Skessuhorn - 13.04.2000, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR 13. APRIL 2000
^&cssunu^
Leikdeild Umf Skallagríms írumsýnir
Eg bera menn sá í Borgamesi
Næstkomandi föstudag frumsýn-
ir leikdeild Ungmennafélagsins
Skallagríms leikritið Eg bera menn
sá sem er ævintýra gamanleikur
með frjálslegu ívafi eins og leik-
stjórinn Þröstur Guðbjartsson
kemst að orði. Verkið er efrir þær
Onnu Kristínu Kristjánsdóttur og
Unni Guttormsdóttur hjá Hugleik í
Reykjavík.
Eg bera menn sá er hefðbundið
Hugleiksverk. Efniviðurinn er sótt-
ur hingað og þangað í Islandssög-
una og að stórum hluta í þjóðsög-
urnar. Þær leyfa sér að blanda sam-
an fortíð og nútíð og láta gamminn
geysa vítt og breytt. Við sögu koma
meðal annars álfar, tröllskessur,
draugur og bændur og búalið. Ut-
koman er ærslafenginn gamanleik-
ur til þess gerður að kitla hlátur-
taugar áhorfenda.
Þrettán leikarar taka þátt í sýn-
ingunni og að auki einn gestaleik-
ari. “Við ætlum að fá til liðs við
okkur nokkra þekkta einstaklinga
úr héraðinu og það verður nýr
gestaleikari á hverri sýningu sem
Bræðumir frá Gröfi þeir Bölvar og Bjignar.
fer með lítið hlutverk í upphafi
verksins. Það getur orðið mjög
skemmtilegt og kryddað sýning-
una,” segir Þröstur en er ófáanlegur
til að gefa upp nöfh gestaleikara á
þessu stigi.
Eg bera menn sá er fimmta leik-
ritið sem Þröstur leikstýrir fyrir
Skallagrím á tíu árum og lætur
hann vel af því að vinna með Borg-
nesingum. “Það er mjög gaman að
leikstýra hérna en aðstaðan mætti
vera betri. Þetta er þröngt húsnæði
og mikið notað í annað þannig að
við urðum að æfa í Grunnskólanum
fýrstu þrjár vikurnar. Það er mín
skoðun að bæjaryfirvöld ættu að
skaffa leikfélaginu betra húsnæði
undir sína starfsemi. Þetta er öflugt
og skemmtilegt félag sem á skilið að
búa við góðar aðstæður. I þessari
sýningu er kröftug blanda af reynd-
um leikurum og öðrum sem eru að
stíga sín fýrstu spor á leiksviði og ég
fullyrði að útkoman verður býsna
skemmtileg.” segir Þröstur.
GE
Leikhópurinn ásamt Þresti Guðbjartssyni leikstjóra og Svavari Sigurðssyni undirleikara.
■ Ji 48^ ' ** * "■ i.jTNfc:.. ... i v l
jjl • * 1 , ! í f |
Bílasala Vesturlands
ER FLUTT
Verið velkomin til okkar að
Brákarbraut u, Borgamesi
(Skiltaverð Biama Steinarssonar)
Bílasala Vesturlands, ’
r-J
Atht
iJú hefur
þjýiiU3iaji auki3i
iieusfn afgreitt ii J
23:30
tilboð
380
“ ýj 'JV.«
NESTB
Þjóðbrniingasaiimur
íHólnumim
SíöasthSimi sunnudag latik fijögurra helga námskeiði í þjóðbúningasaum í Stykkishólmi
undir handleiðslu Oddnýjar Kristjánsdóttur og Binm Helgadóttur firá Heimilisiínaðar-
skólanum. Fullhókað var á námskeiíió en sextán konur sátu við sauma og lærðu þessa
göfiigu iðn. Þáttakendur saumuðu fullbúinn þjóðbúning sem þær skarta á myndinni hér
að ofan. Mynd: K.Ben.
Vegna kosnmga til Bunaðarþings
Þar sem aðeíns einn kjörlisti hefiir borist til Búnaðarþings
Búnaðarsambands Borgarfjarðar tveggja vikna frest til
að fleiri kjörlistar geti borist í samræmi við 5. tl. 13. gr.
í samþykktum Bændasamtaka íslands.
Fresturinn rennur út 20. apríl nk.
Aðalfundur Búnaðarsambands Borgarfjarðar verður
I fimmtudaginn 27. aprtl nk. á Hvanneyri og hefst kl. 21:00
Eftirfarandi listi hefur verið borinn fram til
Búnaðarþings:
1. Haraldur Benediktsson, Vestri-Reynir
2. Sigurgreir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti
3. Bryjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi
4. Skúli Kristjónsson, Svignaskarði
fh. Búnaðarsambands Borgarfjarðar
Jóns Björnsson