Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.01.2002, Blaðsíða 2
2 FOSTUDAGUR 17. JANUAR 2002 Frá undinkrift sarnnmgsrns. F.v. Hervar Gurmarsson, Gísli Gíslason, Bjamfríður Leósdáttir. Eldri borgarar fá hús Sunnudaginn 13. janúar sl., var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Verkalýðs- félags Akraness um að Akranes- kaupstaður leigi til 1S ára 3. hæð- ina að Kirkjubraut 40. Um er að ræða 451 fermetra húsnæði. Til- gangurinn er að starífækja félags- starf aldraðra í húsnæðinu og starfsemi á vegum Félags eldri borgara á Akranesi og í nágrenni (FEBAN). Hluti húsnæðisins er afhentur nú, en seinni hlutinn verður afhentur á komandi sumri. Gert er ráð fyrir því að í septem- ber verði starfsemin þar komin að fúllu í gang. Um leið og leigu- samningurinn var undirritaður var samhliða gengið frá sam- komulagi milli Akraneskaupstað- ar og FEBAN um að FEBAN hafi umsjón með hinu leigða húsnæði og annist údeigu þess. Með þess- um samningum er ákveðið að fé- lagsstarf eldri borgara og FEBAN verði að Kirkjubraut 40 á kom- andi árum. Við undirskriftina tóku m.a. til máls Gísli Gíslason bæjarstjóri, Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjómar, Bjamfriður Leósdóttir formaður FEBAN, Hervar Gunnarsson, formaður VLFA, Skúli Þórðarson og séra Bjöm Jónsson og lýstu allir yfir á- nægju sinni með að þetta skref hafi verið stigið. SPM færir út kvíamar Sparisjóður Mýrasýslu hefur keypt stofiifé í Sparisjóði Siglu- fjarðar fyrir 30 milljónir og er þar með eigandi að 40% stofnfjár sjóðsins og sá stærsti. Að sögn Gísla Kjartanssonar sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mýra- sýslu átti Sparisjóður Siglufjarðar í erfiðleikum. "Við beittum okkur fyrir því ásamt Dalvíkingum, O- lafsfirðingum og Kaupþingi að koma sparisjóðnum út úr þessum vandræðum. Með því emm við líka að horfa dl framtíðar því það á eftir að sameina þessa lidu sjóði í framtíðinni," segir Gísli. Grundarfjörður Vinstrí Grænir fram Sunnudaginn 13. janúar sl. stofnuðu felagar Vrnstri - Grænna í Grundarfirði sérstaka félags- deild. A fúndinum var samþykkt að stefha að framboði á vegum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Grundarfirði við sveit- arstjómarkosningarnar á vori komanda. Stjórn Vinstri - Grænna í Gmndarfirði skipa: Emil Sigurðs- son vélstjóri formaður og með- stjómendur Matthildur S. Guð- mundsdóttir leikskólakennari og Helena María Jónsdóttir verslun- armaður. GE Stækkun Norðuráls hf. Umhverfisáhrif kynnt Vinna við mat á umhverfisáhrifúm vegna stækkunar álvers Norðuráls hf. á Grundartanga í allt að 300 þúsund tonn er nú vel á veg komin, en í dag afkastar verksmiðjan um 90 þúsund tonnum árlega. Undirbúningur við skýrsluna hófst fyrir rúmu ári og í janúar í fyrra sendi Skipulagsstofnun frá sér ákvörðun um matsáædun vegna verkefnisins. Matsskýrslan sjálf er nú á lokastigi og hafa drög hennar nú verið kynnt í því sjónarmiði að óska eftir athugasemdum áður en henni er endanlega skilað til form- legrar umfjöllunar Skipulagsstofnun- ar. I skýrslunni er m.a. fjallað um nú- verandi rekstur, umhverfisrannsóknir á Grandartangasvæðinu fyrir tíma ál- versins, umhverfisvöktun