Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2000, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.04.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. APRIL 2000 Skoðanakönnun í hverri viku: www.skessuhom.is Snœfellsbœr Vinnuskóli I Skráning í vinnuskóla Snæfellsbæjar fer ! fram á skrifstofum bæjarins að Snæfellsási s 2, frá 17. til 28. apríl á skrifstofutíma. Skráningarblöð verða einnig send í grunnskólana eftir páskafrí. Rétt til skráningar eiga þeir sem fæddir eru árin ‘84, ‘85, og ‘86 og búa í bæjarfélaginu. 14 ára fá vinnu hálfan daginn í 4-6 vikur 15 og 16 ára fá vinnu allan daginn í 8 vikur. Sumarstörf hjá Snœfellsbœ Snæfellsbær auglýsir eftir umsækjendum um ertirfarandi störf. Störf í áhaldahúsi og við garðyrkju Ráðningartími er frá maí/júní til ágústloka. Umsækjendur skula vera orðnir 18 ára. Flokksstjórar í vinnuskóla Ráðningartími er frá 1. júní og í 7 - 9 vikur. Umsækjendur skula vera orðnir 18 ára. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SDS. Umsoknum skal skilað á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar Snæfellsási 2, 360 Snæfellsbæ fyrir 28 apríl n.k. Nánari upplýsingar gefa bæjarverkstjóri í síma 436 1159 og bæjarverkfræðingur í síma 436 6900 Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna f Mýra- og Borgarfjarðarsýslu verður haldinn föstudagskvöldið 14. apríl kl. 21:00 að Mótel Venus i Dagskrd: Venjuleg aðalfundarstörf Aííir veíkomnir Félag Ungra Framsóknarmanna Fra?nkvæ?ndir að Görðum. My?id: BG Byggðasafhið að Görðum Framkvæmdi r hafiiar Framkvæmdir eru nú hafnar á lyki í ágúst n.k. en það mun að öll- gefa út ákveðna dagsetningu en viðbyggingu Byggðasafnsins að um líkindum dragast eitthvað á vona að allt gangi samkvæmt áætl- Görðum. Aædað var að byggingu langinn. Menn eru ekki tilbúnir að un við bygginguna. BG Nettó opnar í dag, fimmtudaginn 13. apríl, opnar Nettó verslun sína á Akranesi. Mikill spenningur er hjá Skagamönnum og nærsveitungum vegna þessa. Mikils er vænst, því með komu þessarar matvöruverslunar kemur samkeppni sem ætti að leiða til hagstæðara vöruverðs fyrir neytendur. Verslunarstjóri Nettó á Akranesi, Helgi Dan Steinars- son er fúllur bjartsýni. Hann segist vona að koma Nettó á Skagann verði lyftistöng fyrir allt verslunarlíf á Akra- nesi og um allt Vesturland. Vill hann að fólk fái að njóta sömu kjara hér og í Reykjavík. Þegar blaðamenn bar þar að garði fyrr í vikunni voru menn á fullu við að fylla í hillur og gera allt klárt fyrir opnunardaginn BG Þegar blaðamenn Skessuhoms litu við í Nettó á dögunum voru menn í óða önn að taka til, raða í hillur og leggja síðustu hönd á húsnæðið svo að allt verði tilbiíið á opntmardaginn. Meðal aimars var unnið að undirhúningi við málun hússius. Mynd: SÓK Kfippur á Snæfellsnes Lögreglumenn og björgunar- sveitarmenn á Snæfellsnesi hafa lengi haft af því áhyggjur að ekki hafa verið til neinar klipp- ur til að ná fólki út úr illa föm- um bílum en til þessa hefur þurft að notast við hamar og meitil. Ekki er langt síðan al- varlegt bílslys varð á svæði Snæfellsneslögreglunnar þar sem klippur hefðu komið að góðum notum. Nú er loks séð fyrir endann á þessum tækjaskorti því búið er að panta klippur sem staðsettar verða í slökkibílnum í Olafsvík. Leitað hefur verið til fyrirtækja, félagasamtaka og Snæfellsbæjar til að fjármagna kaupin á klipp- unum sem kosta um tvær og hálfa milljón. Að sögn Adolfs Steinars- sonar lögreglumanns í Olafsvík hefur beiðnum um fjárframlög til þessa þarfa verkefnis verið vel tekið. ^turrrastofa Leihhúsdagurí Borgaríirði Fyrirlestrar í héraði á vegum Snorrastofu I Sveinn Einarsson | leikstjóri og rithöfundur mun halda fyrirlestur I þriðjudaginn 18. apríl n.k. kl. 18 í safnaðarsal Reykholtskirkju Fyrirlesturinn nefnist Spjall um Loft Við hvetjum fólk til að koma í Reykholt og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur. Aðgangseyrir er 400 kr., kaffíveitingar. Þeir sem ekki hafa séð sýningu Ungmennafélags Reykdœla á Galdra- Lofti hafa tcekifœri til þess kl. 21.00 um kvöldið. Gestir munu geta keypt sér kjötsúpu eftir fyrirlesturinn. Miða á Galdra-Loft er hægt að panta í síma 435 1182 og 435 1191 (e. 16.00). GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.