Skessuhorn - 05.06.2002, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbrout 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Símk 431 4222
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðomenn: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir 862 1310 sigrun@skessuhorn.is
Sigurður Mór Horðorson 865 9589 smh@skessuhorn.is
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Prófnrknlestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir ougl@skessuhorn.is
Prentun: Prentsmiðjo Morgunblaðsins
Skessuhorn kemur úl alla fimmtudaga. Skilafrestur auglvsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum.
Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingapláss tímanlega.
S3ið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
riftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð
í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Medalíu-
mergð
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Ég hef aldrei talið það neinum vafa undirorpið að ég beri
höfuð, herðar og bringu yfir fjöldann bæði hvað varðar lík-
amlegt og andlegt atgervi. Af einhverjum ástæðum hafa
medalíur, bikarar og annar slíkur varningur sem útdeilt er til
hinna framúrskarandi, samt sem áður ekki safnast upp hjá
mér í stórum stöflum. Má það telja stórundarlegt.
I raun og veru man ég því miður ekki til þess að ég hafi
unnið til verðlauna í nokkurri keppni ef ffá er talin keppni í
hástökki án atrennu í piltaflokki á héraðsmóti á síðustu öld.
Það mót er reyndar fyrst og fremst efdrminnilegt fyrir þá er
sakir að stór hluti keppenda var veðurtepptur heima hjá sér
en ég fæst hinsvegar aldrei til að viðurkenna að árangur
minn á mótinu tengist því á nokkurn hátt. Er skemmst frá
því að segja að ég stökk þarna hæð mína í loft upp í fullum
herklæðum og hefði unnið til gullverðlauna ef þetta hefði
ekki verið fyrir tíma þeirra þannig að ég fékk aðeins blað-
snifsi að launum sem er fyrir löngu fordjarfað.
Ég neita því ekki að umræddur medalíuskortur hefur svo-
lítdð plagað mig upp á síðkastið því eftir því sem árin líða þá
minnka óneitanlega líkumar á stórafrekum á sviði íþrótta.
Eg var hinsvegar vongóður um að úr kynni að rætast eins
og nú hefur komið á daginn. Ég las það nefnilega í ekki
ómerkara riti en Morgunblaðinu í síðustu viku að hún Anna
Kisselgoff blaðamaður hjá héraðsfféttablaði Nýju Jórvíkur,
New York Times, hefði fengið í sinn hlut eitt stykki Fálka-
orðu fyrir að ausa lofi íslenskan dansara sem stxmdað hefur
sína fótamennt þar í sveit.
Ég sá mér að sjálfsögðu strax leik á borði enda tel ég það
ekki vera stórmál að mæra íslenska alþýðulistamenn. Mun
ég að sjálfsögðu byrja á þeim sem næstir em og skjalla vest-
lenska listamenn af öllum stærðum og gerðum. Þar sem for-
dæmið kemur ffá danslistinni þá gæti ég t.d. tekið fyrir
Martein á Leirárgörðum sem er afburðadansari í sinni sveit.
Næst tæki ég fyrir vísnagerðarmanninn Dagbjart á Refstöð-
um og vegsamaði harrn af öllum mætti. Þá gæti ég næst
sungið lof og dýrð stórsöngvaranum Sindra í Bakkakoti og
haldið síðan áfram koll af kolli þar til ég væri búinn að troð-
fylla allar hirslur mínar af Fálkaorðum.
Ég sé þarna með öðmm orðum stórkostlegt tækifæri, ekki
bara fyrir mig heldur þjóðfélagið í heild. Því fyrst sú stefha
hefur verið tekin upp að smella Fálkaorðum á blaðamenn
sem em tilbúnir að nefna í nokkmm línum þá Islendinga
sem eitthvað vinna sér til ffægðar þá gæti Fálkaorðuffam-
leiðsla orðið að nýrri stóriðju hér á landi sem ég legg að
sjálfsögðu til að fundinn verði staður á Gmndartanga.