á rekstrar- tíma þess, áhrif núverandi reksturs á samfélag og umhverfi, lýsing á fyrir- huguðum framkvæmdum, loftdreif- ingaspá og mat á áhrifúm stækkaðrar verksmiðju ásamt fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum. Helstu umhverfisáhrifin af stækk- un álversins í allt að 300 þúsund tonna ársframleiðslu samkvæmt skýrslunni era m.a. eftirfarandi á rekstrartíma: þynningarsvæði loft- borins brennisteinsdíoxíð verður 3,0 km vestur frá álverinu og 1,5 km breitt. Þynningarsvæði loftborins flú- ors verður 2,5 km vestur frá álverinu og 1,5 km breitt. Þynningarsvæði svifryks verður alls staðar undir við- miðunarmörkum utan álversins. Ar- legur útblástur koltvísýrings ígilda verður samkvæmt skýrslunni 450.000 tonn á ári, sem samræmist stefnu ís- lenskra stjómvalda. Árleg urðun ker- brota verður 4800 tonn á ári. I skýrsl- unni kemur ffarn að þekja viðkvæmra tegunda gróðurs geti minnkað í næsta nágrenni iðnaðarsvæðisins. Þá er búist við uppsöfnun flúoríðs í gróður í næsta nágrenni álversins og að þolmörkum grasbíta verði þar náð. Því sé nauðsynlegt að stunda landbúnað og nytjar jarða undir stöðugri vöktun. Ekki er gert ráð fyr- ir teljandi umhverfisáhrifum á líffíki sjávar og fjöra. Ahugasömum gefst tækifæri til að kynna sér drögin og senda inn at- hugasemdir fyrir 21. janúar 2002, en allar frekari upplýsingar má nálgast á vef Norðuráls hf., www. nordural.is. smh Ingunn með metaflaverðmæti -21 milljón á tæpum sólahring Ingunn aö legg/ast að bryggju með aflann dýmueta Ingunn landaði 2000 tonnum af loðnu sl. þriðjudag á Akranesi en verðmæti aflans er um 21 milljón króna. Af því tilefni var tekið á móti skipinu við Akraneshöfn og áhaftiar- meðlimum færð terta. Það tók skipverja Ingunnar ekki nema tæpan sólahring að fylla skipið og gerðu þeir það í sex nótaköstum. A mánudaginn landaði Víkingur fullfermi, 1400 tonnum, af loðnu á Seyðisfirði. Loðnan heldur sig fyrir austan land og veiðist aðallega kvöldin og á nóttunni en þegar nær hrygningu dregur fer loðnan að færa sig inn á granninn fyrir SA-land og verður þá hægt að veiða hana allan sólahringinn. HJH Rannsóknamefiid sjóslysa í Stykldshólm í lok síðasta árs fluttd rannsókn- amefnd sjósfysa starfsemi sína til Stykkishólms. Stofnunin, sem er ríkisstofnun, mun hafa aðsetur sitt í öðram helmingi flugstöðvarinnar við Stykkishólm, þar sem áður var biðsalur og hliðarherbergi. Aður var nefndin til húsa í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar er Jón Ingólfsson en hann var ráðinn til stofnunar- innar sl. haust og hyggur á að setj- ast að í Stykkishólmi á næstunni, en hann er Reykvíkingur að upprana. Aðstoðarmaður hans hefur verið ráðinn Hólmarinn Guðmundur Lárasson og hefur hann þegar haf- ið störf við stofnunina. Jón segir að tilfærslan sé liður í að færa starf- semi og stofnanir ríkisins í auknum mæli út á land og þarna sé verið að nýta húsnæði flugstöðvarinnar sem annars stendur að mestu autt. Rannsóknarnefndin heyrir undir samgönguráðherra, Sturlu Böðv- arsson, og segir m.a. í lögum nefndarinnar að samgönguráðherra skuli „skipa sérstaka fimm manna nefnd kunnáttumanna til fjögurra ára í senn. Nefndin skal kanna