Skessuhorn - 05.06.2002, Side 11
SKÍIÍSSIMÖBKI
MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 2002
11
Hvaðer
sumar?
Vífill Adason, 11 ára
-Sumar er bara sól og sumar.
Bjöm Bergmann
Signrðarson, 11 ára
-Sumar er sól.
Ástþór Guðmundsson, 11 ára
-Það besta í heimi.
Baldvin Kristjánsson, 10 ára
-Það er bara svona sól.
Guðbrandur Mikael Ingólfs
son, 11 ára
-Það er bara gott veður og sól.
Fanney Unnur Sigurðardótt-
ir, 10 ára
-Það er sól og gott veður. Allt sem
er gaman, t.d. að vera úti.
_________________________________________________________________________%
ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR -
Fyrsta stig íslandsmeistaranna
íslandsmeistarar ÍA fengu sitt
fyrsta stig á tímabilinu þegar þeir
gerðu markalaust jafntefli við FH á
heimavelli. Skagamenn gerðu
tvær breytingar á liði sínu frá leikn-
um á undan, Jón Pétur Pétursson
og Hjálmur Dór Hjálmsson komu
inn í liðið í staðinn fyrir Sturlaug
Haraldsson og Sturlu Guðlaugs-
son.
Skagamenn hófu leikinn á öðr-
um nótum heldur en fyrstu þrjá
leikina í mótinu. í stað þess að
pressa hátt uppi á vellinum drógu
leikmenn ÍA lið sitt til baka og
beittu skyndisóknum. Þessi aðferð
virkaði mjög vel í fyrri hálfleik, FH-
ingar fengu engin svæði til að
byggja upp sitt spil en Skagamenn
fengu hinsvegar mörg mjög góð
færi. Það var hinsvegar sama
vandamál uppi á teningnum í
leiknum og hefur verið að angra
liðið í sumar, færanýtingin var lé-
unum sinn fyrsta bikar eins og
fram hefur komið í Skessuhorni.
Bikarinn er nefndur Inghólsbikar-
inn og var hann afhentur Bruna-
mönnum nýverið við hátíðlega at-
leg. Hjörtur Hjartarson og Jóhann-
es Gíslason fengu bestu færi hálf-
leiksins en brást bogalistin hrapal-
lega í bæði skiptin. Skagamenn
gengu því nokkuð svekktir til bún-
ingsklefa í hálfleik en engu að síð-
ur vongóðir um góð úrslit þar sem
öll færin í leiknum voru við FH
markið.
Leikur Skagamanna í síðari hálf-
leik olli vonbrigðum. (stað þess að
halda því skipulagi sem gefið hafði
svo góða raun í fyrri hálfleik
reyndu leikmenn ÍA að pressa
andstæðinginn hátt uppi á vellin-
um. Við það komust FH-ingar inn í
leikinn og fengu þau svæði sem
þeim hafði verið neitað um í fyrri
hálfleik til að athafna sig á. FH-ing-
ar sköpuðu sér þó engin umtals-
verð færi þó þeir væru meira með
boltann. Garðar Gunnlaugsson
komst næst því að skora fimm
mínútum fyrir leikslok en mark-
þess i stað naðu Leiknismenn
skyndisókn og innsigluðu öruggan
sigur.
Fyrir leikinn voru liðin jöfn í
neðsta sæti deildarinnar stigalaus,
Skallarnir höfðu fengið á sig sjö
mörk en ekki skorað en Leiknis-
menn einnig fengið sjö á sig en
skorað tvö. Ljósi punktur þessa
leiks má segja að hafi verið mark
Einars - en þess skal þó geta að í
lið Skallagríms vantaði nokkra
sterka leikmenn. Enginn leikmaður
stóð upp úr í slöku liði Skallagríms
og má Ijóst vera að þeir verða að
taka sig verulega saman í andlitinu
ef þeir ætla sér að krækja í stig í
þessu móti.
Næsti leikur Skallagrímsmanna
fer fram í Borgarnesi næstkom-
andi föstudag gegn Tindastóli frá
Sauðárkróki, en þeir hafa þrjú stig
eftir fyrstu þrjá leikina.
smh
höfn en Gísli Gíslason, bæjarstjóri,
sá um það. Sagði hann við þetta
tilefni að hann vissi að þikarinn
væri sá fyrsti sem liðið ynni en
sagðist jafnframt treysta því að
þetta yrði ekki þeirra síðasti. SÓK
verði FH tókst að verja.
