Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 06.04.2000, Blaðsíða 5
iSiifcSSÍiMÖMi FIMMTUDAGUR 6. APRIL 2000 5 Eitt af því sem viö Islendingar meg- um vera hvaö stoltastir af í rúmlega 1100 ára sögu þjóðarinnar var þegar viö ákváöum aö segja bless viö dön- sku herraþjóöina og reyna aö standa á eigin löppum. Þó má kannski einu gilda fyrir aldraöa og öryrkja á hverjum tíma, hvor skammtar naumar skítinn úr hnefa, danskur kóngur eöa íslenskur forsætisráðherra sem heitir Davíö Oddsson. Hvaö um þaö, þá er býsna notalegt aö vera laus undan því er- lenda valdi sem áður fyrr mergsaug ís- lensku þjóöina og malaði gull, en lét lítið eða ekkert í staðinn. Á sama tíma smöluöu danskir sam- an Afríkubúum, fluttu í skip og fóru með þá til Vestur-lndía og seldu sem þræla á sykurplantekrur. En svo kom til eitthvað sem heitir almenningsálit of- aní mannréttindarugl svo danskir máttu láta af þessum bíssness, en þá voru danskir Heimdallarstrákar og heit- trúarkratar þess tíma búnir aö græöa gnótt á tiltækinu, og kóngur haföi feng- iö fjármuni í ríkiskassann, til aö geta farið í stríö eins og kónga var siður. En þá var danski herinn búinn aö éta svo mikinn sykur af plantekrunum aö hver og einn einasti hermaður var oröinn vita gjörsamlega tannlaus og aukinheldur svo sílspikaöur, aö síðan hafa danskir tapaö hverri einustu styrj- öld sem þeir hafa álpast út í. Annars segir mér aöalheimildarmaöur minn um ættfræði, að Davíð Oddson eigi ættir aö rekja til Vestur-lndía, en heim- ildarmaöurinn er ekki viss um hvort Davíð sé út af þræl eöa pískara, enda skiptir þaö mig erigu máli. Hitt þótti mér merkilegra þegar hann fræddi mig á því aö Davíð og Bob Marley heföu verið sexmenningar aö frændsemi. Þeir eru svo fjári líkir í hárafari. En nú verður mér og fleirum um og ó. Það er rætt um aö selja Landssím- ann eins og hann leggur sig til danskra aðila. íslenskir Heimdallarstrákar og heittrúarkratar eru búnir aö hræra svo í landsfeðrunum aö þeir selja ríkisfyrir- tæki út og suður fyrir slikk. Áburðar- verksmiðjan fór fyrir lítiö og ekki er aö sjá að bændur komi til meö aö njóta góös af þeirri sölu, þó nú sé hún einka- rekin, nema kannski þeir sem pöntuðu áburö fyrir síöustu áramót. Þeir fengu stuttermaboli, „Star Wars“ dót og Stoke City trefla og vettlinga í jólagjöf frá Har- aldi í Andra. Semsé nú fer síminn aö lúta dönskum yfirráðum. Þá kemur upp sú spurning í hvaða formi maður greiö- ir afnotagjöldin. Varla þýðir aö bjóöa dönskum belgvettlinga eöa tólg eins og á öldum áöur. Ætli þeir taki við ööru en Evru? Maður sér líka fyrir sér netfangið sitt nýja, klamvisur@istedgade.dk. Nú er einhver nefndarnefna fyrir sunnan á fullu viö aö drösla hálendinu niöur á láglendið og helst niöur fyrir sjávarmál. Sveitavargurinn á þó rétt á einhverjum mótbárum, sem lllugarnir túlka sjálfsagt sem væl í bændum. III- ugarnir heyra nefnilega væl í bændum þó þeir síðarnefndu steinhaldi kjafti. Er nú svo komiö að búandlið sem býr næst fjöllum og heiöum þorir ekki fyr- ir sitt litla líf lengur á klósettið af ótta viö aö salernið sé oröiö þjóðlenda, opiö fuglaskyttum illvígum ásamt um- gangslýð hverskonar. Er því von að maður tuldri fyrir munni sér setninguna sem á viö þegar maöur fær fyrsta reikninginn frá Dansk telefon kompag- ni, Gud bevare os alle sammen. Bjartmar Hannesson. Fundað um fjarkennslu Síðastliðinn mánudag stóð Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands fyrir fundi um fjarkennslumál í Grunnskólanum í Grundarfirði. Þar fluttu fjarkennslustjórar Há- skóla Islands og Kennaraháskólans kynningu á stefnu stofnana sinna í fjarkennslumálum, kynntu væntan- legt framboð náms og fræddust um leið af fundarmönnum um óskir heimafólks um ffamboð menntun- ar. Auk þess var á fundinum kynnt framboð annarra fræðslustofhana til fjarnáms. MM Gestir á fundinum í Grundarfirði þar sem- fjallað var um fiar- kennslumál. Mynd: Guðlaugur Kútter Sigurfari sem stendur við Byggðasafiiið í G'úrðum. Mynd: KK Nýtt safhahús í Görðum Föstudaginn 31. mars voru form- lega undirritaðir samningar um nýtt safnahús að Görðum. Húsinu er ædað að hýsa Steinaríki íslands, Hvalfjarðar- gangasafo, Kortasafa Landmælinga Islands og væntanlegt íþróttamin- jasafa. Þeir sem undirrimðu samning- ana fyrir eignaraðilana sem eru Akra- neskaupstaður og hreppamir sunnan Skarðsheiðar voru: Jón Pálmi Pálsson fyrir Akranesbæ, Anton Ottesen, Innri-Akraneshreppi, J ón Valgarðsson, I Ivalfjarðarstrandarhreppi, Sigurðm Valgeirsson, Leirár- og Melahreppi og Jón Þór Guðmundsson, Skilmanna- hreppi. Auk þeirra undirrimðu samn- ingana fyrir hönd Byggðasafas Akra- ness og nærsveita Valdimar Þorvalds- son stjómarformaður safasins, Magn- ús Guðmundsson, forstjóri Landmæl- inga, Þorsteinn Þorleifsson fyrir Steinaríki fslands og Þráinn Gíslason verktaki fyrir Trésmiðju Þráins. A þriðjudagsmorgun var byrjað að grafá fyrir grunni hússins og fyrirhugað er að byggingin verði tilbúin og opnuð til sýninga í lok ágúst. PO rASON hdl. logg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Austurholt 3, Borgarnesi. Einbýlishús (timbur), 136,7 ferm. ásamt sökklumundir bílskúr. Forstofa flísalögð. Hol, stofa, gangur og 4 herb. parketlögð. Skápar í 3 herb. Eldhús og baðherb. dúklagt. Málaðar viðarirmr. á baði og eldhúsi. Máluð gólf í aukainngangi, þvottahúsi og búri. Geymslulofit. Góður sólpallur og stór garður. Verð: kr. 9.500.000 Borgarbraut 1-3, Borgarnesi. íbúð á 2. hæð, 55 ferm. Stofa og tvö herbergi parketlögð. Flísar á baðherb. Nýleg ljós innrétting. Eldhús dúklagt, máluð viðarinnrétting. Verð: kr. 4.500.000 Vantar eignir á skrá, aðallega mintii og meðalstórar eignir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.