Skessuhorn - 05.06.2002, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002
ákCSsunuá:]
Líf og í]ör á sjómannadaginn
Það var mikið um dýrðir á Akra-
nesi á sjómannadaginn og bæjarbú-
ar fjölmenntu á hafnarsvæðið þar
sem boðið var upp á veglega dag-
skrá. Dagskráin hófst reyndar þeg-
ar á föstudag þegar farið var á leik-
skóla bæjarins með harðfisk og boð
í siglingu sem farin var á laugardag
í boði útgerðarfyrirtækja.
A sunnudag var að venju minn-
ingarathöfn í kirkjugarðinum um
týnda og drukknaða sjómenn. I
framhaldi af því var sjómannamessa
í Akraneskirkju þar sem þeir Krist-
ján Friðriksson, Olafur Gíslason og
Tómas Sigurðsson voru heiðraðir
og afreksverðlaun veitt. Að messu
lokinni var blómsveigur lagður að
minnismerki um drukknaða sjó-
menn á Akratorgi.
Við höfnina var margt um að
vera. Pétur pókus sýndi töffabrögð,
keppt var í kappróðri og reiptogi,
lifandi fiskar og sjávardýr voru til
sýnis í körum, þyrla Landhelgis-
gæslunnar kom á staðinn og sýndi
meðal annars björgun úr sjó og
margt fleira. Að lokinni dagskrá
hófst útsending frá Útvarpi Akra-
ness og hin árlega kaffisala Kvenna-
deildar slysavarnarfélagsins Lands-
bjargar stóð fram eftir degi í Jóns-
búð. SÓK
Sjómannadagur
í Snæfellsbæ
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur í Snæfellsbæ eins og x
öðrum sjávarplássum á Islandi síð-
astliðinn laugardag. Hátíðahöldin
fóru ffam bæði í Olafsvík og á Rifi
og var margt um manninn niður við
hafiúmar á meðan skipulögð dag-
skrá stóð yfir. I Olafsvík gat fólk far-
ið skemmtisiglingar með heimabát-
um að Vallarbjargi þar sem björgun-
arsveitarmenn sýndu bjargsig. A Rifi
fór fram formleg afhending á nýjum
björgunarbáti til Björgimarsveitar-
innar Landsbjargar og kemur hann
frá bresku björgunarsveitinni
RMLI. Erlingur Helgason, skip-
stjóri, afhjúpaði nafn bátsins sem
verður áffam „Björg“ líkt og gamli
hollenski báturinn hét, en honum
verður nú skipt út. Sturla Böðvars-
son, samgönguráðherra, hélt tölu
og sóknarpresturirm, Lilja Kristín
Þorsteinsdóttir, blessaði bátinn.
Björgunarsveitarmenn úr Snœfellsbte sýndu bjargsig í Vallarbjarginu
Myndir: Alfons Finnsson
Aslýörn Óttarsson, forseti bæjarstjómar,
var kynnir á skemmtuninni á Rifi.
Það verða Björgunarsveitin Björg
á Hellissandi og Sæbjörg í Olafsvík
sem munu annast rekstur bátsins en
Landsbjörg er eigandi að honum.
smh
l/tuiAtie'Uiiö
Mín hefur löngum læknast sút
Frá tuttugu ogþað upp í tuttugu og sex
á tískunni hafði hún gœtur
og brosmildi hennar og hlíðlyndi vex,
hún brosti til hans er var sœtur.
Hver árstíð á vissu-
lega sína töfra en þó
býst ég við að flestir
haldi mest uppá vorið
þrátt fyrir allt það ann-
ríki sem því fylgir.
Eyjólfur í Sólheimum
naut þess að fylgjast
með ungviðinu í gró-
andanum og orti:
Það er íflestum lítið lið
sem lifa til að hika.
Mér eryndi aðýta við
öllu og sjá það kvika.
Mig minnir að ég hafi séð nafhkunnum
kirkjunnar þjóni eignaða þessa ágætu setn-
ingu: „ Þeir sem virma mest að ræktun jurta
og dýra eru mennimir sem hjálpa guði mest
að skapa“. Mér er nær að halda að Gunn-
laugur Gíslason í Sökku hafi haft þessa sem-
ingu í huga þegar hann orti:
Mín hefur löngum læknast sút
þá leysir afjórðu krapa,
í hendingskasti hleyp ég út
að hjálpa Guði að skapa.
Margir era þeir sem sinna ýmiss konar
ræktunarstörfum ýmist sér til gamans eða
vegna þess að það er einfaldlega starf þeirra
og ekki síst á hrossarækt geta menn haft æði
fjölbreytilegar skoðanir. Birgir Hartmanns-
son horfði á tamningamann fyrir austan fjall
og varð að orði:
A mörgu sem að Guð oss gefur
galla tekst aðfinna,
en mistók hans nú Magnús hefur
millifóta sinna.
Skaparinn getur svosem gert mistök við
smíði mannfólksins líka og ég held að það
hafi verið Hjörmundur Guðmtmdsson sem
orti um aldraðan mann, ófríðan nokkuð en
ágætlega ríðandi:
Bleikur skeiðaryfir aur,
urðir hraun og gjótur.
A honum situr gamall gaur
gasalega Ijótur.
