein. Því gera bæjarbúar miklar kröfur til sinna knattspymu- manna og ekki bara Skagamenn því margir af þeirra nágrönnum líta á Skagaliðið sem sitt lið. Skagamenn urðu Islandsmeistarar í knattspymu fimm ár í röð, 1992 - 1996, í öðm sæti 1997 og í ár varð liðið í því þriðja. Nú er undirbúning- ur að hefjast fyrir næsta keppnistíma- bil og liðið stendur frammi fyrir því eins og oft áður að nokkrir af burðar- ásunum em horfnir á braut. Sigur- steinn Gíslason, Þórður Þórðarson og Steinar Adólfsson hafa allir flutt sig um set. Því er ekki laust við að marg- ir séu uggandi um möguleika liðsins á næsta keppnistímabili. Blaðamaður Skessuhoms fór því á stúfana og ræddi við nokkra valinkunna Skaga- menn um framtíð knattspymunnar á Akranesi. Sæmundur Víglundsson. Ekkert liö átt fleiri at- vinnumenn segir Sæmundur Víglundsson fram- kvæmdastjóri Kf. ÍA Hinn kunni knattspyrnudómari Sæmundur Víglundsson hefur lagt flautuna á hilluna en tók nýlega við starfi framkvæmdastjóra Kf. IA. „A undanfömum fimm til sex ámm hafa að meðaltali fimm leikmenn þ.e. fastamenn í liði Skagamanna horfið frá liðinu, fæstir þeirra hafa hætt en farið í önnur lið og nánast allir farið erlendis. Ekkert lið á Islandi hefur alið af sér fleiri leikmenn sem nú em atvinnumenn í íþróttinni en Skaga- menn sem sést best ef menn leiða hugann að þeim leikmönnum sem leika erlendis," sagði Sæmundur. „ Ef skoðað er hvar þeir leikmenn em sem urðu íslandsmeistarar 1995 undir stjóm núverandi þjálfara þá kemur í Ijós að flestir þeirra leika með öðmm liðum. Þeir einu sem eft- ir eru á Skaganum eru Alli Högna og bræðumir Sturlaugur og Pálmi. Erlendis leika þeir Siggi Jóns, Am- ar Gunnlaugs, Bjarki Gunnlaugs, Þórður Guðjóns, Bjarni Guðjóns, Haraldur Ingólfs, Gunnlaugur Jóns, Stefán Þórðar, og Þórður Þórðar. Með íslenskum félögum em Bjarki Péturs, Óli Þórðar, Kári Steinn, Óli Adolfs, Halli Hinna, Steini Gísla, Zoran Miljikovic. Þetta er rúmlega eitt lið og ég er viss um ef þeir kæmu saman og léku hér á landi þá gæti reynst erfitt að leggja þá að velli.“ Skagalið Sæmundur bætir því við að það sé verðugt rannsóknarefni að hjá IA em ekki nema örfáir leikmenn á aldrinum 24 - 30 en á því aldursskeiði em flest- ir knattspymumenn á hátindi ferils- ins. Hann telur þó enga ástæðu til að tala endalaust um það sem einu sinni var heldur að horfa fram á við. „Frá því Skagamenn tóku fyrst þátt í Islandsmóti í knattspymu árið 1946 hefur ekkert lið orðið oftar Islands- meistari en þeir. Glæsileg fortíð sem yljar í minningunni, en hún er liðin og henni verður ekki breytt enda ekki ástæða til. Nú er það framtíðin sem skiptir máli og þar getum við haft á- hrif og það ætlum við okkur að gera. Eftir að síðasta keppnistímabili lauk hafa aðeins orðið kreditfærslur á leik- mannahópi Skagaliðsins og þykir mörgum nóg um. Það var ákveðið fyrr í haust að ganga frá málum þeirra leikmanna sem heima em áður en far- ið yrði í leikmannaleit en svo eru reyndar skiptar skoðanir á því hvort þörf sé á að leita annað. Niðurstaðan í þeim málum er sú að þrír af fasta- mönnum liðsins hafa ákveðið að reyna fyrir sér annars staðar, þeir: Steinar Dagur Adolfsson sem seldur var til Kongsvinger, Þórður Þórðar- son sem gengur til liðs við sænska liðið Nörrköping og Sigursteinn Gíslason gengur til liðs við KR. Samningar þeirra frænda Sigursteins og Þórðar voru útrunnir og þeir því frjálsir ferða sinna ef svo má að orði komast. Allir þessir þrír leikmenn hafa staðið sig með prýði undanfarin ár og vissulega er sárt að sjá á eftir þeim en svona æxlast stundum málin eins og svo berlega hefur komið í ljós á Skaganum undanfarin ár. Við hjá Kf. IA viljum þakka þeim þremenn- ingum fyrir gott starf og óska þeim góðs gengis á nýjum vettvangi," sagði Sæmundur. Ekki Júgóslava Að sögn Sæmundar ætla menn sér ekki að leita á sömu mið í leit að nýj- um leikmönnum: „Ef niðurstaðan verður sú að það þurfi að bæta við nýjum leikmönnum þá er alveg ljóst að