Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 09.03.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 SKESSIiHÖBKI I undanförnum og yfirstandandi harðindum og illviðrum hefur nokkuð verið rætt um illa aðbúð útigangshrossa bæði hér í héraði og víðar en stundum sýnist mér að gætd verið gott að rifja upp það sem stendur í gamalli bók: „Sá yðar sem syndlaus er“ og svo framvegis. Is- leifur Gíslason orti í harðindatíð: Kreppir að kaldur vetur og kyngir niður snjó. Sagt er að Sankti Pe'tur setji inn hverja dróg. En hjáleigubóndinn hefur horaðan merafans. A gaddinn útþeim gefur gamlan heyskapardans. Egill Jónasson fór um Skagafjörð snemma vors og varð það tilefni eftirfarandi hugleiðingar: Ljót erþessi brossahjörð, hana vantar spikið. Sólin skín á Skagafjórð og skammast sín fyrir vikið. sautján hross á eldi og slapp með það. Ingibjörgu Gísladóttur í Galt- arholti þótti svarið ónákvæmt og orti: Firða hjaliðfræðir oss frá þeim halnum ríka. Sautján alin á hann hross. Atján kvalin líka! Guðmundur heitinn Th. eða „trunta“ var manna orðheppnastur og einhverntíma að vorlagi var hann á ferð fneð tvö hross heldur skarpholda og mætir þá góðbónda úr nágrenninu sem nýlega hafði eignast barn fram hjá konunni. Sá ætlaði að sneiða að Guðmundi og segir: „Fjandi er þetta upphryggjað hjá þér Gvendur minn”. Svarið kom um hæl. „Eg kann nú betur við að hryggurinn snúi upp á því sem ég ríð”. Það hefúr lengi viljað loða við að nokkur rígur sé á milli héraða og ekki síst milli Eyfirðinga og Skag- firðinga þó oftast sé það mest í nös- unum. Eyfirðingur nokkur ljóðaði á Skagfirðing: Borgfirskur bóndi sem vildi gjarnan teljast í sveit hinna betri bænda var eitt sinn í útvarpsviðtali spurður um hrossaeign sína. Svar- aði hann á þá leið að hann hefði Skagfirðinga skortir ekki skjóttar merar, þóttþær séu horuherar. Menn ífítung moka snjó. -Mörg er skrítin saga-. Skagfirðingurinn svaraði: Eyfirðingar eignast böm með annara konum og þú ert einn af þeirra sonum. Kolbeinn Högnason orti um ánægju þess sem á allan sinn bú- pening við stall: Hríð við glugga syngur svalt, sést eijyrir rofum. -Nú er gott að eiga allt inni í hlýjum kofum. Veturinn 1958 orti Björgvin O Gestsson kvæði sem hann nefndi Utigangshross: Svellhunkar og sílaður gróður og silfúrgrá hnottabörð eru akur útigangshrossa á íslenskri framdalajörð. Þótt tímamir telji ei nauðsyn að troðir þú mönnunum leið. Þá sæmir ei sultarganga og sjálfsagt ei hungursneyð. Og hófurinn klofinn afkrafsi, kannske er erfinginn þinn að nálgast það náðarljósið sem nirfillinn boðar um sinn. Þarflokkar um fannimar ganga jýming er rammlega girt og hundamir hafa þann starfa að hrossin ei séu um kyrrt. Þú arftaki þarfasta þjónsins þín laun eru smánarboð. Eru afleiðing andlegs hroka sem eflist um menningar goð. Er gæðingur bóndi þér gleymdur? Gleðin á hestbaki hrat? Er folinn tók fallegu sporin ogfannstu hvað Jarpur þinn gat. Já svona er maðurinn mikill megnar að sýna sinn þrótt, en gleymir að Gáski var ratvís á götu í hríðsvartri nótt. En vonandi batnar um bjargir, börðin þín grænka á ný og lægðimar sunnan úr löndum lækki hin norðlægu ský. A íyrstu árum jeppamenningar á Islandi þóttu þeir ómissandi stöðu- tákn og voru bæði eftirsóttir og notaðir meira af kappi en forsjá. (Þykist einhver sjá samsvörun með nútímanum?) A þessum tíma sendi Kristján Samsonarson frá Bugðu- stöðum, Jóni bróður sínum sem þá var við nám