Á öllum samkomum hestamanna eru svo-
kallaðir brekkudómarar sjálfskipaðir og hafa
að sjálfsögðu sínar prívatskoðanir á hlumn-
um og að einum slíkum gaukaði Birgir Hart-
mannsson eftirfarandi vísu:
Tíðum viska vanhugsuð
valt af tungu þinni.
Lýsir þeirri greind sem Guð
gaf þér -jafnvel minni!
Þó öll kvikindi séu af Guði sköpuð er það
nú svo að ræktun tegundanna virðist mis-
áhugaverð og til dæmis veit ég mörg dæmi
þess að merm hafa flogist á í illu út af skoð-
anaágreiningi um kosti graðhesta en ég hef
aldrei heyrt talað um að menn hafi svo mik-
ið sem hækkað róminn út af svínarækt. Með
tilvísun til hinnar þekkm vísu sem eignuð er
Marteini Lúther hugsaði Káinn hinsvegar til
svínanna og sneri vísunni lítillega:
Hver sem ekki elskar svtn
eins og rjóðan svanna,
hann er alla æfi sín
andstyggð gróðamanna.
Vorið er vissulega tími ásta og ævintýra,
bæði nýrra og einnig endurnýjunar þeirra
gömlu sem gám svosem verið misendingar-
góð. Fyrir löngu heyrði ég þá sögu að ungur
maður og annar eldri hefðu verið að fá sér
kaffisopa við glugga sem sneri út að umferð-
argöm og séð þá föngulega stúlku á gangi
fyrir utan. Nú stóð svo á að ungi maðurinn
og umrædd stúlka höfðu átt í sambandi um
hríð sem gamla manninum var fullkunnugt
um þó leynt hefði átt að fara. Sá yngri vildi
hins vegar fyrir hvem mun dylja félaga sinn
þessara sanninda og fór að tala um að þessi
stúlka væri nú ekki sérlega gimileg til ffóð-
leiks og lét þess getið að það væru hálfgerð-
ar gæsalappir á henni. Sá gamli gaukaði þá
að honum eftirfarandi:
Við skulum ekki hafa hátt
þó hér sé ein að vappa.
Sumir hafa allt sitt átt
innan gæsalappa.
Höfundinn heyrði ég örugglega nafh-
greindan á sínum tíma en er ekki svo viss að
ég þori að setja það á prent og langar mig að
biðja þá sem kynnu að vita deili á höfundi
vísunnar og eða tildrögum hennar, því ekki
er heldur öruggt að þessi útgáfa sé kórrétt,
að hafa samband við mig. Aðra vísu svipaðs
eðlis rak á mínar fjörur fyrir nokkru og mun
kveðin á dansleik en um höfundinn veit ég
ekki:
Dátt er stiginn dansinn hér,
drósum sveinar klappa.
„Margur áfram mjakar sér“
(milli gæsalappa).
Jón Helgason orti margt á stúdentsárum
sínum í Höfn um ýmsa þá viðburði sem urðu
meðal samstúdenta hans og landa því löng-
um hefur skemmtanalíf íslenskra stúdenta í
Höfn verið nokkuð fjölskrúðugt. Jónas
nokkur varð fyrir slæmu slysi og varð það til-
efni eftirfarandi kviðlings ffá Jóni:
Jónas sitt eista eitt
illa fær hamið.
Annað er heilt og heitt
- hitt er kramið.
Fíflandi fljóðin veil
fremjandi glottin.
Hefð'ann þau bæði heil
hjálpi okkur Drottinn.
Ekki virðist Jónas sá hafa átt í verulegum
örðugleikum vegna missis síns eða skorts á
kvenhylli en konur geta nú verið svo skolli
lengi að ákveða sig. Eftir Stefán Jónsson frá
Þorgautsstöðum er efrirfarandi kvaeði sem
ber nafnið Hægfara þrótm:
Með hlutleysi sjálfsþóttans horfði 'ún á allt
- hennar hár var sem sólgullin bára.-
En bros sitt lét engum hiðfegursta falt
frá fimmtán til tuttugu ára.
Frá tuttugu ogsex upp íþrjátíu ogþrjú,
það þýðir að æskunni lýkur,
við brosmildi sína hún bætti því nú
að brosa til hans sem var ríkur.
- En uppfrá þeim tíma það hlerað ég hef
þó að hafi þeir valbrá og skalla
og blásnauðir séu með brennivtnsnef,
hún brosirframan í alla.
Jón Guðmundsson ffá Hólmakoti orti
hinsvegar frá sjónarhóli piparsveinsins, að
vísu of langt kvæði til að birtast hér í heild
sinni en aðeins má þó gægjast:
Kann ég aldrei konu að fá,
komin gráu hárin.
Eg er ei með hýrri há,
horfin blóma árin.
Þá minn ástar - þreytti pín
þýðan hug og sinni,
bæðifé og brennivín
bauð ég Petu minni
Svo að Tobbu síðast réð,
-sú var mikil blíða-
Helst ég vildi hlýtt með geð
hennar bólið prýða.
Finnst mér lánið furðu valt,
fól er engin meyja,
bæði lund og bólið kalt.
best er því að deyja.
Skulum við þó vona að enginn fari að
kveðja jarðlífið í ótíma út af kvennamálum
né öðru svona um hávordaginn og með
þeim ffómu óskum bið ég lesendum mínum
velfamaðar og þakka fyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1361