Með öðrum orðnm: Eintóm hamingja!
Gísli Einarsson, verðandi Fálkaorðuhafi.
A mánndag og þriðjudag var hefðbundið skólastarfbrotið upp í Brekkubœjarskóla í tilefni
þess að skóla er nú bráðum lokið. Nemmdum var skipt í tvo hópa og hélt annar þeirra
niður á Langasand þar sem byggðir voru sandkastalar og hinnfór vítt og breitt um
bœinn, m.a. að vitanum og upp í Akrafjall.
Blaðamaður Skessuhoms leit við á Langasandi þar sem var mikiðjjur. Sandkastalamir
voru hver öðrum glæsilegri m krakkamir sógðu að í gangi vœri hálfgerð keppni þótt engin
veeru verðlaunin nema aðsjálfcögðu áruegjan af að “sigra”. Þótt upphaflegi tilgangurinn
meðferðinni hefði verið að byggja sandkastala voru margirsem sáu sér ekki annaðfiert en
að vaða í sjónum enda veðrið með eindœmum gott á mánudag. SOK
Ferðamálasamtök
Vesturlands 20 ára
Ferðamálasamtök Vesturlands
héldu upp á afmæli sitt í Reykholti
síðasdiðinn laugardag en þann 18.
maí sl. voru 20 ár liðin ffá því sam-
tökin voru stofnuð. Ferðamálasam-
tök Vesturlands eru elstu ferðamála-
samtök landsins og um margt braut-
riðjandi á sínu sviði.
I tilefni afmælisins var boðið til
afmælishátíðar £ Reykholti sem
hófst með samsæti í boði sam-
gönguráðuneytis í Heimskringlu í
kjallara Reykholtskirkju. Að því
loknu tók við kvöldverður og
skemmtun í Hótel Reykholti. Við
það tækifæri voru tveir frumkvöðlar
heiðraðir sérstaklega, þeir Kristleif-
ur Þorsteinsson á Húsafelli og Oli
Jón Olason hótelstjóri í Reykholti
sem var einn af stofnendum Ferða-
málasamtaka Veturlands og fyrsti
ferðamálafulltrúi landsins. GE
Vegleg sumaropnun
Norska hússins
Frá sumaropnun Norska hússins.
Formleg sumaropnun Norska
hússins í Stykkishólmi átti sér stað
með veglegum hætti á fimmtudag-
inn sl. Við það tækifæri opnuðu þrír
ólíkir listamenn sýningar sínar; þau
Dröfn Guðmundsdóttir, mynd-
höggvari, Silja Sallé, ljósmyndari,
og Guðmtmdur Hermannsson, úr-
smiður. Um 50 manns sóttu Norska
húsið heim af þessu tilefni og nutu
sýninganna í þessu skemmtilega list-
húsi. Mun Norska húsið verða opið
í sumar, daglega frá 11 til 17, til 1.
september.
Dröfn „leggur á borð fyrir tvo“ í
bláa herberginu en hún hefur verið
að vinna glerverk og sýnir nú þar
gullfallegt glermatarstell. Þess má
geta að Dröfh er einnig með sýn-
ingu á matarstellinu í Man-salnum í
Reykjavík í tengslum við Listahátíð.