Greinileg batamerki sáust á leik
íslandsmeistaranna gegn FH og
þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir
að hafa tapað fyrstu þremur leikj-
unum var mikilvægt að komast á
blað. Að sjálfsögðu hefði verið
óskandi að taka öll stigin en miðað
við það sem á undan var gengið
þurfti liðið að koma sér aftur á
rétta braut. Einnig var mikilvægt
að halda hreinu en liðið hafði feng-
ið á sig 7 mörk í fyrstu þremur
leikjunum. Til samanþurðar má
geta þess að liðið fékk á sig 16
mörk allt mótið í fyrra.
Skagamenn áttu meira skilið í
leiknum heldur en eitt stig sé mið-
að við þau færi sem liðin sköpuðu
sér. Það er hinsvegar ekki spurt að
því í leikslok heldur telja mörkin
eins og ávallt.
Næsti leikur ÍA er á laugardaginn
gegn KA á Akureyri. GE
Valur í
Skallagrím?
Miklar líkur eru á að hinn reyndi
þjálfari Valur Ingimundarson taki
við þjálfun Skallagríms í
körfuknattleik fyrir haustið. Valur
hefur undanfarin ár þjálfað Tinda-
stól á Sauðárkróki en áður þjálf-
aði hann m.a. Njarðvíkinga og
gerði þá að íslandsmeisturum á
sínum tíma.
Skallagrímur féll sem kunnugt
er úr úrvalsdeildinni á síðasta
keppnistímabili en óliklegt er að
Borgnesingar ætli sér að dvelja
lengi í fyrstu deild, a.m.k. ekki ef
samningar takast við Val. GE
2. flokkur karla ÍA
Sigur á
Víkingum
Annar flokkur karla ÍA í knatt-
spyrnu tók á móti Víkingum á
Akranesvelli síðastliðinn fimmtu-
dag. Eftir aðeins 15 mínútur
höfðu Skagamenn náð að skora
þrjú mörk en Víkingar ekkert.
Þannig var staðan í hálfleik, 3-0.
Víkingar áttu á brattann að
sækja í seinni hálfleik en þeim
tókst ekki að koma í veg fyrir að
Skagamenn skoruðu fleiri mörk
því þeir gerðu tvö til viðbótar.
Gestirnir gáfust þó ekki upp og
tókst að skora eitt mark, lokatöl-
ur 5-1. Það voru þeir Garðar
Bergmann Gunnlaugsson, Jón P.
Pétursson, Þorsteinn Gíslason,
Hafþór Æ. Vilhjálmsson og Páll
Gísli Jónsson sem skoruðu mörk
Skagamanna í leiknum.
SÓK
Skallarnir stigalausir
eftir 3. umferð
Skallagrímur tapaði sínum þriðja
leik í röð í annarri deild karla í
knattspyrnu á föstudaginn þegar
Leiknismenn úr Breiðholti heim-
sóttu þá. Lokastaðan varð 1 -3 og
má segja að heimamenn hafi átt
undir högg að sækja nær allan
leikinn. Skallarnir komust þó yfir
snemma leiks. Hilmar Hákonarson
braust þá lipurlega upp vinstri
vænginn, upp að endamörkum,
og sendi fasta fyrirgjöf fyrir markið
þar sem Einar Eyjólfsson kom á
ferðinni og ýtti boltanum yfir
marklínu gestanna. Leiknismenn
tóku svo leikinn nokkuð í sínar
hendur, jöfnuðu fyrir hálfleik og
komust yfir snemma í síðari hálf-
leik en bæði þessi mörk voru
fremur slysaleg hjá Sköllunum.
Undir lok leiks var töluverður at-
gangur í vítateig Leiknismanna og
með smá heppni hefði lið Skalla-
gríms getað jafnað leikinn þá, en
Leikmönnum Bruna
afhentur fyrsti bikarinn
Boltafélagið Bruni vann á dög-
Vel heppnaö
kajakmót
Fjölmennt kajakmót var haldiö í ■
Stykkishólmi um síöustu helgi en þar
hefur kajakmenningin hafiö innreið
sína svo um munar. Það voru
kakjakklúbburinn Skíðblaðnir og
ferðaskrifstofan Ultima Thule sem
stóðu fyrir mótinu.
