Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 17.01.2002, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 aáUUUIIU^i Hús Húseignin að Borgarbraut 49 í Borgarnesi ertil sölu. Húsið er samtals 139 fm og hefur verið töluvert endurnýjað. Nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofutíma. Pétur Krístinsson hdl. Sími 438 1199 Stj órnmálaskóli S j álf stæðisf lokksins Helgamámskeið Stjómmálaskólans hefst föstudaginn 25. janúar nk. í Grunn- og fjölbrautaskólanum í Ólafsvík. Skólinn verður starfandi frá föstudeginum til og með sunnudeginum 27. janúar. Námskeið stjómmálaskólans em ætluð áhugasömu fólki um stjómmál bæði skólafólki og fólki úti í atvinnulífinu og er farið yfir fjölmörg atriði. Fyrirlestrar og umræður eru t.d. um flokksstarnð, sveitarstjómarmál, mennta- og menningarmál, fjölmiðlamál, byggðamál, samgöngu- og ferðamál. Einnig fá þátttakendur þjálfun í ræðumennsku. Áhugasömum er bent á að skrá sig í síma: 862 2998 eða senda tölvupóst á tyrol@islandia.is im Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali NÝTTÁ SÖLUSKRÁ Fálkaklettur 7, Borgarnesi Einbýlishús, íbúð 133 ferm., bílgeymsla og geymsla 68 ferm. Forstofa flísalögð, hol og gangur parketlagt. Eldhús parketlagt, viðarinnrétting. Stofa teppalögð, einn veggur og loft viðarklætt. Fimm herb., eitt parketlagt en fjögur dúklögð, skápar í 2 herb. Þvottahús og búr. Stór geymsla á neðri hæð og bílgeymsla. Verð: 14.500.000. BORGARBYGGÐ TIL FASTEIGNAEIGENDA í BORGARBYGGÐ Álagningu fasteignagjalda 2002 í Borgarbyggð er lokið og er nú verið að senda álagningarseðla til gjaldenda. Gjalddagar eru fimm þ.e. 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. Vanskilavextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga. Sérstök athygli er vakin á að Sparisjóður Mýrasýslu sér um innheimtu gjaldanna eins og undanfarin ár. Frekari upplýsingar um álagningu eru gefnar á bæjarskrifstofunni. Bæjarritari Höfði þakkar fyrir Opið hús í 20 ár „Opið bús“fer afstað á Höfða 2. apríl 1982 með léttri sveiflu. Edda Hálfdánardóttir, formaður félagsmálaráðs, stígur dans við einn þátttakanda, Dísa á Höfðanum og Stefán í Skipanesi fylgjast með. Sitjandi á bekkfrá v. Krístín og Sigurður á Geirsstóðum, Steini í Reykhólum og Ragnheiður frá Miðfelli. Til hcegri md sjá Guðjón í Bæjarstceði, Berg Ambjömsstm og Ólínu í Skipanesi. Nú í ár flytur opna hús- ið starfsemi sína frá Dval- arheimilinu Höfða og í stærra, hentugra og von- andi betra húsnæði sem Akraneskaupstaður hefur tekið á leigu hjá Verkalýðs- félagi Akraness að Kirkju- braut 40. Það var 2. apríl árið 1982 sem Höfði, fyrst dvalarheimila, opnaði hús sitt fyrir skipulögðu félags- starfi meðal aldraðra og öryrkja. Varð það upphaf- ið að þeirri félags- og þjónustumiðstöð sem heimilið hefur síðan rekið. Félagsmálaráð Akraness hefur frá upphafi, ásamt Höfða, staðið fyrir því fjölbreytta starfi sem boðið hefur ver- ið uppá. Lengst af hefur opna húsið verið síðdegis á mánudögum og miðviku- dögum, en boðið hefur verið uppá námskeið af ýmsu tagi, spil, söng og aðra skemmtun. Samkomumar era nú orðnar 950 alls á þessu 20 ára tímabili en þær hafa verið mjög vel sóttar allt frá upphafi. A annað hund- rað manns hafa sótt opna húsið á miðvikudögum og er þá hvert sæti skipað; heldur færri hafa komið á mánudögum. Stjóm Höfða, starfsfólk og íbúar heimilisins vilja nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim mörgu sem lagt hafa hér hönd á plóg; félagsmálaráði og þeirra ágæta starfsfólki, félögum úr FEBAN og öðrum sem lagt hafi málefininu lið. Um leið óskum við Akraneskaupstað, félagsmálaráði, Fé- lagi eldri borgara og öðrum þeim sem sækja félagsstarfið til hamingju með nýja staðinn. Opna húsið, í þessi 20 ár, hefur verið íbúum Höfða mikilvæg viðbót við annað öflugt félagsstarf á heimil- inu. Vonandi geta gestir utan úr bæ sem sótt hafa okkur heim sagt hið sama. Þrátt fyrir að opna húsið hverfi á braut frá Höfða, verður heimilið á- ffarn öflug þjónustumiðstöð, en á- herslur hafa breyst eins og jafnan gerist á löngu tímabili. Dægradvöl: Dagvistun eða dægradvöl fyrir aldraða og öryrkja er kosmr sem boð- ið verður áfram uppá, en það var einnig fyrir 20 árum, eða haustið 1981, sem hún tók til starfa. Dag- deildin var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og var hún hugsuð fyrir þá einstaklinga sem bjuggu einir heima og fóru á mis við