Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2002, Síða 1

Skessuhorn - 05.06.2002, Síða 1
Andakílsskóli hlýtur Grænfánann Við skólaslit Andakílsskóla á Hvanneyri í gær (þriðjudag) var skólanum afhentur Grænfáninn sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir skóla sem skara fram úr í umhverf- isvemd og fræðslu um umhverfi og náttúru. í Andakílsskóla hefur um árabil verið lögð mikil áhersla á fræðslu um umhverfismál og er skólinn einn af tólf skólum sem á- samt landvernd era stofnendur Grænfánans á Islandi. Andakílsskóli er einn af þremur fyrstu skólunum á Islandi sem hlýt- ur þessa viðurkenningu en fyrr í vor var Fossvogsskóla og Selásskóla af- hentur Grænfáninn. GE Sigurbjöm Islands- meistari í hreysti Hreppti titilinn tveimur mánuðum eftir mót Eins og fram hefur komið í firétt- tim hafa þrír keppendur á Islands- móti IFBB í fitness eða hreysti, sem haldið var á Akureyri um páskana, verið úrskurðaðir í keppnisbann eft- ir að lyfjapróf sem gerð voru eftir keppnina reyndust jákvæð. Þrír efstu keppendurnir í karla- og kvennafloldd gengust undir slíkt próf og reyndist helmingur þeirra hafa neytt ólöglegra lyfja. Var þar um að ræða sigurvegara keppninnar bæði í karla- og kvennaflokki og keppandann sem hafnaði í öðru sæti í karlaflokki. Auk þess að vera dæmdir í langt keppnisbann missa keppendumir sæti sín á Islandsmót- inu og því er Borgnesingurinn Sig- urbjöm Ingi Guðmundsson, sem hafnaði í 3. sæti í karlaflokki á mót- inu, raunverulegur sigurvegari og því íslandsmeistari árið 2002 í hreysti. Sigurbjörn segir að þetta hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta er að sjálfsögðu ekki eitthvað sem maður bjóst við að gerðist enda er þetta í fyrsta sinn sem keppandi í greininni fellur á lyfjaprófi efdr mótið. Auð- vitað er maður samt ánægður þótt leiðinlegt sé að vinna titilinn á þennan hátt. Það jákvæða við þetta er að það kemst í umræðuna að ekki er hægt að komast upp með að svindla á svona mótum og þetta verður vonandi til þess að einhver sem íhugar að nota ólögleg lyf hugsi sig tvisvar um.“ Sigurbjöm segist aðspurður að sjálfsögðu ætla að verja titilinn á næsta ári og ætti hann þá að geta fagnað honum á hefð- bundinn hátt. SÓK Vilja einangra rækjumið í Breiðafirði Á fúndi bæjarráðs Gmndar- fjarðar á dögunum var samþykkt að fela bæjarstjóra, Eyþóri Björnssyni, að skrifa sjávarút- vegsráðherra bréf varðandi möguleikann á því að loka rækju- miðunum á Breiðafirði fyrir öðr- um en Breiðafjarðarbátum. Guðni E. Hallgrímsson, bæj- arfúlltrúi, segir að hugmyndin taki mið af fyrirkomulagi sem tíðkast t.a.m. í Isafjarðardjúpi og í Húnaflóa þar sem ákveðnum veiðihólfum sé lokað fyrir „utan að komandi“ bátum. Segir hann að það sé hugmynd bæjarráðs að kanna möguleikana á því að, vernda hagsmtmi þeirra sem stundi rækjuveiðar og vinnslu á Breiðafjarðarsvæðinu á þennan hátt. Hann tekur jafnframt ffam að ennþá séu þessar hugmyndir á byrjunarstigi. „Við ætlum að kynna okkur málið betur áður en við sendum ráðherra bréf en það er margt sem þarf að skoða í þessu máli. Hagsmunir útgerðar og vinnslu fara t.d. ekki alltaf saman,“ segir Guðni. smh Skapast hefur heftíjynr því að brjóta upp hefSbundið skólastarf í Grundaskóla á vordögum og vera með sérstakt vorþema í um vikutíma. Víkingarvoru þaðþema sem 7.-9. bekkurfe'kk til umfjöllunar og endaði það með sýningu áýmsum munum ogútileikjum sem tengdust víkingum. A sýningunni mátti m.a. finna hneftöfl, víkingaskart, flókatöskur og spárúnir sem nemendur höflu biíið til í vikunni. 1.-4. bekk var m.a. boðið aðfara á hesthak, upp í Skógrœkt og keppa á HM leikum og nemendur í 5.-6. bekk fóru ífuglaskoðun og unnu nAttúrujræðiverkefni. A myndinni má sjá nemendur í 1.-4. bekk en þeir og kennarar þeirra nuettu í grímubúningum síðasta daginn.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.