or- sakir allra sjóslysa er íslensk skip farast. Nefndin rannsakar einnig öll slys þar sem manntjón verða, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Nefndin skal starfa sjálfstætt og óháð." Jón Ingólfsson segir að fastir starfsmenn við nefndina séu ein- ungis þeir Guðmundur en aðrir nefndarmenn séu til ráðgjafar. Stefnt er að því að starfsemin hefj- ist formlega í kringum næstkom- andi mánaðamót. smh Slys út af Malarrifi á Snæfellsnesi Þyrla landhelg- isgæslunnar sótti sjómann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út að morgni mánudagsins sl. til að sækja lærbrotinn sjómann út af Malarrifi á Snæfellsnesi, á netabátinn Sólfara úr Hafnarfirði. Kom kallið ffá skipstjóranum á Sólfara um 20 mínútur yfir átta og 2 5 mínútum síðar var TF-Líf kom- in í loftið. Klukkan 10:58 var svo komið með sjómanninn á slysa- deild til aðhlynningar. smh Flatey á Breiðafirði, 345 Fámennasta póstnúmer landsins Samkvæmt bráðabirgðatölum ffá Hagstofú Lslands þá var póst- númer 345 það fámennasta á Is- landi þann 1. desember sl., en það tilheyrir Flatey á Breiðafirði. Vora þá 10 manns skráðir með lögheim- ili á eynni, 8 karlar og tvær konur. Fjölmennasta pósmúmerið er 300 Akranes með 5517 íbúa; þá 310, Borgames með 1775 íbúa og 311, Borgames strjálbýli með 1421. Síðan koma 340, Styiddshólmur með 1293 íbúa; í 355, Ólafevík búa 1076 manns og 350, Grundar- fjörður 959 manns. smh Kaupfélagshús- ið að seljast? Fyrrum höfúðstöðvar KB við Egilsgötu í Borgamesi hafa staðið auðar í tæpt ár eða frá því Kaupfé- lagið flutti alla sína starfsemi í nýtt húsnæði við Hymutorg. Sparisjóð- ur Mýrasýslu á húsið í dag og hefúr haft það til sölu ffá því eigenda- skiptin fóra ffam. Margir hafá velt fyrir sér hvert yrði framtíðariilut- verk þessa stóra húss og ýmsar hug- myndir hafá komið fram. Eins og sagt hefur verið ffá í Skessuhomi hefúr bæjarstjóm Borgarbyggðar m.a. fjallað um að bæjarskrifstofún- um verði fúndinn staður í hluta hússins og einnig hafá verið uppi hugmyndir að þar verði staðsettir einhverskonar atvinnugarðar. Nú er hugsanlegt að húsið fári að skipta um eigendur því sam- kvæmt heimildum Skessuhoms hefúr ákveðinn aðili sýnt því áhuga að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði. Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri staðfesti í samtali við Skessuhom að kauptilboð hefði borist í húsið en ekki hefði verið teldn afetaða til þess. Hann vildi hinsvegar ekki gefa upp ffá hverjum það væri að öðra leyti en að tilboðið kæmi úr Reykjavík. GE Banaslys Banaslys varð á Holtavörðu- heiði við brú yfir Norðurá við Biskupsbrekku síðastliðið fimmtudagskvöld. Fluminga- biffeið sem var á Norðurleið var komin yfir brúna þegar áreksturinn varð og lenti ffaman á jeppabiffeið sem talið er að hafi verið á öfúgum vegarhelmingi að sögn lögreglunnar í Borgamesi. Ökumaður jeppans sem var einn í biffeiðinni lést af völdum meiðsla sem hann hlaut í árekstrinum. Flumingabfllinn valt út fyrir veg en ökumann hans sakaði ekki. Tengivagn flutningabflsins shmaði frá og valt ekki en þess má geta að vagninn var fúllur af lifandi minkum. QE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.