Dröfn þekkir vel til Snæfellsnessins
því ásamt liststörfum sinnir hún
leiðsögn um héraðið. Silja Sallé er
menntaður ljósmyndari, alin upp í
Frakklandi en á íslenska móður og
býr móðurfjölskylda hennar á
Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholts-
hreppi - og þar dvaldi Silja öll sum-
ur sem bam. Síðustu fimm sumur
hefur hún leiðsagt ferðamönnum
um ísland og þá notað ferðimar til
að mynda landið. Á sýningunni í
Norska húsinu má sjá ljósmyndir
Silju ffá Vesturlandi og af hálendi
íslands. I „eldhúsi" Norska hússins
sýnir Guðmundur gamlar klukkur,
úr, verkfæri og íkona. Hann hefur
sérhæft sig í viðgerðum á gömlum
klukkum og ffytur jafnffamt inn
antik-klukkur. Á annarri hæð er svo
áffam 19. aldar sýning á „Heldra
heimili Áma Thorlaciusar og fjöl-
skyldu“ ffá síðasta sumri. smh
Jaðarsmálið í Ólafsvík
Ráðning for-
stöðumanns
Gengið var formlega ffá ráðn-
ingu í starf forstöðumanns Dval-
arheimilisins Jaðars í Olafsvík í
síðustu viku. Inga Kristinsdóttir,
sjúkraliði, var ráðin í starfið sem
nokkur styr hefur staðið um á síð-
ustu mánuðum - og kærði Félag
hjúkrurtarffæðinga ta.m. auglýs-
ingu Snæfellsbæjar um stöðuna
m.a. vegna þess að eklá var áskil-
in hjúkrunarffæðimenntun.
Inga sagðist í samtali við
Skessuhom hlakka mjög til að
starfa á Jaðri enda átt þar mjög
góð samskipti við starfcfólk og
vistmenn. Hún segir að hún líti
ekki svo á að deilumar um stöð-
una snúi að sér persónulega, enda
hafi hún gegnt ábyrgðarstöðum á
Jaðri og ekki orðið vör við annað
en að fólkið þar kynni vel að meta
störf hennar.
Hún segir að hún sé ráðin til
átta mánaða, í fæðíngarorlofi Val-
dísar Brynjólfsdóttur, en nú sé
ljóst að auglýsa þurfi stöðuna á ný
í ljósi þess að Valdís hefur sagt
starfi sínu lausu. Inga segist nokk-
uð viss um að vera meðal um-
sækjenda um þegar þar að kemur.
Inga segir umræðu eins og þá
sem fór í gang vegna auglýsingar-
innar um starf forstöðumanns á
Jaðri ekki skemmtilega og vonar
að hún sé nú að baki. Hún segist
þó skilja að félög verði að standa
með sínum félagsmönnum þegar
slík ágreiningsmál koma upp. smh
Söngkvöld í
Lauga-
Hinn "ferðalétti Söngkór
Hraungerðisprestakalls ætlar að
fara fyrir Jökul á laugardaginn og
efnir til söngkvölds í Laugagerð-
isskóla kl. 21 um kvöldið. Þangað
er boðið söngglöðum Hnapp-
dælingum og öðmm nágrönnum
til að líta í bæinn, taka lagið með
Sunnlendingunum eða setjast að
rabbi. f hópnum verða væntan-
lega 30-40 manns, flestir bænd-
ur úr Flóanum auk prestsins í
sveitinni, sr. Kristins Á Frið-
finnssonar. Meðal embættis-
manna faraxinnar em Sigurgeir
Hilmar Friðþjófcson ffá Kross-
um sem vísar leið en söngstjóri er
Ingi Heiðmar Jónsson.
(Fréttatilkynning)
Vilja kaupa
ríkisland
Eyþór Bjömsson, bæjarstjóri í
Grundarfirði, hefur skrifað land-
búnaðarráðuneytinu bréf þar
sem hann óskar effir viðræðum
um kaup bæjaríns á landi ríkisins
innan bæjarmarka Cimndarfjarð-
ar. Eyþór segir að heimild í fjár-
lögum ríkisins hafi fengist fyrir
nokkrum áram fyrir sölu jarðar-
innar sem er í þéttbýli Grundar-
fjarðar og hafa síðan átt sér stað
viðræður með hléum milli ríkis-
ins og bæjaryfirvalda. Umrætt
land, Sólvallarland, afmarkast af
ffystihúsi Soffaníasar Cecilssonar
í austri, ffemstu húsunum í Sæ-
bóli í vestri og Gmndargöm í
suðri. smh