ekki verður farið í þá smiðju sem kennd er við Júgóslavíu og um það held ég að allir séu sammála. Það þykir kannski ekki skrýtið miðað við þær sendingar sem hingað hafa kom- ið úr þeim herbúðum undanfarin ár. Þó má ekki gleyma þeim Kostic, Miljikovic og Bibersic fyrir fimmtíu kílóum síðan svo einhverjir séu nefndir en við höfum ekki verið jafn heppnir að undanfömu. Reyndar er það skoðun okkar að við eigum að byggja okkar framtíðar- lið fyrst og fremst á Skagamönnum því eins og dæmin hafa sýnt þá hefur alltaf komið maður í manns stað. Með það í huga réðum við Þorlák Ámason sem yfirþjálfara fyrir yngri flokkana og með því ætlum við að styrkja enn frekar uppbyggingarstarf- ið hjá félaginu. Við höfum mjög ljós dæmi um það að ef aðkomumenn em orðnir í meirihluta er hætt við að Skagahjartað hverfi úr liðinu. Ef það gerist þá er voðinn vís. Fólkið sem á- vallt hefur stutt við bakið á liðinu hættir að koma á leikina og hvað er leikur í efstu deild án áhorfenda? Við eigum mjög marga efnilega leikmenn í yngri flokkum félagsins eins og sést best á þeim fjölda drengja sem em að spila með yngri landsliðum okkar ís- lendinga. Þetta eru drengir sem á næstu tveimur til þremur ámm eiga eftir að láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma þeim leikmönnum sem snúa aftur eftir að hafa leikið með öðmm liðum bæði hér á landi og er- lendis. Við bindum miklar vonir við þessa leikmenn og það myndi án efa gleðja margan Skagaaðdáandann að sjá þá leika aftur með liðinu. í þeirri umræðu sem orðið hefur við brott- hvarf Þórðar markmanns má benda á að Skagamenn hafa aldrei tapað á þeirri ákvörðun að veðja á unga ó- reynda markmenn. Jón Þorbjörns, Bjami Sig, Óli Gott, Birkir Kristins, Kristján Finnboga og Þórður Þórðar- son hafa allir staðið í marki landsliðs- ins og hvar em þeir aldir upp? Með hliðsjón af hæfileikum þeirra manna sem við eigum og höfum átt í gegn- um tíðina finnst okkur ástæðulaust að sækja vatnið yfir lækinn. Það hefur margsýnt sig að það er ekkert betra þar,“ sagði Sæmundur að lokum. Áki Jónsson. Engar á- hyggjur segir Áki Jónsson „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu,“.sagði Áki Jónsson bakari, og fyrmrn þjálfari hjá ÍA. „Ég get ekki séð að hin liðin hafi verið að styrkja sig það mikið að við þurfum að vera með neitt stress yfir þessu. Ólafsfirðingamir hafa að vísu ver- ið að kaupa menn en þeir eiga líka eftir að tapa mönnum. Við höfum menn eins og bræðuma Pálma og Sturlaug, Reyni og Alexander. Nú svo em Ragnar Hauksson og Hálfdán árinu eldri og fleiri sterka stráka,“ sagði Áki. Á gulu Ijósi Áki sagði það vissulega vera æski- legt að bæta við tveimur til þremur mönnum til að styrkja hópinn. „Við þyrftum að fá einn sterkan á miðjuna og annan í framlínuna en við þurfum ekki að leita til Júgóslavíu að þessu sinni. Við emm búnir að sækja þang- að alltof mikið af vandræðum. Það væri skynsamlegra að mínu mati að leita fyrir sér í Skotlandi að mönnum eins og Dean Martin en hann var að gera ágæta hluti hér. Eg er alveg hæfilega bjartsýnn á næsta sumar, það má segja að ég sé á gulu ljósi hvað bjartsýnina varðar. Við þurfum bara að bíta í skjaldar- rendumar og ef við fáum tvo eða þrjá þokkalega leikmenn til viðbótar þá þurfum við engu að kvíða og þá er ég kominn á grænt,“ sagði Áki að lok- um. Gísli Gíslason. Knattspyrna er menning segir Gísli Gíslason bæjarstjóri „Ég hef haldið því fram að knatt- spyrna á Akranesi væri ekki aðeins í- þrótt heldur menning," sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri og stjómarmað- ur í IA vinum. „Ýmsir hafa gert grín að þessari skoðun minni og fundist knattspyma heldur ómerkilegt við- fangsefni og síst til þess fallið að telj- ast til menningar. Þeir hinir sömu flokka síðan sem menningu ýmsar at- hafnir og geminga, sem okkur meðal- mönnunum finnst með ólíkindum vit- laust að tengja list eða menningu. Tengsl bæjarsálarinnar við knatt- spymuna eru mikil og þannig verður hún að