Skessuhorn - 06.04.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 6. APRIL 2000
^ftUSUnuKi: |
Frumsýnt í vatni Bjamalaugar
Laugardaginn 1. apríl s.l. frumsýndi Skaga-
leikflokkurinn leikverkið I.ifðu við dauðans haf
undir leikstjórn Kristjáns Kristjánssonar sem
einnig er höfundur verksins. Verkið er sett á
“svið” í Bjarnalaug á Akranesi og færir það
verkið nær þeim raunveruleika er leikurunum
er ætlað að túlka. Leikritið gerist á tímum ára-
bátanna og er við komum til leiks hefur bát
þriggja ferðalanga hvolft og fáum við að fylgj-
ast með síðustu mínútum þeirra í lifanda lífi. I
lífsháskanum fer fram uppgjör þessara þriggja
manna við lífshlaup þeirra. Hlutverk ferða-
langanna skipa einhverjir bestu og reyndustu
leikarar Skagaleikflokksins, þeir Garðar Geir
Sigurgeirsson, Gunnar Sturla Hervarsson og
Hermann Guðmundsson. Þeir þremenningar
skila allir hlutverkum sínum frábærlega. Tón-
list er samin af Orra Harðarsyni og um söng
sér Andrea Gylfadóttir. Tónlistin er hreint frá-
bær og fellur mjög vel að sýningunni og lyftir
henni í hæðir. Blaðamanni finnst að hún hefði
mátt koma fyrr inn í sýninguna því hún gefur
sýningunni þann dramatíska blæ er eíhi verks-
ins gefur tileíhi tdl. Sviðsetningin í Bjarnalaug
er frábær, uppgufun frá lauginni gefur raun-
verulega þokuslæðu og buslið í vatninu og frá-
bær túlkun færir verkið til raunveruleikans.
Blaðamaður óskar Skagaleikflokknum, höf-
undi, leikurum og öðrum aðstandendum sýn-
ingarinnar til hamingju og mælir með að allir
Akurnesingar leggi leið sína á sýningu í Bjarna-
laug. PO
Frá æfingu á leikritinu Lifðu.
Kammerkór-
inn í Borgar-
neskirkju
Miðvikudaginn 12. apríl næst-
komandi stendur Kammerkór
Vesturlands, í samstarfi við Tón-
listarskóla Borgarfjarðar, fyrir tón-
leikum í Borgarneskirkju þar sem
fluttir verða kaflar úr óratoríunni
Elías eftír Felix Mendelsohn.
Kammerkór Vesturlands var
stofnaður á síðasta ári og var til-
gangurinn með stofnun hans að
skapa Vestlendingum sem hafa afl-
að sér tónlistarmenntunar, tækifæri
til að starfa saman að tónlistar-
flutningi. Kórinn telur nú 12 - 14
félaga og eru þeir flestir fyrrverandi
og núverandi nemendur við Tón-
listarskóla Borgarfjarðar. Stjórn-
andi er Dagrún Hjartardóttir.
A tónleikunum þann 12. apríl
mun kórinn fá til liðs við sig starf-
andi tónlistarmenn úr Borgarfjarð-
arhéraði, en þeir eru: Jacek Tosik
Warzawiak píanóleikari, Theodóra
Þorsteinsdóttir sópran, Birna Þor-
steinsdóttir sópran, Hlíf Karadóttír
sópran og Hörn Hrafnsdóttir
mezzósópran. Fluttir verða kór-
þættir, tvísöngsþættir, tríó og kvar-
tettar úr verkinu auk einsöngsaría.
Munu framangreindir söngvarar og
félagar úr kórnum flytja einsöngs-
atriði.
(Fréttatilkynning)
j sáaaa! kf í J
utFS)l£)SM
lyndavélar frá
Sjonaukar frá
2rÍG0r'-
FRAMKÖUUNARMÓNUSTAN ink
BRÚARTORGJ, 310 BORGARNES! - S. 437-1055
Stóra upplestrar-
keppnín á Vesturlandi
Stóra upplestrarkeppni grunn-
skóla á Vesturlandi fór £ram í
kirkjunni í Grundarfirði fimmtu-
daginn 30. mars s.l. Þátttakendur
voru tólf frá tveimur skólum,
Grunnskóla Eyrarsveitar og
Grunnskólanum í Borgamesi.
Allir nemendumir em í 7. bekk,
fæddir 1987. Keppnin fór þannig
fram að fyrst var lesinn kafli í
óbundnu máli úr íslenskri þjóð-
sögu, síðan ljóð sem þátttakendur
völdu úr flokki fjögurra ljóða sem
stjómendur keppninnar höfðu
ákveðið og að lokum las hver eitt
ljóð að eigin vali. Allir þátttak-
endur skiluðu hlutverki sínu vel
og nokkrir með mikluin ágætum.
Fyrstu verðlaun hlaut Birgir Þór-
isson, önnur varð Jóhanna Þor-
leifsdóttir og þriðja Nanna Guð-
mundsdóttir en þau em öU úr
Grunnskólanum í Borgamesi.
Allir fengu viðurkenningarskjal og
áritaða bók ffá Máli og menningu
fyrir þátttökuna. Þrjú fyrstu fengu
verðlaunaskjal frá stjóm keppninnar
og peningaverðlaun frá Sparisjóði
Mýrasýslu. Veitingar á staðnum
vom í boði Mjólkursamsölunnar,
Osta- og smjörsölunnar og Brauð-
gerðarhúss Stykkishólms, en starfs-
fólk Gmnnskóla Eyrarsveitar sá um
ffamreiðslu og allan undirbúning á
staðnum.
Stóra upplestrarkeppnin rekur
upphaf sitt til tilrauna sem hófust í
nokkrum skólum á höfuðborgar-
svæðinu að þjálfa og meta blæ-
brigðaríka og lifandi túlkun í upp-
lestri. Ahugi og tmdirtektír urðu
með þeim hætti að á þessu skólaári
er keppni af þessu tagi haldin í
flestum skólahémðum sunnanlands
og vestan ffá Rangárvallasýslu til
Húnavamssýslu, þar með taldir
Vestfirðir, og víðast með mikilli þátt-
töku skólanna.
Sigurvegaramir, jrá vinstri: Birgir Þórisson, Nanna Guémundsdóttir ogjóhanna Þor-
leifsdóttir.
Gnmdaifirði með ehm slikan. Lýðnr ValgeirersmmrJóhamesarÞmvarðmsmmrskip-
stjm-a á Klakki SH 510. Karftrm veiddists.l. simiar á Reyk/aneshygg. Mynd: Guákmgwr.