Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2002, Side 12

Skessuhorn - 10.07.2002, Side 12
Filma og yfirlitsmynd fylgja framköllun UNARMÓNUSTAN *HF. 310 BORQARNESI - S. 437-1055 PÓSTURINN Þú pantar. Pósturinn afhendir. www /.postur.is Heimsending um allt land Engjaási 2, 310 Borgarnes, sími 437 2300, fax 437 2310 Giiðriin Sveinbjamardóttir fomleifafrœðingur viS stokkinn sem liggur að húsinu sem trúlega hefur verii baðhús í tíð Snorra Sturlusmar. Merkar fomleifauppgötvanir í Reykholti Baðhús Snorra Sturlusonar? Fornleifarannsóknunum í Reyk- holti í sumar lýkur í þessari viku en verður framhaldið næsta sumar. Síðan í byrjun jiiní hafa fornleifa- ffæðingar undir stjóm Dr. Guð- rúnar Sveinbjamardóttur, haldið á- ffam uppgreftri í gamla bæjarstæð- inu þar sem talið er að bær Snorra Sturlusonar hafi staðið á þrettándu *öld. Síðasta sumar fannst við upp- gröfinn lítið hús sem olli nokkmm heilabrotum en rannsóknirnar í sumar hafa varpað ljósi á það hvers- konar mannvirki þar er um að ræða. „Við höfum í sumar verið að grafa upp leiðslu, eða hlaðinn stokk, sem vitað var um í bæjar- stæðinu og okkur hefur tekist að rekja hann nokkumveginn að þessu húsi. Það er enginn vafi á því að þetta er vatns- eða gufuleiðsla sem liggur frá skriflu inn í húsið. Þetta er mjög sérstakt hús og mér vitan- lega hefur ekkert annað þessu líkt fundist hér á landi. Húsið er hellu- lagt upp að veggjum og í því miðju er hola, rúmlega metri á dýpt. I ljósi þess að þessi leiðsla liggur að húsinu er ekki ólíklegt að þarna hafi verið baðhús,“ segir Guðrún. Guðrún segir að útffá jarðlaga- skiptingu megi áætla að baðhúsið og leiðslan séu ffá tímum Snorra. „Þetta em mjög merkileg mann- virki og benda til mikils stórhugar á þessum tíma. Þetta er þriðja leiðsl- an sem fúndist hefúr og það hefur verið mikið verk að hlaða þessa stokka. Þetta vora greinilega stór- huga menn sem hér bjuggu,“ segir Guðrún. GE * Amar Gunnlaugsson til IA? Akvörðun í næstu viku Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur að undanfömu æft með Islandsmeisturum IA og hefúr það ýtt undir þær sögusagnir um að hann kunni að vera á leið tdl IA. Að sögn Olafs Þórðarsonar, þjálf- ara IA, hefur klúbburinn mikinn á- huga á að fí Amar, hugsanleg félags- skipti séu hinsvegar í Arnars höndum og því lítið annað að gera en að bíða eftir ákvörðun hans. Amar Gunnlaugsson sagði í sam- tali við Skessuhorn að hann hafi ver- ið að vonast eftir því að sá sjónvarps- samningur sem hð, í öðrum deildum en þeirri efstu, á Englandi skrifúðu nýverið undir myndi auka hreyfing- una á leikmannamarkaðnum en flest lið hafa haldið að sér höndum á með- an tekjuhliðin fyrir komandi vetur er enn í óvissu. „Satt að segja hefur ver- ið lítdð um fýrirspumir erlendis ffá að undanfömu og á meðan er það vel inni í myndinni að ganga til liðs við IA Eg reikna með að bíða ffam í næstu viku en taka síðan ákvörðun um framhaldið effir að vera búinn að meta stöðuna þá.“ Borgnesingar í strandgæslu Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, Inga Tinna Sigurðardóttir og Geir Konráð Theodórsson (lengst til hægri) ásamt jafnaldra þeirra úr Reykjavík um borð í hraðbát varðskipsins Ægis við Viðey. Þrír unglingar úr Borgarnesi komu í gær úr mikilli útilegu en þau hafa síðustu sextán daga dvalist á varðskipinu Ægi útaf Islands- ströndum. Þau Sigríður Dóra Sig- urgeirsdóttir, Inga Tinna Sigurðar- dóttir og Geir Konráð Theodórs- son sáu auglýsingu í skólanum þar sem nokkrum ungmennum var boðið upp á að kynnast störfum landhelgisgæslunannar. Þau vom í hópi þeirra heppnu sem fengu að sigla með skipum landhelgisgæsl- unnar en fjögur ungmenni vora með í þessari ferð Ægis. Krakkamir gengu í ýmis störf um borð í skipinu og að þeirra sögn var þetta skemmtileg lífsreynsla. Hj ólreiðakeppni Go-kart leikni Ökuleikni kl. 18:00 kl. 19:00 kl. 20:00 Borgarnes þriðjudaginn 16. júlí við gömlu Esso Akranes fimmtudaginn 18. júlí við Grundaskóla GO-kart leikni ALDUR: 12 ára og eldri. 2 riðlar: Karla- og kvennariðill. Hjólreiðakeppnin ALDUR: 9 ára og eldri. 2 riðlar: 9-11 ára og 12 ára og eldri. Allir verða að hafa hjálm. Happdrætti fyrir keppendur í hjólreiðakeppni og Go-kart leikni. Verðlaun frá G. Á. Péturssyni Ökuleikni Tveir riðlar: Karla- og kvennariðill. Allir keppa á VW Polo. Sigurvegarar halda áfram í úrslit í íslandsmeistarakeppni. FRÍAR TRYGGINGAR í VERÐLAUN íúrslitunum. SJOVAÖoALMENNAR

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.