nauðsynlegt samfé- lag við aðra. Þetta fólk vildi búa á- fram heima og forðast þannig stofn- anavist, en leitaði eftir ýmiskonar þjónustu, starfsþjálfun og félagsstarfi. Boðið er uppá dvöl eftir þörfum hvers og eins, einn eða alla daga vik- unnar. Alilli 20 og 30 manns njóta í dag þessarar þjónustu, en á annað htmdrað aldraðir eða öryrkjar hafa sótt dægradvölina í þau 20 ár sem hún hefur veið rekin. Útseldur matun I október 1994 var farið að senda út mat ftá mötuneyti Höfða til aldr- aðra og öryrkja úti í bæ. A milli 3000 og 4000 máltíðir hafá verið sendar út árlega. A milli 25 og 40 einstakling- ar nýta sér árlega þessa þjónustu, sem er undir stjóm félagsmálaráðs Akra- ness. Ferðaþjónusta fadaðra: Þann 1. nóvember s.l. hófu Akra- neskaupstaður og Dvalarheimilið Höfði í sameiningu að reka ferða- þjónusm fyrir fatlaða og aldraða, en áður hafði Höfði rekið akstursþjón- usm vegna þeirra öldraðu sem sótt hafa dagvistun á heimilinu frá 1981. Þessi þjónusta hefur farið vel af stað með bifreið af fullkomnusm gerð. Hún er útbúin fyrir tvo hjólastóla auk 7 sæta. Sjálfseignaríbúðin 27 raðhús og 15 bflskúrar voru reist á lóð Höfða á árunum 1984 til 1993. Stærðir íbúðanna á Höfða- grund eru frá 80 til 90 fermetrar. Húsin voru reist fyrir forgöngu stjómar Höfða. I húsunum hafa búið alls 80 einstaklingar eða hjón um lengri eða skemmri tíma. Búseta í þjónustuíbúðum er góður kostur fyr- ir þá aldraða sem vilja halda eigið heimili sem lengst. HjúkrunardeUd: A síðastliðnum 10 árum hefur hluta af dvalarheimilinu verið breytt í hjúkrunardeild, en það er ffamkvæmt í samræmi við kröfúr tímans. I dag eru íbúar Höfða 78 alls og eru 39 skráðir á hjúkrunarrými en 39 á þjón- usturými. A næsm árum má gera ráð fyrir að íbúum á hjúkrunanými fjölgi á sama tíma og íbúum á þjónusm- rými fækki. Kostnaður við að koma upp hjúkrunardeildinni á þessum 10 árum er 40 milljónir (25 milljónir í byggingarkostnað og 15 milljónir í ýmsan búnað). Framlög úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra hafa numið 35%, eða 14 milljónum. Hlutur eignaraðila var því aðeins kr. 26 millj- ónir. Að dómi fagmanna var kosm- aður við þessar breytingar mjög lítill, enda tiltölulega auðveldur í fram- kvæmd. Nú í ársbyrjun eru starfsmenn á Höfða 88 alls í 62 stöðugildum. Um leið og við endurtökum þakkir okkar til opna hússins, viljum við þakka öll- um þeim mörgu sem lagt hafa okkur lið með góðum gjöfúm og heimsókn- um á árinu 2001. Heimilisfólk, stjóm og starfsfólk óskar íbúum Akraness og sveitanna strnnan Skarðsheiðar gleðilegs árs með þökk fyrir allt gam- alt og gott. Ásmuvdur Olafison, framkvæmda- stjári Dvh. Höfia Góð bók Borgfirðings Mér finnst gott að hafa verið til af ýmsum Ég keypti dálitla ljóðabók á síð- ustu jólaföstu: Mér finnst gott að hafa verið til, heitir hún og er eftir Kristján Arnason frá Skálá í Sléttu- hlíð. Hann er raunar Borgfirðing- ur, eins og margir vita, fæddur að Skarði í Lundarreykjadal; ólst upp á Stálpastöðum í Skorradal en átti síðan heima á Kistufelli áður en hann flutti norður í Skagafjörð. Kristján hefur stundað búskap og smíðar. Að hætti margra starfs- bræðra í bændastétt hefur hann fengist við skáldskap; hefur gefið út eina ljóðabók áður: Fjöllin sál og á- sýnd eiga (1994). Ég naut lesturs hinnar nýju ljóðabókar Kristjáns Arnasonar og vildi því mega vekja athygli les- enda Skessuhorns á henni. Hún er sérlega fjölbreytt, bæði að efni og formi: Sum ljóðanna eru full af gáska og glettni, stundum ögn grárri, en önnur eru blandin al- vöru og trega. Þar á milli verða svo ljóð sem fjalla um flóknustu spurn- ingar tilverunnar og lýsa djúpri og skarpri hugsun. Strax á fyrstu ljóða- opnu bókarinnar sjáum við breidd efnisins: á vinstri síðu kvæðið Skálárkarlinn, býsna glettna sjálfslýsingu skáldsins, en á þeirri hægri kvæðið Móður- minning, einkar fallega kveðju skáldsins til móð- ur sinnar, en minningu hennar tileinkar Kristján bókina. Ég vil að öðru leyti ekki hafa af lesend- um ánægjuna við að kynnast af eigin raun kvæðum Kristjáns Arna- sonar, bendi þó á kaflann Eftirmæli og afmælis- ljóð. í honum bregður Kristján upp afar athyglisverðum myndum samferðamönnum; ég nefni t.a.m. kvæðin um Þórð í Haga og hjónin í Gilstreymi, Hannes og Guðrúnu. Og það er af fleiru að taka. Mér fannst gott að hafa lesið þessa bók. Bjami Guðmundsson Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.