í Reykjavík ljóðabréf, þar sem meðal annars var minnst á jeppaferðalög: Nú er önnur öld enfyr. Ekki spönnfrá voða, hlaðnir mönnum héppamir hér áfónnum troða. Menn ífítung moka snjó. -Mörg er skrítin saga-. Smátt úr býtum bera þó, bæði ýta og draga. Húnvetningafélagið á Akureyri fór í ferðalag umhverfis Vatnsnes og var Bjarni frá Gröf með í hópn- um. Mikið var sungið í bílnum en ekki átti allur sá söngur miklum vinsældum að fagna hjá Bjarna og orti hann af því tilefhi: Seint vill skána sönguastíll, surgar í bjánaröðum. Fer af kjánum fullur bíll fram hjá Anastöðum. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt. S: 435 1361 S Arshátíð Bretkubæjarskóla Nemendur Brekkubæjarskóla bjóða foreldrum og öðrum velunnurum á árshátíð í Brekkubæjarskóla í næstu viku. Sett hefúr verið upp sýnig á þemavinnu nemenda í sal á göngum og í setustofu skólans. Nokkuð af atriðum á árshátíð skólans eru einnig samin í tengslum við þessa vinnu. Sjá nánar í auglýsingu á síðunni hér til hægri. Opið bréf til Náttúruvemdarráðs Ég leyfi mér að fara fram á það við háttvirt Náttúruvemdarráð að það leitist við að svara eftirfarandi atriðum sem snerta vegagerð á um- deildum vegarköflum í Breiðuvík- urhreppi. I Skessuhorninu, blaði Vestlendinga, segir í frétt 2. mars s.l. að snjóflóð hafi fallið á veginn um Botnshlíð og með því hafi borist svar náttúrannar við því og færa bæri veginn niður á láglendi þar sem snjóléttara sé og mirmi hætta á flóðum. Það kemur einnig ffam í þessari frétt að umhverfis- ráðuneytið hafi afgreitt þetta mál frá sér árið 1994 og óskað eftir frekara mati. Síðan eru liðin sex ár og ekkert hefúr gerst og ég spyr: Hver er ástæðan fyrir þessum drætti. Á Náttúruverndarráð þar einhvern hlut að máii og hvað er í veginum fýir því að varanleg vegagerð skuli ekki hafa verið framkvæmd þarna fyrir löngu síðan? I fféttinni segir ennfremur að heimamenn flestir auk Vegagerðar ríkisins vilji að nýr vegur yrði lagður um Klifhraun. Það eru ekki nema nokkrir mán- uðir síðan deilt var um vegagerð yfir Vatnaheiði, sem ekki er sam- bærileg að umfangi og þessi stutti vegarspotti í Stapabotni. Þrátt fyrir miklar deilur, tók það mjög stuttan tíma að fá niðurstöðu í þvf máli. Voru einhver öfl þarna að verki sem knésettu Náttúruverndarráð? Það virðist vera að það sé ekki sama hverjir eigi hlut að máli. Með fullri virðingu fyrir náttúru landsins, sé ég ekkert sem mælir gegn því að fá þennan vegarspotta færðan neðar, þrátt fyrir að einhver mýrarfen spillist og það sér hver heilvita maður að á þeirri leið er ekki fysilegt útivistarsvæði og mun aldrei verða. Það sýnist líka auðvelt að endurgjalda þau mýrarfen því svo mikið er af framræstum mýrum í Breiðuvík þar sem búskapur hefur verið aflagður og auðvelt að fýlla upp eitthvað af þeim skurðum sem bændur létu gera í góðri trú á sauð- kindina. Ég hefi líka heyrt að færa eigi veginn sem ákeðið var að leggja sunnanvert við Axlarhóla og tengj- ast gamla veginum við Leikskála- velli upp í hólana sjálfa þar sem hann liggur nú og er hin mesta snjóakista. Þetta er mjög ótrúleg frétt. Getur háttvirt Náttúruverndar- ráð verið þekkt fyrir að draga fólk- ið sem þarna býr á asnaeyrunum öllu lengur með því að tefja fýrir lífsnauðsynlegum samgöngubót- um? Kristinn Kristjánsson frá Bárðarbúð, fyrrverandi kennari á Hellissandi. Minnum á ógreidda gíróseðla Skessuhom

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.