Á laugardag var m.a. róið út í Bjarn-
arhöfn og heilsað upp á Hildibrand
og þeir hörðustu réru til baka en
vegalengdin er 14 km. Hvor leið. Á
sunnudag var síðan kappróður par
sem keppnin var hörð og spennandi.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Karlaflokkur:
1. Hlynur Sigursveinsson
2. Gunnar Tryggvason
3. Boris Philippe Germes
Kvennaflokkur:
1. Rita Hvönn Traustadóttir
2. Dagrún Árnadóttir
3. Ásthildur Sturludóttir
GE
Tvö jafntefli
HSH-manna
HSH-menn náðu ekki að knýja
fram sigur í 3. deildinni, A-riðli karia,
í Ólafsvík mánudaginn 27. maí
gegn Fjölni úr Grafarvogi - þrátt fyr-
ir að hafa verið mun sterkari aðilinn
í leiknum. Snæfellingar komust yfir
rétt fyrir hálfleik og var þar að verki
Jóhann Kristinn Ragnarsson en
Fjölnismenn jöfnuðu í byrjun seinni
hálfleiks.
Síðastliðinn föstudag fóru HSH-
menn síðan á Selfoss og léku við
Árborg. Jóhann Kristinn Ragnars-
son kom Snæfellingum yfir á 14.
mínútu en Selfyssingar jöfnuðu
metin á þeirri 47. Það verður sann-
kallaður Vestlendingaslagur næst-
komandi föstudag þegar Bruni og
HSH mætast á Akranesi. smh
Fyrstu deildarleikir Bruna
Geröu jafntefli
viö Árborg -
Burstaöir af KFS
Boltafélagið Bruni lék sinn fyrsta
deildarleik í liðinni viku þegar það
mætti liði Árborgar á Selfossi. Leik-
urinn fór ekki vel afstað því Árborg-
armenn náðu að koma boltanum
tvisvar í netið áður en fimmtán mín-
útur voru liðnar af leiknum. Liðs-
menn Bruna sóttu í sig veðrið en
tókst ekki að skora fyrr en í síðari
hálfleik þegar Sveinbjörn Geir
Hlöðversson skallaði boltann í
markið á 65. mínútu eftir fyrirgjöf frá
Ásgeiri Ólafi Ólafssyni. Þegar um
hálf mínúta var eftir af leiknum var
Sveinbjörn aftur á ferðinni og náði
hann að jafna eftir laglega fyrirgjöf
frá Agli Valgeirssyni.
Brunamenn mættu svo liði KFS á
Akranesvelli á laugardag.
Skemmst er frá því að segja að þeir
sáu aldrei til sólar í leiknum og loka-
tölurhans urðu 5-1 KFS í vil. Svein-
björn Geir var enn á skotskónum
og skoraði hann eina mark Bruna.
Bruni er því með eitt stig í deildinni
að loknum tveimur leikjum.
SÓK
Molar
Jón Pétur Pétursson, 19 ára gam-
all Grundfirðingur, lék sinn fyrsta leik
í efstu deild þegar hann kom inn á í
leik ÍA og Grindavíkur. Jón Pétur lék
síðan allan leikinn gegn FH sl. laug-
ardag.
Ungmennalið ÍA skipað leikmönn-
um 23 ára og yngri tryggði sér far-
seðilinn í 32-liða úrslit bikarkeppni
KSÍ með góðum sigri á 2.deildar liöi
HK.
Hermann Geir Þórsson skoraði
markið fimmtán mínútum fyrir leiks-
lok með glæsilegum skalla. Sigurinn
er sérstaklega athyglisverður í Ijósi
þess að Skagamenn léku einum
færri síðasta hálftímann en Helga
Val Kristinssyni var vikið af leikvelli á
64. mínútu. Sigurinn var ekki eini
Ijósi punkturinn í leiknum því Andri
Karvelsson lék allan leikinn, þann
fyrsta í rúma átta mánuði. Búast má
við að Andri verði tilbúinn með aðal-
liðinu eftir um tvær vikur.