Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2002, Page 4

Skessuhorn - 10.07.2002, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 ■.rKlliH...- WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: Fax: 431 5040 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Bloðamenn: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór Harðarson 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjartarson Sigrún Ósk Kristjúnsdóttir 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Umbrot: Prentun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentsmiðja Morgunblaðsins augl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur ouglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó a5 panta auglýsingapláss tímanlega. Ser gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. arverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð sölu er 250 kr. 431 5040 Afýmsum þúfum Gísli Einarsson, ritstjóri. í vikunni sagði mér fróður maður þau tíðindi að þúfur væru nánast séríslenskt fyrirbrigði. Það hafði ég ekki vitað fyrri og ó- neitanlega fylltist ég nokkru stolti yfir því að vera Islendingur. Fram tdl þessa hafði ég ekki borið neina sérstaka virðingu fyrir þúfum nema helst þeim litlu sem velta þungu hlassi. Eg hafði einnig, heldur en hitt, fyrirvarið mig fyrir þúfnagöngulagið sem mér tekst illa að dylja á víðavangi. Sú minnimáttarkennd hvarf í einu vetvangi þegar þessi sannindi lágu fyrir. Það jók ennfrekar á ánægju mína þegar ég gerði mér grein fyrir að þúfur eru meðal þess sem hægt er að finna í ómældu magni á landsbyggðinni á meðan höfuðborgarsvæðið býr við tilfirmanlegan þúfnaskort. Þegar ég hafði áttað mig á því bætt- ist landsbyggðarrembingurinn við þjóðarstoltið sem áður er um getið. Enn var þó eitt sem ég hafði ekki haft minnsta grun um. Það kom nefnilega í ljós skömmu síðar að á landsbyggðinni eru ekki aðeins hinar séríslensku, kollóttu hundaþúfur heldur er þar enn að finna stöku féþúfu og um eina slíka hnaut hæstvirtur dóms- málaráðherra í síðustu viku. Það var reyndar landbúnaðarráðherrarm spakvitri sem áttaði sig á því að þar sem einn eða fleiri hestamenn kæmu saman þar væri hátíð. Dómsmálaráðherrann lagði þá saman einn plús tvo og deildi í með þremur og sá þá strax að þar sem væri hátíð, þar væru peningar og þessháttar sem á engan veginn heima úti á landi. Þegar hún hafði síðan klætt sig í feld og hugleitt málið enn frekar komst hún þeirri niðurstöðu að það nú bara væri sniðugt að láta þá sem stæðu fyrir mannamótum á landsbyggð- inni borga fyrir löggæslu á þeim samkomum. Ráðherranum fannst þessi hugmynd sín svo góð að hún ákvað að nota hana hvar annars staðar sem fólk kemur saman í því skyni að gera sér glaðan dag, hvar sem er utan Reykjavíkur altso. Nú vill svo til að um hverja helgi allt árið um kring eru úti- hátíðir á götum Reykjavíkur og þar er löggæslan gratís. Þegar rustar og ribbaldar Reykjavíkurhrepps ákveða síðan að bregða undir sig betri fætinum, búnir að fá um stund leið á að lumbra á gömlum konum í Pósthússtrætinu, þá skulu þeir sem fá þá í heimsókn borga brúsann. Auðvitað má segja sem svo að margar af þessum útihátíðum séu ekki geðslegri en svo að það sé gustukaverk að útrýma þeim algjörlega með óhóflegri skattlagningu. Vissulega er það líka rétt að ekkert er verra en samansafh af sauðdrukknum ungling- um nema ef vera skyldi flokkur af fullum fullorðnum. Aftur á móti eru ekki miklar líkur á því að allir vmglingar landsins sitji heima um verslunarmannahelgina og spili Marías við ömmur sínar og afa þótt útihátíðir verði aflagðar. Reynslan sýnir að þeir búa til sínar eigin hátíðir ef þær eru ekki í boði og drekka sig útúr hjálparlaust. Þá er hinsvegar enginn til að rukka fyrir lög- gæsluna og heldur enginn sem leggur til gæslu af öðru tagi. Slíkar hátíðir eru löggæslumönnum erfiður ljár í þúfu. Gísli Einarsson, einn eðafleiri saman. ítrekaðar fyluferðir ungra knattpspymumanna úr Snæfellsbæ Undarleg firamkoma stóru félaganna segir Arnar Guðlaugsson knattspyrnuþjálfari hjá Víkingi/Reyni Á Snæfellsnesi hefur verið mikill uppgangur í knattspyrnunni hjá yngri flokkunum undanfarin ár og hafa félögin þar verið að ná mjög góðum árangri í einstökum flokkum þótt þau hafi oft á tíðum verið að keppa við félög með mun meiri iðk- endafjölda. Víkingur í Olafsvík og Reynir Hellissandi senda í ár sameiginlegt lið í