alþýðumenningu auk þess sem til verða á Akranesi ár eftir ár af- burða knattspyrnumenn, sem ylja bæjarbúum með list sinni og leikni með knöttinn," sagði Gísli. Mikill metnabur „Ég er alinn upp af KR bæði í knattspymu og körfubolta og veit af eigin reynslu hvað íþróttahreyfingin er mikilvægur skóli fyrir ungt fólk. Vissulega er eitt og annað sem má bæta, en miðað við það sem félögin áorka með áhuga- og sjálfboðaliða- starfi þá ættu allir að sjá að aukið fjármagn til íþróttahreyfingarinnar skilar ömggum árangri í baráttunni gegn því sem við viljum halda frá ungdómnum og skilar félagslega þroskuðu fólki út í lífið. Það var auð- velt og gott að koma á Akranes í þetta mikla íþróttaumhverfi og þó svo að ég viti að ekki er áhugi allra jafn mik- ill á íþróttum þá hitti ég engan sem ekki hrífst af þeim krafti sem býr í íþróttafólki á Skaganum." Gísli sagði að það væri í raun rann- sóknarefni hversu mikill fjöldi af at- vinnumönnum í knattspymu ætti ræt- ur að rekja í Skagaliðið. Hann sagði að árin 1992 - 1996 hefðu verið gull- aldartímar í sögu ÍA og liðið sjálfsagt aldrei betra. „Tvö undanfarin ár hafa verið ár breytinga og árangurinn ó- viðunandi að mati bæjarsálarinnar þótt hann hefði kannski sumstaðar þótt góður en ekki á Akranesi. Það er kannski þessi mikli metnaður sem bæjarsálin smitar frá sér og rík knatt- spymuhefð sem skilar þessum góðu knattspymumönnum og miklum ár- angri.“ Breytt umhverfi „Nú er umhverfi knattspymunnar mikið breytt. Hér áður fóm menn helst ekki á milli félaga og fræg em félagaskipti öðlingsins Eyleifs Haf- steinssonar í KR á sinni tíð og miklu síðar skipti Péturs Péturssonar í sama félag. Síðan hefur orðið sú breyting að ekki aðeins eru félagaskipti innan- lands eðlilegur þáttur í leiknum held- ur sækja erlend félög, sem eiga pen- inga, alla þá ungu leikmenn sem hugsanlega geta orðið að knatt- spymumönnum. Við þetta er erfitt að keppa því fómfúst áhugamannastarf aflar ekki fjármuna til að standa í samkeppni við norsk, sænsk og dönsk félagslið. Þess vegna er ýmis- legt sem við þurfum að huga að á Akranesi til þess að veita þá við- spymu sem við getum. Aðstaðan fyr- ir knattspymu á Akranesi er frábær, en það snýr samt sem áður að bæjar- félaginu að tryggja strákum og stelp- um aðgang að góðum sparkvöllum í bænum til að krakkamir geti á þess- um svæðum leikið eftir snillingunum sem þau sjá í sjónvarpinu eða á Jað- arsbökkum. í öðm lagi þurfum við að fá fleiri virka þátttakendur. Foreldrar hafa í auknum mæli tekið þátt í starfi knattspymufélagsins og fylgst með framgangi bama sinna, en horfið á braut þegar bamið er komið á ung- lingsár eða hættir iðkun." Bjartsýnn Gísli sagði stofnun ÍA-vina vera spor í þá átt að gera áhugafólkið virkara og kvaðst telja það afar mik- ilvægt í þá átt að viðhalda sterkri hefði. ,JÉg er bjartsýnn fyrir hönd knattspymunnar á Akranesi. Mörg velgengnisár hafa næstum því leitt til þess að menn hafa gleymt því hvem- ig mögru árin vom. Þó emm við ennþá með gott knatt- spymulið og unga efnilega knatt- spymumenn sem em að skila sér í baráttuna. Samkeppnin er hins vegar vissulega harðari en áður og það finna önnur félög einnig. Þess vegna er það kannski meira átak en áður að halda við hefðinni en það dregur ekki á nokkum hátt úr okkur kjarkinn og sjálfstraustið er til staðar," sagði Gísli að lokum. Alexander Högnason. Verbum ör- ugglega 11 segir „sá gamli," Alexander Högnason „Við höfum séð það svartara,“ sagði „gamli maðurinn“ í liðinu, Al- exander Högnason. Alexander og Sturlaugur eru einu leikmennirnir sem eftir eru af liðinu sem hampaði Islandsmeistaratitlinum öll fimm árin, 1992 - 1996. Hann hefur leikið yfir 160 leiki með ÍA og á að baki nokkra landsleiki. Alexander hefur því upplifað bæði skin og skúrir með félaginu og lætur það ekki á sig fá þótt nokkrir leik- menn hverfi á brott. „Það hefur alltaf komið maður í manns stað og það

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.