keppni á Islandsmótinu í 4. flokki með sjö manna liðum. Strák- amir hafa æft vel í vor og sumar og staðráðnir í að gera sitt besta gegn andstæðingunum. Vandamálið er hinsvegar það að andstæðingamir em ekki alltaf til staðar eftir því sem þjálfari Víkings/Reynis, Amar Guð- laugsson segir. „Við fórum til Reykjavíkur mánudaginn 1 .júlí til að spila við Víking Reykjavík og mót- tökurnar vom þannig að þegar við mættum og fómm að hita upp þá kom til mín vallarstarfsmaður og sagðist halda að Víkingur R hefði dregið sig úr keppni. Eg fór þá og leitaði að einhverjum forsvarsmanni ffá Víking R til að fa ffekari upplýs- ingar og hitti þá Stefán Amarsson í- þróttafulltrúa hjá Víking. Harrn tjáði mér það að það hefði komið tdl tals fyrir helgi hjá Víkingi R að draga liðið úr keppni og taldi hann að það hefði verið gert á föstudeginum. Hann sagðist æda að tala við þjálfar- ann sem þá var staddur á KR vellin- um og með það fór hann og talaði ekki við mig meir. Þama var líka staddur einn pabbinn sem sagðist geta reddað liði. Það gerði hann, safnaði saman strákum, fann sér flautu og dæmdi leikinn sjálfur. Lið- ið spilaði reyndar ekki einu sinni í búningum heldur var strákunum skellt í einhver vesti. Við fengum þó að spila fyrir rest en voram ekki alls kostar ánægðir með þessar móttök- ur. Ferðakosmaðurinn er á milli mtmgu og þrjátíu þúsund fyrir svona ferð og það er dýrt fyrir lítdð félag, sérstaklega þegar um er að ræða hálfgerða fýluferð," segir Am- ar. Atvikið sem hér er líst að framan er ekki það eina sem strákamir í Bláir hestar í Reykholti „Bláir hestar“ nefnist málverka- sýning Halldóru Helgadótmr sem opnuð verður í Hótel Reykholti í Borgarfirði laugar- daginn 13. júlí klukkan 16. Við- fangsefni sýningar- innar er íslensk náttúra, máluð með olíu á dúk þar sem farið er frjálslega með liti og form en minna skeytt um nákvæma túlkun. Halldóra, sem starfar að mynd- list á Akureyri, útskrifaðist frá mál- unardeild Myndlistarskólans á Ak- ureyri árið 2000. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum en þetta er hennar önnur einkasýning. Sýningin að Reykholti stendur til 4. ágúst. Aðgangseyrir er enginn og allir sem áhuga hafa era boðnir vel- komnir við opnunina. (Eréttatilkynning) Færeyskir og fjörugir Færeyskir dagar í Ólafsvík hafa síðusu helgi og nutu þeir einstakr- skipað sér sess sem einn af stórvið- ar veðurblíðu og fjölbreyttrar burðum sumarsins. Talið er að í skemmtidagskrár með Færeysku það minnsta fimm þúsund manns yfirbragði. hafi verið á Færeyskum dögum um Fjör á bryggjuballi Víkingi/Reyni hafa lent í í sumar. Þann 5. júlí átti að vera leikur í Ólafsvík gegn Aftureldingu úr Mos- fellsbæ og átti hann að hefjast kl. 17.00. „Okkar strákar mættu kl 16:00 og fóm að gera sig klára og hita upp. Það var mikil spenna fyrir leiknum því þetta var á Færeyskum dögum og því von á fjölda áhorf- enda. Rétt fyrir hálf fimm var hins- vegar hringt frá Aftureldingu og beðið um frestun á leiknum því að fyrr um daginn þegar átti að leggja af stað mætti bara einn úr liðinu. Okkar strákar era að taka þátt í þessu móti af alvöru og leggja allan sinn memað í þetta og svo fá þeir svona mótökur og framkomu. Þetta sýnir náttúrulega áhugaleysi hjá þessum stóm félögum og hálfgerða lítilsvirðingu gangvart hinum minni. Ég lít þetta allavega mjög alvarleg- um augum því þessir krakkar em að leggja mikið á sig en þegar þeir mæta svona framkomu þá er nátt- úrulega mildl hætta á að það dragi úr áhuganum,“ segir Amar. GE Borgarbyggð býðurí Varmaland Eftír fund fulltrúa Borgar- byggðar með fulltrúum Kenn- araháskólans, menntamálaráðu- neytis og fjármálaráðuneytis var samþykkt á fundi bæjarráðs að gera kauptilboð í eignir Hús- mæðraskólans á Varmalandi sem Kennaraháskólinn hefur haft til umráða síðustu ár. Ef kaupin ganga eftir mvm ætlunin að nýta húsnæðið fyrir starfsemi Varmalandsskóla en vegna um- talsverðrar fjölgunar nemenda á undanförnum ámm býr skólinn við húsnæðisskort í dag. GE Ami Johnsen kom sá og sigraði á Fær- eyskum dögum. Hann sagði sögurfrá Fœreyjum og tók m.a. lagið með Klaka- bandinu. Hér er hann í suðaustan sveiflu með Sigurði Höskuldssyni Klakabands- manni. A útimarkaðnum var ýmislegt á boðstólum. Línudansinn er kannski ekki fiereyskur að uppruna en hann vakti engu að síður mikla lukku. Myndir: Alflms

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.